Morgunblaðið - 21.01.1969, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.01.1969, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1969 CAN*T you THE RAY A NEW& 6TORV J—. WIUL WAIT FOR A REPORTER, I WON'T NEEP VOU FELLOWS. NOW, WHBRBIN _______ ^HANð XOUR COAT& ON THE NEAREST PLOC3R, A\EN ... X'LL. ORDER SQV\E COFFEE WAIT UNTIL MORNINQ, ÞRAOV ? NiY 4 . BOPY !£. SCREAMIN6 FOR SLEEP' U.ltfum/ ■frz-vJi Sjdmannasíðan Ásgeir Jakobsson: Sameinaðir stðndum vér Ætlunin var að Sjómannasíð- an leitaði eftir skýringu á mun- inum á íslenzka fiskverðinu og fiskverði í nágrannalöndunum á fiski uppúr skipi. Þetta er meira verkefni en svo, að því verði gerð nokkur tæmandi skil nema með ýtarlegri rannsókn. Hálfur sannieikurinn eða sláandi dæmi í áróðursskyni koma jafnharðan f hausinn á þeim sem notar þau og hann vinnur málstað sínum tjón. Það þarf þó engrar rann- sóknar við, að fiskimenn okkar búa örugglega við talsvert lægra fiskverð bæði á síld og botn- fiski en brezkir eða norskir fiski menn. Nú er hægt að benda á margar augljósar orsakir sem skýra muninn að nokkru leyti. Fiskimenn nágrannaþjóðanna búa við innlendan uppboðsmark að, jafnvel Norðmenn styðjast við all-stóran innlendan mark- að og sænska markaðinn á næstu grösum en megin orsökin til fisk verðs munarins er sú, að hjá nágrönnum okkar er sjávarút- vegur hliðaratvinnuvegur, sem hægt er að styrkja af öðrum at- vinnuvegum, en hjá okkur er þessu öfugt farið. Hér er sjáv- arútvegurinn undirstöðuatvinnu vegur, sem verður að bera skatta og gjöld að sínum hluta, flytja framleiðslu sína um lang- an veg, borga tolla og vera þó samkeppnisfær við heimamenn á íhinum erlenda markaði. Auk þessa hefur jafnan verið leitazt við að efla aðra atvinnuvegi og ha'lda uppi lífskjörum innanlands á kostnað sjávarútvegsins með því að skrá gengið hærra en raunhæft hefur verið. Allar aðrar stétrtir en útvegsmenn, það er útgerðarmenn og sjómenn, lifa innan hafta- og tollamúra á heimatilbúnum tekjum, sem eng- inn veit hverjar eru í raun, ef þær væru gerðar upp með sömu viðmiðun og sjávarútvegurinn. Það má því heita svo að mestum hluta þjóðarinnar sé það kapps mál að kaupa þann gjaldeyri, sem útvegurinn aflar sem ódýrast. Það má nefna sem dæmi um mun inn á aðstöðu stéttanna innan múr anna og þessarar einu stéttar utan þeirra og er þá rétt að taka fram að tölumar eru dæmi gerðar en þó ekki fjarri lagi — að innan múranna kaupum við kjötkílóið af bændum á 90 krón- ur en markaðsverð ytra er kannski 30 krónur, við kaupum fötin af íslenzkum iðnaðarmanni á 4500 krónur en markaðsverð slíkra fata er kannski ytra 1500 krónur, hins vegar kaupum fisk kílóið af fiskimanninum á 5 krón ur en markaðsverð ytra er 10 krónur. Sem sagt meðan aðrar stéttir skammta sér margfalt markaðsverð fyrir framleiðslu sína í skjó'li hafta og tolla og ofgengis, ætlum við útvegnum að selja okkur sína framleiðslu fyr skráð árum saman á 18 krónur, þegar það hefði kannski átt að vera á 50 krónur og þessu var ekki breytt fyrr en þjóðin var svo kafsokkin í skuldir, að það fannst ekki sjóður í gjörvöllum heiminum sem vildi lána okkur og íslenzkur gjaldmiðill var að- hlátursefni útlendinga. Það er rétt, að það var ógam- an að lifa í landinu meðan þessi veizla stóð. Nóg var gefið út af 'land undir fótum en mikill hluti hennar hækkaði laun sín á einum degi um 43 prs. Þá átti umsvifa- laust að skrá gengið upp á nýtt og útgerðamenn og sjómenn áttu að krefjast þess, þegar þeir sáu að þjóðin ætlaði enn einu sinni að fara að efna til veizlu, sem vitað var af reynslunni að yrði á kostnað útflutningsatvinnuveg anna. Menn tala um að gengisfell- ing komi ekki að notum. Það á sér þær einföldu orsakir, að gengisfelling er aldrei fram- kvæmd fyrr en um seinan. Það þorir engiin stjórn að fella geng ið fyrr en skútan er strönduð og þá fer allur ágóðinn í að koma henni á flot aftur. Það er fljótlegt að skelia skuldinni á sitjórn, þegar vanda ber að höndum. Stjórnin í lýð- ræðislandi er valiin af meiri hluta þjóðarinnar og hér vill nú svo til að það er mikill minni hlutinn, sem stundar útflutnings atvinnuveginn og þess vegna hef ur emgin stjórn sem hér hefur setið bolmagn til að stjórna í sam ræmi við vilja og þarfir útvegs manna. Það myndi breyta miklu fyrir útveginn, ef það risu upp fleiri útflutningsatvinnuveg ir, sem þyrfti að taka til'lit til, og stærri hluti þjóðarinnar færð ist út fyrir múrana. Það var kuldalegt um að litast um borð í Akureyrartogaranum Svalbaki, þegar hann kom til Reykjavíkur á dögunum klakabrynjaður. Stakkaklæddir sjómennimir voru drjúgan tíma að berja klakann af skipinu. CLjósm.: S. N.) ir hálft markaðsverð og höld- um síðan í ofanálag uppi geng- inu, eins lengi og stætt er á því með nokkru móti. Þannig verður útvagurinn hér að gjalda ann- arra stéitta, en í nágrannalönd- unum nýtur hann annarra stétta. Þetta gerir meginmuninn á fisk verðinu. Þeir sem á útvegi lifa, eiga því í höggi við mikinn hluta þjóð arinnar, sem leiitast við að halda niðri fiskverðinu, einkum með of háu gengi. Vandamál okkar nú stafa ekki öll frá verðfalli síðustu ára, heldur miklu fremur frá þeim tíma að sterlingspundið var peningum, gerviatvinna næg og neyzluvörur ódýrar. Það var set ið undir veizluborðum innan múr anna þar til þau voru algehlega hroðin, þá stóð veizlustjórinn upp og tilkynniti að hann væri farinn og hlutverki hans lokið, sem veizlustjóra, þar sem ekk- ert væri eftir til að éta og eng in leið að „slá sér“ meira. Þá tók þjóðin sig á, eins og hún ger ir ævinlega, þegar í óefni er komið. Réði sér nýja foryztu- menn, lagfærði hið falska gengi nokkuð, gerviatvinna minnkaði en útflutningsframleiðsla jókst og þjóðin reif sig uppúr feninu. Ekki hafði hún þó fyrr þurrt Þannig eiga sjómenn og út- gerðarmenn við rammari reip að draga en svo, að þessir aðilar hafi efni á að liggja í illdeilum innbyrðis. Orsökin til þess er sú, að hvorir tveggja þessara aðila lifa í 30 ára gamalli verkalýðs- pólitík og horfnum stéttarsjón- armiðum. Bændur hafa áttað sig á hinum breyttu þjóðfélagshátt- um og standa fast með kaupfé- lögum sínum og kaupfélögin með þeim gagnvart öðrum stéttum og láta ekki innbyrðis deilur, sem oft eiga sér stað á bak við tjöld- in sundra fylkingum á meginor- ustuvellinum. Það er einkennilegt að heyra útgerðarmenn og sjó- HÆTTA Á NÆSTA LEITI —<■— eftir John Saunders og Alden McWilliams menn flytja mál sitt fyrir þjóð- inni sem svarna fjandmenn. Út- gerðarmenn virðast aldeilis hlessa á því til dæmis, að skipstjóri sem stjórnar 20 miLljón króna skipi við mjög tækniþróaðar veiðar og ber ábyrgð á lífi fjölda manna skuli ekki sætta sig við 18 þúsund króna mán- aðarlaun. Stairf islenzks fiskiskipstjóra er áreiðanlega eitt Vctndasamasta starfið í íslenzku þjóðlífi. Hanin þarf ekki aðeins að stjóma skipi sínu á siglingunni og gæta sín fyrir veðrum heldur leita uppi fisk um víðáttu mikið haf og stunda veiðarnar síðan með flóknum og vandmeðförnum og dýrum tækjum sem krefjast mik- illar kunnáttu og leikni, ef ár- angur á að nást. Og útgerðar- mennirnir vita eins vel og skip- stjórarnir að ein til ein og hálf milljón er algeng laun hjá skip- stjórum í nágrannalöndunum. fs- lenzkum skipstjórum dettur ekki í hug að fara fram á slíkt. Þeir vita að það hentar ekki þjóðlífi okkar, en þeir vi'lja hafa lítið eitt meira, en stúlkan á útgerð- arskrifstofunni og það er varla sanngjamt að lá þeim það. Um hásetana er það að segja, að þeir leggja á sig vosbúð og verulegar slysahættur eins og tölur sanna, og fyrir það ber að umbuna þeim umfram aðra ófag- lærða menn. Það er nú einn- ig svo, að vanur háseti er fag- maður, en launajafnrétti það sem ríkir meðal háseta er ranglæti, sem þjóðfélagið ber ekki ábyrgð á heldur stéttarfélög sjómanna. Það er réttlætiskrafa að laun háseta séu stighækkandi. Það veit enginn nema sá sem reyn- ir hver reginmunur er á því að vera með vana menn um borð eða óvana. Sjómenn hafa svo góðan mál- stað og svo haldgóð rök, að þeir eiga al'ls ekki að stofna til slags- mála nema í algerri nauðvörn, sem má nú kannski segja að hér sé um að ræða vegna hallæris- ástands í aflabrögðum. Eftir að slagsmálin eru byrjuð hlustar enginn á rök, og það að beita andstæðinginn kröftum þýðir ekki annað en það, að hann flýg ur á mann strax og hann stend- ur upp eða notar fyrsta tæki- færi sem gefst til að koma aft- an að manni. Það er mannlegt. Við unnum sjálfstæðisbaráttu okkar með rökum og aftur rök- um. Það getur auðvitað verið nauðsynlegt að sýna stöku sinn- um að menn búi yfir kröftum og það borgi sig ekki fyrir neinn að ráðast á þá, ef menn á ann- að borð eru sterkir, en heiðar- legur málflutningur og rök er það sem gildir meðal siðaðra manna og ef útgerðarmenn og sjómenn tú'lka mál sitt sameig- inlega fyrir þjóðþinginu og stjórninni, þá skilja þessir að- ilar um síðir, að þjóðinni er það fyrir beztu að búa vel að útveg- inum í heild og þá fást varan- legri kjarabætur heldur en þó að hægt sé að kroppa nokkra aura í mögnuðu verkfalli. Það er búið að taka fjárráð- in af útgerðarmönnunum og þeir hljóta að fara að skllja að þeir eru að falla einangraðir á víg- vellinum og það getur ekkert bjargað stéttinni frá því að gufa upp nema samstaða með sjómönin um um kröfur á hendur þjóð- inni. Þjóðin má ekki missa út- gerðarmannastéttina og það fram tak og þann dug, sem með þeirri stétt þarf að búa. Þegar útgerð- armenndrnir eru orðnir forstjór- ar, sem eyða lífi sínu í biðstof- um bankanna í stað þess að vera niðri á bryggjum að huga að skipum sínum og rekstri þeirra, þá er vá fyrir dyrum. Hér hefur nú verið fjallað um meginatriði og framtíðarverk- efni fremur en vandamál stund- arinnar. Á næstu Sjómannasíðu „Takið af ykkur yfirhafnirnar. Ég ætla að panta okkur kaffi.“ „Getur þetta ekki beðið til morguns, Brody? Ég er að farast úr svefnleysi!" „Þegar sá dagur kemur, að fréttir liggja á lausu, hef ég enga þörf fyrir ykkar líka. Hvar í fjáranum er þetta nú aftur? ...... Hér er það! Hér er allt, sem vitað er um ríkasta mann heims. Og satt að segja er það ekki mikið!“ verður fjallað um nærtækari úr- ræði til bjargar úr þeirri klípu, sem útvegsmenn og sjómemn emi nú L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.