Morgunblaðið - 21.01.1969, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.01.1969, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1969 4. kafli Það var bæði heitt og rakt í Basra. Gistihúsið var feikna- stór steinsteypt bygging, rétt við flugvöllinn. Framhliðin á því var skrautleg og garðhjallar og tröppur lágu niður að víðlend- um grasflötum, sem náðu niður að sjálfri flugbrautinni. Við dagsbirtu voru grasfletimir brúnleitir og rytjulegir, með ein staka grænum bletti hér og þar, og svo einstaka kyrkingslegum trjám og rykugum blómabeðum, til tilbreytingar. En að kvöldi, þegar dimmt var orðið, eins og þegar Lísa kom þangað, út úr herberginu sínu, leit þetta öllu rómantískar út. Snúrur með marglitum ljósum héngu niður úr trjágreinunum og uppbúin lítil kvöldverðar- borð biðu tilbúin. Vatnsgusur úr úðurum að baki, glitruðu og gerðu allt umhverfið skemmti- legt og aðlaðandi. Út úr barnum, við innganginn að gistihúsinu mátti heyra danstónlist. Hún gökk I hægðum sínum að jaðrinum á stærsta grasblettin- um og settist niður í strigaklædd an skrúfustól með sólþaki yfir. Hvítklæddir þjónar voru á þeyt ingi fram og aftur með glasa- bakka. Loksins kom einhver yfir þjónn — sem hún hélt vera vegna þess að hann var skraut- legar búinn en hinir — með há- rautt mittisband og bakkalaus — spurði hana, hvort hún vildi panta sér drykk. Lísa sagðist ætla að bíða eft- ir félöguim sínum. Maðurinn hneigði sig og rétti henni skræp- litan pappírs-blævæng. Hún þakkaði honum og ætlaði að fara að nota blævænginn, þegar hún kannaðist við litina í honum, en þeir tilheyrðu öðru félagi sem var keppinautur hennar félags. Þetta var sniðug auglýsinga- aðferð, en hún vildi samt ekki láta samverkafólk sitt, sem var veraldarvanara en hún sjálf, sjá hana veifa þessum litum. Benny mundi vafalaust hafa gaman af því, en hún var ekki eins viss um suma hinna. Þegar hún væri búin að vera lengur í startfi, mundi þjónustufólk gistihúsa vafalaust fara að þekkja hana, og annað eins og þetta mundi þá ekki koma fyrir. Eða kannski vissi yfirþjónninn vel, hver hún væri og hefði gert þetta af skömmum sínum. Hún hallaði sér aftur á bak og andvarpaði og naut útsýn- isins. Þetta hafði verið erfið ferð og nú fékk hún tækifæri til að hvíla sig ofurlítið. Hún hugsaði með sér, hve rólegar og óþreyttar þessar konur kring um hana væru. Hún velti því fyrir sér, hverjar þær væru og hvað þær væru hér að gera. Kannski voru þær konur starfs- manna hjá einhverujm olíufélög- um, eða þá farþegar að bíða eft- ir að halda áfram ferðinni. Þær amerísku voru auðþekktar úr hópnum. Hinsvegar var gilda stúlkan lj óshærða, sem sat spölkorn frá henni með tveim karlmönnum, erfiðari að skilgreina. Fleginn grænn kjóll sýndi mikla sælkera lega fitu, og smókingklæddu mennirnir, sem sneru baki í Lísu voru sýnilega hrifnir. Stúlkan var að fitla við glas með einhverjum gylltum vökva í og smábitum af ávexti saman við. Hún virtist vera að segja ein hverja skrítna sögu og pataði mikið með höndunum. í hvert sinn sem hún þagnaði, hlógu mennirnir og bjuggust sýnilega við meiru. Öðru hverju leit hún til Lísu, eins og til þess að átta sig á henni, athugaði skóna hennar, handtöskuna og einföldu perlu- festina. Lísu fannst hún vel geta // staðizt þessa rainmsókn. Pemlum- ar voru ósviknar og þótt taskan væri nokkuð slitin, var hún úr góðu skinni. Hún óskaði þess heitast, að Bemny eða eirehver hiinina vildu fara að koma. Snögglega var kyrrðin rofin af hvellu ýlfri og Lísa leit við og sá haltrandi hund, með blóð- ugan kjaftinn og eltan af ein- um þjóninum. Hún greip and- ann á loflti, er hún sá mareniinin lyfta fæti og getfa hundinium heilft arlegt sparik. Sparkið lenti í síð- umini á honuim, og hamin ýltfraði aiftur og datt til jarðar, snögglega miáttlaus af hræðsOu eða sársauka. Aðeins auigun h-reyfðusit og svo titrandi nasirnar. Þjónninn, sem enn rogaðist með bakkann, var í þann veg- inn að lyfta fætinum aftur, þeg- ar Lísa þaut upp, greip í mann- inn og æpti: — Hættið þessu! Látið hundinn í friði! Maðurinn varð svo hissa, að hann gerði eins og honum var Megrunar- kex Megrunar- súkkulaði Fœst í apótekum BIFREIÐAEIGENDUR Hafið þið verndað hreyfilinn með LIQUI - MOLY slitlagi fyrir sumarferðalagið ? Hafið hugfast, að ein dós ag LIQUI- MOLY sem kostar innan við 150.00 kr. myndar smurhúð sem er 50—60% hálli en olía. Ekkert getur fjarlægt þessa húð nema vélarsLit. Bræðslumark MOLY er 2500° C, þolir 225 þús. punda þrýsting á ferþumlung og 8000FPM. Engar sýrur, kemisk efni eða þvottaefni geta haft áhrif á þessa húð, jafnvel við verstu skil yrði endist einn skammtur af LIQUP MOLY í a.m.k. 4.800 km. akstur. LIQUI-MOLY er Molybdenum disulfide (MOS2) málmurinn í fljótandi ástandi. Síðan A. J. Lockrey tókst að gera MOLYBDENUM fljótandi hefur það farið sig urför um allan heim og valdið byltingu í vélarsmumingu. Hér á íslandi hefur LIQUI-MOLY verið selt í 15 ár, á þessu tímabili hefur fjöldi af olíubætiefnum og eftirlíkingum á LIQUI-MOLY komið á markaðinn sem flest eru nú gleymd. LIQUI-MOLY fæst á benzinafgreiðslum og smurstöðum. Nánari uppl. veittar hjá LIQUI-MOLY-umboðinu á íslandi. ISLENZKA VERZLUNARFÉLAGIÐ HF. Laugavegi 23. — Sími 19943. — Nú ertu búin að fá svefnpoka — þá er vonlaust að heimta tjald. sagt og tautaði eitthvað á sínu eigin tungumáli. Hún greip eitthvað, sem líkt- ist steikarbita, talsvert stórum, af einum óhreina diskinum á bakkanum og rétti að hundinum,' sem haltraði nú hægt og dró á eftir sér afturlöppina. Löppin virtist brotin og því gagnslaus. Þegar hundurinn fann lyktina af ketinu, reyndi hann að haltra til hennar. Hún gekk fyrir hús- hornið þar sem var auður blett- ur rétt hjá bílastæðinu. Hundur- inn elti hana og þegar hún stanz aði og rétíi út höndina, kom hann til hennar og tók við ket- bitanum og labbaði með hann að trjánum þar skammt frá. Á leiðinni til baka sá hún, að hún var með blóðblett á sokk- num sínum og jafnframt varð henni það Ijóst, að hún hafði verið of fljót á sér. Miðausiturlönd hlutu að vera krökk af þessum hálfsoltnu rökkum og vafalaust fjölg- aði þeim ört og þeir breiddu út sjúkdóma, án þess að nokkurn- tíma væri neitt að gert. Það eina sem hún hefði getað gert 3kyn- samlegt, hefði verið að ná í ein- hvern, sem hafði byssu og fá hann til að skjóta veslings skepn una. En til þess hefði þurft að ná í hundinn, því að aðeins beztu skyttur geta hæflt skepnu á hlaupum. En hvernig fara skyldi að þessu hafði hún enga hugmynd um. Þegar hún kom aftur að gras- blettinuim, fan.n hún, a>ð hún varð að fara framhjá borðinu þar sem sú ljóshærða og karl- mennirnir sátu, til þess að kom- ast að sætinu þar sem hún hafði skilið eftir töskuna sína. Þau hættu að hlæja þegar hún nálgaðist og stærri maðurinn stóð upp og gekk til hennar Hún kannaðisit strax eitthvað við þennan stórvaxna, gilda mann. Hann rétti fram stóra hönd og um leið og hún tók í hana, skein ljósið beint framan í breiða andlitið. Þetta var eng- inn annar en Crawford-Cobb, forstjóri. — Góða ungfrú Brown, sagði hann. — Við virðum vitanlega öll tilfinningar yðar, en þér eruð hér ekki sem fulltrúi fyrir Dýra verndunarfélagið skiljið þér. Þér verðið að umgangast var- lega þetta fólk og framkomu þess við dýr, það er aldrei að vita um afstöðu hennar til trúar bragða þeirra. Hann talaði í ein hverskonar dynjandi leiksviðs- hvísli, sem gerði hana í senn hrædda og grama. — Mér þykir leitt' ef ég hef heimskað mig, sagði hún og reyndi árangurlsaust að vera ró leg. — Ég er hrædd um, að þeg ar ég sá manninn sparka í hund- greyið þá_ vissi ég ekki, hvað ég gerði. Ég á við að ég mundi fara eins að við næsta tækifæri. En það var gott að ég var ekki í einkennisbúningnum mínum. (Hún hafði næstum sagt „yð- ar“). — Já það var gott og vel til fallið, sagði hinn maðurinn við borðið. Hann stóð upp og rétti fram höndina. Lísa sá nú, að þeitta var læknir flugfélagsins. 21. JANÚAR Hrúturinn 21. marz — 19. apríl Ógurleg ringulreið verður á hlutunum í dag. Vertu i vari, nema þú eigir einhverja sök á því, hvernig komið er. Nautið 20. apríl — 20. maí Tilfinningamál eru efst á baugi og mikið geregur á. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní Erfitt er að skipta sér milli starfanna og heimilis. Bíddu betri tíma með uppástungu þína. Krabbinn 21. júní — 22. júlí Hugsaðu ráð þitt vandlega, og þá mun allt falla í ljúfa löð Þeg- iðu yfir leyndarmáli, þótt það sé erfitt. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst Farðu hægt af stað, gefðu ungu fólki tækifæri til að njóta sin, og vertu þolinmóður, þótt hægt gangi. Meyjan 23. ágúst — 22. september Þolinmæði þín í dag á eftir að bera margfaldan ávöxt! j Vogin 23. september — 22. október k Þínir nánustu valda þér allskyns áhyggjum og því er hugur- / iren meira við einkamálin, en starfið. \ Sproðdrekinn 23. október — 21. nóvember Vinnuhagræðing borgar sig. Andstæðingarnlr skemmta þér. Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember Samkeppni aldraðra og ungra er nokkurmveginn Jötfn. Þú færð spennandi tilboð. Steingcitin 22. desember — 19. janúar Sinntu sjálfum þér fyrst og etf einhver er óhress yfir því, skaltu lofa homun að tala. Farðu hægt, og forðaztu deilur. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar Fólkið þitt er þægilegt, en vill ekki að þú eyðir fé í eigin þarf- ir. Breyttu engu, en sparaðu dálítið. Fiskarnir 19. febrúar— 20. marz Vertu samvizkusamur, meðan þú bíður!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.