Morgunblaðið - 21.01.1969, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.01.1969, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1969. ís lokaði höfninni í Stykkishólmi — — Mikill ís á Breiðafirði Stykkishólmi: 20. janúar í ÓVEÐURSKAFLANUM síð- asta komst frostið í 14 stig. Unnið nð skipnn otvinnu- málunefndu AÐILAR að samkomualgi um að- gerðir í atvinnumálum vinna nú að skipan atvinnumálanefnda þeirra, sem stofna á samkvaemt því. Miðstjórn Alþýðusambands íslands var á fundi í gærkvöldi, þar sem ganga átti frá skipan í nefndirnar af hálfu ASÍ og einn- ig hefur verið unnið að málinu af hálfu Vinnuveitendasambands- ins. Má því búast við að tilkynnt verði mjög fljótlega um endan- lega skipan nefndanna. Verkfull brezkru símrituru London, 20. jan. NTB, AP. SÍMSKEYTAÞJÓNUSTA frá Bretlandi til útlanda stöðvaðist í gærmorgun vegna verkfalls 3,500 símritara og er það í fyrsta sinn í Bretlandi, sem slíkt gerist. Tal- ið er að hún muni hafa alvarleg- ar afleiðingar fyrir brezka út- flytjendur, innflytjendur og banka. Samtök símritara hafa sett fram kröfur um hærri laun og aukin hlunnindi. Talsmaður samtakanna sagði í dag, að til greina kynni að koma að talsíma- starfsmenn færu einnig í verk- fall, ef ekki yrði gengið að kröf- unum. Morgunblaðið spurðist fyrir um það hjá ritsímanum hér, hvaða áhrif þetta verkfall hefði á afgreiðslu skeyta til Englands frá íslandi. Fengum við þær upp- lýsingar að í London væri enn starfandi stöðin „Great Northen", sem tæki að sér að afgreiða skeyt in frá íslandi. Flest erlendra fyrirtækja hefðu fjarritara í þjónustu sinni, og gæti þssi rit- símastöð komizt inn á rásir þeirra, en skeyti til einstaklinga væru hins vegar sett í póst. Hef- ur þetta því ekki svo ýkja miícii áhrif á þjónustu riteímans hér, nema hvað nokkrar tafir geta orð ið á að skeyti komist til skila. EINS og Mhl. hefur skýrt frá drukknaði Jón Marinó Pétursson frá Akureyri, er hann tók út af togaranum Harðbak 15. janúar sL Birtist hér mynd af hinum látna, sem var háseti, 45 ára að aldri. Höfnina lagði og náði ísinn úit , undir eyjar og inn í Hvamms- fjörð. Var um tíma þannig að bátar komust ekki um höfnina. ||| Mótorbáturinn Baldur, sem fór í áætlunarferð á laugardag til Brjánslækjar komst ekki að höfninni hér og varð að fara með farangur og póst á smábát út fyrir Stykkishólm til að koma honum um borð í Baldur. Á sunnudag var þíðviðri og við það varð ísinn meyrari og gat Baldur þá rutt sér braut inn í höfn. Mjög mikill ís er á firðinum nú, en hann er miklu þynnri en oft undanfarin ár. Eru margar eyjar alveg umluktar lagnaðar- ís. — Fréttaritari. Þannig var umhorfs í Sykkishólmshöfn og sér á lagnaðarís eins langt og augað eygir. Jökulsá á Fjöllum stíflaðist og flæddi yfir bakka sína — 70 metra vegakafli undir ís og óttazt að vegurinn rofni STÓRHRÍÐIN sem gekk yfir miðvikudag og fimmtudag í síð- ustu viku, gerði það að verkum að Jökulsá á Fjöllum fylltist af krapi og ís og stíflaðist. Hækk- aði svo mikið í henni að hún flæddi víða upp úr farvegi sín- um og aðeins þrir metrar eru nú frá ísruðningnum upp að brúar- góifi. Þjóðvegurinn vesptan Jökulsár er nú undir vatni og ís á um 70 metra kafla og óttumst við nú mjög að vegurinn, sem enn er óskemmdur kunni að rofna, en þá rofnar um leið vegasam- band við Mývatnssveit, en það- án fáum við póst. Síðan Jökuls- árbrú var byggð fyrir 20 árum hefur þetta aðeins komið fyr- ir einu sinni, fyrir um 10 ár- um.’ Þá tók veginn sundur á þessum stað. Pósturinn á Grímsstöðum, sem Síld NA af Færeyjum — Viðtal við Hjálmar Vilhjálmsson um borð í Arna Friðrikssyni Tvö íslenzk skip, Heimir SU og Óskar Halldórsson RE og tvö færeysk skip sáu síldartorf ur á svæðinu NA af Færeyj- um í fyrrinótt, en torfumar stóðu djúpt og veiddist ekkert. Síldarleitarskipið Ámi Friðriks- son hefur undanfarið verið að leita NA af Færeyjum en er nú á norðurleið. Mbl. náði í gær tali af Hjálmarl Yilhjálms- syni fiskifræðingi, sem er um borð í Áma Friðrikssyni. Hann sagði: — Við höfum leitað norð-aust- ur frá Færeyjum undanfarna daga og í nótt (aðfaranótt mánu dags) Ieituðum við austur með landgrunnskantinum norðan við Færeyjar en fundum ekkert. Er- um við nú á leið norður. — í nótt sem leið (aðfaranótt mánudags) voru 4 bátar, tveir íslenzkir og tveir færeyskir á síldarsvæðinu 65 gr 20 norður og 2 gr. 31 vestur, eða milli 190 og 200 mílur NA af Fær- eyjum. Þarna var töluvert af torfum að sjá á afmörkuðu svæði. Torfumar stóðu djúpt i nótt og var engin veiði, en bát- arnir eru enn þarna og bíða þess að síldin komi upp. Hefur veður verið gott á þessum slóð- um undanfarna daga. — í Norðursjó, á svokölluðum Vikingsbanka og svæðinu þar fyr ir sunnan hefur fundizt töluverð síld, en hún hefur verið dreifð og veður vont og ekki unnt að veiða í nót. íslenzku bátarnir, sem þarna voru, hafa verið inni í Haugasundi, en komu út í nótt. f Norðursjó eru mörg rússnesk skip sem fengið hafa reytings- afla í reknet og einnig hefur fengist reytingur í flottroll. Færeyski leitarbáturinn Jens Christian Svabo leitaði grunnið austan við Færeyjar en fann ekk ert og nú síðustu dagana hefur hann verið að leita vestan og norðvestan við eyjarnar. Bandarískir hermenn til Vestur-Þýzkalands Niimberg 20. jan. NTB. FYRSTU hópar þeirra fimm- þúsund bandarísku hermanna, sem eiga að taka þátt í heræfing- unum ásamt vestur þýzkum her- mönnum skammt frá landamær- um Tékkóslóvakiu komu til Vest- ur Þýzkalands í dag. Gert var ráð fyrir að alls kæmu 63 Star- fighter vélar í dag til Niimberg með hermennina og verða þeir í búðum um það bil 50 km frá landamærum Tékkóslóvakíu. Æfingarnar munu hefjast i Iok þessa mánaðar. lagði upp í póstferð tii Mý- vatnssveitar lenti í miklum erf- iðleikum við að komast yfir vatnsrennslið og ísruðninginn á veginum. Varð hann að snúa við og fá hjálp til að brjóta ís- inn og tók það einar 6 klukku- stundir að ryðja þennan 70 metra vegarkafla Var ísruðning urinn um 80 sentimetrar á hæð. Gisti pósturinn í Mývatnssveit og er hann kom til baka hafði ástandið á veginum ekki breyzt og komst hann klakklaust yfir. Hingað til höfum við fengið póst okkax reglulega og hefur alltaf verið hægt að fara á bíl til Mývatnssveitar, en það er fremur óvenjulegt á þessum árs tíma. Tíðarfar hefur verið hag- stætt í vetur og gott í hög- um og hafa bændur aðallega gef ið kjarnfóður en Iítið af heyj- um. — Benedikt. Fært fró Reykja- vík tU Húsavíkur FÆRÐ NORÐANLANDS spilltist ekki um helgina eins og búizt hafði verið við og hef- ur því verið fært til Akureyrar frá þvi á föstudag. Sama er að segja um fjallvegi á Snæfells- nesi og vestur í Dali. Samkvæmt upplýsingum Vega gerðarinnar er orðið fært til Siglufjarðar, en mikilll snjór er á þeirri leið. Fært er úr Eyjafirði til Húsavíku um Dalsmynni en Vaðlaheiði er ófær. Verið er að moka veginn fyrir Tjörnes og verður þá sennilega fært stór- um bílum til Kópaskers og Rauf arhafnar. Frá Þórshöfn er fært i Bakkafjörð og jeppafært um Þistilfjörð. Fært er orðið frá Egilsstöðum í Hjaltastaðarþinghá, Hallorms- stað og Skriðdal og fært er til Reyðarfjarðar og suður á firði Lækkoi fæðiskostnað sjómanna? — frystir matarskammtar og örbylgjuofnar ÞAÐ kom fram á blaðamanna- fundi hj'á Múlakaffi er forráða- menn fyrirtækisins kynntu ýms ar nýjungar í starfsemi fyrirtæk- isins að skipulagning í matvæla- framleiðslu hérlendis kynni að geta lækkað fæðiskostnað á fiski skipum. Fyrirtækið Múlakaffi hyggst hefja framleiðslu sér- stakra matarskammta í haust og verða þessir matarskammtar djúpfrystir eftir að búið er að matreiða þá. Þeir eru frystir við 40 gráður og síðan geymdir í 20-30 stiga frosti. Geymsluþol á að vera a.m.k. eitt ár án þess að nokkuð fyrnist af krafti fæðunn ar. Um borð í hverju skipi þyrfti þá að vera örbylgjuofn og frysti geymsla, en nokkrar mínútur tek ur að hita slíka matarskammta upp í örbylgjuofni. Taldi Stefán Ólafsson, forstjóri Múlakaffis, að þessi hugmynd væri þess virði að vera athuguð ofan í kjölinn því að þarna kæmi til greina mikil bein lækkun á fæðiskostn- aði og jafnvel þyrfti ekki að taka eins mikinn tíma. Bófaf lokks leitað í Vestur Þýzkalandi Lebach, Vestur Þýzkalandi, 20. jan. NTB-AP. VESTUR-þýzka lögreglan leitar nú dyrum og dyngjum um allt landið að þremur mönnum, sem drápu þrjá fallhlífarhermenn og brutust síðan inn í sprengjuefna- geymsiu í Lebach í Vestur Þýzka landi. Glæpamönnunum tókst að hafa á brott með sér allmikið af sprengjuefni og skotfærum og komust síðan undan í skjóli myrkurs. Fimm hermenn voru á verði við geymsluna og féllu þrír, sem fyrr segir og hinir tveir slösuðust alvarlega og hafa ekki getað lið- sinnt lögreglunni í því að hafa upp á glæpamönnunum. Talsmaður vestur þýzka hers- ins sagði í dag, að allt benti til að glæpamennimir hefðu komið varðmönnunum algerlega að óvör um og þeir hefðu ekki fengið neitt ráðrúm til að verjast. Varnarmálaráðherrarm Ger- hard Schröder fyrirskipaði í dag ítarlega rannsókn og heitið hefur verið fjárhæð þeim til handa, sem geta gefið upplýsingar er leiði til handtöku morðingjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.