Morgunblaðið - 10.09.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.09.1963, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞriðjudagUT 10 sept. 1963 ÍÞRflTTAFRÍTIIR MORGIIUflSIIIIS Stærsti dsigur íslands 6-0 heimavelli. þa5 brezka betra en vænst var Islenzka liðið brást en IjANDSLEIKURINN við Breta varð mesti ósigur sem ísland hefur beðið á heimavelli og mesta áfall fyrir knattspyrnuna í landinu frá því landsleikir hófust 1946. Bretar gersigruðu ís-* lenzka liðið — og gerðu reyndar úr um leikinn á fyrstu 10 mínútunum með einfaldri sóknarleikaðferí, sem ísl. liðið stóð eins og glópur gagnvart. Á fyrstu 1 mínútunum skoruðu Bret- ar þrjú mörk, sem að vísu voru skoruð úr sæmilegum skot- uin, en má þó öll skrifa á reikning framvarða, hægri bak- varðar og markvarðar. útherjinn Harvey lék upp kant- inn, Árni hopaði og hopaði og þar kom að Harvey var í skot- færi og skaut — og öllum á óvart hreyfði Helgi sig ekki fyrr en Tvær staðreyndir blasa við eftir leikinn. 1. Brezka liðið var miklum mun betra en nokkurn óraði fyrir. _ 2. íslenzka liðið í heild brást og þó verst og með verstum af- leiðingum: markvörður, h. bak- vörður, h. framvörður. Þessi leikur — þetta „fiaskó“ — undirstrikar á svo skilmerki- legan hátt að ekki verður und- an komizt: 4 að það þýðir ekki að halda áfram á þessari braut, sem farin hefur verið að etja fram ósamhæfðu landsliði, 4 að það þýðir ekki að láta leikmenn vera kunnáttulausa og vanmegnuga á einföld- ustu leikaðferðir, sem notað- ar hafa verið af öllum lið- um einhvers megandi um áraraðir. 4 að það verður að breyta til og fara að ráðum þeirra, sem bezt þekkja og reyndast- ir eru í knattspyrnu og nota sér reynslu þeirra. 4 að það er dýrkeyptara fyrir knattspyrnuíþróttina að missa trú alls þorra fólks, heldur en að leita einhverra ráða til að geta sent samæft lið á völlinn. Virðuleg setningarathöfn Forseti íslands, Ásgeir Ásgeirs- son, gekk út á völlinn fyrir leik- inn og heilsaði öllum leikmönn- um. Áður hafði lúðrasveit leikið í hálftíma og lék síðast þjóð- söngva landanna. Formálinn að leiknum var því góður en það sem á eftir fylgdi bar annan svip. Ríkharður vann hlutkestið og kaus að leika undan stífum hlið- arvindi. Að vinna hlutkestið var eiginlega eini vinningurinn sem ísland hlaut í leiknum. Bretar beittu í byrjun skemmti legu afbrigði af leikaðferð, sem kölluð er „4-2-4“. Þeir höfðu tvo miðherja, v. innherjarann B. Martin, ásamt þeim venjulega, Lawrence, v.únnh. ruglaði síðan enn meir með því að leika ætíð út til hægri,- Þetta var kjarni sóknarleiks Breta og þetta einfalda atriði ruglaði síðan enn meir með því að leika ætíð út til hægri. Þetta var kjarni sóknarleiks Breta og þetta einfalda atriði ruglaði ísl. vörnina svo að gert var út um leikinn á 10 mín. Mörkin Þegar á 2. mín. var skorað. V. Ef viö lærðum ÞAÐ HEYRÐUST mörg köld og ljót orð um íslenzka lands liðið í knattspyrnu í bænum. í gær. Sumir stungu upp á því að hætta við Lundúnaförina aðrir að banna knattspyrnu og ýmsar aðrar tillögur komu fram. Það er auðvelt að dæma eftirá og létt verk að sparka í liggjandi mann. Annar tónn var í fólki í fyrra er V-landsúrval vann St. Mirren 7:0 og siðar í fyrra er landsliðið gerði jafntefli við atvinnumenn íra. Þá voru íslenzku knattspyrnu- mennirnir kunnáttumenn. En menn athuga bara ekki að kjarninn í liðinu íslenzka í áðurnefndum sigurleikjum er sá sami og í tapleiknum nú. Við erum ekki að afsaka 0:6 ósigur, þverf á móti. Það þarf að læra af þessari bitru reynslu og breyta skipulaginu ef við eigum að vera með yfir leitt i landsleikjum. Ef þessi leikur verður til þess, þá er _ tilvinnandi að tapa 0:6 fyrir ÍBretum — þótt sárt sé. — A. St. Þriðja markið. Lindsay hefur einleikið nær óár eittur frá miðju «g skaut. Helgi er of seinn á sér að verja. Fjórða markið. Lindsay aftur að verki nær þv í á sama hátt. Og í netið fór boltinn eftir lang- skot. — Myndir Sv. Þormóðsson, Gunnar fékk ágætt tækifæri til að skora, en hér skallaði hann yfir markið. Pinner markvörður grípur hér inn í. Sigurþór hafði sent að markinu utan frá kanti, Ellert er tilbúinn að skalla, en Pinner er fyrri til. allt of seint og inn fór knött- urinn undir hann af 20—25 m færi. Bakvörður og markvörður skrifast fyrir þessu ódýra marki. Á 6. mín. skora Bretar aftur. Martin innherji lék óáreittur upp alla.i völl, Helgi fór út á móti honum og Martin skaut háskoti. Hann hafði sannarlega heppnina með, boltinn lenti rétt undir þverslá úti í markhorni. Þetta var sök framvarðarins. Þriðja markið kom etfir 10 min. er Lindsay h. innh. lék hægra megin upp gegnum alla vörn auðveldlega og skoraði frá vítateigslínu. Aftur brást vörn- in og markvarzlan. Þarna uppgötvuðu Islendingar leikaðferðina loksins og nú kom jafnari kafli, þó Bretar væru allt- af betri. Helgi tók að verja og grípa inn í leikinn og Svemn lék sem annar markvörður, sem vera bar. Á 43. mín. kom 4. markið. Þá endurtók Lindsay einleik sinn upp allan völl eftir að hafa unn- ið návígi við Ellert út við miðju. Hann komst næstum óáreittur að vítateig og skoraði. Fólk var ekki komið til sæta sinna er 5. markið kom rétt eftir hlé. Candey h. úth. lék upp að endamörkum og var þar í þröngu færi, svo varla hefur markið frá hans sjónarhól verið stærra en Vz—1 metri. En hann skaut og Helgi var svo illa staðsettur að inni lá knötturinn, þó vandalaust Framh. á bls. 23 IMýtt landslið KR er kjarninn LANDSLIÐSNEFND KSÍ valdi í gær lið íslands sem mæta á Bret- um í síðari leik Iandanna í und- ankeppni knattspyrnukeppni Olympíuleikanna. Leikurinn fer fram í Lundúnum n.k. laugardag. Landsliðsnefndin gerir þrjár breytingar á ísl. liðinu. Heimir Guðjónsson kemur í marklð t stað Helga Daníelssonar, Jón Stefánsson verður h. bakvörður í stað Árna Njálssonar en Hörður Felixson tekur stöðu Jóns sem miðvörður. Loks kemur Garðar Árnason í liðið í stað Björns Helgasonar. Liðið er þannig: Sigurþór Jakobsson (KR) Ellert Schram (KR) Gunnar Felixson Axel Axelsson (KR) (Þrótti) Ríkharður Jónsson (Akranesi) Sveinn Jónsson Hörður Felixson Garðar Árnason (KR) (KR) (KR) Bjarni Felixson Jón Stefánsson (KR) (Akureyri) Heimir Guðjónsson (KR) Varamenn í Englandsförinni verða Helgi Daníelsson, Björn Helgason og Árni Njálsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.