Morgunblaðið - 10.09.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.09.1963, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 10. sept. 1963 vt&ori&Mbib Otgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónssoa. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. CTtbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakxo. VIÐEY - GRÆN VIN Tlf'injar frá fornri tíð eru fá- ar á íslandi. Þeim mun meiri ástæða er til að varð- veita hinar fáu, sem til eru. Er raunar einkennilegt, hve þessi mikla söguþjóð hefur verið fáskiptin um gamla helga dóma. Skilningur á þessum efnum hefur þó farið vaxandi og margt verið vel gert á undan- gengnum áratugum til að við- halda fornum menjum og byggja upp sögustaði. Einn er þó sá staður, þar sem lítiðohefur verið að gert, en ætti þó að vera hvað mest ástæða til að hefja til vegs og virðingar að nýju. Það er sá staður, sem á sínum tíma stóð næst því að mega heita höf- uðstaður íslands, Viðey. Hlutverk Viðeyjar hefur verið hið merkasta í aldarað- ir. Af \ ^im sökum er bæði rétt og skylt að halda stað- inn þannig að til sæmdar sé. Því miður skortir á að svo sé. Viðey þarf að reisa við. Það er að sjálfsögðu ekki á færi neins einstaklings, en samtök manna eða ríkisvaldið þyrftu að stuðla að framgangi þess máls. í nágrenni Viðeyjar er höf- uðborgin, og í framtíðinni mun mesta athafnasvæði landsins teygja sig fram með henni. Væri ekki vel til fallið að Viðey yrði græn vin í stór- höfn framtíðarinnar? ÖRLÖG LAND- RÁÐAMANNSINS Fins og menn muna flýðu fyrir nokkrum árum tveir starfsmenn brezka utan- ríkisráðuneytisins til Háð- stjórnarríkjanna og upp komst um víðtækar njósnir þeirra í þágu heimskommún- ismans. Menn þessir, Maclean og Burgess, töldu sig vera mikla hugsjónamenn, sem væru að vinna í þágu mann- kynsins. Þeir sviku ættjörð sína og hurfu síðan til fyrirmyndar- ríkisins. Þegar þeir höfðu dvalið þar um skeið munu þeir hafa byrjað að gera sér grein fyrir verknaði sínum. Annar þessara manna er nú látinn og hinn mun lítt njóta lífsins. Þarna er dæmi um ógæfumenn, sem brugðust ættjörð sinni. Reynsla þeirra Macleans og Burgess gæti orðið mörgum þeim lærdómsrík, sem gengið hafa á mála erlends valds og blindaðir eru af því, sem þeir halda að séu háleitar hug- sjónir, en er einhver versta ofbeldis- og yfirgangsstefna, sem heimsbyggðin hefur kynnzt. VERÐLAG OG INNKAUP Denedikt Gröndal, ritstjóri ® Alþýðublaðsins, víkur að því í grein í blaði sínu sl. sunnudag, að verulegur hag- ur hafi verið af rekstri Inn- kaupastofnunar ríkisins. Til- efnið er það, að nokkrum dög- um áður hafði birzt grein eft- ir Pétur Pétursson, forstjóra Innkai.^astofnunarinnar í Al- þýðublaðinu. Auðvitað eru skipuleg inn- kaup ríkisins eðlileg, þótt Morgunblaðið telji ekki eins og Alþýðublaðið að allur vandi sé leystur með inn- kaupastofnunum. Þær hafa sína galla eins og önnur mann anna verk, og vel þarf eftir að líta að réttra leikreglna sé þar gætt. En ritstjóri Alþýðublaðsins tekur dæmi um ágæti þessa reksturs. Hann segir: „Þegar Innkaupastofnun ríkisins gerði innkaupin á einu bretti, var magnið svo mikið, að söluaðilar erlendis kepptust um það og verð fékkst þegar lækkað um 15%.“ Þarna e komið að auð- skildu en mikilvægu atriði, þ.e.a.s. að oft er nauðsynlegt að geta keypt mikið magn í einu á erlendum mörkuðum til að .geta fengið hagkvæm kjör. Sú staðreynd er ein af þeim, sem leiðir til þess, að verð- lagshöftin hafá oft og tíðum stórskaðað íslenzku þjóðina, svo að ómælt er hve háum upphæðum það hefur numið. Innflytjendur hafa oft viljað kaupa mikið magn af ákveð- inni vörutegund, og þá getað fengið hana á lægra verði, en verðlagsyfirvöld hafa í raun- inni bannað þetta. Þegar kaupa þarf mikið magn, sem innflytjandinn verður að liggja eitthvað með og berjast fyrir að selja, þarf hann eðlilega að fá hærri á- lagningu, en þegar hann kaup ir lítið magn, sem hann þegar afgreiðir til kaupenda, sem hann hefur fyrirfram á- kveðna. En innflytjendur hafa feng- ið álagningu í hundraðshlut- um, þannig að það gat aldrei Góðir vinir Vel fer nú á með Adenauer og Erhard, þrátt fyrir deilur fyrr. — Myndin var tekin fyrir 'skömmu. Verður skattapara- dísinni lokað? Monaco úr sögunni- FRAM TIIj þessa hefur Mona co verið friðland þeirra, sem vildu komast hjá að greiða skatt af tekjum sínum og eign um. En de Gaulle hótaði Rain ier fursta öllu illu — jafnvel að innlima Monaco í Frakk- land — ef hann lögfesti ekki líka reglur um skattgreiðslur útlendra félaga og þær, sem gilda í Frakklandi. Og Rainier varð að beygja sig. Annað dvergríki hefur veitt útlendingum samskonar fríð- indi, nefnilega Lichtenstein. Þar eru skrá um 10.000 erlend fyrirtæki, þar af 3000 vestur- þýzk, en aðeins fá þeirra hafa sjálfstæða skrifstofu eða rekst ur í landinu. Það nægir ef þau láta setja sig á firmaskrá, fá sér innlendan umboðsmann og setja nafnspjaldið sitt á dyrnar hjá honum. Sami mað- ur getur verið umboðsmaður Lichtenstein næst svo margra útlendra firma sem hann vill. Skráningin kostar í mesta lagi 7000 krón ur á ári. Og síðan greiðir firm að 12% í tekjuskatt. Aðrar kvaðir hvíla ekki á fyrirtæk- inu. Franz Jósef n. hertogi í Lichtenstein hefur lítið að. gera við allar þessar skatta- tekjur, því hertogadæmið er „ódýrt í rekstri". Þar er eng- inn her, en aðeins fámennt, vopnað lögreglulið, og að- eins eitt fangelsi, sem að jafn aði er tómt. Velmegun er mik il hjá landsbúum, sem lifa einkum af sauðfjárrækt. Áður en útlend firmu fóru að sækja til Lichtenstein til þess að spara sér skattgreiðslur, hafði hertoginn drjúgar tekjur af frímerkjasölu. Safnarar sótt- ust mjög eftir Lichtenstein- frímerkjum, því þau voru sjaldgæf og yfirleitt mjög smekkleg. En safnararnir segja að þeim hafi hrakað síð an hertoginn fór að vaða i skattgróða útlendu fyrirtækj- anna, sem hann veitir húsa- skjól En nú getur farið svo, að hann verði að úthýsa þeim. Svisslendingar fara með utan ríkismál, tollmál og sam- göngumál hertogadæmisins, og nú ætla þeir að fara að dæmi de Gaulle og banna Lichten- stein þessa leppmennsku og láta þá taka upp svissneska skattalöggjöf. Þó fallast þeir á að útlend félög, sem raunveru lega hafa framkvæmdastjórn í Lichtenstein fái að sæta vild arkjörum áfram, hvað skatt- ana snertir. Reyndar hefur Sviss sjálft lengi verið Paradís útlendra fjárplógsmanna. Bankarnir þar eru með fleiru ekki skyld ir að gefa upplýsingar um ráð stafanir, sem eigendur inn- stæðu gera viðvíkjandi fé sínu. En það kemur sér vel fyrir ýmsa, einkum þá, sem vilja fela eignir sínar á örugg um stað. Og aðrar þjóðir, eink um Bandaríkj amenn hafa lagt fast að svissnesku stjórninni að nema þetta ákvæði úr lög- um. Svissnesku bankarnir eru sem sé fullir af útlendum pen ingum, sem ekki sízt hafa kom ið frá Bandaríkjunum. : S A. - Þfóðverfar skgófea flóttamenn verið þeirra hagur að taka neina áhættu af því að kaupa inn í stórum stíl og tryggja þannig hagkvæm innkaup. Þeim hefur af yfirvöldunum verið boðið að hafa þær starfs aðferðir að kaupa lítið magn, þótt á óhagkvæmari kjörum væri. Alþýðublaðið hefur öðru hvoru verið að ympra á því, að verðlagshöftin væri til hagsbóta. Þó virðist ritstjóri blaðsins gera sér grein fyrir því, að meiriháttar innkaup leiði oft til mikils sparnaðar. Verðlagshöftin hafa oft hindrað þau, og er það eitt dæmið um það tjón, sem þau hafa valdið. Viðreisnarstjórnin hét því að vinna að afnámi verðlags- hafta og koma á eðlilegri sam keppni. Á fjölmörgum svið- um er nú þegar um að ræða svo mikið vöruframboð að heilbrigð samkeppni hlýtur að tryggja lægst vöruverð, Herlesausen, V-Þýzkalandi, 7. sept. — NTB - Reuter: — Austur-þýzkir landamæraverðir skutu á fjóra unga A-Þjóðverja í nótt, er þeir reyndu að flýja til Vestur-Þýzkalands, að því er v- þýzku tollyfirvöldin í Herles- hausen upplýstu í dag. Piltarnir höfðu ekið í gegnum vegartálma á landamærunum, en óku þar á stóran vörubíl, sem v-þýzkur bílstjóri hafði verið neyddur til að leggja þvert yfir þegar fram í sækir. Það sem máli skiptir er auðvitað ekki hundraðshlutinn, sem inn- flytjandinn fær, heldur hið endanlega verð, sem neytand- inn þarf að greiða, og það er lægst, þegar um frjálsa sam- keppni er að ræða, en yfirleitt hærra þegar verðlagshömlur eru. veginn. Landamæraverðirnir hófu þegar skothríð á piltana og særðu tvo þeirra. Voru piltarnir fjórir síðan handteknir og leidd ir á brott. í dag skaut a-þýzkur landa- mæravörður á mann einn, sem reyndi að synda yfir á banda- ríska hernámsvæðið í Berlín. Lítið um ber hjá Húsvíldngum Húsavík, 6. september. UNDANFARIÐ hefur verið heldur leiðinlegt tíðarfar, þótt veður hafi ekki verið hlæmt. Þokur hafa verið og kuldi. Aflabrögð til sjávarins hafa verið heldur léleg í sumar og munu vera fyrir neðan meðal- lag. Berjaspretta er mjög lítil og með kartöfluuppskeru lítur heldur illa út. — Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.