Morgunblaðið - 10.09.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.09.1963, Blaðsíða 17
 Þriðjudagur 10. sept. 1963 l Ó * t," i t 9 < '' MOQGUN*lJ\DIÐ 17 Magnús Másson — Minning „Integer vitae sceleresque purus.“ ÞESSAR fornu og sígildu ljóð- línur koma mér í hug, þegar ég minnist þessa unga vinar míns. Magnús Másson hét hann, hafði nýlokið verzlunarprófi við Verzlunarskóla íslands og ætlaði að byrja nám í stúd- entadeild skólans nú í haust, en andaðist við hjartaskurð á Ríkisspítalanum í Kaupmanna höfn 28. ágúst. Ekki kann ég að rekja ættir hans, enda urðu kynni okkar ekki löng. Þau hófust á skurðlænkingadeild Ríkisspítalans í Kaupmanna- höfn mánudagsmorguninn 26. ágúst, er leið mín lá þangað inn, og þeim lauk miðviku- dagsmorguninn 28. ágúst, er honum var ekið út úr stof- unni okkar áleiðis til skurð- stofunnar. Ég óskaði honum góðrar ferðar og hann brosti til mín og sagði: „Þú lítur til mín á eftir.“ Stuttu síðar var hann liðið lík. Það kann að vera, að tveggja daga samvistir á sjúkrahúsi geti naumast skap- að náin kynni milli unglings- pilts og hartnær fimmtugs manns. Ég skal ekki um það dæma, en á þessum stutta og stopulu samverustundum kynntist ég nú samt óvenju- lega geðþekkum unglingi. Góður og hjartahlýr, ljúfur og léttur £ lund og fullur lífs- löngunar og bjartra framtíð arvona. Þannig var hann. En undirniðri bjó þó alvara og reynsla, e.t.v. meiri alvara en ég gerði mér grein fyrir. Hann ræddi óhikað um sjúkdóm sinn og fyrri aðgerðif og ég held að bjartsýni hans á bata hafi verið ódulbúin. Samt sagði hann eitt sinn við mig eitthvað á þessa leið: Það er bezt að hugsa ekki of mikið um þetta og engu kvíða. Ég held að allt fari eins og það á að fara. Ég lagði naumast eyrun við þessum orðum þá, tók þau varla alvarlega .Svo fráleitt fannst mér þá, að þau ættu eftir að reynast slík ör- lagaorð. En þeim átti eftir að slá hastarlega niður í huga mér. Bjó þessi glaðlegi tuttug- ustu aldar unglingur yfir þeim örlagagrun og þeirri karl- mennsku, sem af þeim mætti ráða? Og kunni hann svo vel með að-fara? Stuttu og flekklausu lífi er lokið, bjartar vonir brostnar, einu mannsefninu færra, ein björt minning vakin. Hún fyrnist ekki. Öllum ástvinum þessa unga vinar míns votta ég dýpstu samúð mína. Ég fer nærri um hvað þeir hafa misst. P.t. Ríkisspítalanum í Kaup- mannahöfn 1. sept. 1963 Benedikt S. Bjarklind. 1 DAG er gerð frá Neskirkju útför Magnúsar Mássonar, sem lézt í Kaupmannahöfn 26. ág- úst s.l. Hann fæddist í Reykja- vík 24. marz 1944 og varð því aðeins 19 ára gamall. Magnús var borinn og upp- alinn í Vesturbænum og tók kornungur að stunda knatt- spyrnu i KR, enda stoð heimili hans skammt frá æfingasvæði félagsins. Hann lagði jafnframt stund á handknattleik og varð einn af kappliðsmönnum KR í báðum þessum íþróttagreinum og jafnan fyrirliði liðs síns á leikvelli. Magnús var góður íþróttamað- ur og hefði án efa náð langt í íþróttagreinum sínum, ef hon- um hefði enzt heilsa og aldur til. Hann var félagslyndur og glað- vær, enda mjög vinsæll og vin- margur hjá félögum sínum bæði 1 skóla og í KR. Framkoma hans og prúðmennska var slík, að hann þótti sjálfvalinn til forystu bæði af félögum sínum og stjórn KR. Við KR-ingar eigum hug- ljúfar minningar um Magnús, sem seint munu fyrnast, en það skarð, sem nú er höggvið við lát hans, mun seint fyllt. KR-ingar, ungir sem aldnir, senda í dag Magnúsi sínar hinztu kveðjur og votta jafnframt fjöl- skvldu hans og öðrum aðstarid- endum samúð sína. Guð blessi minningu Magnúsar Mássonar. KR-ingar t „Þeir, sem guðirnir elska, deyja ungir.“ ÞETTA gamla spakmæli var það fyrsta, er mér datt í hug, er ég heyrði um lát hins ágæta vinar míns og skólabróður, Magnúsar Mássonar. Ungur og efnilegur maður hrifinn af sjón- arsviðinu í blóma lífsins, það eru grimmileg örlög og erfið að sætta sig við. En allt hefur ■inn tilgang, og þótt stundum sé erfitt að skilja hann, hljótum við öll að vera máttlaus gagn- vart honum. Magnús fæddist 24. marz 1944, ©g var því á tvítugasta aldurs- ári, er hann lézt. Mín fyrstu kynni af honum voru í Verzl- unarskóla íslands fyrir tveimur árutn. Tók ég þar strax eftir honum sakir eftirtektarverðs persónuleika og skemmtilegrar framkomu. Magnús var mjög vel liðinn af öllum sínum félög- um og má til marks taka um vinsældir hans, að hann var kjörinn formaður íþróttafélags skólans og hor.um falin umsjá alls kyns mála. Okkur skólasystkinum Magn- úsar duldist ekki, að hann átti við erfið veikindi að stríða, þótt aldrei heyrðist hann tala um þau. Alltaf átti hann til bros og gamanyrði, þótt þjáningarnar væru miklar, og eflaust oft nærri óbærilegar. En þannig var Magnús. Hann hugsaði alltaf fyrst um aðra, síðan kom röð- in að honum sjálfum. En ekki þýðir að deila við dómarann, eins og sagt er, og því þýðir ekki að hugsa um það óréttlæti að hrífa svo ungan og efnilegan mann af sjónarsvið inu, þegar maigir, sem aðeins þrá hvíldina, fá ekki að fara. Hvers vegna einmitt Magnús, sem var svo fullur af lífslöngun ' -n framtíðarvonum. Við lát Magnúsar er stórt skarð rofið í hóp okkar skólasystkina hans. Það verður erfitt að hefja nám á ný án þátttöku hans skólalífinu, án þess að eiga nokk urn tíma eftir að vera samvist- um við þennan einstaklega góða félaga, sem hafði eitthvað svo sérstakt við sig. En minningin um góðan dreng mun lifa, þar sem Magnúsar er minnzt. Kæri vinur .... Enn man ég okkar fyrsta fund, fyrir handan sundin, það var um miðja morgunstund, mild og létt var lundin. Þótt líf þitt þrungið væri þraut, þinn lýsti kraftur innri, og ótrauður þína þræddir braut, þú varst oss öllum svinnri. Er syrti í lofti, þú sagðir fátt, en sólin þó í þér bjó, Þinn hugur hvarf til hæða hátt, og hvergi undan sló. En enginn fær umflúið örlögin, og öllum þeim hlýða ber, og þótt þau reyndust þér þung- búin, þú aldrei kveinkaðir þér. Og þó að nú okkar skilji spor, sólskinssveinnim. minn, þinn minning æ lifa mun meðal vor, og minna á drengskap þinn. Við minnumst þín alltaf sem hins góða anda meðal okkar og þess félaga, er allt vildir fyrir alia gera. Það er svo margt, sem hægt væri að segja, en á þess- um stundum verða öll orð svo fátækleg og innantóm. Þökk fyrir allt, ástkæri vinur og skólabróðir. Arndís Björnsdóttir t VINUR minn og skólabróðir, nítján ára að aldri, lézt nýver- ið eftir mi' la skurðaðgerð í Kaupmannahöfn. Nafn hans var Magnús Másson. Um margra ára skeið hafði hann þjáðst af hjarta og æðasjúkdómi, sem gerði honum lífið æ erfiðara, því eldri sem Rann varð. Þrátt fyr- ir þennan sjúkdóm var hann um skeið mikill íþróttamaður, og í fótbolta var hann leiknari öll- um jafnöldrum sínum. Ekki er að efa það, að oft hefur þessi þungbæri sjúkdómur gert hon- um lífið erfitt fyrir. En hann lét það ekki á sig fá, barðist af krafti og kjarki á meðan stætt var. En svo fór nú samt, að tvö síðustu árin ágerðist sjúk- dómur hans svo mjög, að leita varð lækninga og réðu læknar honum til þess, í sumar sem leið að leita til hins þekkta skurð- læknis próf. Husfeldts í Kaup- mannahöfn. Eftir erfiðar rann sóknir var þá strax afráðið að eera skyldi á honum uppskurð. Ég var um þetta leyti í Kaup- mannahöfn og átti þess kost að vera nálæpt Magga í hinni erf iðu legu. En ekki mælti hann æruorð hversu miklar þrautir og b.iániftgar sem hann leið. Að gerð þessi veitti honum nokkra líkn um tíma en brátt sótti sama horfið. svo að augljóst varð, að gerð þessi hafði ekki að fullu gagni komið. Nú lá fyrir erfiður vetur, nám í fjórða bekk Verzlunarskólans, en hann var ákveðinn í því, að ná þar góðu prófi, enda heppnaðist hon um sá ásetningur því hann út- skrifaðist úr 4. bekk með I. eink unn. og hefði flutzt í 5. bekk. Að Verzlunarskóla prófi loknu urðum við samferða til Kaup- mannahafnar og rannsakaði próf Husfeldt hann á ný og sá, að við svo búið mátti ekki standa, þar sem sjúkdómur Magga hafði ágerst mjög. Fór nú Maggi heim, vitandi þess, að mánuði síðar, yrði hann á ný að kveðja sína nánustu vini og ganga undir enn einn erfiðan uppskurðinn. Við vonuðum öll hið bezta. En skyndilega barst helfregnin. Magnús látinn. Ungur að árum með hugann fullan af vonum um bjarta framtíð hefur hann kvatt þennan heim. En dauðinn er engin ógæfa fyrir hinn deyj- andi, en hann er sár fyrir þá, sem eftir verða, og sakna. Mann legur máttur og snilld hefur sínar ákveðnu takmarkanir þeg ar glímt er við alvarlega sjúk-" dóma upp á líf og dauða. Mat manna á fólk á hvaða aldri sem er, er vitanlega misjafnt, en eitt er víst, að mat mitt og minna félaga, á mannkostum Magga var þannig, að hans líka höfum við félagar aldrei kynnst. Ávallt var hann glaður og raun ar hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Drenglund hans var frábær. Aidrei illt orð £ nokkurs manns garð, heldur allt fært á betri veg. Og ávallt var hann fremstur í fylkingu, fynd- ist honum að nauðsyn bæri til að rétta hlut vinanna. Markmið hvers ungs manns ætti að líkj- ast Magga í einu sem öllu. Vega nesti þess er verða vill fyrirliði og öndvegismaður öðrum til fyr irmyndar. Hinn missti föður sinn ungur að aldri. Hann mun hafa verið hinn mesti ágætis- maður, enda Maggi, að sögn, líkur honum i sjón og mat hann minningu hans mikils. Góða móður og bræður átti hann einn ig, sem voru stoð hans og stytta í erfiðum veikindum. Um þetta þarf ekki fleiri orð. Maggi vin- ur minn, ég sakna þin ávallt og mun geyma minningu þína í hjarta mínu sem dýran dóm. Skáld nokkurt sagði eitt sinn þessi fallegu orð við gröf vinar, Því gröfin er ljúf fyrir geiglausan hug og gott er að deyja til sinna. Hafðu hjartans þökk fyrir allt og allt kæri vinur minn og fé- lagi. Þórarinn Jónasson Smurt brauð og snittur Opið frá 9—11,30 eJi. Sendum heim Brauðborg Frakkastig 14. — Simi 18680 deild - Málmfylling Höfum opnað nýtt verkstæði að Brautar- holti 3. Framkvæmum alls konar málmfyll- ingu og málmhúðun. Endurnýjum slitfleti með málmsprautun svo sem: Sveifarása (Bénsín eða Disel), öxla margs konar o. fl. Þrautreynd aðferð með öllum tegundum harð- eða mjúkmálma. Ennfremur alls konar rennismíði. Þ.JÓNSSON&CO BRAUTARHOLTI 6 - SÍMI 19215 Nú fara listmunauppboðin að hefjast. Seljum málverk, listmuni og fá- gætar bækur. Hringið sem fyrst. Listmunauppboð Sigurðar Benediktsonar Austurstræti 12 — Síini 13715.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.