Morgunblaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 16
16 MORCVNKLAÐ1Ð Miðvikudagur 31. mai 1961 Mesta siglingaþjdð heims efíir Skúla Skúlason, riisfjóra SIGLINGAÞJÓÐ hafa Norðmenn verið svo lengi sem sögur ná til. Og á þrjú þúsund ára gömlr um helluristum í Noregi má sjá, að þjóðin hefur þekkt skip þá. Og hvað er líka eðlilegra en að þjóð með mörg þúsund kílómetra strandlengju og í landi, sem var svo háttað að víða var ófært milli byggðarlaga á landi, lærði snemma að sigla? En alla tíð síðan saga hófst á Norðurlöndum hafa Norðmenn verið siglingaþjóð. Þeir gerðust kaupmennskuþjóð að víkingaöld inni liðinni, en gátu ekki staðizt Hansakaupmönnum snúning, og hnignaði því siglingunum. En sjó menn voru þeir eigi að síður, og það er engin tilviljun að ýmsar frægustu sjóhetjur í her Dana á frægðaröld þeirra, voru Norð- menn. Og eftir skilnaðinn við Dani í byrjun 19. aldar hefst frægðarsaga Norðmanna sem sigl ingaþjóðar á ný. Fram til 1890 er það saga seglskipanna — þess vegna segir skáldið: ,,VSr ære og vðr magt, har hvide seil oss bragt“. Á fyrstu áratugunum eft- ir miðja 19. öld fjölgaði seglskip- um mikið í Noregi og Norðmenn fóru að stunda siglingar fyrlr aðrar þjóðir. Og á árunum 1880 —90 áttu þeir hálfa aðra milljón lesta seglskipaflota, og hefur hann orðið það mestur, því að síðan tekur seglskipunum að fækka. svo að í byrjun fyrri styrjaldarinnar, 1914, átti þjóð- in ekki nema um 700.000 lesta flota undir seglum. Nú stunda engin seglskip í Noregi atvinnu- siglingar. Árið 1880 var eimskipafloti Noregs ekki nema um 200.000 lestir, en var orðinn kringum 700.000 lestir aldamótaárið, en þá var seglskipaflotinn enn kring- um milljón lestir. En nú fara eimskipin að sækja sig og 1914 er norski flotinn orðinn yfir 2,5 milljón lestir alls, þar af aðeins 0,7 milljón lestir seglskip. Árið 1850 hafði norski skipastóllinn numið 3,6% af heimsflotanum og Norðmenn voru 6. mesta siglingaþjóð heimsins, en 1880 var norski flotinn orðinn sá 3. stærsti, næst eftir Bretlandi og Bandaríkjunum, en á síðasta ára tug aldarinnar fóru Þjóðverjar fram úr Noregi, og Norðmenn urðu að una við að vera í 4. sæti fram að styrjöldinni síðari. Með tilkomu gufunnar breyt- ist tilhögun útgerðarmálanna. Á seglskipunum var skipstjórinn oftasf meðeigandi í fyrirtækinu ásamt fáeinum öðrum mönnum, þar á meðal einhverjum kaup- manninum í bænum sem skipið gekk frá, og oft átti stöðin, sem smíðaði skipið, hlut í því. Fram til aldamóta náði verka- hringur norskra áætlunarskipa varla út fyrir Evrópu, en mestur hluti flotans, vöruflutningaskipin eða „trampskipin" voru farin að stunda siglingar miili fjarlægra hafna. En frá aldamótum og fram að fyrri styrjöldinni verður breyt ing á þessu. Norska-Ameríkulín- an var stofnuð 1910, með inn- lendu og amerísku fé og 1913 hafði hún eignazt sín fyrstu far- þegaskip: „Kristianiafjord“ og „Bergensfjord“. (um 10.600 brúttól. hvort). Hið fyrnefnda fórst 1917, en „Bergensfjord" var selt úr landi 1946. í stað .,Krist- ianiafjord" lét félagið smíða ,,Stavangerfjord“ 1918, sem enn er í siglingum. En „Bergens- fjord“ var endurnýjaður 1956. Sá nýi er 18.739 lestir og stærsta far- þegaskip undir norskum fána. Þeir voru margir, sem áttu virkan hlut að viðgangi norskra siglinga frá því að eimskipanna fór að gæta verulega og fram að fyrri styrjöldinni. En frægastur þeirra allra var Wilhelm Wil- helmsen í Tönsberg, sem var orð- inn stærsti skipaeigandi í heimi þegar fyirtækinu var breytt í hlutafélag. Nú er það flutt frá Tönsberg til Óslóar, því að þang- að hópast nú siglingafélögin, með vaxandi tækni í útgerðarmálun- um. Frá Ósió eru um % kaup- skipaflotans gerðir út nú. • Norski flotinnn og fyrri styrjöldin Þó að Norðmenn væru ekki hernaðaraðili í fyrri heimsstyrj- öldinni kom hún þungt niður á flota þeirra og sjómannastétt. Til þess að fá kol varð flotinn að hlíta ákvæðum bandamanna um hvernig skipin væru notuð og hve mikið borgað væri fyrir farminnn. Voru skipafélögin illa haldin fyrstu stríðsárin en fengu norsku krónunnar óstöðugt, bank ar urðu gjaldþrota og mörg hinna nýju skipafélaga urðu að leggja árar í bát. Þetta vandræðaástand hélzt í þrjú ár, til 1925 og þau árin óx kaupflotinn ekkert. Að vísu voru smíðuð ný skip á þessu tímabili, en skip seld til útlanda eða rifin, sem svaraði nýja skipastólnum. Þessi þrjú ár voru ömurlegasti tíminn í siglingasögu Noregs á þessari öld. En það sýnir hæfni Norðmanna sem siglingaþjóðar hve fljótt skipafélögunum tókst að ná sér eftir þetta áfall. Frá 1925 var stöðugur vöxtur í skipa- útgerðinni alla tíð fram til 1940 og um leið breytingar á útgerð- menn sættu lagi og bjuggu sig undir að geta flutf þessa olíu, þó að engan muni hafa dreymt um það árið 1920 að aukning olíu framleiðslunnar yrði jafn gífur- leg og reynslan sýndi. Árið 1930 var olíuframleiðslan orðin 196 milljón tonn og árið 1940 var hún orðin 294 milljón tonn. — Norsku olíuskipin höfðu því nóg verkefni og gáfu góðan arð. Olíu flutningar sjóleiðis milli landa námu þegar síðari styrjöldin hófst nær 100 milljón tonnum og höfðu þrefaldast síðan 1925. Og norski tankflotinn var orð- inn yfir % af öllum norska flot- anum; Norðmenn áttu 18% af öll- nokkru betri samninga árið 1916. Á því ári misstu Norðmenn 270 þús. lestir og í febrúar árið eftir hófst hinn ótakmarkaði kafbáta- hernaður Þjóðverja og árin 1917 og 1918 minkaði flotinn um 750 þúsund lestir, þó að mikið væri keypt af nýjum skipum á stríðs- árunum. Álls misstu Norðmenn í fyrri styrjöldinni 1,3 milljón lestir — 900 skip — af 2.581.000 lesta kaupflota, sem þeir höfðu átt £ árslok 1914. Það er að segja nálægt helmingi flotans. En svo mikið hafði verið smíðað og keypt á stríðsárunum, að flotinn var í árslok 1918 tæpar 1.800.000 lestir brúttó. En mörg skipin voru niðurnídd, því að ekki hafði verið tækifæri til að halda þeim við sem skyldi á stríðsárunum. Og mörg skipin, sem Norðmenn höfðu keypt á þessu tímabili voru gömul. Og nær 2000 sjómenn misstu Norðmenn af völdum þessa stríðs, MiIIi styrjaldanna Þegar fyrri styrjöldinni lauk 1 inni. sem hafa átt mestan þátt í að gera Norðmenn ósigranlega í siglingasamkeppni. Fyrir 1880 höfðu Norðmenn eignazt þrjú seglskip, þannig út- búin að þau gátu flutt steinolíu umbúðalausa í lest. En fyrsta eimknúna tankskipið eignuðust Norðmenn 1907. Það fórst eftir eitt ár, en 1909 eignuðust Vest- landske Petroleumscompagni og skipafélag Chr. Michelsens (stjórnmálamannsins fræga) 4000 lesta tankskip, sem segja má að sé upphaf olíuflutninga-ævintýr- isins í norskum siglingum. Því að flutningatæki fljótandi farms, tankskipin, hafa eigi hvað sízt orðið til þess að tryggja grund- völlinn undir núverandi sigling- um Norðmanna og skapa þeim það alheimsálit, sem þeir hafa haft síðustu áratugina. Hin stórbreytingin var sú, að nú kom dieselvélin til sögunnar. Fyrsta dieselskipið til úthafssigl- inga, sem Norðmenn eignuðust hét m.s. , Brazil“, 3400 lestir, smíð að af Akers mekaniska Verksted áttu Norðmenn 30% minni verzl- fyrir skipafélagið Fred. Olsen. En unarflota en 1914, og tiltölulega báðar þessar nýjungar: hreyfill- lélegri skip. En útgerðarfélögin inn og tankskipið, voru í bernsku höfðu safnað fé og sum áttu mik- þegar fyrri styrjöldinni lauk. Af ið fyrirliggjandi af vátryggingar- 1.858.000 lesta skipastól Noregs fé týndra skipa. Menn sem höfðu árið 1919 voru aðeins 64.000 lestir peninga handbæra þóttust vissari tankskip, eða aðeins 13.000 lest- um arð í skipafélögum en öðrum um meira en nýjasta tankskip fyrirtækjum og því juku gömub- Norrgs lestar í dag. Og af kaup- útgerðarfélög hlutafé sitt og ný voru stofnuð. Og nú voru smiðuð ný skip. Kostnaðurinn hafði að vísu aukizt mikið en farmgj öldin voru líka há. En gróðaöld skip- anna varð skammvinn í það skiptið — aðeins 18 mánuðir. Svo kom kreppa, 1921. Stöðnun í alheimsviðskiptum, svo að þau urðu fimtungi minni en fyrir stríð, en jafnframt hafði kaup- flotinn í heiminum aukizf um 30%. miðað við árið 1930. Út- gerðarfélögin biðu stórtjón. Þau höfðu keppzt svo mikið við að byggja í skarðið fyrir það sem tapaðist á stríðsárunum, að árið 1922 var kaupflotinn orðinn eins stór og hann hafði verið í stríðs- byrjun, en þessi nýju skip urðu dýr. Og nú varð fjöldi af þess- um skipum að hætta að sigla, því að ekkert var fyrir þau að gera. Þegar verst var, lá nærri því helmingur flotans aðgerðarlaus. Allt var á hverfanda hveli: gengi flotanum voru árið 1920 aðeins 5% hreyfilknúin, en 84% eimknú in og 11% voru seglskip. Tuttugu árum síðar, 1940, var sú gerbylt- ingin á orðin, að 63% af kaup- flotanum var hreyfilknúin en 37% eimskip. Seglskipin voru horfin úr sögunni, og nú áttu Norðmenn orðið. hlutfallslega meira af dieselskipum en nokk- ur önnur þjóð í heimi. Frá 1925 vex kaupfloti Noregs jafnt og þétt til 1940, úr 2.5 millj. lestum upp í rúmlega 4,7 milljón- ir. En það er athugunarvert að af þessari 2,2 milljón lesta aukn- ingu er langmestur hlutinn tank- skip. Sá floti var orðinn 1,9 millj. lestir í byrjun síðari styrjaldar- innar. Sýndu Norðmenn þar mikla framsýni. Olíuframleiðsla heimsins sem árið 1910 hafði numið 45 milljónum tonnum var komin upp í 97 milljón tonn árið 1920 og allt benti til þess að hún héldi áfram að vaxa. Norð- félögin sjálf kringum helming. Og norsku tankskipin voru full- komnari en önnur. Eftir fyrri styrjöldina voru 255.000 lestir af norska flotan- um í áætlunarsiglingum, aðallega milli Noregs og ýmissa erlendra hafna. En þegar síðari styrjöld- in hófst hafði þessi floti ferfald- azt og var orðinn 1.015.000 lestir. Og nú var sú breyting orðin á, að í stað þriðjungs árið 1920, sigldi nú nær helmingur þessara áætlunarskipa milli hafna fjarri Noregi, — vestur á Kyrrahafs- strönd, austur í Asíu og víðar, en aðeins rúmur helmingur milli Noregs og erlendra hafna. Þessi áætlunaskip töldust ekki far- þegaskip, þau hafa takmarkað farþegarúm, en flytja aðallega vörur. í ársbyrjun 1939 taldist 21% af skipastól vera áætlunar- skip (eða linuskip, sem Norð- menn kalla), 4% farþegaskip, 32% vöruflutningaskip án áætl- unar og 39% tankskip. En veiði- skipaflotinn nam aðeins 4% af öllum skipastólnum. — Norð- menn voru á undan öðrum í tækn inni. Og þeir áttu líka 18% af öllum tankflota heimsins. Og nýrri skip en aðrir. Aðeins tæp- ur fimmtungur flötans var eldri en 20 ára. Og af tankflotanum var 70% yngri en tíu ára. Þetta gefur skýringu á því, hver afrek þessi floti gat unnið á styrjald- arárunum. sem nú fóru í hönd. • Síðari styrjöldin Hún hafði staðið rúma sjö mánuði áður en Norðmenn urðu hernaðaraðilar. Og í nóvember 1939 höfðu Norðmenn samið við Breta um að leigja þeim 1,5 milljón lésta tankskipastól og 700.000 lestir af öðrum skipum, gegn því að vesturveldin sæju Noregi fyrir nauðsynjum. En þetta fór á aðra leið. Þjóðverjar hertóku Noreg og þjóðin varð að vera án aðflutninga frá vestur- veldunum. Hins vegar bjargaði norski flotinn Bretum þegar þeim lá mest á. Þegar Þjóðverjar tóku Noreg. var um fimtungur flotans í sigl- í ingum heima og á þeim svæðum, þar sem Þjóðverjar höfðu tögl og hagldir. Þeir náðu á sitt vald 820.000 lestum af flotanum, en þetta voru aðallega smærri skip og mörg þeirra gömul. Mörg þess ara skipa tóku þeir eignarnámi. \ Helmingurian af þessum flota týndist á stríðsárunum. En um 4 milljón lestir norska flotans voru á slóðum, sem Þjóð verjar náðu ekki til. Þetta voru þúsund skip. Það varð að ráði að ríkisstjórnin tók þennan flota að sér og rak hann undir nafn- inu „Nortraship" öll stríðsárin. Var fyrirtækið rekið á ábyrgð ríkisstjórnarinnar en undir stjórn norskra útgerðarforstj óra, sem tókst að komast til London og New York. Helmingur þessa flota var tankskip og fluttu þau um 30% alls fljótandi eldsneytis sem Bretar fengu er þeim lá mest á, sumarið 1940 og enda lengur. Áður en Norðmenn urðu stríðs aðilar hafði norski flotinn misst um 120.000 lestir. En alls varð skipatjón þeirra til stríðsloka 2.3 milljón lestir, eða 47% af flotan- um, sem þeir áttu þegar stríðið hófst 1939. Og lítið bættist við flotann í staðinn þessi ár, aðeins 300.000 lestir, þannig að flotinn rýrnaði um 2 milljónir lesta á árunurn 1939—-45 og var nú aðeins 2,7 milljón lestir, eða litlu stærri en hann hafði verið 1925. Síðari styrjöldin hjó enn stærra skarð í sjómannastéttina en sú fyrri, því að 3050 norskir sjómenn týndu lifi. Og margir sem lifðu af fengu varanleg ör- kuml af meiðslum og hrakning- um. Sem lítils háttar viðurkenn- ingu fyrir hið ómetanlega starf sjómannanna var ákveðið að leggja 186 milljónir af fé „Nortra ship“ fram til stofnunar eftir- launasjóðs sjómanna sem síðar var lögfestur. Það má segja að afrakstur norska flotans hafi gert hinni löglegu stjórn Noregs kleift að starfa í útlegðinni. Fyrir þá pen inga gat stjórnin kostað liðsafl- ann, sem Norðmenn komu sér upp á stríðsárunum, styrkt norska flóttamenn erlendis, ekki/ sízt í Svíþjóð — og goldið vexti og afborganir af erlendum ríkis- lánum. Barátta Noregs fyrir sjálf- stæðinu var kostuð af norska flot anum. • Eftir striðið Þó að vöxtur norska flot- ans milli styrjaldanna væri mik- ill, hefur hann þó orðið stórum meiri þau 16 ár, sem liðin eru frá striðslokum. Úr 2,7 milljón lestum hefur hann vaxið upp í meira en 11 milljón lestir, eða fjórfaldazt. Slík aukning er al- gjört einsdæmi, og betri sönnun fyrir því að Norðmenn séu hag- sýn siglingaþjóð er ekki hægt að fá. —. Löngu áður en stríðinu lauk voru Norðmenn farnir að gera samninga um smíði á nýjum skip. um, ekki sízt í Svíþjóð, sem var hlutlaust land. Þegar stríðinu lauk áttu Norðmenn mörg ný stórskip í Svíþjóð — sum pönt- uð fyrir strið — sem biðu þar þangað til stríðinu lyki. Fyrstu skipin fengu þeir fyrir hagstætt verð. Fyrir stríð kostaði 15.000 lesta tankskip kringum 3,5 millj, norskar krónur, en undireins og stríðið hófst var farið að hækka vátryggingu skipa allt upp í tvö- falt verð. Hrökk það langt fyrir byggingárkostnaði skipa, sem smíðuð voru fyrstu tvö árin eftir stríð, en á næstu árum hækkaði skipaverð um 50—100% og hélt ennafram að hækka, svo að fyr- ir þrem árum voru skip orðin 7 sinnum dýrari en árið fyrir stríð, Flotinn var orðinn 4 milljóu lestir í árslok 1947, en útgerðar. félögin voru ekkf ánægð með sumt af hinum nýja skipakosti, Þau höfðu m.a. fengið 800.000 lest ir af amerískum skipum, sem sum þóttu illa henta og vorui seld aftur þegar tækifæri gafst. Og margt af þýzku skipunum sem Noregur fékk voru aflóga gripir. Gjaldeyrisstaða Noregs var erfið um þessar mundir og greip stjórnin því til þess úr- ræðis að banna kaup á nýjum skipum, nema því aðeins að kaup endurnir gætu fengið þau án þesg að biðja um gjaldeyri. Gekk svo til haustsins 1950 er skipakaup voru leyfð á ný, en útgerðarmenn telja sér hafa orðið stórtjón að þessu banni sem bæði seinkaði skipakaupum og gerði þau dýr- Framh. á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.