Morgunblaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 31. maí 1961 MORCVTSBLÁÐIÐ 7 NOREGUR er rúmlega þrisv- ar sinnum stærri en ísland að flatarmáli. Landið er 322.600 ferkílómetrar (ísland um 103.000). Hér eru þó ekki tald- ar með hjálendur Noregs í Norðurhöfum, Svalbarði og Jan Mayen, sem eru rúmlega 63.000 ferkílómetrar. Auk þess hafa Norðmenn helgað sér ýmis landsvæði á Suður- skautslandinu og eyjar í nánd við það. Fjarlægðin milli nyrzta og syðsta odda Noregs er 1752 kílómetrar. Frá syðstu hlutum landsins er álíka langt til Mið-Ítalíu og Finnmerkur. Strandlengja Noregs er um 20.000 kílómetrar á lengd, ef farið er inn á alla firði, en þeir eru margir og sumir stórir. Aragrúi af eyjum er úti fyrir ströndumm Noregs, og mynda þær víða samfelld- an skerjagarð. Eyjarnar eru alls um 22.500 ferkílómetrar og margar byggðar. Siglingin milli skerjagarðsins og megin- landsins hefir frá fornu fari Frá átthögum Ingólfs Arnarsonar. NOREGUR - eítir Olaf Hansson, menntaskólakennara verið alfaraleið, og er það ekki að furða, svo ógreiðar sem samgöngurnar eru víða á landi. Algengasta skýringin á nafninu NoregÖr er sú_ að það tákni í öndverðu þessa sigl- ingaleið (Norðurvegur), en hafi síðan færzt yfir á landið sjálft. Nokkrir fræðimenn hafa þó haldið þvi fram, að fyrri hluti nafnsins sé ekki norður, heldur nór (skip) og tákni orðið þá skipaleið. Á síðari árum hafa komið fram enn fleiri skýringar á Noregs- nafninu — Landamæri Noregs liggja að þremur ríkjum, Sví- þjóð, Finnlandi og Rússlandi. Landamæri Noregs og Svíþjóð ar eru 1657 kílómetrar á lengd, Noregs og Finnlands 743 km, og Noregs og Rúss- lands 176 km. Á tímabilinu milli heimsstyrjaldanna áttu Noregur og Rússland ekki landamæri saman, en eStir síðari heimsstyrjöldina fengu Rússar Petsamohéraðið að nýju og komust þá aftur að norsku landamærunum. Bæði í hugum Norðmanna sjálfra og útlendinga eru það fjöllin sem einkenna Noreg öðru fremur. í flestum norsk- um ættjarðarljóðum er ein- hvers staðar minnzt á norsku fjöllin. Sum norsku fjallanna eru hrikalegri en nokkur fjöll á íslandi. Slík fjöll getur að líta bæði í Vestur- og Norður-Noregi og í Jötun- heimum á miðhálendinu. Strandfjöllin við Sognsæ og Norðfjörð eru svo stórhrika- leg í sniðum að við hlið þeirra mundu Hornbjarg Og Lóma- gnúpur virðast snotur brúðu- húsfjöll. Hæstu fjöll Noregs, Galdhöpiggen og Glitretind, eru í Jötunheimum. Þau eru næstum 2500 metrar á hæð. 1 norsku fjöllunum er minna um syllur og stalla en á hin- um íslenzku, en víða eru þar gínandi hengiflug eins og fjall ið sé skorið með hníf. Sum af þessum hengiflugum eru hátt á annað þúsund metrar á hæð. Suðaustur-Noregur og hlutar af Þrsendalögum eru fremur láglend, en flatlendi eins og hérna í Flóanum og Landeyj- unum er þar ekki. Nær alls staðar setja ásar og lágir háls- ar svip á landið. Eiginlegt flat lendi er helzt að finna á mjóum strandræmum í Vest- ur- og Suðvestur-Noregi, t. d. á Jaðri og Lista. 1 Austur-Noregi og víða í Þrændalögum er það skógur- inn, sem setur sinn svip á landið öllu meira en fjöllin. Þegar hinu ræktaða landi sleppir tekur hann við og þek- ur dali~ hóla og hæðir. Sums staðar á Heiðmörk virðast byggðirnar algerlega drukkna í dökkgrænu skógarhafinu. Skógahéruðin virðast oft mjög svo tilbreytingalítil, þegar ferðazt er um þau. í hvaða átt sem litið er, er skógur og aftur skógur, aðeins rofinn af smáum ræktuðum blettum eða stöðuvötnum og tjörnum. Norskí skógurinn er að mestu leyti barrskógur, laufskóga getur helzt að líta í nánd við Oslóarfjörð svo sem hinn nafntogaða beykiskóg við Larvik. Það er Golfstraumurinn, sem fyrst og fremst gerir Nor- eg byggilegt land. Ef hans nyti ekki við, mundi landinu sennrlega svipa til Grænlands. Það er einkum Golfstraumur- inn, sem veldur því, að í Norður-Noregi langt fyrir norðan heimskautsbaug má finna þroskamikinn gróður, sem minnir á gróður Mið- Evrópu. Golfstraumurinn ger- ir Vestur-Noreg að landi rign- inganna. Þar festir sjaldan snjó til lengdar, nema í inn- dölum, en við ströndina rignir á öllum tímum árs. Bergen er frægt rigningarbæli, þó að ekki sé trúandi öllum brönd- urum, sem sagðir hafa verið um rigninguna þar, svo sem því, að hestarnir í Bergen fæl ist,ef þeir sjái mann, sem ekki er með regnhlíf. Austan fjalls er veðráttan öll önnur, þar eru oft miklir hitar á sumrin, en hörkufrost á veturna og snjóar miklir. f Osló kemst frostið alloft yfir 30 stig. En loftið þar er svo þurrt og stillt, að menn finna ekki svo mjög fyrir þessum kulda. 10 stiga frost í Reýkjavík er öllu naprara en 30 stiga frost í Osló. Þjóðin Ibúar Noregs eru nú meira en hálf fjórða milljón. Ekki hefur Norðmönnum að undan förnu fjölgað hlutfallslega jafn ört og fslendingum. Um síðustu aldamót voru íbúar landið landsins 2.240.000, og hefur þeim því fjölgað um þriðjung en íbúatala íslands hefur meira en tvöfaldazt síðan um aldamót. Um þjóðernisminnihluta er varla að ræða í Noregi. Á Finnmörk eru um 20.000 Lapp ar (Samar) - og um 10.000 Finnar (Kvenir), en flestallir munu þeir nú geta talað. norsku. Fornleifafundir sýna, að menn hafa hafzt við í Noregi allt frá því á ísöld. Þá bjuggu frumstæðir veiðimenn á ís- lausum eyjum og nesjum. Fræðimenn greinir mjög á um það, af hvaða stofni elztu íbú- ar Noregs hafi verið svo og það hvenær forfeður núver- and; Norðmanna hafi komið til landsins og með hverjum hætti. Áður fyrr töldu ýmsir að þeir hefðu verið í ætt við Lappa, aðrir, að þeir hefðu verið skyldir fornþjóðum í- Vestur-Evrópu, svo sem íber- um. Báðar þessar kenningar eru nú taldar mjög hæpnar. Á bronsöld var blómleg menning í Noregi, og bera helluristurnar henni enn vitni. Þá dýrkaði fólkið í landinu sólina sem guð. Þá virðast hafa verið skipuleg riki í Nor- egi. Síðar virðist þessi blóm- lega menning hafa hrunið að mestu í rústir. Á víkingaöld voru mörg smá ættariki í landinu. Virðast mörg þeirra hafa verið byggð á trúarleg- um grunni, miðstöðvar þeirra voru hof eða aðrir blótstaðir. Með vaxandi samgöngum og verzlun á víkingaöld stefnir þróunin í átt til sameiningar, en í rauninni tók baráttan fyr ir sameiningu Noregs margar aldir. Sameining landsins á dögum Haralds hárfagra var ekki á traustum grunni reist, og á næstu öldum hvarf norska ríkiseiningin hvað eft- ir annað úr sögunni. Það er. í rauninni ekki fyrr en um miðja 13. öld, að Noregur er orðinn traust pólitísk heild. Á 14. öld hófst samband Nor- egs við Danmörku sem leiddi til þess, að Norðmenn misstu allt pólitískt sjálfstæði á 16. öld. Tunga þeirra, sem mest- an hluta miðalda hafði verið mjög 'áþekk hinni fornu nor- rænu tungu, tók nú að verða æ meir dönskublandin, eink- um í borgunum. Hinar dönsku guðsorðabækur, sem flæddu yfir landið eftir siðaskiptin, áttu sinn þátt í þessu. —' Sam- bandi Noregs og Danmerkur lauk 1814. Þá komst á sam- band Noregs og Svíþjóðar, en Norðmenn höfðu sjálfstjórn í sérmálum sínum og byggðist hún á þeirri frjálslegu stjórn- arskrá, sem var samþykkt á Eiðavelli 1814. Þjóðarmetnað- ur Norðmanna jókst hröðum skrefum á 19. öldinni, og and- staða gegn sambandinu við Svía varð æ ríkari. Lauk því svo, að sambandið var rofið 1905, og Hákon 7. tekinn til konungs í Noregi. Rómantík 19. aldar vakti mikla andspyrnu gegn hinum dönsku menningaráhrifum í Noregi og hinu danska rit- máli, sem þá var ríkjandi í landinu. Stórskáldið Henrik Wergeland varð einn af frum- kvöðlum þessarar baráttu, en það var Ivar Aasen, sem skap aði hið nýnorska ritmál, sem einkum var byggt á talmáli í þeim héruðum Noregs þar sem málið var fornlegast, og minnst dönskuskotið. Aasen orti mörg Ijóð á þessari tungu, og njóta sum þeirra mikilla vinsælda enn í dag, og sama er að segja um hin nýnorsku Ijóð Yinjes, samtíðarmanns hans. Síðar tóku norsku ung- mennafélögin nýnorskuna upp á sína arma. Nýnorskan sætti þó mikilli mótspyrnu, og hófst nú hatrammt málstríð í Nor- egi. Mikill fjöldi Norðmanna vildi byggja áfram á hinum sameiginlega dansk-norska menningararfi og ekki gera neinar róttækar breytingar á ritmálinu. Ritmál þeirra, sem nefnt er ríkismál eða bókmál, hefir þó fjarlægzt dönskuna æ meir nú á 20. öldinni. Deil- urnar milli ríkismálsmanna og nýnorskumanna hafa stund um verið svo harðar, að póli- tísku deilurnar hafa virzt sem barnaleikur í samanburði við þær. Hámarki náðu þessar deilur á árunum kringum 1930 einkum í sambandi við það, hvort skíra slcyldi Þránd- heim upp og nefna hann Nið- arós, en fyrir því börðust ný- norskumenn. Bæði málin eru nú jafnrétthá í Noregi, og hreppsnefndir á hverjum stað ráða því, hvort málið er aðallega notað í opinberum plöggum á staðnum og i skól- um þar. Margir Norðmenn gera sér nú vonir um, að með tíð og tíma muni málin tvö nálgast hvort annað svo, að gera megi úr þeim sameigin- legt allsherjarritmál Þetta á enn langt í land. En deilurn- ar um nýnorsku og ríkismál eru nú sjaldnast eins illvígar og þær áður voru. Atvinnuvegir Um það bil þriðjungur norsku þjóðarinnar lifir á landbúnaði og skógarhöggi og annar þriðjungur á iðnaði. Þróunin að undanförnu hefir verið sú, að iðnaðurin*- hefir unnið á á kostnað landbúnaðar ins. Hinir skiptast á margar atvinnugreinar. Ekki nema um 7% Norðmanna hafa 'isk- veiðar að aðalatvinnu. en margir strándbúar stunda þær sem aukaatvinnu. Landbúnaður. — Bændabýli í Noregi eru um 330.000, en margar jarðir eru svo litlar, að bændurnir stunda ýmsa aðra atvinnu jafnhliða bú- skapnum. Noregur er sjálfum sér nógur að þvi er snertir framleiðslu á kartöflum. höfr- um og byggi en flytja verður inn mikið af hveiti og rúgi. Sauðfjárrækt er ekki nærri eins mikilvæg í Noregi og á íslandi, en geitarækt hefir talsverða þýðingu þar, eink- um í Vestur-Noregi, ekki sízt í Sogni. Vélvæðing landbún- aðarins hefir ekki verið eins hröð í Noregi og hér á landi, og því fækkar hestum ekki eins ört þar og hér. Loðdýra- rækt. einkum silfurrefarækt, hefir áratugum saman verið mjög mikilvægur atvinnuveg- ur í Noregi. Skógarhögg. — Um fjórð- ungur Noregs er skógi vaxinn, og skógarhögg er ein hin mik- ilvægasta atvinnugrein í land inu austanverðu og sums stað- ar í Þrændalögum. Gengið hefur á ýmsu um afkomu þess arar atvinnugreinar, og valda þvi timburverð á heimsmark- aðinum og ýmsar aðrar or- sakir, svo sem afkoma papp- írs- og sellulósuiðnaðarins. Um 65% af skóglendj Noregs er í eigu bænda, um 16% í eigu iðnfélaga, en afgangur- inn er að miklu leyti ríkis- eign. Fiskveiðar. — Norðmenn eiga um 35.000 fiskiskip, og kveður þar langmest að vél- bátum af ýmsum gerðum. Frægastar eru fiskveiðarnar við Lófót en þar er aðalver- tíðin á útmánuðum. Um sama leyti er síldarvertiðin sunnar við vesturströndina. Norð- menn framleiða mikið af salt- fiski og harðfiski, og eru þar keppinautar okkar á ýmsum mörkuðum. Hlutfallslega kveð ur þar miklu minna að fryst- ingu á fiski en hér á landi, en hins vegar miklu meira að niðursuðu. Hvalveiðar. — Um langan gldur hafa Norðmenn verið forustuþjóð á sviði hvalveiða. Á 19. öldinni var skörungur- inn Svend Foyn brautryðjandi á þessu sviði. Hann fann upp sprengiskutulinn. Áður fyrr stunduðu Norðmenn aðallega hvalveiðar í Norðurhöfum, m. a. við ísland, en hina síðari áratugi mest í Suðurhöfum. Hin árlega veiði hefir oftast verið milli 10.000 og 20.000 hvalir. Hvalveiðaskipin eru á annað hundrað. Mestu hval- veiðibæirnir eru Tönsberg, Sandefjord og Larvik við Oslóarfjörð vestanverðan. — Mikill fjöldi norskra hval- veiðimanna hefur löngum starfað á hvalveiðaskipum annarra þjóða. Vatnsorka. — Ekkert land í Evrópu á eins mikla vatns- orku og Noregur (ef Asíu- lönd Rússa eru ekki talin með). Vatnsorkan í Noregi er áætluð um 12 milljónir kíló- watta og er um fjórðungur hennar virkjaður. Hin mikla iðnþróun í Noregi byggist auð vitað fyrst og fremst á vatns- orkunni. Iðnaður. — Margvísleg stór- iðja hefur þróazt í Noregi á 20. öld. Má þar nefna áburð- ariðnaðinn sem er mestur á Þelamörk og alúmíníumsiðn- aðurinn, sem er mestur á vest- urströndinni á ýmsum stöð- um, þar sem fara saman vatns orka og góð hafnarskilyrði. Frarnh. á b's 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.