Morgunblaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐ1Ð Miðvikudagur 31. maí 1961 Upphaf síldveiðanna við Island efíir Svein Benediktsson, framkvæmdastjóra FRA því .á , la(ndinámsö4d .faira litlar sógurVaf sildveiði við is- land allt fnam á síðari hluta 19. aldar, að Norðmenn hófu síld- veiðar við strendur landsins. Að vísu hafði ádráttarveiði verið stunduð á einstaka stað á fjörð- um inni, en í svo smáum stíl, að það hafði litla sem enga þýðingu fyrir aíkomu l£m.dsmianná. Á árunum 1602—1855 var einok unarverzlun á Islandi. Miklar hömlur voru á siglingum til lands ins og lengst af bönnuð við- skipti við aðra kaupmenn og önnur skip, en þau sem voru á vegum hinnar dönsku konungs- vferzlunar eða höfðu fengið einka leyfi konungs til verzlunar og feaupferða. Einokunarverzlunin og siglingabannið höfðu afar slæm áhrif á afkomu lands- manna. Hallæri og hungursneyðir urðu tíðar og íbúum landsins fækikaði. Árið 1855 fékfe ísland fullt verzlunarfrelsi og siglingar til landsins voru leyfðar erlend- um skipum. Þrem árum síðar árið 1858 gerðu Norðmenn fyrstu tilraun- ina til síldveiða við fsland. í þessum fyrsta léiðangri voru tvö skip, og voru þau útbúin landnótum eins og þá tíðkaðist. Leiðangursmenn biðu eftir því, að síldin gengi að landi í Skaga- firði, Siglufirði og Eyjafirði, en bið þeirra varð árangurslaus, því að síldin gekk ekki upp í land- steina þetta ár. Síldin hélt sig úti í fjörðun- um, og þar sáu leiðangursmenn margar stórar torfur. >á kunnu Norðmenn ekki til síldveiða á rúmsjó, og urðu því að hverfa heim við svo búið. Landirótaveiði hefst Norðmenn héldu áfram síld- veiðitilraumun sínum við fsiand öðru hvoru næstu ár. Fyrsti leið- angur þeirra, sem fékfe veruleg- an afla, var gerður út frá Man- dal sumarið 1868. Leiðangri þessum stjómaði norsfeur maður, Oitto Wathne, og öfluðu þeir 2500 tunnur síldar í Seyðisfirði. Næstu ár var aflinn stopull, enda fáir, sem stunduðu veiðina. Um 1870 hvarf stórsíldin frá NoregsStröndum og feom ekfei aft- ur fyrr en eftir 20—30 ár. Ýtti þetta undir Norðmenn að hefja BÍldveiðar hér við land. Árið 1879 urðu straumhvörf í síldveiðirmi við fsland. Norð- menn öfluðu vel þá um sumarið í Eyjafirði, en þó einkum um haustið í Seyðisfirði. Mun afli þeirra hafa verið samtals rúm- ar 11 þúsund tunnur. Upp frá þessu höfðu Norðmenn oftast forustunia í síldveiðum við ísland allt fram til ársins 1916. Árið 1880 gerðu þeir út 75 skip með 578 manna áhöfn til síld- veiða hér við land. Á þessá út- gerð öfluðust 115 þúsund tunn- ur, mest í Eyjafirði og á Aust- fjörðum. Árið 1881 náði síldveiði Norðmanna með landnótum og lagnetum hámarki við fsland. Nam afli þeirra þá 167 þúsund tunnuim. Eftir það fór að draga úr veiðinni. Áhugi margra Norðmanna, sem verið höfðu þátttakendur í síldveiðúm, beindist nú að hval- Norskir athafnamenn flytja til íslands Árið '1880 hafði Otto Wathne skipstjóri og útgerðarmaður, sem fyrr getur, sezt að á Seyðisfirði. Rafe hann upp frá því síldveiðar í stórum stíl um langt árabil, aðallega á Austfjörðum. Hann lét bæði salta síldina og senda hana ísaða til Englands í heilum skipsförmum. Mestur afli á útveg Wathnes á einu ári var um 40 þúsund tunnur. Otto Wathne lézt árið 1898 í hafi á leið til íslands. Hafði hann lega vel fallin til söltuniar, og var tekin fram yfir aðra síld á mörkuðunum í Svíþjóð og Þýzka- landi. íslendingar höfðu byrjað til- raunir með reknetáveiði við Suð vesturland árið 1899, sem heppn- uðust vel og var sú síld mest fryst og notuð til beitu. Síldveiði Norðmanna við fs- land fór ört vaxandi á næstu ár- um og nam 85.000 tunnum árið 1904. Árið 1906 er veiðin kömin upp í 180.000, en þá munu um 50 Verksmiðjureyk leggur yfir Siglufjörð. veiðu-m við ísland. Svend Foyn, hin-n frægi Norðmaður, sem fann upp nýja gerð hvalskutla, mun hafa reist fyrstu hvalveiðistöð á íslandi í Álftafirði vestra. Hinn 11. september 1884 urðu Norðmenn fyrir stónkostlegum sbaða af völdum ofviðris. Rafe þá á land í Eyjafirði 30 norsk síldveiðiskip og þrjú ís- lenzk þilskip. Þrettán hinna norslku skipa urðu að al-geru strandi, en hin sfeemmdust meira og minna. Aufe þess varð mifeið tjón á farmi skipanna; tunnum, veiðarfæru-m og nótabátum. Þó fórust ekki nema 3 menn. Aflinn þetta sumar og árið eftir var tregur, og árið 1886 er síldveiði- leiðöngrum Norðmantna með land nótum og lagnetum við strendur íslands að mestu lokið. Fram til ársins 1898 komu þó einstaka leiðangrar með margra ára milli- bili. verið hinn merkasti brautryðj- andi. Fleiri atorikusamir Norðmenn settust að á Austfjörðum og stund uðu síldveiðar. Reknetaveiði hefst við ísland um aldamótin f lök 19. aldar tóku Norðmenn að veiða síld fyrir alvöru með reknetum við Noregsstrendur, fyrstu tilraunina ti’l síldveiða með reknetum við ísland gerðu þeir 1899. Var það á sfeipi sem var á þorsfeveiðum, en hafði hiaft rek- netin með sér til þess að afla sér beitu. Fékkst engin afli í n-etin við Au'Sturland en við Norð-urland fékfest góður afli á fáum dögum í september. Hófst nú refenetaveiði við Norð urland, og var síldin, sem þar veiddist síðari hluta sumars, sér- —60 skip útbúin herpinótum hafa tékið þátt í veiðinni. Norðmenn reistu síldar- stöðvar á íslandi 1903—1914 Hin mifela og öra aukning rek- netaveiða Norðmanna við ísland í byrjun aldarinnar ásamt síld- veiðunum með herpinöt eftir 1904 varð til þess að ýmsir Norð- menn fengu sér útmældar lóðir í Siglufirði, við Eyjafjörð, á Rauf arhöfn o-g Austfjörðum og byggðu þar hús og bryggjur, sem þeir notuðu sem verkunarstöðvar fyr- ir síldina og til síldarbræðslu. Á árunum 1908 til 1910 komu Norðmenn upp litlum síldar- bræðslustöðvum útbúnum dúka- pressum á Siglufirði. f Krossanesi við Eyjafjörð reistu Norðmenn árið 1913 fyrstu verksmiðjuna á Xslandi sem vann með sj'álfvirtou amerísfcu aðferð- inni. Voru vélarnar að nokkru leyti teknar úr bræðslustöðvar. skipinu ,,Evreka.“ Árið 1915 söltuðu Norðmenn 220.000 tunnur við íslamd og höfðu um 250 skip við veiðarnar, þar af um 100 gufuskip. íslend- ingar veiddu þá 160.000 tu'nnur, en árið 1916 salta fslendingar 201, 557 tunniur, en Norðmenn 152.651, Síðustu ár fyrri heimsstyTjald- arinnar hindruðust síldveiðar Norðma'nna hér við iamd af völd- um ófriðarins. Með fiskveiðalöggjöfinni frá 1922 var útlendingum bannað að hafast við á íslandi eða í íslenzk- um höfnum til þess að reka héð- an fiskveiðar utan landhelgi. Hófst þá síldveiði Norðmanna á hafinu í núverandi horfi. Veið- ina hafa þeir stundað jöfnum höndu-m með herpinótum og rek- netum. Síldin hef-ur verið söltuð um borð í skipunum og fram að árinu 1947 var Norðmönnum veitt leyfi til tafemarfeaðrar löndun-ar á bræðslusíld í íslenzkar verfe- smiðjur. Síðustu fjórár sumar-síldar- vertjðirnar hefur mikill -hluti af afla norsfe'a sífdveiðiflotans við ísland verið veiddur til bræðsiu og verið fluttur til Noregs i sér- stökum flutningaskipium í því skyni eða veiðisfeipin hafa siglt sjálf með aflann. Síldveiðar með herpinót hefjast við ísland Norskur skipstjóri Benedikt Mannes, sem var á útgerð Ths. S. Falik í Stavamger, gerði fyrslu tilraunina til síldveiða með herpinót við ísland. Hiann og maður að nafni Kaavife höfðu verið sendir til Ameríku af fram kvæmdastjóra Falkútgerðarinnar Hans L. Falk feonsúl í Stavanger, til þess að kynnast veiðiaðferð- um vestainhafs. Komu þeir úr þeissari för árið 1903 með arner- íska herpinót og ikenndu mönn- um meðferð þessa veiðarfæris. Sumarið 1904 sendi Falkútgerð- in tvö skip til fslands búin herpi. nótum. Öfluðu þau samtals 5.700 tunnur síldar. Var þessi góði ánanigur til þess að aufca mjög trú mamma á þessari veiðiaðferð, sem nú ruddi sér til rúms við síldveiðar Norðmanna og síðar hjá íslendngum. í herpinótina var með þáver- andi útbúnaði hægt að veiða síldina á rúmsjó, ef hún óð í torf um og til hennar sást í sæmilegu veðri. Einnig nægði oft, að litar- breytmg á sjónum sýndi, að þar væru síldartorfur á ferð. Var Þá sagt að moraði fyrir síldinmi og nótinni kastað á morið. Stundum var lóðað fyrir síldima með lóði, sem fest var í mjóan streng, sem nótabassinn hél-t í hendi sér og þannig rannsakað hvað torf- unni liði. Ný tækni í síðari heimsstyrjöldiinni var farið að nota bergimálsdýptar- mæli til þess að finna torfurnar og fyrir 7 árum var asdictækið tekið í notkun við síl'dveiðarnar hér við land. Voru þá þrjú íslenzk síldveiðl skip búin asdic-tækjum: Mírnir. Sigurður Pétur og Víðir XI. Var Eggert Gíslason skipstjóri á Víði II. fyrstur íslenzkra og erlendra skipstjóra til þesis að ná ágætum árangri með asdictækjum, sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.