Morgunblaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 9
Miðvikðdagur 31. maí 1961 MORGVNBLAÐIÐ 9 Hákon konungur og Ólafur krónprins leita til skógár voriS 1940 undan sprengjuárás nazista. r r — OSafur konungur Framh. af- bls. 3. Marta reyndist Ólafi góð kona og húsmóðir, sem bjó honum ham dngjusamt heimili og lifðu þau með mannvæniegum börnum hinu innilegasta fjölskyldulífi. En glaðværð og hamingja fyrir stíðsánanna stóð ekki lengi á Skaugum né annars staðar í Ev- rópu. Skuggi heimsstyrjaldarinn- ar færðist yfir. Hin friðsama norska þjóð vonaðist eftir að geta 'treyst á hlutleysi og vopn- leysi. En allar þær vonir hrunclu á einum einasta degi, þegar reið- larslagið mikla skall yfir. Barátta Noregs — hans barátta Þá fyrst reyndi verulega á manndóm og dug hins myndar- lega krónprins Noregs. Og hann brást vissulega ékki. Hann stóð ótrauður og einbeittur við hlið Hákoniar föður síns, þegar þær örlagaríku ákvarðanir voru tekniar um að snúast til mót- spyrnu gegn oifbeldinu og ofux- eflinu og síðar að sigla í út- legð og halda baráttuni áfram frá fjarlægri strönd. Það verður að taka tillit til þess, að á þessum stundum var ekki hægt að sækja nein fyrir- mæli til þjóðþings, sem var sund urleyst af atvikunum og því var konungsvaldið miklu þýðingar- meira og sterkara en annars ger ist í þingræðislöndum. En það sem aldrei brást var föðurlands- ést og ábyrgðartillfinning þeirra konungsfeðganna. f innilegu sambandi föður og sonar verður aldrei aðskilið. hvern þátt hvor þeirra átti í hinum mikilvægu ákvörðunum. Auðvitað var Há- kon konungurinn, hið sterka og virðulega sameiningartákn þjóð- arinnar. En sennilegt er að vinn- ®n við framkvæmd ýmissa mála hafi komið meira á herðar Ólafi krónprinsi, þvi að hann var enn í blóma lífsins, en Hákon faðir hans var tekinn að eldast. Oscar Torp, einn af kunnustu stjórnmálaforingjum Norðmanna lýsti hlutverki Ólafs á stríðsár- unum svo: „Barátta Noregs varð einnig hans harátta. Við sem höfðum friðarárin átt sæti í ríkisráði höf- um Isert að meta ábyrgðartil- finningu krónprinsins, hina miklu virðingu, sem hann ber fyrir stjórnarskránni og skarpan ekilning, sem hann hefur á vandamálum nútíma lýðræðis. Þegar styrjöldin brauzt út, lærðum við einnig að virða stjórnsemi hans og jafnvægi í skapi, hið einbeitta hugrekki hans og líkamlega hreysti“. Ólafur átti geysimikinn þátt i að efflia baráttuvilja Norðmanna á stríðsárunum, treysta trú þeirra á sigurinn og yfirhöfuð að skapa þann þrótt og rétta anda, sem einkenndi svo mjög norsku þjóðina á þessum árum. Sigurhátíðin Það þótti því viðeigandi að hann yrði í fararbroddi, þegar norskt herlið steig aftur á land í Noregi eftir uppgjöf Þjóðverja. Það var í annað sinn sem norska þjóðin hyllti krónprins sinn er hann sigldi skipi sín-u inn á Akursvíkina í Osló. Sú stund hinn 13. maí 1945 verður öllum ógleymanleg, sem þar voru sitaddir. Allt ætlaði um koll að keyra, í fagnaðarlátum þegar Ólafur steig í land klæddur ein- kennisbúningi norsku víkinga- sveitanna ,stæltur og Sterklegur og heilsaði þjóð sinni með her- mannakveðju. f ávarpi sínu mælti krónprins- inn m.a.: „Norskar konur og karlar, borgarar í Osló. Það er einkenni leg tilfinning að standa hér í dag og sjá ykkur hér umhverfis höfn inia og vita að ég er aftur kom- inn meðal ykkar eftir öll þessi ár. Frá því að við sigldum upp að nors'ku ströndinni höfum við fundið, að við vorum veikomin. Við vissum, að ef við aðeins gerð um skyld-u okkar gagnvart frels- inu og okkur sjálfum sem þjóð, þá myndum við að lokum vinna bug á enfið'leikiunum". Andlát konunnar Norska komungsfjölskyldan var elskuð og dáð fyrir hina einörðu baráttu á stríðsárunum. Hún sneri heim og þjóðin bar hana á höndum sér. Það vo'ru einnig gleðidagar, — en þó myndu hin- ir hamingjusömiu dagar frá Skaugum aldrei snúa aftur. Marta krónprinsessa og böm heninar höfðu dvalizt í Bandarikj- unum styrjia’ldiarárin en nú sneru þau heim. En Marta krónprins- essa var orðin veik og árið 1954, andaðist ‘hún og skildi eftir skarð sem aldrei yrði fyllt. Börnin þrjú hafa vaxið upp og orðið uppkomið myndarlegt fólk. En þau hatfa kynnzt því, hve erfið staða og ábyrgðarmikil það er að tilheyra konungsfjölskyldu. Annarsvegar hefur verið löngun- in til að mega lifa frjálsu lífi með samborg-urum sínum, hins vegar skyldan við ríkið og þjóð- félagið að halda uppi virðingu konun gss tóls ins. Allt fyrir Noreg- Þann 21. september 1957 and- aðist garnli konungurinin Hákon sjöundi. Tveim klukkustundum eftir andlát hans undirritaði Ólafur konungur eiðstaf að stjórn arskrá landsins að viðstaddri norsku ríkisstjórninni. Hann til- kynnti jafnframt að hann hefði ákveðið að halda sama kjörorði og faðir hans: ,,Allt fyrir Noreg“. Hollustueiður þessi kemur í stað- inn fyrir krýningu, en norska Btórþingið hafði ákveðið að af- nema krýningarathöfnina. Ólafur konungur getur í dag horft yfir þjóð sína og það ríkir velsæld í iandinu, gróskumikið þjóðlíf með örum framförum. Fyrir fáeinum dögum stóð hann, að þessu sinni aleinn, á svölum konungshallar sinnar í Osló á þjóðhátíðardaginn 17. maí og veifaði til mannf jöldans sem kom til þess að hylla hann og þakka honum ómetanleg störf í þágu landsins. Það er ieikur að s!á með L Gerð 601 / Skárabreidd 18 tommur. Amerísk Briggs & Stratton fjórgengisvél, 2 hestöfl. Þrennskonar hæðarstill- ing á hnífnum. Verð kr.- 2636,20 2. Gerð 805 Skárabreidd 19 tommur. Amerísk Briggs & Stratton fjórgengisvél 2% hestöfl. Þrennskonar hæðar- stilling. Gangstilling Hraðastilling á vélinni er í handfanginu Verð KK. 3375.35 NORLETT er mest notaða garð- sláttuvélin á Norðurlöndum vegna þess hve létt er að slá með henni grasflötinn. NARLETT sláttuvélarnar slá alveg upp að húsveggjum og út í kanta þannig að önn- ur tæki eru óþörf. NORLETT garðsláttuvélarnar eru oftast fyrirliggjandi hjá einkaumboðsmönnum. Sparar bæði tíma og erfiði og rakstur eftir vélnia er óþarfur, þar sem hún fínsaxar grasið og dreifir því jafnt um flötinn. Berið bæði verð og gæði saman við aðrar vélar og þér komist að raun um að NORLETT er rétta lausnin. Framleiðendur : * Jlarsk LettmetaU Einkaumboðsmenn á íslandi: ^ARNI CESTSSON UMBOBS OG HE1LDVERZLUN Vatnsstíg 3 — Sími 17930

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.