Morgunblaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 31. maí 1961 Mmt^nspiAfíifí 3 FYRIR tæpum 58 árum, þann 2. jú)lí 1903 fseddist drengur á aðals setrinu Appelton House í austur- hluta Englands. Barnið var aif þeim aettum, sem þá voru tignastar taldar í Evrópu ,sonur Karls Dianiaprins og Maud Bretaprinsessu. Þegar !hann fæddist var langafi hans Kristján 9. Danakonungur enn á lífi, en langamma hans Viktoría Bretadrottning viar dáin fyrir tveim áruim. Drengurinn var skírður Alex- ander Játvarður Kristján Frið- rik og komst á þeim árum með öllum sínum nöfnium inn í þjóð- vinfélags almanakið, þar sem sið ur var að telja upp alla fjöl- skyldumeðlimi Danakonungs. En tveimur árum síðar var honum gefið nafn að nýju og íhann kal'laður bl'áibt á'fram Ólafur eða Olav í nýju heima- landi síniiim. Hann er nú konungur Noregs, sá fimmti í röðinni í konungatali Noregs, sem ber nafnið Ólafur og bjóðum við hann velkominn í dag, fyrsta Noregskonung sem heimsækir ísland. Fimm Ólafar Þeir fjórir Ólafarnir sem á und an eru gengnir eru ökkur ísilend ingum gagnkunnugir. Þeir hafa verið kunningjar okkar í alda- raðir í Noregskonungasögum sem íslenzkir sagnaritarar skráðu endur fyrir löngu. Sögur þeirra standa enn í bókahillum á flest- um íslenzkum heimilum og við getum því enn farið til fundar við þá og 'kynnzt lífi þeirra Og 'baráttu betur en lífi nokkurra annarra höfðingja og afreks- manna Evrópu. Við getum rifjað hér upp stutta kaília úr miannlýsingum Heimskringlu. Fyrsitur þeirra var Ólafur Tryggvason. — Hann var allra manna fríðastur og mestur, sterk astur og um fram alla menn að íþróttum . . . bann var ör við sína menn og varð af því vin sæll. Næstur kemur Ólafur Haraldis son hinn helgi. — Hann var ekki hár, meðalmaður og allþrekleg- nr, sterkur að afli, ljósjarpur á hár, breiðleitur, ljós og rjóður í andliti, eygður forkunnar vel . . . var hann djiarfur og snjall í máli, bráðger að öllum þroska. Þriðji konungurinn í þessari röð var Ólafur kyrri sonur Har- alds harðráða. — Hann var mað- Ur mikill á allan vöxt og vel vax- inn . . . enginn hafði séð fegri rnann eða tígulegri sýnum. Hann hafði gult hár sem silki og fór afar vel, fámálugur oftast og ekki talaður á þingum, glaður við öl, drykkjiumaður mikill, blíðmæltur og friðsamur meðan hans rí'ki stóð. Sá fjórði var Óláfur konungur Magnússon. — Hann var hár mað ur og mjór, fríður sýnum, glað- ur, lítillátur og vinsæll. Hinn fimrnti Ólafu-r er núver- andi konungur Noregs. Hann er okkur íslenzkum almenningi í rauninni miklu minna kunnur en hinir eldri Ólafar. Og þó hef- ur hann einu sinni áður heim- sótt fsland, á Snorrahátíðinni í Reykholti 1947. Munurinn er sá að hin gamla íslenzka sagnrit- un er nú niður lögð. En einkennilega mörg orð úr mannlýsingum hinnia eldri góð- konunga Norðmanna virðast eiga við, þegar lýsa skal Ólafi fimmta. — Hann er allra manna fríð- astur, umfrarn aðra menn að íþróttum, þreklegur, siterkur að afli, ljósjarpur á hár, breíðleit- ur, Ijós og rjóður í andliti, eygð- ur forkunnar vel, djarfur og snjall í máli, glaður, lítillátur og vinsæll. Hann er og frið- samiur maður, en varð þó eins og hinir nafnar hans að flýja land um skeið • í harðri baráttu við hin verstu öfl. Elskaður konungur Aðstaða konungsins er að vísu mikið breytt frá því sem áður var. Hann er ekki lengur hinn pólitísiki forustumaður og ein- vaildi, fremur gegnir hann hlut- verki sem sameiningartákn þjóð ar sinnar og fyrirmynd hennar í lífsháttum. Nú er aðsbaða hans slík að hann verður að forðast að blanda sér í innanlandsdeilur, en geitur þó haft talsverð áhrif með persónuleika sínum. íslendingar eru engir konungs sinnar. En þegar þeir hafa 'heim- sótt Noreg á undainförnum árum, hafa þeir ekki komizt hjá því að veita athygli þeirri óskertu virðingu og ást sem Norðmenn hafa borið til tveggja nútíma konuniga sinna feðganna Hákon- ar og Ólafs. Enn er ekki um að villast að norska þjóðin elskar og dáir nú- verandi þjóðhöfðingja sinn. Framkoma bans og hæfileikar hafa áunnið honum slíka hylli að einstakt er jafnvel í þeim fáu konungsrikjum sem eftir eru í heiminium. Litli prinsinn siglir um Það má segja að það halfi orðið ást við fyrstu sýn, þegar norska þjóðin sá hann í fyrsta skipti. Konungsfjölskyldan kom sigl- andi inn Oslófjörðinn einn hríð- ardag í nóvember 1905 og hið nýja land þeirra og þegnarnir sem höfðu valið sér konung ein- róma við þjóðaratkvæðagreiðslu tóku á móti þeim. Konungur lyfti krónprinsinum, tveggja ára syni sínum dúðuðum í hlý ullarföt á handlegg sér upp fyrir borðstokkinn í augsýn tugþús- unda norskra áhorfenida. Og litli prinsinn veifaði til fólksins með norskum fána. Frá þeirri stund óx hann upp á norskri grund við norska bungu og norska þjóðsiði. Hann hefur orðið glæsileg fyrirmynd alls bess sem norskt er os sýnt bað jafnt í stríði sem friði, að hann elskar þetta föðurland sitt og setur það ofar öllu öðru í lífi sínu. Það m.á rifja upp atburði frá glöðurn uppvaxtarárum, þegar Ólafur var kallaður vinsælasti krónprins í heiminum. Hann viar ekki hár í lofti, er hann. byrjaði að renna sér á skíðum í hallargarðinum í Osló. Þar var jafnvel byggður fyrir hann lítill skíðastökkpallur. Fyrirmynd ungra manrra Ólafur varð fyrirmynd jafn- aldra sinna um íþróttir og líkam legt atgervi. Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna, þegar hann tók í fyrsta sinn þátt í Holmenkollen-skíðastökksmót- inu og sveif glæsilega yfir brekk unni í fallegu og stílhreinu stökki. Þá var hver einasti Norð rnaður hreykinn af að eiga slík- an prins. Síðar urðu kappsiglingar eftir lætis íþrótt hans og voru afrek hans ekki siðri á því sviði. Hann varð oftsinnis sigurvegari á sigl- ingamótum bæði heima og er- lendis. Ólafur var fjölhæfur íþróttamaður og kom mönnum 1 hug hinn frækni íþróttagarpur Ólafur Tryggvason, er hann sýndi leikni sina. Þátttaka hans og áhugi hefur haft geysimikla þýðingu fyrir norsku íþrótta- hreyfinguna og stuðlað að því að gera norska æsku heilbrigð- ari og frískari en í öðrum lönd- um. Ólafur fékk hina beztu mennt- un. Hann varð stúdent 1921 frá hinum svonefnda Hallings-skóla í Osló og tók virkan þátt í fé- lagslífi nemendanna. Síðar gegndi hann herskyldu og kaus að taka hana út norður í Finn- mörk. Þar vandist hann við úti- vist í misjafnri veðráttu og hrjóstrugu lamdi. Sem kodungs- efni fékk hann ýtarlega tilsögn í 'herfræðum og var síðar sæmd- ur nafnbót hershöfðingja og flotaforingja. Ennfremur stund- aði hann nám við hinn fræga Balliol-háskólia í Oxford og lauk þaðan prófi í félags og stjórn- málafræði. Alþýðlegur og glaðvær Norska þjóðin dáir Ólaf kon ung mest fyrir það hve alþýð- legur og ástúðlegur hann er í öllu viðmóiti sínu. Fólkið geymir nú áratuga minningar um kynni af honum i daglegri önn, ferða- lögum hans og framgöngu við ýmiskonar hátíðlega viðburði. Það var engu minna átak í Noregi en á íslandi að leggja þjóðvegi um allar byggðir, því Xandið er sérstaklega fjöllótt og sundurskorið af fjörðum. Þá fann Ólafur krónprins upp víg- orðið: — Með vegum skal land byggja — um leið og hann stuðl aði að auknu átaki á þessu sviði. --------------------------------•] Margir muna enn eftir ’honum, þegar hamn varð lögráða og bif- reiðaeigendasamband Noregs gaf homum splúnku-nýja Fiat bifreið. — Síðan sást hann aka henni um götur Osló-borgar. Fólkið mau eftir honoom á þjóðhátíðardögum landsins, minnist glaðværra, hressilegra orða hans og djarf manmlegnar framkomu. Fjölskyldan á Skaugum Meðal norsku þjóðarinnar em e. t. v. sérsitaklega sterkár minn- ingarnar um hina hamingjusömu krónprinsfjölskyldu á Skaugum. f ársbyrjun 1929 var tilkynnt trúlofun Ólafs krónprins og Mörtu Svíaprimsessu. Þær voru tvær dætur Karls Svíaprims sem urðu víðkunnar fyrir fegurð, gáfur og ljúf- mennsku. Önnur þeirra var Ást- ríður sem giftist Leopold Belgíu- 'konungi, lifði aðeins skamma stund eiftir það en varð belgísku þjóðinni þó ástfólgin og ógleym- anleg. Hin var Marta sem giftist Óiafi Noregsprinsi. Þau voru amnars sjálf náskyld, — sysitkina böm, því að Ingibjöng móðir Mörtu var systir Hákonar kon- ungs. Brúðkaup þeirra fór fram í marz 1929. Það er óhætt að full- yrða að enginm viðburður í Noregi á síðustu árum, nema e. t. v. friðaihátíðin eftir síðustiu styrjöld, 'hefur hrifið norskan al- menning meira en þessi brúð- kaupshátíð. Þá rífcti hátíð um allt land og höfuðborgin Osló var í eimum hátíðarskrúða. í fyrsbu virtist það ætla að vera nokkrum vanda bundið, hvar ætti að fá þessum ungu hjónum bústað við þeirra hæfi. Var m. a. rætt um að tafca gamla og þungbúna en virðulega höll í Osiló og dubba hana upp sem krónprinsbústað. — Æ, það vil ég ekki, sagði Ólafur með sinni venjulegu góð- látu glettni. — Þá held ég, að ég leigi mér heldur tveggja her- bergja íbúð í góðu timburhúsi útí bæ. Málið leystist, er hin kunni norski sitjórnmálamaður Wedel Jarlsberg gaf þeim brúðhjónun- um í brúðkaupsgjöf sveitasetrið Skaugum skammt fyrir utan Osló. Að vísu skeði það óhapp skömmu síðar, að eldur kom upp í húsinu og það brann til grunna á skammri stund en það var fljótlega upp aftur. Skugga ber yfir Nú hefjast endurminningarn ar um fjölskylduna á Skaugum, fæðingu og uppvöxt þriggja barna. Elzt þeirra var Ragnhild- ur fædd 1930 og skírð eftir Ragn hildi drottninigu Haralds hár- fagra. Þá fæddist Ástríður 1932 og loks Haraldur, sem fæddist 1937 og var skírður eftir sjálfum Haraldi hárfagra, fyrsta konungi Noregs. Framh. á bls. 9. Ölafur konungur, þá krónprins, kemur heim til Noregs að stríðinu loknu. ¥ Chr. Michel- sen, forsætis- ráðherra, býð ur Hákon kon- ung og Ólaf krónprins vel- komna 1905.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.