Morgunblaðið - 31.01.1950, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.01.1950, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 31. janúar 1950 Honnes ú Núpstað Sementsverksmiðja og friðnn sjötugur HINN 13. janúar s.l. átti Hann- es Jónsson á Núpstað 70 ára afmæli. Jeg mundi hafa reynt að minnast þessa merka bónda og hins ágæta heimilis hans þann dag, ef mjer hefði verið kunnugt um þetta. En svo var eigi. Það var fyrst hinn 23. jan. að mjer barst brjef, ritað 3. jan. og eftirfarandi afmælisgrein frá sjera Gísla Brynjólfssyni á Kirkjubæjarklaustri. — Brjefið hafði verið þrjár vikur á leið- inni. Afmælisbarnið verður því ;að afsaka þótt árnaðaróskin frá okkur sjera Gísla komi nokkuð *,eftir dúk og disk“, en þær eru jafn einlægar fyrir því. Arni Óla. EKKI verður löngu máli varið hjer til að minnast þessa tíma- móta í ævi þessa merka manns. Aðeins skal notað tækifærið til að þakka honum í nafni Skaft- fellinga í báðum sýslum og allra þeirra mörgu ferðamanna, víðsvegar að, sem notið hafa samfylgdar þessa mikla ferða- garps og hispurslausrar gest- risni þeirra Núpsstaðahjóna und anfarna áratugi. Þegar Hannes á Núpsstað varð hálfsjötugur, var hans einkar vel minnst í Tímanum af Páli alþm. Þorsteinssyni og ;þætti úr lífsstarfi hans og ferða lögum er að finna í Vatnajökli dr. Nilsens, í Söguþáttum land- ?póstanna og í 1. bindi af Göngur 'og rjettir. Er þetta ftæsta eðli- ^legt, því margt hefur það gerst |í lífi Núpsstaðabóndans, sem í ‘frásögur er færandi; a.m.k. mun öllum þykja svo nema íHannesi sjálfum, þessum orð- fáa og yfirlætislausa manni, sem fáir munu við fyrstu sýn lætla að væri einn hinn mesti ■ferðamaður okkar tíma í hin- ’um gamla stíl. Hannes á Núpsstað er borinn og barnfæddur á óðali sínu og hefur búið þar allan sinn bú- skap. Á undan honum bjuggu ^þar forfeður hans í móðurætt. Kona hans er Þóranna Þórarins dóttir, ættuð úr Meðallandi; hafa þau eignast 10 börn. Eru þau flest gift og ekki heima nema elstu synirnir, Eyjólfur og Filippus. Núpsstaður er landmikil beit arjörð og mun óvíða á einstök- um bæ þurfa að smala jafnvíð- áttumikil heiðarlönd og fjall- lendi. Það þarf bæði hyggindi og harðfengi til að nota slík landgæði og ærið verkefni er það einum manni að framfleyta svo stórum barnahóp, sem á Núpsstað hefur allst upp. Bónd- inn og heimilisfaðirinn á Núps- stað ætti því sannast skilið góða - grein á merkum tímamótum ævinnar. En Hannes er kunnari fyrir annað heldur en búskapinn á Núpsstað og stóran barnahóp. Hann hefur verið þannig í sveit settur, að mjög hlutu á honum að mæða fylgdir austur yfir Núpsvötn og Skeiðarár- sand. Áuk þess var hann póstur milli Prestsbakka á Síðu og Hornafjarðar og seinna af Síð- unni og austur að Kálfafelli í Suðursveit, en alls mun hann hafa stundað reglulegar póst- ferðir um 30 ára skeið. — Það gefur að skilja, að ekki er það heglum hent að halda uppi reglulegum ferðum árið um kring í allskonar tíðarfari yfir eyðimerkurnar Skeiðarársand og Breiðamerkursand og stór- fljótin, sem um þá falla. En þetta gerði Hannes á Núpsstað alla sína póstferðatíð með þeim ágætum að aldrei varð hann fyrir nokkru slysi eða áfalli í öllum sínum löngu og ströngu ferðalögum. Þetta er ekki á annarra færi en þeirra, sem gæddir eru miklu þreki og miklu áræði. En hvorttveggja dyggði þó skammt, ef ekki væri samfara þessu næmur skilning- ur og meðfædd athugunargáfa, skerpt í skóla langrar lífs- reynslu, æfð við hindranir og erfiðleika langra ferðalaga. Sú gifta, sem fylgt hefur Hannesi á Núpsstað á ferðum hans er þessum hæfileikum hans að þakka. Og þó mun Hannes sjálfur nefna hjer til enn eitt, síðast en ekki síst. Svo segir hann í Söguþáttum landpóst- anna: ,,Og hafi jeg lent í ein- hverju misjöfnu, sem að sönnu hefur nokkrurn sinnum komið fyrir, þá hefi jeg líka verið svo heppinn, að jafnan hefur allt farið vel, þótt hálf illa liti út: En það hefur annar staðið við stýrið og stjórnin hans gefist svo vel og þá var jeg öruggur ætíð oft einmana á lítilli skel“. Ekki þarf að efa það að þessi trú Hannesar á handleiðslu for- sjónarinnar hefur verið honum mikill styrkur og öflug vernd í hættum og torfærum. Þegar bókin „Vestur-Skafta- fellssýsla og íbúar hennar“ kom út, var því spáð, að með brú- unum og bílnuum mundi fækka vatnagörpum Skaftfellinga. Er sú spá fram komin. Þá voru flugvjelarnar ekki komnar til sögunnar, og því var talið, að seint mundi Öræfingum og Fljótshverfingum gleymast í- þróttin, því á þeirra ábyrgð yrði ferðamenn að komast yfir Núpsvötnin og Skeiðará. Samt er nú svo komið, að ferðir eru s.a.s. alveg lagðar niður yfir Skeiðarársand. Síð- ustu austanpóstarnir í Fljóts- hverfi, Björn á Kálfafelli og Hannes á Núpsstað, sitja heima og horfa á flugvjelarnar svífa austur yfir Sand með póstinn og farþegana, sem þeir svo oft skiluðu heilu og höldnu yfir mikið forleiði í áfangastað. — Hlutverki þeirra á þessu sviði virðist vera lokið, og þökk sje þeim fyrir það, af hve mikilli kostgæfni og karlmennsku þeir inntu það af hendi. Þeir eru margir, sem minn- ast Hannesar á Núpsstað á þessum tímamótum. Sveitungar hans og samsýslingar þakka honum hugljúfa viðkynningu og þeir mörgu ferðalangar, sem notið hafa traustrar fylgdar hans og ósvikinnar gestrisni á heimili hans senda honum og Framh. á bls. 12. í DES. S.L. skrifaði Tryggvi Ófeigsson útgm. grein í Mbl. er hann nefndi „Sementsverk- smiðja og tiskimið“, Benti hann þar ljóslega á hve varhugaverð ar þær fyrirætlanir væru, að fara að skafa upp skeljasand af aflasælustu fiskimiðum Faxa- flóa. 1 Grein þessi varð til þess að útvegsmannafjelag Reykjavík- ur, skipstjórafjelagið Aldan, Fiskifjelag íslands. Landsam- band ísl útvegsmanna og út- vegsmanriaf jelag Gerðahrepps tóku þetta mál fyrir á fjelags- fundum og sendu frá sjer ein- dregin mótmæli við skeljasands töku í Faxaflóa. Nú mun hinsvegar svo ástatt, að bygging sementsverksmiðju mun ákveðin á Akranesi og enn fremur ákveðið samkvæmt til- lögum sjerfræðinga að sækja hráefnið til hennar út á fiski- mið í Faxaflóa. Það mun því koma skýrt í ljós að hjer verður við ramman reip að draga, annarsvegar sjerfræðinga stjórnarvaldanna og sennilega fjöida áhugasamra iðnaðarmanna, er sjá þarna framtíðar íyrirtæki, sem koma þurfi sem fyrst til starfa. Hins- vegar þrautreyndir skipstjórn- armenn og útvegsmenn, er sjá fram á hve stórkostlega skaðleg ar afleiðingar slíkur námugröft ur út á fiskimiðum gæti haft í för með sjer ekki aðeins fyrir fiskveiðar í Faxaflóa heldur einnig beint og óbeint fyrir sjáv arútveginn í heild. Dr. Jón Vestdal andmælti aðvörunarorðum Tryggva Ófeigssonar og verður ekki ann að sagt um ritsmíð doktorsins, en að hún væri fram úr hófi óvísindaleg, en merkileg þó vegna þess hve greinilega mátti af henni sjá. hve doktorinn hef ir stungið vitinu rækilega nið- ur í sandinn, og virðist ekkert vita eða vilja vita um Faxaflóa annað en að þar sje skeljasand ur til sementsvinnslu. Hann reiknar að vísu út á spekings- legan hátt; að í heila öld þurfi menn ekkert að óttast um af- drif sandsílisins vegna skelja- sandstökunnnar. En hann forð ast að reikna út hvaða áhrif slíkt jarðrask myndi hafa á bar áttu íslendinga fyrir friðhelgi Faxaflóa á sömu öld. Nú mun það hinsvegar vera líffræðileg staðreynd, að sand- sílið kann einnig dálitið fyrir sjer í reikningi, þó að það noti að sjálfsögðu aðrar formúlur en doktorinn. Reyndir og at- hugulir sjómenn vita, að sand- sílið hefst að jafnaði við á 20 til 25 faðma dýpi og ennþá grynnra á vorin og sumrin og hrygnir aðeins í mjög grunn- um sjó. Það myndi því auðveld lega hafa mjög afdrifarík áhrif ef farið væri að dýpkva ein- mitt á þeim stöðum þar sem það heldur sig mest, þó ekki væri nema um einn eða tvo faðma. Það er einnig kunnugt þeim, sem þurfa eða vilja vita, að sandsílið er okkur sjerstak- lega dýrmætur fiskur, þar sem það er mikill þáttur í fæðu flestra aðalnytjafiska íslend- inga eins og þorsks (einkum; stútungs og stórþyrslings), ýsu,! ufsa, lýsu smálúðu, skótu, skarl Faxaflóo kola og síldar og hefir mikil áhrif á göngur þeirra. Og í Faxa flóa, Breiðafirði og víðar, er sandsílið aðalfæða sumra þess- ara fiska frá því á vorin og langt fram á haust En auk þessa er svo önnur hlið á málinu og ekki síður al- varleg, en það e.* friðun Faxa- flóa. íslendingar hafa um nærfellt hundrað ár hamrað á bví að fá meiri yfiiráðarjett yfir fiski- miðum landsins, en með litlum árangri. í tugi ára hefir það verið efst á baugi hjá okkur, að fá Faxaflóa friðaðan fyrir botn vörpuveiði og hafa vmsir af for ustumönnum þjóðarinnar lagt mikið kapp á að fá því máli framgengt. Á fundi Þjóðabanda lagsins eldra 1928, þar sem dr. juris Björn Þórðarson var mætt ur fyrir íslands hönd, lagði hann sjerstaka áiierslu á hversu nauðsynlegt væri fyrir íslend- inga að fá landhelgina rýmkv- aða. 1929 var haldin ráðstefna í Haag þar sem núverandi for- seti íslands Sveinn Björnsson, þáverandi sendiherra Islands lagði þessi mál fram og nokkr- um árum síðar var haldinn ann ar fundur í London, þar sem Sveinn Björnsson var einnig mættur og með honum Árni Friðriksson fiskifr. til þess að fylgja þessu máli fram. Síðan hefir hvert tækifæri verið notað til þess að bera þessa kröfu fram og mun það nú lengst á veg komið með því að nefnd alþjóða hafrannsókn- arráðsins. sem hefir haft frið- un Faxaflóa til athugunar, hef- ir mælt með því að Faxaflói frá Garðskaga að Malarrifi verði lokaður í tíu ár fvrir botnvörpu og dragnótaveiði í þeim til- gangi að friða mikilvægar upp- eldisstöðvar nytjafiska. Nærfellt árlega hafa sam- bandsþing F. F. S. í., Fiskifje- lag íslands og L. I. U. sent ályktanir þess efnis til Alþingis að unnið yrði að þvi að fá Faxa flóa friðaðan, að landhelgin fengist stækkuð og að íslending ar fengju umráð yfir landgrunn inu. Og Pjetur Ottesen alþm. hefir í nokkur ár borið fram frv. á Alþingi um friðun Faxa- flóa og jafnvel gengið svo langt að vilja banna innlendum skip um botnvörpuVeiði þar. til þess á þann hátt að ranna fyrir út- lendingum, hver hugur fvlgdi máli og hve mikils virði við teldum friðun flóans. Og á s.l. ári var landhelgissamningn- um illræmda er Danir gerðu við Englendinga um íslenska landhelgi 1901 sagt upp, að sjálfsögðu til þess að geta énn betur snúið sjer £)ð því að vinna að rýmkun landhelginnar og þá fyrst og fremst friðun allra fjarða og flóa fyrir rányrkju- veiði. Á öllum ráðstefnxim fiski- fræðinga erlendis á síðustu ár- um hafa fulltrúar okkar Islend inga barist fyrir friðun Faxaflóa sem uppeldisstöðvar fyrir nytja fiska og að því er jeg best veit, hafa erlendir fiskifræðingar stutt þessa kröfu Islendinga við ríkisstjórnir sínar og enda þótt við ramman reip sje að draga þar sem andstaða erlendra hags muna um gullvæg fiskimið er að ræða, mun mega ætla að ekki vanti nema herslumuninn til að þetta nái fram að ganga. Það þarf engum getum að því að leiða hvernig útlendingar myndu líca á svo afkár.aleg vinnubrögð Islendinga, að berj ast fyrir því ár eftir ár með öllum ráðum, að fá Faxaflóa friðaðan íyrir ágangi veiði- skipa, til þess að hnnn gæti not ið sín sem uppeldisstöð fyrir nytjafisk, en ryðjast svo út í flóann mcð uppmoksturstæki til þess að róta upp botninn og sjúga af honum skeljasand sem er þar á takmörkuðu svæði og eiga þó svo að segia heil fjöll af skeljasandi á þurru landi. Allir þeir sem áður hefðu stutt kröfur okkar um friðun flóans, myndu nauðbeygðir að draga sig til baka, vegna svo vitfirringslegrar framkomu okkar, en ávinnineur að öðru leyti yrði sá, að uppskera at- hlægi allra annara manna. Það er að vísu ekki hægt úr því sem komið er, að þegja þessi áform í hel. bví ráðgjaf- ar ríkisvaldsins bafa þegar lýst því yfir og laet eind-'-egið til, að Faxaflói jmði valinn til námu- greftrar fyrir hráefni til sem- J entsverksmiðiunnar. En það er hægt að stöðva slíkt glapræði áður en til framkvæmda kemur en til þess má engum tíma spilla og enaa krafta spara. Væntanleva taka Fiskifjelag Islands, Farmanna- og fiski- mannasamb. íslands og Lands- samband ísl útveffsmanna mál | þetta föstum tðVum og vinna að því sameivinlera að skvn- sámleg lausn féist á því. Það er af flestum vitað að gnægð af skelias.mdi mun vera á ýmsum stöðum vestanlands og víðar, cn ef svo er að sem- entsverksmiðia tfetnr ekki starf að hjer á Islandi á öðrum grund velli, en að sækia h^áefni sitt á víðfrægustu fiskimið landsins, þá á hún alls pu'mrv riett á sjer. Halldór Jónsson. ............ Uppboð Opinbert uppboð verður haldiðj í Lækjarbug við Blesugróf mið- j vikud. 8. þ.m. kl. 11,80 f.h. j Seld verður brún, óskila hryssa j ca. 4ra vetra gömul. Greiðsla j fari fram við hamarshögg. BorgarfógPtinn í Reykjavík. j niHiiiiiiiiiiiiiiniii EINARSSON & ZOEGA Frá Hull M.s. Foldin fermí^ í HuU 3. febnirir. ■iiiniiiii 111111111111 n iiiiiiiiiiiiiiiiiiimtiiiiiiiiiiiiiiniiiim HAINNWívv. USSONfidl. rnálfliitnin gsskrifstofa Tiarnargötu 10. Sími 80090

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.