Morgunblaðið - 31.01.1950, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.01.1950, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ >. Þriðjudagur 31. janúar 1950 *SÉÍ Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Pramkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók, kr. 15.00 utanlands. Kosningaúrslitin KUNN eru nú úrslit bæja- og sveitastjórnakosnínganna á öllum þeim stöðum, þar sem kosið var í fyrradag. Eru þau iiú að vonum aðalumræðuefni manna á meðal og sýnist þar sitt hverjum eins og gengur. Munu úrslitin án efa verða túlkuð í blöðunum á nokkuð mismunandi hátt, en megin- striði málsins liggja svo Ijóst fyrir, að fólk á að geta fengið rjetta mynd af þeirri þróun, sem kosningar þessar sýna, með því að athuga niðurstöðutölurnar og bera þær saman við fyrri kosningar. Framboðin í kauptúnunum eru víða þannig, að erfitt er að átta sig á raunverulegu fylgi flokkanna. í kaupstöðunum 13 hafa aftúr á móti komið fram hreinir flokkslistar nema í Neskaupstað og Húsavík. - Þegar athuguð eru kosningaúrslit í þeim kaupstöðum, þar sem hreinir flokkslistar voru bæði nú og við síðustu bæjarstjórnarkosningar, kemur í ljós, að atkvæðafjölgun Sjálfstæðisflokksins er næstum tvöfalt méiri en allra hinna ílokkanna samanlagt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þannig bætt við sig 3.247 atkv., Framsóknarflokkurinn 1.343, Al- þýðuflokkurinn 162 og kommúnistar 129 atkv. Tvennt er athyglisverðast við þessar kosningar: Annars vegar hinn mikli kosningasigur Sjálfstæðisflokksins í Reykja vík og hins vegar hrakandi fylgi kommúnista. Þeir hafa tapað fulltrúum bæði á Akureyri, Akranesi, Ólafsfirði, Seyð- isfirði og Vestmannaeyjum, og í Reykjavík hefur atkvæðum kommúnista fækkað um rúm 600 síðan í haust. Þessi þróun gefur ánægjulega vísbendingu um það, að augu fólks sjeu að opnast fyrir þeirri hættu, sem þjóðinni stafar af þessari niðurrifsstefnu. Sigur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er einn glæsilegasti kosningasigur, sem flokkurinn hefur unnið. Ailur áróður andstöðuflokkanna beindist að Sjálfstæðisflokknum, og hafa þeir aldrei lagt annað eins kapp á að brjóta á bak aftur áhrif hans í höfuðborginni. En úrslitin urðu á allt annan veg en þrenningin ætlaði og sönnuðu Ijóslega, að reykvískir kjós- endur láta ekki blekkjast. Reykvíkingar hafa því enn einu sinni gefið þjóðinni fordæmi um það, hversu hún eigi að velja sjer samhenta forustu til þess að njóta öruggrar stjórn- ar og raunhæfra umbóta. Um það bil eitt þúsund færri atkvæði voru nú greidd hjer í Reykjavík en í haust í þingkosningunum, en samt fjölgar atkvæðum Sjálfstæðisflokksins um næstum 1400 frá. þeim kosningum. Þá hlaut flokkurinn 45.5 af hundraði allra greiddra atkvæða, en nú 50.8 af hundraði. Er þetta hæsta hlutfallstala, sem flokkurinn hefur fengið í kosningum hjer í Reykjavík síðan 1938. Á þessu tímabili hefur íbúum borg- arinnar fjölgað um næstum 20 þúsund. Er því ljóst, hversu stórfelld fylgisaukningin hefur orðið að vera til þess að ná þessari hlutfallstölu. Þess ber einnig að gæta, að um það bil helmingur fjölgunarinnar er aðflutt utan af landi og eru engar líkur til, að helmingur þess fólks hafi fylgt Sjálfstæðis- flokknum að málum, áður en það flutti til bæjarins. Framsóknarflokkurinn hefur áf þremur mánuðum tapað rúmum fimmta hluta fylgis síns í Reykjavík, eða rúmum 600 atkvæðum. Alþýðuflokkurinn heldur enn áfram að tapa, missti nú til viðbótar við fyrra tap sitt næstum 400 atkvæði og kommúnistar töpuðu rúmum 600 atkvæðum frá í haust. Árás upplausnaraflanna á höfuðvígi Sjálfstæðisstefnunn- ar hefur þannig enn verið hrundið og það á svo eftirminni- legan hátt, að andstæðingarnir munu ekki gleyma því á næst- unni. Sýnilegt er, að margir, sem áður hafa fylgt andstöðu- flokkunum að málum, hafa nú skipað sjer undir merki Sjálf- stæðisflokksins til þess að bjarga bæ sínum frá glundroða og stjórnleysi. Stærri hópur borgaranna en nokkru sinni fyrr hefur nú tekið höndum saman um að halda áfram í r.nda frelsis og framtaks þeim stórfelldu umbótum á öllum sviðum, sem hjer hafa orðið síðustu árin. 'Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki bregðast því trausti, sem írieiri hluti íbúa höfuðborgarinnar og þúsundir kjósenda í öðrum kaupstöðum og kauptúnum landsins hafa sýnt honum við þessar kosningar. \Jibverji álrifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Sigur Reykjavíkur ÞAÐ var ljett yfir flestum bæj- arbúa í gærmorgun, eftir að úr- slit bæjarstjórnarkosninganna urðu kunn. Jafnvel margir, sem vegna frændsemi, kunningsskap ar, eða flokksbanda, kusu með minnihlutaflokkunm í bæjar- stjórninni, glöddust í hjarta sínu yfir úrslitunum, sem tryggja höfuðstaðnum öru^ga og trausta stjórn næstu fjögur árin. Urslit bæjarstjórnarkosning- anna hjer í Reykjavík eru mik- ill flokkslegur sigur fyrir Sjálf stæðisflokkinn, en fyrst og fremst sigur Reykjavíkur. Rólegur kosninga- dagur í FYRSTA skifti var bænum skift niður í kjörsvæði og kos- ið í þremur barnaskólum. Virð- ist þetta fyrirkomulag hafa gef ist vel og á eftir að gefast enn betur í framtíðinni, þegar menn eru orðnir því vanir og rugling ur kemur ekki til greina á því hvar menn eigi að greiða at- kvæði. * Þegar kosið var í Miðbæjar- barnaskólanum einum (og Iðn- skólanum, rjett þar hjá), varð umferðin of tafsöm í mið- bænum. Kosningadagurinn á sunnu- daginn varð því miklu rólegri, en áður hefir verið. • „Forsjónin er með okkur“ í ILLVIÐRINU á laugardags- kvöld voru menn áhyggjufullir og þóttust sjá fyrir, að mjög myndi draga úr kjörsókn, ef veður yrði jafnslæmt á sunnu- dag. En þegar bæjarbúar vöknuðu á sunnudagsmorgun var kom- ið besta veður, kyrrt og heið- ríkt og hiti um frostmark. Fyrsti maðurinn, sem jeg hitti á sunnudagsmorguninn, gamall og gegn Vesturbæingur, sagði við mig: „Forsjónin er okkur hliðholl í dag, Reykvíkingum“. Tilgangslitlar blekkingar ÚRSLITIN í bæjarstjórnarkosn ingunum sýna og sanna, að blekkingar og rangfærslur eru ekki sigurvænlegar í kosning- um, þegar þroskaðir og hugs- andi kjósendur eiga í hlut. Andstöðuflokkar Sjálfstæðis- flokksins spöruðu ekki stór orð, blekkingar og rangfærslur. En þær aðferðir dugðu þeim ekki, vegna þess, að fólkið þekkti staðreyndirnar og ljet ekki blekkjast. Nú verða þessir menn að kok gleypa stóru orðunum og munu flestir á einu máli, um að þeim sje það mátulegt. • Hátíðisdagur í AUGUM margra Reykvíkinga var dagurinn í gær hátíðisdag- ur Bænum hefir verið forðað frá glundroðastiórn og upplausn Hrossakaup milli smáflokka og glundroði, sem eyðileggur hag hvers bæjarfjelags, sem er svo ólánsamt, að hafa bæjarstjórn, þar sem hver höndin er upp á móti annari, þurfa Reykvíking- ar ekki að óttast. Að minnsta kosti einn maður í bænum leit svo á, að ástæða væri til að draga flaggið að hún og gerði það strax í gærmorg- un. Fleiri hafa ef til vill gert það er á daginn leið, enda full ástæða til þess. „Islendingar unnu“ KUNNINGI minn sat við síma í gærmorgun, sem margir hringdu í til að spyrja um kosn ingaúrslitin. Það var mikicS að gera, því allir vildu vita, hvernig hefði farið. „Hver vann kosningarnar", spurði rödd í símanum. ,.íslendingar“, var svarið. Og það er mikið til í því. Of margir sitja heima KOSNINGIN á sunnudaginn var ekki eins vel sótt og æski- legt hefði verið. — Að vísu er .að svo, að kjörskrár gefa ekki alltaf rjetta mynd af hinum raunverulega kjósendaf jölda. Ovíða eru kiörskrár þó ná- kvæmari en hjer í Reykiavík og manntalsskrifstofan hefir unnið þrekvirki, að gera kjör- skrá eftir þremur kjörsvæðum á tiltölulega stuttum tíma En það er ekki hægt að fyrir byggja, að á kjörskrá sjeu nöfn manna, sem eru nýlátnir og nokkurra, sem ekki hafa náð kosningaaldri, vanta nokkra daga eða vikur upp á aldurinn. Loks eru margir veikir og eiga ekki heimangengt, eða liggja í sjúkrahúsum. En það sitja of margir heima við almennar kosningar. Menn ættu að hafa meiri áhuga fyrir bæjar- og landsmálum. Og skoða það, sem skyldu sína að greiða atkvæði. • Til hamingju með daginn - JÁ, nú er kosningabaráttunni lokið. Reykjavík hefir fengið örugga stjórn fyrir næstu fjög- ur ár. í gærmorgun voru margir svo ánægðir með úrslitin, að þeir heilsuðust með heillaóska- kveðjunni: Til hamingju með daginn. ■imniiiiiiif imiu imimimmn MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . niiiiiiiiiiniiiiiiiininiiiiiiiimiimninnii Aætlanir Auslurríkismanna um aukna iðnaðarframleiðslu Eftir Trudi Lessing, frjettamann Reuters VÍN: — Austurríkisstjórn hefir nú farið fram á 2 millj. schill- inga framlag frá viðreisnar- hjálp Evrópu (ERP), er nota skal sem „tæknilega aðstoð" til að efla þá viðleitni, sem nú er mjög einlæg, en það er að auka framleiðsluna. • • MINNI FRAM- LEIÐSLA, FLEIRI VERKAMENN ÞESSA framleiðsluaukning telja allir þjóhagfræðingar í Austurríki ákafl. veigamikla í efnahagsþróun landsins Hyggja hana jafnvel óhjákvæmilega ef þjóðiri á að vera sjálfri sjer nóg 1952, er Marshallaðstoð- inni lýkur. Heildarframleiðslan er minni nú en 1937, þótt verkamönnum hafi nær því fjölgað um þriðj- ung síðan þá. Samt jókst fram- leiðslan um 29 af hundraði frá því í janúar 1949 og þar til í 31. sept. sama ár. Framleiðsl- an var þá 85% þes.s, sem hún var 1937. Þessi aukning átti aðallega rætur sínar að rekja til bætts vjelakosts, sem feng- ist hafði fyrir Marshallaðstoð, áukins hráefnis og meiri raf- orku en fyrr. MIKIL AUKNING NAUÐSYNLEG ÞANNIG hefir fjöldi þeirra verksmiðja, sem nýttu minna en helming afkastaget- unnar, minnkað um 12 af hundraði fyrstu 9 mánuði árs- ins 1949. Heildar iðnaðarfram- leiðslan verður að vaxa um minnsta kosti 15% frá því, sem hún var 1937, ef þjóðin á ekki að lenda í vandræðum 1952, er Marshallaðstoðinni lýkur. • • SJERFRÆÐINGAR FRÁ BANDARÍKJ- UM ÞESSARI framleiðsluaukningu hyggst ríkisstjórnin að ná með því að ráða sjerfræðinga í sína þjónustu, sem eiga að vinna að því fyrst og fremst að hleypa verkamönnunum kappi í kinn. Þessir sjerfræðingar, sem verða þjálfaðir í Bandaríkjunum og í bandarískum verksmiðjum, munu hefja herför, er standa mun a m. k. hálft þriðja ár. Fyrsta skrefið hefir þegar verið tekið í þessa átt í til- raunaskyni í 6 stærstu verk- smiðjum landsins. • • RÍÐUR Á SAM- VINNU VIÐ VERKAMENN YFIRSTJÓRN Marshallhjálpar innar í Áusturrvki sá frarri á erfiðleika, sem aridstaða verka- lýðsfjelaganna kann að skapa. Sú áætlun, er stjórnin hefir á prjónunum stenst því aðeins, að. náin samvinna takist við verkalýðsfjelögin. en í maí 1949 komu þau í veg fyrir, að upp væri tekin samskonar áætlun og enn munu þau verða þung á bárunni. • • SLAGORÐ KOMMÚNISTA SUMIR óttast, að áætlunin um framleiðsluaukninguna kunni að vera vatn á myllu kommún- ista og veikja að sama skapi í- tök jafnaðarmanna í verkalýðs- hreyfingunni. Slagorð eins og „þrælavinna“ og „bandarískt hugarfar“ eru þeim töm í munni og raunar til þess fallin að telja verkalýðnum trú um að leiðtogar hans sjeu „erindrekar auðjöfranna í Wall-treet“. Á hitt er svo að líta, að bilið milli út- og innflutnings verð- ur ekki brúað, ef afköst hvers einstaklings hafa ekki verulega aukist 1952. Þannig kæmist efnahagurinn á kaldan klaka og kynni þá að koma til atvinnu- leysis og mikils skorts matvæla og neysluyara annarra. • • VELJA SKYNSAM- LEGRI KOSTINN ÞAÐ er annaðhvort áð hrökkva eða stökkva fýtir verkalýðsleið Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.