Morgunblaðið - 31.01.1950, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.01.1950, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 31. janúar 1950 Sameinaðar fíjóðir geta gert 1950 dásamlegf framfaraár Nýársávarp Davids A. Morse framkvæmda- sfjéra Alþjóðavinnumálasfofnunarinnar Frá f jelagsmálaráðuneyt- inu. ALÞJÓÐAVINNUMÁLA- STOFNUNIN er nú að hefja f jórða áratuginn í starfsferli sín um og vinnur á víðtækari grundvelli en nokkru sinni fyrr aS markmiði því, sem henni var sett í upphafi, en það er í stuttu máli, að vinna að f jelagslegu rjettlæti og bætt- um kjörum almermings um heim allan. Þetta telur hún traustasta hornstein varanlegs heimsfriðar. Núverandi framkvæmda- stjóri stofnunarinnar er David A. Morse, en hann tók við því starfi síðla árs 1948 af Edward Phelan, sem þá ljet af störfum fyrir aldurs sakir. David A. Morse var áður vara-verkamála ráðherra Bandaríkjanna og gat sjer góðan orðstír í þeirri stöðu. Undir forustu þessa nýja framkvæmdastjóra hefir stofn- unin lagt mikla áherslu á það, að aðstoða þau lönd, sem stutt eru á veg komin í þróun fje- lagsmála, við að koma á hjá sjer fjelagslegum umbótum með lagasetningu og á annan hátt. í þessu skyni sendir stofnunin sjerfræðinga sína til landa þeirra, sem þess óska og eru þeir hlutaðeigandi ríkistjórn- um til ráðuneytis og aðstoðar með sjerþekkingu sinni og reynslu. Um síðastliðin áramót kom út sjerstakt eintak af frjetta- blaði Alþjóðavinnumálastofnun arinnar (ILO News), með nýárs ávarpi frá framkvæmdastjóran- um. Var það birt þar á 16 tungu málum. Rjett þykir að ávarp þetta komi fyrir sjónir íslenskra lesenda og fer það hjer á eftir á íslensku: — 1950 — Ekkert ár í sögunni hefir byrjað með jafn miklum mögu- leikum fyrir góðviljaða menn og konur en hið nýja ár, 1950. Aldrei fyrr hafa menn í öll- um hlutum heims verið jafn nálægir hverjir öðrum eða vitað jafn gjörla um ótta og þarfir hverra annarra. Aldrei fyrr hafa einstakling- ar og ríkisstjórnir haft yfir jafn miklum auðæfum að ráða til myndunar nýrra verðmæta. Aldrei fyrr hefir blaðaútgáfa, útvarp, háskólar og aðrir skól- ar haft jafn mikla þýðingu. Aldrei fyrr hefir mannkynið haft jafn mikla orku nje jafn mikið af vjelum til umráða. Þrátt fyrir þetta hefir ekk- ert ár í sögu mannkynsins haf- ist á erfiðari eða hættulegri tímum. Mikill hluti þeirrar orku og þeirra vjela, sem nauðsynlegar eru til þess að binda endi á ótta og skort i þeim hlutum heims, sem styttra eru komnir á þró- unarbrautinni, er í þess stað notað til að skapa nýjan ótta og þar með óþarfan skort. Það skeður allt, of oft, að menntun og almenningsálit er notað til þess að útbreiða ótta í stað þess að eyða honum. Miklum verðmætum mann- legrar reynslu og hæfni, fjár- magni og vjelum er hrúgað upp innan gerfimúra, sem byggjast á efnahagslegu öryggisleysi og þjóðernisstefnu. Alþjóðavinnumálastofnunin, sem ekki er eimmgis ramband ríkisstjórna, heldur og verka- manna og vinnuveitenda í sex- tíu ríkjum, vill af alhug hjálpa konum og körlum allra þjóða til að gera að veruleika drauma þeirra um frið, sem byggður sje á öruggum grundvelli vel- megunar og fjelagslegs rjett- lætis. En varanlegum árangri getum vjer ekki náð á þessu sviði nema með fullum stuðn- ingi þessara sömmu karla og kvenna. ^ í nafni þeirra verkamanna, vinnuveitenda og ríkisstjórna, sem jeg er fulltrúi fyrir, beini jeg þeirri eindregnu áskorun til yðar, að gera allt, sem í yðar valdi stendur til þess að tryggja það, að tækrrileg þekking og f jármagn verði látið þeim lönd- um í tje, sem þarfnast þess mest. Jeg bið yður að skilja og styrkja þær athafnir, sem gerð- ar eru á alþjóðlegum grundvelli til þess að bæta kjör manna á sviði fjárhags- og fjelagsmála í öllum löndum. Sameinaðar geta þjóðir og ríki þessa heims gert árið 1950 dásamlegt framfaraár. Sundraðar geta þær gert það að dimmu ári ógna og örvænt- ingar. Sá styrkur og það traust, sem býr í hjarta einstaklings getur, ef það fyrirfinnst hjá nægilega mörgum, skapað það, sem jeg vona að oss öllum hlotnist: „Bjart og hamingjuríkt nýtt | Löguð I fínpússning 1 sei.d gegn póstkröfu um land | allx. — Sýnishorn í flestum : kaupfjelögum. FINPÚSSNINGSGERÐIN 5 Reykjavík — Sími 6909 «M((IIM*fMa((lltlllit»lfll l<l(ll(((((ll((((IMII(W(((llll(ll(li : I SÖLLBtiÐ. VIÐGEP.ÐIR, VOGIR : I Reykjavík og nágrenni lénuxn I við sjálfvírkar bi’ðarvogir a | meðan á viðgerð stendur. | Hverfisgötu 49. Sími 81370. 1 Ólafur Gíslcfon & Co. h.f. 2 aiiiiiiiimMiiiimtiiiiiiiiMiiiiimiiMiiHiii iimmmiii Viðgerðir á allskonar skrifstofuvjelum. - Sækjum — Sendum. RITREIKNIVELAR Tjamargötu 11. Simi 7380. Af sjónarhóli sveitamanns í ÁVARPI sínu frá Bessastöð- um 1. jan. til þjóðarinnar ræddi forsetinn eiginlega aðeins eirm þátt í atvinnulífi okkar íslend- inga — landbúnaðinn. Og það mun óhætt að fullyrða, að það voru sanpkölluð gleðitíðindi fyr ir bændur og annað sveitafólk að heyra, hvert viðhorf forset- ans var til þessa atvinnuvegar þeirra. Og eitt er vist, að eftir því var tekið, semdiann sagði. ÞAÐ er ekki þar fyrir, að sveitafólk eða öðrum hlustend- um opinberaðist neinn nýr sann leikur í ræðu f orsetans. En hann vakti athygli á ýmsum stað- reyndum um mikilvægi land- búnaðarins bæði í atvinnulegu og menningarlegu tilliti, sem jafnvel sveitafólkinu sjálfu — hvað þá heldur öðrum horgur- um í landinu mun ekki hafa verið svo ljósar sem skyldi. Og það er vissulega mikill siðferði- legur styrkur fyrir alla þá, sem landbúnað stunda í einangran og fólksflótta sveitanna, að heyra það hve atvinna þeirra er vel metinn af þjóðhöfðingja landsins, sem hlutlaust og nleypidómalaust getur litið á hag og störf allra landsins barna. En enginn heiðarlegur maður getur notið þeirrar á- nægju, sem er heilbrigðust og hollust —- starfsgleðinnar,-nema hann sje viss um að starf hans hafi þjóðnýta þýðingu, að hann sje að vinna ekki einungis fyrir eigin hag — til að framfleyta sjer og sínum, heldur sje vinna hans gott og gilt búsílag á sjálfu þjóðarheimilinu. —o—■ í RÆÐU sinni á nýársdag Ijet forsetinn í ljós þá skoðun sína, að mikilvægi landbúnaðarins í þjóðlífi íslendinga væri svo mikið að aldrei myndi þjóðin bíða þess bætur ef hún van- lækti þennan atvinnuveg, og að höfuðskylda hennar nú væri að efla hann og styrkja og að höf- uðnauðsyn hennar til að taka efnalegum og andlegum fram- förum væri sú að hjer þrifist heilbrigður landbúnaður, holl sveitamenning. Þessi skoðun er eflaust rjett, og eftirtektarverð voru ýms dæmi sem forsetinn færði fram til stuðnings henni. Fáir hefðu t. d. haldið að Eng- lendingar — námuþjóðin — iðn aðarþjóðin — verslunarþjóðin — siglingaþjóðin — hún hefði meiri framfærslu af landbún- aði heldur en nokkurri þessara nefndu atvinnugreina. Og það er líka með öllu óvíst, hvort Bretar væru slík öndvegisþjóð frelsis og mannrjettinda, ef mikill meiri hluti þeirra væru fölir námumenn og blóðlitlar búðarlokur, — ef þeir ekki fengju sífelt nýtt blóð af heil- brigðum lindum sveitanna. —o— DÓMUR sögunnar, reynsla þjóð anna í stríði og friði, ætti fyrir löngu að vera búin að sanna mikilvægi landbúnaðarins, hver lífsnauðsyn það er hverri þjóð að nytja land sitt vel, nærast af ávöxtum þess, samtengjast náttúru þess með því að búa í sveitinni. Ef þetta er vanrækt getur ekkert bætt upp það tjón, sem þjóðin bíður bæði á líkarrtá sínum og sál sinni. Þess vegna er sveitafólk hvers lands í hópi þess þörfustu þegna. Jeg efast i>m að íslensku sveitafólki sje þetta eins ljóst og skyldi.' Fólks- straumurinn til kaupstaðanna sýnir að vísu flótta frá einangr- un og fámenni og erfiðri vinnu til lífsþægindanna og skemmt- ananna. En hann ber líka vott um vanmat fólksins á gildi bú- skapar og sveitalífs. Og margir: af þeim, sem búa í sveitunum ern allt.of haldnir af vantrá.á starf sitt, efa unr gildi. þess fyrir þjóðarheildma. ÞETTA á sjer sínar orsakir. — Þegar farið var að veita inn- lendu og erlendu f jármagni svcr nokkru nam inn í atvinnulíf landsmanna var þvi beint þang- að sem það gaf bestan og fljót- astan arð — í Stórútgerðina: Landbúnaðurinn varð afskipt- ur bæðí um f jármagn og vinnu- afl. Þegar sjeð varð að hann mundi dragast aftur úr, svo að við svo búið mátti ekki standa var styrkja-pólitíkin tekin upp. Hún var að vissu leyti rjettlæt- anleg eins og komið var, en hún hlaut þó óhjákvæmilega að hafa það í för með sjer að sveita- fólkið fór að efast um að at- vinnuvegur þess gæti staðið á eigin fótum og lagt fram úr eigin vasa nauðsynlegt fje til að standa undir lánum fyrir ræktún, byggingum, vjelakaup um og öðrum framkvæmdum í nútímalandbúnaði. Ef afurða- verðið hefði verið það hátt, af- rakstur búanna það mikill á hvei’jum tíma, að hrokkið hefði til þessa, hefði það eflt sjálf- stæði stjettarinnar og styrkt trú hennar á mikla framfaramögu- leika í sveitum landsins^ —o— SÍÐAN 1942 hefur afurðaverð- ið verið langtum hagstæðara fyrir bændur heldur en nokkru sinni fyrir þann tíma. Þessi hag stæðu kjör sveitamanna hafa að vísu ekki orkað að stöðva fólksflóttann úr sveitunum, af þeirri einföldu ástæðu, að á sama tíma hefur hagur kaup- staðabúa verið betri en nokkru sinni áður og þar vill nú fólkið heldur vera. En hitt er óhætt að fullyrða, að með vaxandi tekjum hafa verið örari fram kvæmdir hjá landbúnaðinum heldur en áður í sögu hans og jafnframt hefur bændastjett landsins vaxið að sjálfstrausti og sannfærst betur en áður um gildi atvinnuvegar síns fyrii* þjóðarbúið. Þess vegna hygg jeg að íslensk bændastjett hafi ekki nú um langan aldur verið framfarasinnaðri og bjartsýnni en um þessi áramót. 1 . - ’» OG HENNI ér vissiilega 'óhætt áð vera það. Sveitafólkinu erú altaf að öpnast rtýir og * bétíi mögúléikartir farsælla og Heij- brigðara lífs, ög auðlindir og kostir landsins að opinberast þvii ríkara mæli. Gæfa þjóðar- innar er undir því komin' frek- ar heldur en flestu öðru - að nægilega margir landsmenn komi auga á.þessa möguleika og noti þá. Og líklega er það rjetti, sem hinn bjartsýni baráttumað^ ur sveitanna Jón á Laxamýri segir í ísafold 8. nóv.' s.l; að taka eigi þá stefnu að koma þjóðinni í skilning um að henni sje lífsnauðsyn, að helmingur þjóðarinnar búi í sveitum og stundi landbúnað. — Svo hátt hugsa að vísu ekki nema hug- sjónamenn sveitanna, en það eru nú einmitt þeir, sem við þurfum, menn sem efast aldrei um það eitt augnablik að hjer á landi á sveitalíf og landbún- aður sjer glæsilega framtíð — menn sem eru sannfærðir um að landbúnaðurinn er grunnur undir efnalegu sjálfstæði ís- lensku þjóðarinnar og andlegri menningu hennar, og lifa eftir þeirri sannfæringu sinni. —o;—• NÚ UM þessi áramót — þegar öldin er Svo til hálfnuð, verður mörgum áreiðanlega hugsað tíl aldamótaljóðanna og þeirra hug sjóna sem skáldin áttú þegai’ þau á morgni aldarinnar skygndust inn í framtíðina. Það væri sjálfsagt hollt hverjum ís- lendingi til sjávar og sveita að lesau þessi ljóð á síðasta ári fyrra helmings aldarinnar. — Samt skal ekki vitnað í þau hjer, en mjer þykir ekki óvið- eigandi að enda þetta rabb sveitamannsins um áramótin á erindi eftir fyrv. landbúnaðar- ráðh. Bj. Ásg., sem er svona: Víg þig hjer í verki vorri gróðurmold. Hef þú hennar merki hátt á móðurfold. Hjer helgur staður, hjer, sem lífið grær, íslands æskumaður, íslands frjálsa mær. Árshátíð Eskifirðinga og Reyðfirðinga verður haldin í Tjarnarkaffi föstudag, 3. febrúar og hefst með borðhaldi kl. 18,30. Aðgöngumiðar verða seldir á miðvikudag frá kl. 15 —19 í Tjarnarkaffi. Samkvæmisklæðnaður ekki áskilinn. Nefndin. Nemendssambsnd Kcnnaraskólans ! heldur kynningarkvöld i Listamannaskálanum sunnudag- : inn 5. febrúar klukkan 9. e. h’ Z STUTTAR RÆÐUR OG ÁVÖRP ■ Fimm ungar stúlkur syngja. Kennaraskólakórinn syngur. ; m Aðgöngumiðar eru seldir í barnaskólunum í Reykjavík : og í Listamannaskálanum, laugard. og sunnudag kl. 5—7. [ Verð 15 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.