Morgunblaðið - 31.01.1950, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.01.1950, Blaðsíða 5
‘ Þriðjudagur 31. janúar 1950 MORGUNBLAÐIÐ :> í Svíþjóð hefir kaup- og verðfesting gefist vel Eftir Thomas Harris, frjettamann Reuters. STOKKHÓLMI. — Sænska sós íalistastjórnin, verkalýðsfjelög- in og vinnuveitendafjelögin hafa sæst á þá lausn vandamál- anna, sem gera mun árið 1950 gott og friðsælt. Þessir aðilar hafa setið á rökstólum mánuð- um saman og sæst á ráðstafan- jr til að halda kaupgjaldi og verðlagi óbrevttu. Þannig hyggj ast þeir færa þjóð sinni þá hag sæld, sem var fyrir styrjöldina. Festing kaupgjalds og verðlags. Verkalýðssambandið hefir fallist á, að kaupgjald verði lög fest allt þetta ár að því tilskildu að verðlagi sje og haldið niðri. Verkalýðsfjelögin, sem eru í verkalýðssambandinu, hafa hvert á fætur öðru aðhyllst þessa stefnu. Samband skrif- stofumanna (fastlaunamanna) hefir gert svipaða ályktun. Loks er vinnuveitendasam- bandið ásátt um þessa stefnu. Þó að einkennilegt kunni að virðast, hafa sumir verka- mannanna verið þessara þriggja aðila tregastir til að samþykkja kaupfestinguna. Ýmsir verka- mannanna hjeldu því fram að foest væri. uð allir hefði óbundn ar hendur, þannig að hver og einn gæti keppst eftir sem best um kjörum. jafnvel þótt það kynni að enda með verðbólgu. Verkamenn hafa sagt sem svo, að svo kynni að fara, að stjórn- inni reyndist ókleift að efna sinn hluta samninganna og verð iag hækkaði. Ef svo færi, eru þeir uggandi um sinn hag, þar sem laun þeirra eru fest. Verkalýðssambandið og vinnu veitendurnir hafa afráðið, að laun skuli hækka um 10 aura til jafnaðar á klukkustund, ef vísitalan fer yfir 169 stig. Ef atvinnurekendunum sýnist þeir hafi ekki bolmagn til að greiða þessi laun, þá hefjast nýjar samningsumleitanir með þeim og verkalýðsfjelögunum. Vísi- talan er nú 167 stig, svo að þarna er mjótt á mununum. Hafa enda blöð íhaldsmanna, í'rjálslynda og óháðra varað stjórnina við öllum gönuskeið- um og bent henni á að hún verði að vera varkár til að kom ast hjá verðbólgunni. Enn hefir samband fastlauna manna ekki samið um, hvernig f jelögum þess verði bættur skað ínn, ef vísitálan kemst yfir 169 stig. Skrifstofustarfsmenn hafa fengið minnst allra af launa- hækkununum í stríðinu og eft ir það. Frjáls ínnflutningur. f verkalýðssambanúinu og starfsmannasambandinu eru nálægt 1.500,000 manns eða um fjórðungur sænsku þjóðarinn- ar. Það er því Ijóst, að stjórn hægfara sósíalista í Svíþjóð get ur horft björtum augum til þessa árs, þar sem þessir aðil- &r báðir styðja stefnu hennar um festingu kaupgjaldsins. Þessarar bjartsýni verður og sumstaðar vart. Svíþjóð er að- lli að samkomulagi, sem náðist Samkomulag vinnu- veitenda og verkþega í efnahagssamvinnustofnun Ev- rópu í París um að gefa frjálsan helming innflutningsins frá Marshalllöndunum nema Belgíu, Sviss og V.-Þýskalandi. En Svíþjóð hefir gert betur og gefið 60% þessa innflutnings frjálsan. Nú hefir stjórnin á prjónunum ráðagerðir um að gefa allan inr.futnings frá Mars halllöndunum frjálsan eftir 1. júlí. Sjerfræðingum í verslunar ráðuneytinu telst svo til, að land ið standist við að auka innflutn ing frá þessum löndum um 1.000,000,000 króna En stjórn- in telur, að hámarksinnflutning ur Marshalllandanna hjeðan mundi verða minni en allt það vörumagn, sem þau eru fær um að selja Svíþjóð. Bætir viðskipta- jöfnuðinn. Á hinn bóginn verður stjórn- in að ganga úr skugga um, að landið geti aflað sjer nægra gjaldeyristekna með útflutn- ingi sínum til að greiða þessa væntanlegu innflutningsaukn- ingu. Til þess að svo geti orðið verður framleiðslan að vaxa, en stjórnin vonar einmitt, að samn ingarnir um kaupfestingu og verðlags muni stuðla að því. Sams konar samningar voru í gildi í fyrra og gáfust vel. Þeir gerðu* Svíþjóð ekki einungis kleift að binda endi á óhag- stæðan verslunarjöfnuð, heldur var meira að segja flutt meira út en inn. Verðmæti jnnfluttr ar vöru var nálægt 160,000,000 sænskra króna fram yfir út- flutninginn. En tekjur af versl- unarflotanum urðu um 500,000, 000 kr. í erlendum gjaldeyri, svo að verslunariöfnuðurinn var hagstæður um 340,0000,00 kr., vegna þessa .ósýnilega“ út flutnings. Gjaldeyrisforði lands ins jókst -um rúmlega 500,000, 000 króna í fyrra, en minnkaði um 120 000.000 króna arið 1948 Þjóðartekjurnar jukust um rúmlega 500.000 000 króna. Allar iðngreinar juku afköst sín nema trjákvoðu- og pappírs iðnaðurinn. Framleiðsla þeirra greina minnkaði. þar eð meira timbur var selt óunnið úr landi. Timburútflutningurinn jókst um 100,000,000 króna í fvrra j en alls jóks útflutningur Svía um 200,000 000 krcna það ár. Enn má gera ráð fyrir vexti í flestum greinum á þessu ári. Afnám haftanna veldur hrá- efnaaukningu har.da útflutn-, ingsiðnaðinum, sem mjög var hart leikinn vegna skorts fyrst eftir stríðið. Hagkvæm innkaup. Sú, áætlun að gefa allan inn- flutnings frá Marshalllöndun- um frjálsan, leiðir til þess, að innflytjendurnir geta keypt vörur sínar þar sem markaðs- verð er lægst í stað þess að kaupa þær, þar sem þeim er skipað og þá oft við hærra verði Þetta ætti að vera stjórninni stoð, er hún forðast hækkun vísitölunnar. Hins vegar telja skipaeigend ur, að þeir muni ekki hafa eins miklar tekjur og í fyrra. Kem- ur þar einkum til vaxandi sam keppni Þjóðverja. Aðrir fje- sýslumenn segja sem svo, að þarna sje ekki nema um venju- lega varkárni og svartsýni í hópi skipaeigenda að ræða. Telja þeir, að hagnaðurinn geti eins orðið 500,000,000 á þessu ári og í fyrra. Bandaríkjasniðið ekki í liávegum. Allt að einu er þessi vaxandi hagsæld Svíþjóðar ekki alger. Dollaravandamálið er óleyst, enda þótt Marshallhjálpin hafi gert það ljettbærara. Vandamenn stjórr.arinnar sjá ekki fram á verulega útflutn- ingsaukningu til Norður- eða Suður-Ameríku á þessu ári. Dollaratekjurnar verða þá engu meiri en 1949. Þetta orkar svo á daglegt líf manna, að þeir eru ekki eins miklir Banda- ríkjasinnar og þeir voru. Til að mynda eru þeir hættir við hina löngu og lágu vagna með straumlínusniðinu. Þeir taka þess í stað upp evrópskar gerð- ir, sem mjög gott orð fer af hjer í landi, vegna endingar og traustleika. Iðnrekendur eru nú að venjast á að kaupa stórar orkuvjelar frá Bretlandi og meg inlandinu í stað þess, að þau viðskipti áttu þeir við Banda- ríkin 1945 og 1946. Húsmóður- inni einni er ekki unnt að laga sig eftir dollaraskorti lands síns. Kaffi. sem er þjóðardrykk ur og öll fjölskyldan gengur eftir, verður aðeins kevpt við dölum. Samt hafa indverskar tegundir verið reyndar, en þær fást fyrir pund. Og stjórnin hef ir svo sem ekki verið að ljetta undir með húsfreyjunni, því að hún hefir dregið úr skammtin- um, svo að hann er nú ekki nema hálfpund á sex vikna fresti eða rjett svo, að hægt er að renna á könnuna einu sinni á dag' En það er þó ein stjett, sem hyggur gott til þessa árs. Hvað sem kaup- og verðfestingti líð- ur, þá hefir prestastjettinni, sem löngum hefir borið skarð- an hlut frá borði/ lánast að telja stjórnina á aukið framlag til launagreiðslna, sem nemur 10,000,000 króna á ári. Þingið hefir þó lokaorðið um það mál. | S.l. föstudag tapaðist brúnf seðiaveski mað peningum, fjelagsskirteini, skömmtunarseðlum o. fl. sennil. inn hj V Ási eða frá Ingólfsstr. að Amtmannsstig. Fir.nandi yin saml. skili þvi í brauðgerð Mjólk ursamsoiunnar, Laugaveg 162 eða í sima 7485,kl. 12—1. aiiitiitiiiiiiitimiiiuiiiimvtiiiitiiiiiitiiitiiiiiiiiiimitiiii Hesfðmannafjelögin í landinu. sfofnð meS sjer samfök i Alisherjar hesfamannadagur á bingvölíum. STOFNAÐ hefur verið Landssamband hestamgnna. —- M. nu standa að sambandi þessu öll þau hestamannafjelög sem nú eru starfandi hjer á landi. Á stofnfundinum var að lok ; m ákveðið að hestamannamót skyldi háð á Þingvöllum á surari. komanda, ef fært þætti. Stofnfundur Landssambands-*1 ins var haldinn dagana 18. og 19. des. síðastl. Voru þar mætt- ir um 20 fulltrúar hestamanna- fjelaganna sem að stofnun Landssambandsins standa. Sjerstök undirbúningsnefnd hafði starfað og undirbúið stofn fund þenna. Var Gunnar Bjarna son ráðunautur formaður henn- ar, og í upphafi fundarins bauð hann fulltrúa velkomna og skýrði síðan frá aðdraganda að stofnun Landssambandsins. Á þessum fundi voru sett lög fyrir sambandið, en um tilgang þess segir m. a. svo: Markmið sambandsins er að vinna að bættri meðferð hésta, sjerræktun íslensks reiðhesta- kyns og framgangi reiðhesta- íþrótta. Þessu markmiði vill sambandið ná meðal annars með því: a) að samræma starfsemi hesta mannafjelaganna þannig, að þau vinni öll sameiginlega að framgangi þeirra mála, er lög þessi og reglugerðir ákveða, svo og samþykktir þær, sem löglega verða gerð- ar á aðalfundum sambands- ins, er nefndir verða Árs- þing hestamannaf jelaga. b) að beita sjer fyrir því, að hreinræktað verði í landinu sjerstakt valið reiðhestakyn, er búið sje öllum þeim bestu reiðhestakostum, sem til eru í íslenska hestakyninu. Þessir menn hlutu kosningu í fyrstu stjórn Landssambands hestamanna: Formaður, H. J. Hólmjárn, forstj., Reykjavík. Ritari, Ari Guðmundsson, verkstj., Borg- arnesi. Gjaldkeri, Pálmi Jóns- son, bókari, Reykjavík. Með- stjórnendur, Hermann Þórarins son, Blönduósi og Steinþór Gestsson, Hæli. Endurskoðend- ur, Lúðvík C. Magnússon skrif- stofustjóri og Sólm. Einarsson, Reykjavík. Hjer á eftir fara nöfn þeirra manna, er sátu stofnfundinn sem fulltrúar hinna ýmsu hestamannafjelaga: Þorlákur Björnsson bóndi í Eyjarhólum, frá fjel. Sindra, Vestur Skaftafellssýslu. Ólafur Jónsson frá Austvaðsholti, frá fjel. Geysir Rangárvallasýslu. Steinþór Gestsson bóndi Hæli, frá fjel. Smári, Hreppum, Ár- nessýslu. Jón Pálsson dýra- læknir Selfossi, frá fjel. Sleipn- ir, Flóa, Árnessýslu. Björn Bjarnason málaram. og Krist- inn Hákonarson lögrþj. frá fjel. Sörla, Hafnarfivði. Bogi Egg- ertsson, Laugalandi, H. J. Hólm járn forstj.. Þorlákur Ottesen verkst., Ingólfur Guðmundsson afgrm., Björn Gunnlaugsson innheimtum. og Sólmundur Einarsson frá fjel. Fákur, Reykjavík. Sigurdór Sigurðs- son frá fjel. Neista, Akranesi. Ari Guðmundsson verkst. Borg arnesi. Gunnar Bjarnason hesta ræktarráðunautur Hvannéyri og Sigursteinn Þórðarson, Borg arnesi frá fjel. Faxi, Borgar- firði. Hermann Þórarinsson, - Blönduósi, frá fjel. Neisti Aust- ur Húnavatnssýslu. Ólafur Sveinsson kaupin. í Reykjav ík frá fjel. Stígandi. Skagafjarð- arsýslu. Pálmi Jónsson bókari í Reykjavík frá fjel. Ljett:> ti Sauðárkróki, Skagafirði. Fjei Ljettir Akureyri, sendi ekki fulltrúa, en hafði spurr.ir f gjörðum fundarins og sam- þykkti sambandsstofnunina með símskeyti. Þar voru einnig mættir á- hugamenn, sem áheyrendur, Benjamín Á Sigvaldason, Gils- bakka, Axarfirði og Einar E. Sæmundsen, Reykjavik. Stjórnarmeðlimir ' harma klofning FríkirkjusafnaSaríns Fjórir menn úr stjórn Frí- kirkjusafnaðarins hafa beoið blaðið að birta eftirfarandi: ÚT AF frjettatilkynningu Ríkisútvarpsins í gærkvöldi, þar sem skýrt var frá stofnun nýs fríkirkjusafnaðar hjer i bæ> og mönnum þeim, er kesnir hafa verið í stjórn hans, viljuiú við undirritaðar stjórnarmeð- limir Fríkirkjusafnaðarins íaka eftirfarandi fram: Undirritaðir stjórnarmeðrm- ir Fríkirkjusafnaðarins í. Rvík, harma það, að nokkrir meðlim- ir safnaðarins hafa nTi sagt skil- ið við hann og stofnað vísi afJ nýjum söfnuði, sem auðvifað mun, þegav tími er tilkominn, tilkynna undir hvaða naí nú hann muni starfa. Við undirrit- uð viljum hinsvegar taka þíið skýrt fram, að framkvæmdir þessar eru gerðar mót vilja okkar og vitund og sýnilega til þess eins að vekja glunáro'ða meðal safnaðarmeðlima. Viljurn við því mælast fast- lega til þess við meðlimi safn- aðarins, að standa saman wn heill og hamingju kirkju sinn- ar, og láta ekki óánægju nokk- urra meðlima safnaðarins veið^ til þess að glepja þeim sýn á þeim grundvelli, og hugsjónuni, sem söfnuðurinn var stoínaður á. En hann var meðal annar's sá, að vinna með samhug og einingu að f’.’jálsum flutningi hins Heilaga Orðs, trúarlífi Frí- kirkjusafnaðarins til heiíla og blessunar Rej’kjavík, 28. jan. 1950. Magnús Jón Brynjólísson. Kristján Siggeirsson. Ingibjövg Ste:ngrimsdóttir. j Þorsteinn J. Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.