Morgunblaðið - 31.01.1950, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.01.1950, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 31. janúar 1950 MORGUIVBLAÐIÐ 9 EFTIRMIIMNILEGUR SIGUR SJÁLF- STÆÐISFLOKKSINS í REYKJAVÍK VIÐ kosningar til bæjar- og sveitarstjórna á sunnudaginn var, vöktu úrslitin hjer í Reykjavík að sjálfsögðu mesta athygli. Hjer er kjósendafjöld- inn mestur. Og hjer var um það að ræða, hvort Sjálfstæðisflokk urinn hjeldi meirihluta sínum eður eigi. Merkilegur þáttur í sögu flokksins Við allar bæjarstjórnarkosn- íngar síðustu tvo áratugi hafa andstæðingaflokkar Sjálfstæð- ísmanna gert sjer vonir um, að Jhrinda meirihlutavaldi Sjálf- stæðismanna í bæjarmálefn- sim Reykjavíkur. Þetta hefir ekki tekist áður, og þetta tókst ekki enn. Sigur Sjálfstæðisflokksins við nýafstaðnar bæjarstjórnar- kosningar er merkur þáttur í sögu flokksins og um Ieið í stjórnmálasögu landsins. Andstöðuflokkar Sjálfstæðis- tnanna drógu ekki af sjer í und irbúningi þessara kosninga. — Vonir þeirra um sigur að þessu sinni virtust vera jafnvel meiri en oft áður, þar sem þeir höfðu fyrir augum kosningaúrslitin við Alþingiskosningarnar í október s.l. Það mátti því segja, að enda þótt hinir þrír andstöðuflokkar Sjálfstæðismanna eigi erfitt, með, að koma sjer saman um eitt eða neitt voru þeir stæltir og samstilltir í tilraun sinni til að fella ,,íhaldið“ í Reykjavík. Þessi viðleitni þeirra, eða rjettara sagt, æðisgengni bægslagangur, leiddi til þess, í einu orði sagt, að allir þrír andstöðuflokkar Sjálfstæðis- manna, Alþýðuflokkur, Fram- sóknarflokkur og Kommúnist- ar töpuðu verulega fylgi frá því sem þeir höfðu í haust- kosningunum. Fylgisauki Sjálfstæðismanna Þátttaka í kosningunum var 28614 eða um 400 atkvæðum færri en við alþingiskosning- arnar. En Sjálfstæðísflokkur- inn fjekk að þessu sinni 1377 atkvæðum fleiri en þá. Al- þýðuflokkurinn aftur á móti 380 atkvæðum færra, Fram- sókn 620 atkvæðum færra og kommúnistar 630 atkvæðum færra en í október. í stað þess, að Sjálfstæðis- flokkurinn fjekk í október 45,5% greiddra atkvæða hjer í bænum, hlaut hann yfir 50% atkvæða. Meirihluti Sjálfstæð- isflokksins í bæjarstjórn Reykjavíkur hefir því að baki sjer meirihluta kjósendanna í bænum. En svo hefir ekki ver- íð síðan á kjörtímabilinu 1938 •—1942. Framsóknarfylgið hverfur Framsóknarflokkurinn hefir aftur á móti á bak að sjá um fimmta hluta þeirra kjósenda er fylgdi honum fyrir þrem mánuðum síðan. Ef Framsókn- arflokkurinn hjeldi áfram að tapa fylgi sínu hjer í bænum Hlaiit yiir 50% atkvæða Svipmyndir af fáránlegum fullyrðingum andstæðingablaðanna undanfarna daga. jafn ört og raun hefir á orðið síðustu þrjá mánuði, þá ætti hann að vera orðinn um það bil að engu að ári liðnu hjer | traust'meðal bæjarbúa, að þeir óska þess, að Sjálfstæðismenn hafi hjer meirihlutá vald. En hinu er ekki að leyna, að frá og atkv. lista hans nú hefði baráttuaðferð andstöðuflokk- anna hefir verið með þeim endemum, að hún hefir vafa- laust fælt kjósendur frá því, að greiða þessum flokkum at- kvæði. Er ekki ástæða til að orð- lengja þetta hjer. Lesendur ekki dugað til þess að hann kæmi ungfrú Rannveigu sinni á þing. Út af fyrir sig sætir þetta ekki miklum tíðindum, þar sem vitað er, að öll afskipti þessa flokks af bæjarmálefnum Reykjavíkur hafa alltaf verið blaðsins er framkoma minni- á þá lund, að hann er hjer ekki hlutaflokkanna í fersku minni. annað en aðskotadýr. Að sönnu verður að taka til- lit til þess, að fylgistap flokks- ins kann að vera óeðlilega mik ið að þessu sinni vegna þess, hve frámunalega flokkurinn var óheppinn í vali sínu á fram bjóðendum. Fylgi kommúnista hrakar í stjórnmálaþróuninni hjer á landi eru hrakfarir kommún- ista eftirtektarverðari, því þetta er í fyrsta sinn, síðan uppgangstímabil Fimmtu her- deildarinnar hófst hjer á landi, á styrjaldarárunum, að veru- legur afturkippur er í fylgi þeirra. Er þar ekki um að ræða stað- bundið fyrirbrigði fyrir Reykja vík, því víðast hvar í kaupstöð- um og kauptúnum landsins hef- ir fylgi þeirra hrakað og þeir mist fulltrúa hjer og þar. Nema í höfuðvígi þeirra Neskaupstað, þar sem hinir stjórnmálaflokk- arnir þrír sameinuðust um lista, er beiht var gegn kommúnist- um, með þeim árangri að komm únistar fengu 6 fulltrúa kjörna en höfðu áður hreinan meiri- hluta með 5 fulltrúum. Gengi Sjálfstæðisflokksins og aðferðir andstæðinganna Gengi Sjálfstæðisflokksins við þessar bæ^arstjórnarkosn- ing’ár bvgÉjíst að sjálfsögðu fyrst Og fremst á því. að réynsla und anfarinna árg, á stjórn Sjálf- stæðismanna á bæjarmálefn- um Reykjavíkur hefir vakið það En höfuðeinkenni baráttu þeirra hafa verið frámunalega svæsnar og óskammfeilnar á- lygar og blekkingar um Sjálf- stæðisflokkinn og stjórn hans á bæjarmálúnum ásamt með svo miklum skorti á allri hátt- vísi að einstakt er í íslenskri stjórnmálabaráttu Auk þess hafa andstæðingablöð Sjálf- stæðisflokksins keppst hvert við annað í fáránlegum fullyrð- ingum um ímyndað fylgi flokk- anna. Tíminn náði hámarki rudda- menskunnar á sjálfan kosn- ingadaginn með mynd er hann birti af sorphaugunum vestan við bæinn og afskornum höfð- um helstu forvígismanna Sjálf- stæðisflokksins. Með öxugga og markvissa framfarastefnu Sjálfstæðis- flokksins annarsvegar og hins- vegar frámunalegan málflutn- ing andstöðuflokkanna höfðu Sjálfstæðiskjósendur í Reykja- vik, að sjálfsögðu ástæðu til að ætla, að Sjálfstæðiáflokkurinn hjeldi meirihluta sínum við þessar bæjarstjornarkosningar. En óhætt mun að fullyrða, að alment bjuggust menn ekki við, að Sjálfstæðismenn mvndu safna fylgi frá öllum hinum flokkunum í svo ríkum mæli, eins og raun bar vitni um. Kosningadagurinn 1 Þótt kjörsókn hjer innan tiæjar i Reykjavík sje ólíkt auð- sóktari en þar sem kjósendur í dreifbýli verða að sækja að kjörstað langan veg, er það vit- að mál, að það er ljettir til mikillar kjörsóknar ef vel viðr ar. En á þorra eru veður oft vá- lynd á voru landi_ Undanfarna viku hafa hjer verið veður hörð og Vtðurspáin Jyrir sunnu- daginn var alt annað en glæsi- leg. Reykvíkingar urðu því næsta undrandi þegar þeir vöknuðu á sunnudagsmorguninn þann 29. janúar og sáu að í staðinn fyrir stoxm og rigningu, var komið á hið besta veður, með logni, hlýindum og sólskini uppúr dagmálum. Þennan dag var hið ákjósan- legasta þorraveður er menn geta hugsað sjer. Rjett eins og hin íslenska vetrarveðrátta hefði horfið frá öllum illveðra ham í tilefni kjördagsins. Kjörstöðum fjölgað Sú nýlunda var tekin upp við kosningarnar að þessu sinni, að kjörstaðir voru þrír í bænum. Auk hins f jórða á Elliheimilinu flokkur aldrei látið sjer nægja að auðkenna sig með íslenska fánanum einum. I Litlir „marskálkar“ Alt frá því að kosningaathöfn hófst bar á því, að erindrekar og starfsmenn kommúnista- flokksins voru aðsópsmeiri og aðgangsfrekari við kjörstaði en góðu hófi gegnir, rjett eins og þeim fyndist að nú væri valda- tími þeirra í bæjarmálefnum Reykjavíkur að nálgast. En flokksstjórnin hafði fyr- irskipað þeim að bera flokks- merki sitt á öxlunum, allstóra rauða.bleðla er minti á einkenn ismerki hermanna. Þessar axla- svuntur fimtuherdeildarmanna flöksuðust til, hvað litið sem þeir hreyfðu sig. Kosningaþátttaka var fremur dræm framan af degi, enda þótt blöð allra flokkanna hefðu brýnt það fyrir kjósendum að kjósa snemma. Veður hjelst gott fram á kvöld, en skall þá yfir hellirigning með sprettum. Kjörsókn jókst mjög um mið- aftansleytið, en varð þó ekki eins mikil og í októberkosning- unum, enda þótt 600—700 kjós- endur hefðu bæst við síðan. Bægslagangur minnihlutaflokkanna Alt frá því að kosningin hófst var það gseinilegt, að fylgis- menn Sjálfstæðisflokksins gengu einbeittir til þessara kosninga, ráðnir í því, að láta hina þreföldu árás á stjórn bæj- arins mistakast, sem hin fyrri skiftin. Morgunblaðinu er ekki kunn- ugt um hvernig andstöðuflokk- arnir hafa tekið ósigri sínum. En líklegt er, -að forystumönn- um þeirra finnist nú, að eitt og annað, er þeir hafa látið frá sjer fara í blöðum sínum, und- anfarna daga hefði verið þeim betra að láta ósagt. Til gamans fylgir þessum orðum mynd af nokkrum hlá- legustu fyrirsögnum andstæð- staður undanfarin ár fyrir vist- menn. Þessi tilhögun gafst að öllu leyti vel. Svipur var annar á umferðinni í bænum á þessum kjördegi heldur en var meðan kjörstaðir voru fyrir öll bæjar- hverfi við sunnanverða Lækjar- götu í Miðbæjarskóla og Iðn- skóla. Kosið var í Miðbæjarskóla, Austurbæjarskóla og Laugar- nesskóla. — Flokkarnir höfðu bækistöðvar sínar að þéssu sinni dreifðar um bæinn. En svo einkennilega yildi til, að Sjálfstæðisflokkúrinn og komm únistar höfðu bækistöðvar í sama húsi við Hraunteig. — Kommúnisti er eigandi efri hæðar hússins og leigði hana flokksbræðrum sínum. En Sjálf stæðísmaður neðri hæðina ög leigði sínum flokki. Út frá kommúnistahæðinni blakti íslenski fáninn og hinn rauði hlið við hlið. Því eins og kunnugt er getur hinn erlendi Grund, en þar hefur verið kjör- jingablaðanna, er þau birtu dag- ana fyrir kosningar. Þar sem meðal annars er frá því greint, að flokkurinn sem misti 630 at- kvæði frá því í október í haust, sje einn fær um að fella „íhald- ið“ hjer í Reykjavík. Að sókn hins rýrnandi flokks sje „mark viss“. Að Framsóknarflokkur- inn, sem misti fimtung kjör- íylgis síns sje „vaxandi flokk- ur“ og „íhaldið" óttist Sigríði Eiríksdóttur mest(!) En Alþýðublaðsmönnum heyrðist eitt sinn náklukkum hringt yfir Sjálfstæðisflokkn- um. Reyndist sú ,,heyrn“ vera, eins og borgarstjóri hafði éftir Mark Twain, er hann var sagð ur dauður, að andlátsfrgenin væri „mjög orðum aukin“. TALMUNUM AFLJETT BERLÍN, 30. jan. -— Umferð milli Berlínar. og, V.-Þýskalanda hefir nú kömist í nokkurnveg- inn eðlilegt horf á ný eftir hálfs mánaðer tálmanir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.