Morgunblaðið - 30.03.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.03.1949, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 30. mars 1940. Dylgjur um uð dómurur lundsins þuggi niður verðlugsbrot Gervifrumvðrp frá Herrsianni verdlagseftirlif Hinning Ingigerðar Jónsdótiur FRAMSÓKNARMENN hafa lagt fyrir Alþingi frumvarp um verðlag, verðlagseftirlit og verð lagsdómstól. Er frumvarp þetta eins konar viðbót við frumvarp þgirra um seðlakapphlaupið og bcirið fram í líkum tilgangi. jEitt meginatriði frumvarps- ins er um skipun verðlagsstjóra. Kvarta flutningsmenn undan því í greinargerð frumvarpsins, að verðlag sje of hátt, en lands- mýnn verði að fá tryggingu fyyir „rjettlátara verðlagi en nú er'f‘. Ríkisstjórnin skipar nú verðlagsstjóra eftir að fjárhags- ráð hefur gert tilnefningu um mann í stöðuna, en það þykir flutningsmönnum ótryggt. í grg. segir svo: ;„En meðan það eru ekki um- boðsmenn neytendanna í land- inu, sem ráða skipun verðlags- stjóra og hverjir eru eftirlits- menn hans, er það undir hæl- inn lagt, hvort verðlagsstjóri velst þannig og starfslið hans, þannig að hann sje umboðsmað- ur neytendanna í landinu.“ í framhaldi af þessu eru flutningsmenn með miklar vangaveltur um hvaða neyt- endur eigi að fá valdið til að velja verðlagsstjóra og starfs- menn hans og eftir nokkra erf- iðleika út af því er komist að þeirri niðurstöðu, að Stjettar- samband bænda, Alþýðusam- band íslands, Bandalag starfs- manna ríkis og bæja og Kven- fjelagasamband íslands eigi að ráða verðlagsstjórann. Pólitísk blekkingaveifa í greinargerðinni, sem að rnestu leyti er samin í þeim til- gangi að gera verðlagsstjórann og starfsmenn hans tortryggi- lega, er þó hvergi tekið fram hvað þeim sje eiginlega geíið að sök. Tæplega er ætlandi, að flutningsmenn hugsi sjer, að nokkur fáist til að trúa því, að verðbólgan í landinu sje á nokk urn hátt að kenna verðlags- stjóra og starfsliði hans, en þó má vera, að tilgangurinn sje sá. Þeir Tímamenn eru nefnilega algerlega óútreiknanlegir í öll- um sínum vitleysum, þegar verslunarmálin eru annars veg- ar. Sú staðreynd, að ekki skuli á nokkurn hátt vera færðar fram líkur, hvað þá rök, fyrir því, í greinargerðinni, að nú- gildandi reglur um- verðlags- eftirlit sjeu í sjálfu sjer ófull- nægjandi og þeir, sem reglurn- ar framkvæma óhæfir, bendir til þess, að hjer sje einungis um að ræða venjulegt pólitískt blekkingaflagg, enda er Her- rnann Jónasson annar flutnings maður frumvarpsins, en hann hefur áður borið fram sams kyns tillögur varðandi viðskipta mál. Þetta frv. virðist fram komið sjerstakiega í þeirri von, að það láti vel í eyrum, að neytendur eigi að tilnefna verð- lagsstjóra og starfsmenn hans og því slegið föstu um leið, að með öðru móti sje ekki hægt að treysta verðlagseftirlitinu. Hjer við er að athuga, að verðlagsstjóri er skipaður á sama hátt og aðrir embættis- menn. Ríkisstjórnin ,sem nýt- ur trausts meirihluta Alþingis, sem kosið er af almenningi í landinu, skipar 1 embættið. Ef farið væri út á þá braut, að tilteknir hópar manna, svo sem stjettarsamtök og kvenfjelög, ráði embættisveitingum með beinum tilnefningum, er fanð út á braut, þar sem ekki verður auðvelt að draga takmörkin. — Það væri þá líka mjög ósann- gjarnt að viðurkenna ekki slík- an rjett neytendanna á fjölda- mörgum öðrum sviðum. Til dæmis mætti taka verðlagningu landbúnaðarafurða. Eftir þeirri hugsun, sem fram kemur í frv. ætti því að vera eðlilegast, að neytendurnir hefðu einkaum- ráð yfir verðlagningu slíkra vara. En í þessu sambandi er á það að líta, að ekki er um hags- muni neytenda einna að ræða, þegar verið er að ákveða verð- lag, hagsmunir seljendanna koma þar líka við sögu, hvort sem þeir selja landbúnaðarvöru eða almennan varning. Þegar um er að ræða verðlagningu vara, koma til greina almanna- hagsmunir, en ekki hagur til- tekins hóps manna og er þá auðvitað ástæðulaust að víkja frá venjulegum reglum um embættisveitingar. Vantraust á dómarana Það er ymprað á því í grein- argerðinni, að almenningur telji að „furðu hljótt“ sje um mála- rekstur út af verðlagsbrotum. Þó eru þetta einustu dómar og sektir, sem alltaf eru birtar í blöðunum jafnharðan, sam- kvæmt sjerstökum tilkynning- um frá yfirvöldunum, og er ekkert á móti því fyrirkomu- lagi. Hitt er svo aftur vand- skilið hvað fyrir flutnings- mönnum vakir, er þeir telja, að „furðu hljótt“ sje farið með þessi mál, þótt úrslit þeirra sjeu ætíð send blöðunum sjerstak- lega til birtingar. í grg. er tal- að um, að „til þess að lands- menn fái tækifæri til að fylgj- ast með rekstri þessara mála, þyki rjett, að málsmeðferð öll sje fyrir opnum dyrum, nema dómurinn ákveði annað“. Með þessu á víst að telja almenningi trú um, að einhver leynd sje yfir rekstri þessara mála, áður en úrslit eru birt í blöðunum, en það er síður en svo. Með þessi mál fara dómarar alveg eins og með önnur venjuleg op- inber mál og hvílir ekki yfir þeim nokkur minnsta hula. — Þetta veit Hermann Jónasson, fyrrv. dómsmálaráðherra, ofur- vel. Það, sem stendur í grg. um, að óeðlileg leynd hvíli yfir þess-. um málum er greinilega sett fram gegn betri vitund. Þá eru í frv. ákvæði um, að í verðlagsmálum skuli vera eins konar kviðdómur. Meðdóms- menn á að skipa með dómar- anum, og er ástæðan sú, að flutningsmenn þessara tillagna telja, að hinum reglulegu dóm- urum sje ekki treystandi. — þessu sambandi er óhætt að slá því föstu, að sje dómurum landsins ekki treystandi til þ^ss að dæma eftir lögunum í verð- lagsmálum, þá er þeim heldur ekki treystandi til fjölda margra annara dómsstarfa, sem þeir hafa nú með höndum. Þetta vantraust á dómurum landsins, sem hjer kemur frá fyrrverandi dómsmálaráðherra, er algerlega órökstutt, og hef- ur heldur ekki við hið minnsta að styðjast. a Hermann Jónasson ritar í greinargerðinni, að hann vilji með frv. „gjörbreyta til bóta á stuttum tíma því ömurlega ástandi, er ríkir í verðlagsmái- um íslendinga á tuttugustu öld- inni.“ Tuttugustu aldar maðurinn Hermann Jónasson hefur verið umsvifamikill bílasölumaður og veit víst mjög vel hver pottúr hefur verið brotinn í þeim efn- um á þeirri öld, sem hann prýð- ir með tilveru sinni. Hitt er svo aftur óviðkunnanlegt, svo ekki sje meira sagt, að þessi maður skuli bera fram gervi- frumvarp um verðlagseftirlit, þar sem ráðist er að dómara- stjett landsins með dylgjum um að hún þaggi niður brot þeirra manna, sem kunna að selja vör- ur með of háu verði. Slíkt og annað eins sýnir, að það er ömurlegt ástand á fleiri sviðum „á tuttugustu öldinni" heldur en í verðlagsmálum. Það gæti virst svo, að ekki væri vanþörf á að betrumbæta vel- sæmistilfinningu tuttugustu- aldar manna, sem standa á svip- uðu stigi og Hermann Jónasson. Ekki vísað úr landi 1 WASHINGTON, 29. mars — Bandaríska utanríkisráðuneyt- ið hefir gert sendiráðum Rússa, Tjekka, Pólverja og Júgóslava aðvart um, að fulltrúar þessara landa, er undanfarið hafa setið hjer „friðarráðstefnu“ myndu dvelja lengur í Bandaríkjunum, en landvistarleyfi þeirra heim- ilaði, ef þeir ætuðu sjer að sitja fleiri ráðstefnur, en bahdarísk blöð hafa undanfarið skýrt frá því, að þeir hefðu í hyggju að ferðast til ýmissa stærstu borga Bandaríkjanna og halda þar fyrirlestra. Var tekið fram í yfirlýsingu utanríkisráðuneytis ins, að ekki bæri samt að líta svo á, að verið væri að vísa nefndum fulltrúum úr landi. —Reuter. Állar vildu eiga hann NEW YORK — 66 ára gamall bóndi í Suður-Karolina, Banda ríkjunum, fjekk nýlega 50 hjú- skapartilboð, er hann auglýsti eftir konu. Sá gamli valdi eina rúmlega tvítuga. — Reuter. í DAG verður til moldar bor- in Ingigerður Jónsdóttir, Hverf- isgötu 80. Hún var fædd 16. des. 1865 að Hrafntóftum í Holtum og ólst þar upp hjá foreldrum sínum. Milli tvítugs og þrítugs fór hún ráðskona að Vatnsleysu í Biskupstungum og dvaldi þar um tólf ára^ skeið, eða þar íil hún gekk að eiga mann sinn, Helga Jósefsson trjesmið, og flutti með honum til Reykja- víkur árið 1904 og bjó þar síðan. Þau eignuðust 2 börn, frú Sig- ríði og Jón verkstjóra í Land- smiðjunni. Þau eru bæði á lífi. Helgi var mesti dugnaðar- og fyrirhyggjumaður og þau bæði, svo að þeim búnaðist vel og urðu sæmilega efnuð á þeirra tíma mælikvarða. Helgi andað- ist 1937. Ingigerður var álitin mjög glæsileg stúlka á yngri árum og var alltaf gerðarleg kona meðan hún hjelt óskertum kröft um. Greind var hún í besta lagi, ljóðelsk og kunni feiknin öll af ljóðum. Hafði mikla tilfinn- ingu fyrir íslensku máli og hefði áreiðanlega orðið góð í tungumálum, hefði hún fengið að læra þau. Söngelsk var hún með afbrigðum og hafði fallega söngrödd. Flestum, sem kyntust henni, mun hún þó vera minnis stæðust fyrir sitt elskulega við- mót og ljúfmenskuna, er skein út úr hverjum andlitsdrætti hennar. Hún hafði mjög gott vald yfir skapsmunum sínum og reyndi ávalt að jafna deilur milli fólks, og öllu slúðri hafði hún andstygð á, Þó að hún byggi yfir fjöru tíu ár í kaupstað, var hún alla ævi nátengdari sveitinni, en kaupstaðnum, enda fór hún um margra ára skeið í sveit á hverju sumri og vann í kaupa- vinnu ásamt manni sínum. og mun útivinna hafa átt best við hana'af allri vinnu. Ingigerður var ein af þeim fáu, sem ljet aldrei hversdags- legt dægurþras gera sjer lífið leitt, heldur fann ánægju í mörgu fallegu, sem hún sá í krinffum sig, í náttúrunni, fall- egu lagi eða ljóði, eða vel gerð- um hlut. G. ánfony Eden í Róm RÓM, 29. mars — Antony Eden, fyrv. utanríkisráðherra Breta, gekk í dag á fund páfa. Ennfremur rædái hann við Alcide de Gasperi, forsætisráð- herra Ítalíu. Eden tjáði blaða- mönnum, að full ástæða væri til þess að óska de Gasperi til hamingju með það, hve ítalska þingið hefði samþykkt með mikl Um yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða, að Ítalía gerðist aðili að Atlantshafsbandalaginu. —Reuter. Minningargjöf um Ólaf Ragnarsson frá Hrafnabjörgum SLYSAVARNAFJELAGI ís- lands hefur borist kr. 1.000.00 minningargjöf frá hjónunum Kristínu Sveinbjarnardóttur Qg Ragnari Guðmundssyni áð Ilrafnabjörgum, Arnarfirði, en gjöfin er til minningar um son þeirra Ólaf sem druknaði fyrir rjettu ári síðan 29. mars 1948, með þeim hætti að hann tók út, af togaranum Kára. Hugmynd þeirra hjóna er að mynda sjerstakan. sjóð, sem beri nafnið „Minningarsjóður Ólafs Ragnarssonar frá Hrafna- björgum“. Tilgangur sjóðsins er sá, að veita viðurkenningu fyrir björgun frá druknun, þegar menn falla útbyrðis af skipum, eða fyrir að koma í veg fyrir, að dauðaslys verði með. slíkum hætti, svo sem1 með því að finna upp tæki til að ná í menn með, sem fallið hafa útbyrðis og fljóta meðvitundarlausir um stund í nánd við skipið eða skýt ur upp sem snöggvast. Þyrftu menn þá ekki að kasta sjer til sunds í tvísýnu til að reyna að bjarga þeim er fallið hafa út. Einnig mætti verðlauna þá skipstjóra, sem sjerstaka ár- vekni sýna um líf manna sinna. I fyrsta sinn verður veitt úr sjóðnum 17. sept 1957 á 30 ára afmæli Ólafs. Hjónin hugsa sjer að bæta ár- lega kr. 100.00 við sjóðinn með- an þeirra nýtur við, en síðar vænta þau að börn sín taki við og barnabörn svo sjóðurinn mætti sívaxa til blessunar þessu málefni. Þau hjón telja að þessi teg- und slysa þurfi nú sjerstakrar athugunar við, þegar skipin stækka og verða öruggari að öllum útbúnaði og þannig minni hætta á að skipskaðar vei'ði með öllu. Telja þau áberandi hvað .nýliða á togurum hefur oft hent þessi slys, en Ragnar Guðmundsson segir þessi slys sjer hugstæðust fyrir þá sök, að faðir hans drukknaði á þennan hátt og nú síðast Ólafur sonur hans í fyrra. Ragnar Guðmundsson bóndi' á Hrafnabjörgum er formaður hinnar nýstofnuðu ag fjöl- mennu slysavarnardeild.ar .,Vin arbandið“ og þykir honum æski legt að sjóður þessi verði á ein- hvern hátt tengdur þeirri deild, t. d. þannig, að form. hennar hefði íhlutunarrjett úr sjóðnum eða ef til kæmi að breytingar yrðu gerðar á skipulagi hahs. Gjafir til kaupa á helicopterflugvjel. Frú Jódís Sigmundsdóttir hefur gefið kr, 500.00 til kaupa á helieopterflugvjel. Kristín og Gísli Ásgeirs, Hafnarf. hafa gef ið kr. 100.00. Kvennad. Slysa- varnafjelagsins á Siglufirði hef ur afhent kr. 10.000.00 til flug- vjelakaupa. Kvennad. Slysa- varnafjelagsins í Neskaupstað hefur einnig afhent kr. 10.000, þá hafa kvennadeildar konur í Garðinum afhent kr. 2.500.00 í sama skyni í tilefni 15 ára afmæli deildarinnar nú fyrir skömmu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.