Morgunblaðið - 29.07.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.07.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ1980 31 Á FERÐ UM AUSTURLAND / Texti: Guöbjörg Guömundsdóttir/ Ljósm.: Kristinn Ólafsson BLM. OG ljósm. Mbl. voru eins og áÖur hefur verið getið fyrir skömmu á ferð um Austurland. Á Seyðisfirði hittu þeir að máli Jóhann Grétar póst- og síma- málastjóra, sem var að slá í sólskininu. — Við spurðum hann hvort staðurinn hefði ekki breyst síðan Smyrill hóf ferðir sínar þangað? — Staðurinn er í stöðugri uppbyggingu. Samgöngurnar hafa í sjálfu sér lítið breyst en það er mikið meira af ferða- mönnum hérna. En núna hefur þetta aðeins breyst aftur vegna Hafskipsferjunnar. Hérna eru tvær stálskipasmíðastöðvar sem margir vinna við. En auðvitað er aðalatvinnuvegurinn fisk- vinnsla. Næst hittum við þær Bentínu, Hafrúnu, Helgu og Júlíönnu. Þær eru 15 ára og vinna í sumar í fiskinum. Kaupið er 1430 á tímann og þær vinna frá 8—5. Þær sögðust alltaf hafa átt heima á Seyðisfirði og enga þeirra langaði að flytja til Reykjavíkur. Á kvöldin lesa þær, stunda íþróttir og fara stundum í bíó. Þær höfðu lítinn tíma til að Bentína, Hafrún, Helga og Júlíanna voru hresaar og sögöust aöallega verja tómstundunum í draugasögulestur. I sólskini á Seyðisfirði segja meira, því að kaffihléið var á enda. í gamla kaupfélagshúsinu á Seyðisfirði hittum við að máli eiganda verzlunarinnar Öldunn ar, Vilberg Sveir.björnsson. — Fyrst haíði hann kaffi- teríu, en árið 1977 var henni breytt í verzlun. í þessari verzl- un gefur að líta allt milli himins og jarðar. M.a. er hún með tízkuvörur og spurðum við hann hvort mikið væri keypt af þeim. — Fólk er seint að taka við tízkunni. Það er svona ári á eftir. — Er mikil samkeppni milli verzlananna? — Þær virðast nú allar þríf- ast. Það voru góðir dagar hérna hjá kaupmönnum þegar Smyrill var á laugardögum. Þá kom fólkið frá næstu fjörðum til að fylgjast með ferðum hans. Áð endingu rákumst við á roskinn mann, Sigtrygg Björns- son, vera að lagfæra gluggana á gömlu húsi. Við tókum hann tali og spurðum hvort hann væri Seyðfirðingur? — Ég hef búið hérna síðan árið 1935, og haft búskap. Núna er ég með kindur í búi. Konan mín dó í fyrra svo ég bý núna með hundinum mínum Putta og yngsta syni mínum. Ég man bara ekki eftir svona góðum maímánuði eins og hann var í ár. Það var svo mikil kyrrð og ró, maður heyrði næstum grasið spretta og fann ilminn af því. Hann bauð okkur í nefið, en hélt svo áfram. Ef einhver sam- töl eru tekin þá eru það yfirleitt bæjarstjórar og oddvitar sem talað er við. Þetta kann ég betur við. — Hafa ekki orðið miklar breytingar á Seyðisfirði síðan þú fluttir hingað? — 0, jú, það hefur orðið bylting síðan 1935. Þetta hefur allt verið í uppbyggingu. Hérna áður fyrr bjuggu 10—20 í hverju húsi, en nú eru tveir til þrír að hokrast í heilu húsi. Húsið sem ég bý hérna í er eitt elsta húsið í bænum og var flutt á ísum árið 1880. Vitið þið að ég sá sýnir í nótt. Það var eitthvað sem ekki er vant að vera í kringum mig. Það eru sjálfsagt þið sem ég hef séð fyrir. bara man ekki eftir eins góðum maímánuói og í vor,“ sagöi Sigtryggur. Steinunn Jóhannesdóttir handavinnukennari er aó úóa varginn, en hún vill halda því fram aö hann hafi komió samfara Smyrli. Jóhann Grétar notaði sólskin iö, sló blettinn, og sólaði sig. verzluninni gefur aó líta allt milli himins og jaróar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.