Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1969, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1969, Blaðsíða 6
að er álitið að vilji menn fá tölu þess leikjafjölda, sem mögulegur er í heilli skák, verði að bæta 50 núllum t.ftan við töluna einn og þá er feng- in tala, sem lítur svona út skrif- uð í tölustöfum: 100.000.000.000. 000. 000. 000. 000. 000. 000. 000 000.000.000.000.000.000. Næst er tekin talan 10 og margfölduð jafnoft með sjálfri sér og nem- ur ofangreindri tölu. Það er efcki líklegt að þú lesandi góður hafir nægan pappí' í húsi þínu til að skrifa á útkomur.a. Hinn litli hópur Bandaríkja- manna, sem hefur gert skák að atvinnu sinni, verður að sætta sig við þá staðreynd að flesta beztu letkina er að finna í skákum Sovétmanna. í Sovét- ríkjunum er skák ekki bara leikur til að drepa tímann, . heldur þjoðarástríða. Hvorki meira né minna en fjórar mill- jónir Sovétmanna iðka skák af það mikilli alvöru og ástund- un. að þeir geta tekið þátt í bæjarkeppnum, héraðsmótum og 'andsmótum I meiré. en tutt- ugu ár hafa Sovétmenn venð svo allsráðandi á skákvellin- um að menn hafa leitt hugann að því, hvort ekki væri um að ræða svik í tafli, svo sem sam- spil þeirra á mótum og þess háttar. í heimsmeistarakeppn- inni sem bvrjaði í Moskvu í síð- asta mánuði var áskorandinn Rússi og ardstæðingurmn er einnig Rússi — glaðlyndur, við utan 39 ára gamali og eitt sinn götusópari. Hann er reyndar Armeníumaður að uppruna J og fer ekki dult með það. Hann segir: — Fyrsti leikur minn er æv- in’ega góður leikur . . . Þessi maður er Tigran Petro- sjan heimsme’stari í skák. Það tekur jafnvel andstæð- img hans nokkurn tíma að átta sig á hvað er einkennilegt við þennan mann — og það, sem einkennilegt er við hann er það, að hann lítur alls ekki út eins og góður skákmaður, hvað pá heldu.r eins og þessir albeztu. Það hlióta að vera til þúsund- ir sveitunga hans 1 bönkum og verzlunum, sem virzt gætu vera bræður hans. Andlitið er kringl ótt og dökkleitt og dökk skegg- rótin gerir þac' enn dekkra, og þetta andlit prýðir hið mynd- arlegasta nef, sem hann ber sem einskonar áherzlu- og upp- hrópunarmerki um armenskan uppruna sinn. Hann er létt- lyndur að eðlisfari og það er grunnt á brosinu, en það er hæverskt. Nú er hann orðinn gildnari um miðjuna en hann eitt sinn var. — Ég er orðinn 75 kiló núna, segir hann brosandi, ég hef ekkert að óttast meir. Það eru aðeins augu hans, sem koma upp um manninn og eru ekki heirr.a með meðal- mennskubragnum, sem yfir manninum er. Þau eru dökk og hugsandi og gægjast innan úr djúpum augnatóftunum eins og framandi afl á verði sem fylg- ist með öllu sem fram fer. Þau spegla hina feykilegu aðgát mannsins sem þekkt er í skák- heiminum. Lífið hefur kennt honum að fara gætilega og taka ekki á sig óþarfa áhættu. Fróð- ir menn segja, að enginn hafi tapað færri skákum en Petro- sjan á skákferlinum, síðan hinn óviðjafnanlegi Kúbumaður af- burðamaðurinn, Capablanca var uppi. Sé þetta rétt, þá staf- ar það af hinum djúpa grund- vallarskilningi hans á þeim ó- trúlegu flækjum, sem átt geta sér stað, þegar tveir menn setj- ast niður að tafli og skáka mönnum sínum til á hinuni svörtu og hvítu reitum. Hann forðast leiftrandi fléttur eða ,.kombinationir“, en beinir allri orku sinni að stöðunni og þreifar sig áfram hægt en örugglega, líkt og reiknivél og hindrar algerlega alla möguleika á árásum. Sú yfirborðskennda gagnrýni, að taflmennska hans sé heldur leiðinleg Vc.rnartaflmennska, heyrist oft. Þetta er ekkert ó- svipað því að kalla sigursælt kmattspyrnulið, sem hefur svo örugga vörn, að það tekst eng- um að komast í gegnum varn- abliðið. Til þess að skora, verða menn að sækja að marki and- stæðingsins. „Hvað eiga þeir við með því að kalla taflmennsku mína leið- inlega eða ekki álhugaverða," spyr hann og kennir nokk- urrar fyrirlitningar í röddinni. ,,Ég gæti teflt meira „æsandi“ skákir, ef ég vildi, en það er bara ekki martomiðið í skákí- þróttinni. Auk þess, sem ég myndi vitaskvld tapa miklu fleiri ská'kuim.“ Bezta sönnunin um styrk- leika Petrosjan er það, að hann varð fyrstur til að sigra hinn ósigrandi Botvinnik sem allt kunnii og vissi í skák. Bot- vinnik missti heimsmeistaratitil- inn í hendur Petrosjan árið 1963 eftir tveggja mánaða harða keppni. Þegar Petrcsjan gengur til slíkrar keppni sem þessarar, er hann magnaður allri þeirri þrautseiigju og krafti, sem sá einn býr yfir, sem hefur orðið að berjast fyrir Bnu pvl, sem hann hefur hlotrð. Hann er fæddur af ómenr.t- uðu foreldri í höfuðborg Ge- orgíu, Tbilisi, en varð munað- arlaus 13 ára, og mátti þá vinna fyrir brauði sínu sem götusópari. Hann var oft lífs- hættulega sjúkur og jafnvel hungraður á hinum erfiðu tím- um annarrar neimsstyrjaldarinn ar. Heimsmeistari í skák Tigran Vartanovich Petrosfan Þegar hann talar nú um æsku sína gerir hann það með líkum hætti og maður, serr. er að tala um bílslys, sem hann hefur lent í fyrir fjölda ára. Það er aðeins heyrnartækið hans, sem hann hefur fyrir vana að fitla við og kippa því ýmist út úr eyranu eða stinga því inn í það, sem minnir áþreifanlega á raunveruleika æsku hans. „Ég hóf götusópunina um miðjan vetur og það var hræði- legt. Auðvitað voru engar vél- ar þá og við urðum að gera þetta allt með höndunum. Sum- ir af eldri mönnunum, sem með mér voru, hjálpuðu mér. Ég var veikbyggður drengur. Og ég skammaðist mín fyrir að vera götusópari — það er mannlegt, geri ég ráð fyrir. Ég fann ekki svo mjög fyrir þessu fyrst á morgnana meðan enn var rokkið og fátt fólk var á götunum, en þegar albjart var orðið og göturnar fullar af fólki, þá hataði ég þetta starf hryllilega. Hanri sparaði kopeka til að geta keypt sína fyrstu bók um skák ,,Ég veiktist og missti eitt ár úr skólavist minni. Hjá okkur var Babushka, fö'ðiursystir mín, og hún bjargaði lífi mínu í bókstaflegri merkingu orðsins. Hún gaf mér brauð að éta, þeg- ar ég var veikur og hungrað- ur. Það var um þetta leyti, sem ég fór að finna til veikindanna í eyrunum. Ég man ekki hvern- ig þau veikindi hófust. Það er margt óljóst fyrir mér, sem skeði á þessum árum. Petrosjan gat þó teflt skák og átti það að þakka 12 ára gömlum vini sínum, sem kenndi honum mannganginn. „Fyrstu skákbók mína fékk ég með því að spara saman kopeka til kaupa á skákbók í stað þess að kaupa mat. Þið skiljið það, að bók, sem maður eignast rneð þeim hætti er lesin með athygli. Bókin tók líka hug minn all- an og svo gersamlega að ég skildi hana niaumast við mig, hvort heldur var að nóttu eða degi, og geymdi hana undir koddanum minum til þess að geta lesið í henni strax og ég vakn- aði að morgni Hann lærði þessa bók án þess að hafa skákborð við hendina, og það sýnir hversu gott minni hann hefur Jíkt og aðrir stór- meistarar skákarinnar. Þegar hann var brettán ára vann hann sér nokkra frægð með því að vinna stórmeistara. sem heim sótti heimabæ hans. Þegar hann var 17 ára vann hann sovézku un0flin'*a-lani'qskeT)r>nina og hafði bá þiarmað að svo mörg- um stórmeisturum, að honum var veit.tnr t.iti1Jinn — skák- meistari. en °3 ára va.r ^ann útnefndur stArmeist.ari. Warn kvæntist nú og um betta ^evti útskrifaðirt. hann úr háskóla. sem kenn'ari í rússnesku, en 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. maí 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.