Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1944, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1944, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS C3 s — Ur gömlum blöðum — Þegar Bretar ætluðu að sækja hingað ís Klausturpósturinn 1821 Maíhefti. Svo vildi enn til sem áður, að kaupfar feðganna og kaupmann- anna, Bjarna riddara Sigurðssonar og Sigurðar sonar hans kom hjer fyrst vorskipa í ár rit í Ilafnar- firði á sumardaginn fyrsta, þa,nn 25. apríl eftir 18 daga siglingu. Það næsta kom 9. maí til Reykja- víkur fá Irlandi^ útgjört hingað til að sækja farm af ísi, en þá fannst hann hjer hvergi, á sjálfu Islandi, nema hátt uppi í jöklum. Leitar það hans og tvö önnur eft- irfarandi í Grænlandshaf. Júlíhefti. SKIPREIKAR. Þann 28. apríl þ. á. lamdist sundur af hafísum fyrir utan Vopnafjörð í Múlasýslum, 23 danskar mílur frá landi, enskt l)riggskip 50 festa stórt, og var frá Lundúnastað, sent til að sækja hafís. (Þessháttar ísfarma tjást enskir nota sjer, til þess að mylja þá niður, og leggja nýjan lax í, svo ekki skemmist eða úldni við flutninga hans landa á milli á sumrum). Skipverjarnir, 16, björg- uðu sjer til lands á tveimur bátum, sem lentu í Vopnafirði þ. 2. maí, Þ.jakaðir mjög af vökum, erfiði og vosbúð, en skipið sökk strax eft- ir að þeir yfirgáfu það. Lauslega en ógreinilega, er frjett, að sex aðrir enskir menn hafi fundist út með fjöru í Borgarfirði í Suður- Múlasýslu, langt leiddir af kulda og hrakningum og að þeir hjer um 30 fjelaga sína hafi hrakist og kalið til dauða á hafísnum. Þessir sex skulu hafa komið til lands á samanbundnum bát og spýtnabrot- um. Septemberhefti. INNLENDAR FREGNIR. í Kl.póst no. 5 gat jeg þess, að erlent skin eða írskt kom út, í Reykjavík þ. 9. maí þ. á. og tjáði 2 á eftir sjer væntanleg, öll útgjörð til að sækja hingað ísafarma. Máske þessi tvö hafi, verið hin sömu sem jeg í Kl.pósti no. 7 tjáði týnd vera í hafinu austur undan Múlasýslum. En nú get jeg borið lesurunum fullgreinilegar fregnir um bæði þau skip, eftir þar um fenginni ávísun hlutaðeigandi yfirvöldum þessa. Skipið sem um getur í Kl.pósti no. 7 hvers 16 skipverja allir kom- ust af á tveimur skipsbátum, og lentu nálægt Vopnafirði þ. 2. maí, var frá Lundúnastað, hjet Hilda, og stýrði því kapteinn Richard Feard, er hafísar lömdu sundur hjer um 20 mílur danskar frá landi 28. apríl. En — sama daginn sem farmenn ]>ess lentu, sáu menn, sem voru á selaveiðum á báti á Borg- arfirði (í Suður-Múlasýslu) af sjónum 6 aðra skipbrotsmenn í fjöru, á eyðiplássi, við Glettinga- nes, sem er við tanga, sunnanvert við Borgarfjörð. Voru það kap- teinn, stýrimaður og 4 farinenn af öðru erlendu skipi, hjer um á 100 lesta stærð, et' nefndist The Wear, var frá Lundúnaborg, og hafði far- ist í hafísnum mánuði áður en hitt, nefnilega 28. mars. þ. á. En þessir 6 af skipverjunum komust einir af stórlega skemdir á fótum, og höfðu þar lent um síðir þ. 30. apríl, en sáust þá fyrst 2. maí. Bátui'inn flutti þá alla sex strax til Borgarfjörð, hvat' þeim var skipt niður á þrjá stærstu bæi og hjálpað sem varð best. ★ Ilreppstjórinn, Stefán Ólafsson, sendi strax degi síðar ávísun hjer um sýslumanni Melsted, sem bauð strax handlækni Austfirðinga taf- arlaust að vitja skipbrotsmanna þeirra með nauðsynleg meðul, og gjörði aðrat' ráðstafanir um þeirra forsorgun og aðhlynningu. Helstu atvik um ferð og forgöngu þessa skips, þrautir, tnannraunir, frelsi og viðtökur þessara 6 far- manna, um hvað alt þess kapteinn af ásettu sýnist þó mjög fáorður vera, læt jeg eftirfylgjandi af dag- bók hans á enskri tungu ritaða, en mjer í útskrií't senda í brjefi til sýslumanns Melsteds dagsetta 11. piaí þetta ár framar útskýra. Heiðraði herra! Ekki fæ jeg byrjað með rauna- sögu rnína, fyrren jeg einlæglega hafi þakkað yður sendingu læknis- ins oss til líknar, hvers jeg vona, að ljetta ntegi oss frá kvöl, sem lengi hefir oss þjáð. Mannlegt eðli hryll- ir við frásögum utn þá frekustu neyð og þjáningar, sem mannskepn- um er mögulegt að afbera“. „Nafn briggskipsins var The Wear (fiskidammurinn), það var frá Lundúnum, bar 217 tons (hjer um l)il 108 lestir). Sjálfur rjeði jeg

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.