Morgunblaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 30. nóvember Bls. 25—48 Stundum veröur blaðamaður að leggja spil sín á borðið. Ég hefi aldrei verið eins hrifinn af Vladimir Nabokov og gagnrýn- endur ætlast til af lesendum hans. Mér hefur að vísu tekizt að dást að líkingum hans og stílbrögðum og ekki hvað sizt f jölbreytni bóka hans; Nabokov getur skrifað um hvað sem er, allt frá baðherberg- isflisum til fágaðrar vinneyzlu. En hvað i ósköpunum er hann að skrifa um? Ég les ljóðrænt mál Pasternaks og finn að það er sam- ið af tilfinningu og ástríðu, en Nabokov — Nabokov skrifar eins og vél, fullkomin en ómannleg. En þetta vanmat mitt á Nabo- kov olli mér ekki kvíðanum, sem ég fann til á leið í viðtalið viö hann. Heldur ekki áhugaleysi mitt á fiðrildum (Nabokov er einnig þekktur sem skordýra- fræðingur, hefur m.a. fundið margar áður óþekktar tegundir fiðrilda). Nei, það sem gerði mig áhyggjufullan, var að e.t.v. væri þessi skortur á hrifningu mér sjálfum að kenna en ekki rithöf- undinum. Auk þessa hef ég alls ekki lesið öll verk Nabokovs. Þau skipta hundruðum. Skáldsögur, smásögur, ljóð, sjálfsævisaga, þýðingar og fræðigreinar um skordýr. Ofan á allt bættist svo skoðun Nabokovs á viðtölum yfirleitt. Hann hafði krafizt þess af mér, að ég sendi honum spurningar, hann myndi síðan senda mér svörin og þau átti að birta óbreytt og orð fyrir orð. Mér leið eins og ég væri að fara á einhvers konar bók- menntalegan tennisleikvöll, þar sem allt yrði að lita fyrirfram settum reglum. Fyrsta spurningin mín var á þessa leið: Þér hafið haldið þvi fram að þér hugsið eins og ofviti, skrifið frá- bærlega og talið eins og smábarn. Getið þér skýrt þetta nánar? — „Það sem ég I rauninni átti við, en kunni ekki að orða, er, að ég hugsa i myndum, I litum, i línum — rússneskir sálfræðingar kölluðu þetta hugaróra i gamla daga. Ég finn i mér styrkleika, styrkleika brjálæðisins, sem hverfur, þegar ég tala eða skrifa. Enskan min ber lélegt vitni þess- um stórkostlegu en oft óhugnan- legu hugsýnum, sem ég reyni að lýsa.“ Nabokov hafði beðið mig um að hitta sig á barnum á hótelinu kl. 3.10. Þegar ég kom þangað, beið mín bréf frá honum, sem endur- tók skilyrðin og kvað jafnframt á um að allt það sem hann kynni að segja á meðan við ræddum saman mætti aðeins hafa eftir í óbeinni ræðu — án gæsalappa. En bréfið dregur úr kvíðanum. Hann svarar öllum spurningun- um, hverri einni og einustu og hann segir þær vera aldeilis ágæt- ar. Við heilsumst — hann er afar vinalegur. Hann er stór, prófess- orslegur og föðurlegur. Konan hans, Vera með fannhvítt hár, sit- ur við hlið hans — að sjálfsögðu. Hún er eiginkona hans, prófarkalesari og einka- ritari, hún hefur gegnt þessum hlutverkum í 50 ár. Hún kallar hann Volodya, sem er stytting á Vladimir. Sp: „Hvers vegna komið þér svona sjaldan til Englands? Er hér um að kenna minningum frá Cambridge á árun- um 1919—’22?“ NAMKOV Svar: „Nei síður en svo. Og satt að segja reyndi ég mikið til að fá vinnu við enskan háskóla um tveimur árum áður en ég fluttist til Bandaríkjanna. En það tókst aldrei”. Sp: „Hvað veldur yður furðu í lífinu?" Svar: „Algjör óraunveruleiki þess. Meðvitundin — þessi gluggi, sem opnast i miðri nótt einskis. Vonlaus vangeta heilans til að skilja sina eigin tilveru.” Sp: „Þér hafið haldið þvi fram, # Vladimir Nabokov fæddist f Rússlandi árið 1899 en fluttist þaðan 19 ára gamall. Hann hefur síðan búið í Englandi, Frakklandi, Bandaríkjunum og Sviss. Bók hans, Lolita, sem kom út árið 1959, gerði hann heims- frægan og hann er nú metsöluhöfundur. En fæstir vita nokkuð um þennan mann — hann stendur dyggan vörð um einkalíf sitt. Brezki blaðamaðurinn George Feifer hitti Nabokov og konu hans í Sviss og reyndi að kynnast þeim nánar... að þér hafið aldrei orðið fyrir áhrifum frá neinni stefnu, að þér hafið engan félagslegan tilgang í skrifum yðar, engan siðferðisleg- an boðskap. Hvernig tekst yður að vera svona óháður öllu?" Svar: „Fyrst og fremst veldur hér óstöðvandi þrá eftir sjálf- stæði. Einnig komst ég að þvi snemma í lífinu, að barátta fyrir einhverjum • sérstökum málstað hylur slæma list og skaðar góðan listamann. — Fleiri hnotskurnir koma mér ekki í hug núna.“ En hann gat bætt einni hnot- skurn við. Hann sagði mér að hann væri „hljóðlátlega frjáls- lyndur” af gamla skólanum. Það er allt og sumt, sem heiðursmanni er unnt að vera, sagði Nabokov. Þeir vinstrisinnuðu ættu til að gera sig að fíflum og hægrisinnað- ir verða fasistar. Allt þetta hljómaði ágætlega, en svo fékk ég bakþanka. Hefur ekk- ert — alls ekkert áhrif á mann- inn? Mér þótti þetta álika ótrú- legt og sú skoðun, sem hann held- ur fram, að listin standi ofar lif- inu sjálfu, sé því óháð, æðri og betri. Hann minnti mig á Sviss, hlutlaus, góður með sig, — ein- rænn. Þegar til vandræða kom í Rússlandi, flúði hann til Vestur- Evrópu, og þegar fó að hitna í kolunum þar, flúói hann til Ameríku. Minni menn en Nabokov hafa þráð það frelsi, sem hann segist vera að sækjast eftir, en þó ekki talið eftir sér að berj- ast fyrir því með hnúum og hnef- um. En samt, þar sem ég sit þarna með honum yfir berjasafa, sem hann býður mér og ljósmyndaran- um upp á, fer mér allt í einu að þykja svo vænt um hann, að ég verð næstum að snúa mér undan. Og mér þykir ekki aðeins vænt um hann, heldur finn ég til með honum. Hann er farinn að heyra illa, þótt hann þverneiti þvi. Hann leikur sér að sólgleraugun- um sinum og rótar i djúpum vös- unum eftir smámynt. Smápening- arnir minna mig á auð hans, sem rikur frændi arfleiddi hann að. Þær milljónir urðu byltingunni að bráð, svo og allar eigur hans og það sem honum þótti vænt um, utan fjölskyldan, og Nabokov varð að flýja frá Rússlandi. Hann á engan rússneskan lesendahóp en heldur þvi sjálfur fram að still hans sé betri á rússnesku en á ensku. „MIG HEFUR DREYMT UM AÐ VERA GORDON BANKS“ „Hvaða hlutverki gegna iþróttir í lífi yðar? — „1 dagdraumum minum hef ég oft verið Gordon Banks og hefi margsinnis bjargað heiðri Eng- lands eða einhvers annars lands í markinu. Ég hef alltaf haft hvöt til að auka og magna eiginleika boltans — kúlunnar. Alvörugef- inn symbolisti gæti séð í þessari hvöt dulbúna ósk um að ráða yfir sjálfri jarðkúlunni. En slik skýr- ing myndi þó skilja útundan ánægju mína yfir likamlegu áreynslunni, sem þarf að beita við að sparka bolta. En satt bezt að segja, þá hef ég aldrei verið verð- launaður fyrir mínar íþróttaiðk- anir. Ég spilaði tennis fram að fimmtugsaldri, varð þá að hætta, nú og ég var markvörður siðast árið 1936. Þá lék ég fyrir lið rúss- neskra útflytjenda i Berlin.” Mér er sagt að hann hafi enn mikinn áhuga á fótbolta. Og hann er enn líkamlega hraustur og hleypur upp um fjöll og firnindi án þess að blása úr nös. Igor Stravinsky hikaði, eins og þér gerið enn við að heimsækja Rússland, en þegar hann fór þangað, varð hann, likt og Chagall, djúpt snortinn. Gæti ekki heimsókn þangað örvað list yðar eins og þeirra? — „Ég þekki ekki tónlist Stravinskys og heldur ekki mynd- ir Chagalls. Auk þess, fyrst þeir fóru til Rússlands, hafa þeir verið síður hikandi en ég. örvandi, huh. Ekkert nema kirkjur og hveitiakrar. Nei takk.“ Hundruð blaðamanna hafa spurt Nabokov, hvort hann ætli ekki að fara einhvern tímann til Rússlands. Vonandi var ég sá sið- asti þeirra. Mér virtist hann' hreinskilinn. Hann var jafnvel reiður út i tilhugsunina um Stravinsky „þusandi um sina elskulegu bræður" (eins og Nabokov orðaði það) við komuna til Moskvu. Nabokov segir að sér standi á sama um stjórnarfarið þar eystra, og ég trúi honum. NABOKOVOG SOLZHENITSYN „Þér hafið sagt, að yður leiðist ekkert meira en þjóðfélagslegar bókmenntir. Solzhenitsyn reynir að lækna Rússland með bók- menntum. Er þetta þá ekki hægt?“ „Gulag er mikilsvert sagnfræói- rit, ekki skáldsaga. Það sem ég átti við, eru þjóðfélagsádeilur faldar í skáldsögum eins og hjá Dreiser, Upton Lewis o.fl.“ Nabokov og Solzhenitsyn? Ein- kennileg tilhugsun — og raunar sorgleg — að þessir tveir rúss- nesku risar skuli nú búa i aðeins 150 km fjarlægð hvor frá öðum, i landi smáborgarans, Sviss. Og hvað þeir eiga margt sameigin- legt, nú eftir að Solzhenitsyn hef- ur yfirgefið Rússland. Báðir leita andagiftar í minningum frá Rúss- landi og báðir verja þeir einkalif sitt. En samt eru þeir svo gjörólík- ir. Deilan um skyldur höfundarins — listin fyrir listina eða list til gagns fyrir þjóðfélagið — hefur hvergi verið harðari en i Rúss- landi, vegna sektar menntastétt- arinnar gagnvart bændunum. Nabokov — talsmaður listar, sem er sjálfri sér næg, og Solzhenit- syn, sem álítur að rússneskir rit- höfundar eigi að bjarga sál heimalandsins, eru fulltrúar sinn- ar hvorrar stefnunnar. Ég varð því undrandi, þegar ég heyrói, að Solzhenitsyn hefði fundið það upp hjá sjálfum sér að skrifa Nabokov bréf, einstaklega vina- legt bréf fyrir fjórum árum. Nabokov svaraði ekki þessu bréfi. Hann svarar aldrei bréfum frá Rússlandi af ótta við rússnesku leyniþjónustuna. En þegar Solzhenitsyn hóf útlegð sína, var það hið fyrsta, sem Nabokov gerði, að skrifa honum svarbréf. MENGUN OG FIÐRILDI „Alítið þér að mengun hafi haft áhrif á tilveru fiórilda?” — „Mengun er út af fyrir sig hættuminni en t.d. veðurfars- breytingar. Það má sjá fiðrildi lifa góðu lifi í skitnum frá benzín- stöðvum eða tjaldstæðum. Þegar um er að ræða staðbundnar teg- undir, sem eiga viðhald stofnsins ekki undir aðkomandi kvendýr- um, þá hefur margur flónbóndinn drepið kynstofn með þvi að út- rýma einhverri jurtategund i garðinum sínum. En náttúran er hörð af sér og jafnvel örsmáar, gegnsæjar lirfur hafa getað leikið á nútima skordýraeitur.” Nabokov þótti þessi spurning allra bezt. Ég er að reyna að nota áhuga hans á skordýrum til að milda hann, reyna að komast að kjarna hans. Að hafa við hann viðtal er eins og taka þátt í skylm- ingum og í hvert sinn sem mér tekst að nálgast hjarta hans,' tekst honum að verjast fimleg. En ég verð. Hvernig? Ég bið um að fá að sjá herbergin, sem þau búa í á hótelinu. Nei, það er ekki hægt. Ef við leyfum það einum, þá verð- ur aldrei friður. En þau eru reiðu- búin tl að skýra út fyrir mér, hvers vegna þau búa á erilsömu hóteli, þar sem Nabokov verður stundum að skrifa með eyrnar- tappa tíl að heyra ekki i umferð- inni úti fyrir. Þau búa alltaf á hótelum. Þá þarf enga heimilis- hjálp, þjónusta af öllu tagi er Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.