Morgunblaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1976 41 Rafiðnaðarþing: Vill breytingu á lög- gildingarskilyrði MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning: 4. þing Rafiðnaðarsambands Islands telur með öllu óviðunandi að rafvirkjastéttin búi við allt önnur skilyrði hvað snertir rétt- indi til sjálfstæðra starfa en allar aðrar iðngreinar. Fyrir þvi skorar þingið á hlut- aðeigandi yfirvöld að fella niður þau ákvæði reglugerðar frá 31. des. 1971 um skilyrði til lög- gildingar, sem kveða á um að próf frá Raftæknadeild T.I. sé skilyrði fyrir slíkri löggildingu. Ródesíuráðstefnan: Höggvið áhnútiim Genf 27. nóvember — Reuter. LEIÐTOGAR Afríska Þjóð- ernissina I Rodesfu hafa fall- izt á málamiðlunartillögu um dagsetningu fyrir sjálfstæði landsins, og er ráðstefnan um Ródeslu, sem Bretar halda, þvl komin úr þeirri sjálfheldu, sem hún hefur verið i slðustu þrjár vikurnar. Nú á aðeins eftir að semja um bráðabirgðastjórn, sem mun vera við völd þar til meirihlutastjórn kemst að. Má búast við að þeir samningar verði erfiðir. Forseti ráðstefnunnar, Bretinn Ivor Richard, sagði eftir fund með Robert Mugabe og Joshua Nkomo, tveimur leiðtogum þjóð- ernissinna, að nú virðist sem deil- an um dagsetningu fyrir löglegt sjálfstæði nýlendunnar fyrrver- andi tefði ekki lengur fyrir ráð- stefnunni. I tillögum Richards felst það, að Bretar lýsa Zimbawe, eins og landið heitir á máli Afríkumanna, sjálfstætt riki 1. marz 1978 enda verði öllum laga- legum og stjórnmálalegum undir- búningi, þar á meðal kosningum, lokið fyrir þann dag. Mugabe og Nkomo, sem hafa gert með sér lauslegt stjórnmála- bandalag, vildu fá fram ákveðna skuldbindingu af hálfu Breta án þess að skilyrði væri sett um að undirbúningi að sjálfstæði væri lokið áður en að meirihlutinn tæki við. — Viðhorf Framhald af bls. 38 hjá þeim, sem hefðu einhver peningaráð, hjá þeim sem væru farnir að vinna og hættir í skól- um. —Þau sækja skemmtistaðina, sögðu þeir, og þar bjóða kunn- ingjar þeirra þeim að prófa ein- hver fíkniefni, en aðeins þeim, sem þeir bjóða, öðrum treysta þeir ekki. Þeir sögðust ekki hafa orðið varir við mikla fræðslu um fíkniefnamál í skólunum, en vildu að teknir væru 2—3 dagar á vetri í að veita nemendum upplýsingar, hafa mætti nám- skeið í skólunum sjálfum, svip- uð þeim sem þeir voru á I ölfus- borgum. Að lokum voru þeir spurðir hvað þeir myndu ráðleggja ungu fólki sem væri boðið upp á að neyta fíkniefna: —Bara að segja nei takk og vera fastur á þeirri skoðun. Menn eiga að gera það upp við sig í eitt skipti fyrir öll, í ró og næði, án þrýstings frá einhverj- um utanaðkomandi og byggja þá á þeirri fræðslu sem þeir hafa fengað, á þann hátt er hægt að vega og meta hvort menn telja llf sitt meira virði og heislufar eða neyzlu fíkni- efna. Þingið telur að I stað umræddra reglugerðarákvæða eigi að koma skilyrði um próf frá Meistara- skóla, þar sem megin áhersla sé lögð á kennslu I hagnýtum fræð- um fyrir þá sem stunda sjálf- stæðan atvinnurekstur. — Fórnarlamb síns tíma Framhald af bls. 28 Wera Chorunsha og Nina Kosterina, W. Rudnev og K. Rokossovski og hundruð þús- unda annarra manna, sem „skriðbelti fjórða áratugarins" höfðu ætt yfir, en sem börðust hraustlega til varnar föðurland- inu gegn liðssveitum Hitlers. En fyrir Solschenitsyn dagsins í dag skiptir það engu máli — fyrir honum eru þessir menn annað hvort „sauðir" eða „rétt- trúnaðarmenn". Margt af því, sem kennarar á þriðja og fjórða áratugnum kenndu nemendum sinum, var ekki, vægast sagt, sannleikan- um samkvæmt. En yfirgnæf- andi meirihluti kennaranna trúði fastlega á það, sem þeir kenndu á þeim tíma. Þessir menn trúðu á sannleika marxismans og leninismans — alveg eins og hinn ungi Solschenitsyn trúði á þær stefn- ur á sínum tíma. Og þeir vissu einnig lítið um glæpi Stalíns- klikunnar, jafnlítið og Solschenitsyn var um þá kunn- ugt. En það var óhugsandi að vita ekki neitt um glæpi her- námsliðsins, ef menn bjuggu á þeim svæðum, sem Hitler hafði hertekið. Um þá glæpi vissu jafnt nemendur sem kennarar. Þess vegna gengu hinir beztu meðal þeirra — eins og sögu- hetja W. Bykovs í „Steinsúl- unni“ — I lið með skæruliðun- um. Þeir héldu engar ræður til heiðurs innrásarhernum. Solschenitsyn hefur orðið að þola hræðilegar þjáningar, sem hafa vissulega lamað og bugað hrausta menn, svo að þeir urðu örkumla. Örlög Solschenitsyns sjálfs bera þess ljósan vott. Hann er fórnarlamb þessara tíma, sem eigi aðeins þróuðu með höfundi „Eyjahafsins" festu og karlmennsku og óvenjulega þrjózku og þraut- seigju. Þessir tímar urðu einnig til þess, að önnur einkenni, aðr- ar hneigðir komu í ljós og efld- ust með honum: langrækin beiskja og biturð, sem jaðrar við ofstæki. Órjúfanleg fast- heldni við ákveðna hugmynd og einungis hatur í garð þeirra, sem hafa aðrar skoðanir og aðra sannfæringu. Hve honum er erfitt að skoða lifið og veru- leikann í fjölbreytni sinni. Hve óvandur hann er að meðulum, sem hann beitir til að ná til- gangi sínum. Enda þótt öll við- leitni og allt kapp Solschenit- syns beinist að baráttunni gegn sósíalismanum — þá minna að- ferðir þessarar baráttu allt of mikið á það, sem hann réttilega afhjúpar í „Eyjahafinu”. Það ber að harma, að enn skuli Solschenitsyn ekki hafa lært að umbera mennina. Hann heldur áfram að lifa einungis eftir sinni eigin fyrirmynd og fella dóma yfir öðrum. —svá— þýlt úr ,.Die Zeit“ vmnmgsvon og betrí vegir Nú heíur verið gefinn út nýr flokkur happ- drættisskuldabréfa ríkissjóðs, I flokkur, að fjárhæð 200 milljónir króna. Skal fé þvi, sem inn kemur fyrir sölu bréfanna varið til fram- kvæmda við Norður- og Austurveg. Á hverju ári verður dregið um 598 vinninga aö fjárhæð 20 milljónir króna, og verður dregið i fyrsta skipti lO.febrúar n.k. Vinningaskrá: 4 vinningar á 1 miiljón 4 vinningar á 500 þúsund 90 vinningar á 100 þúsund 500 vinningar á 10 þúsurid 598 vinningar á 20 milljónir króna Þú hefur allt að vinna. Verðtryggð happdrættisskuldabréf eru til sölu nú Þau fást i bönkum og sparisjóðum um land allt og kosta 2000 krónur. v t.aVX-i v, SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.