Morgunblaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 4
Um þriðja bindi „Gulag-eyjahafsins'’ MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1976 Fórnarlamb síns tíma __t_ Medvedjev segir um Solschenitsyn: „Hann hefur enn ekki lært að umbera mennina." Roy A. Medvedjev: „Eftir að Medvedjev hafði af- hjúpað tilhneigingar flokks blaðanna í Moskvu til að endurreisa Stalin, var hann rekinn úr kommúnistaflokkn- um 1969. Medvedjever sagnfræðingur og hefur harð- lega gagnrýnt stjórnarfar Stalíns-tímans. Eigi að síður heldur hann tryggð við kommúnismann og kenningar Lenins. Þær vill hann ekki gefa á bátinn, eins og glögglega kemurfram I þessari deilu við Solschenitsyn. "22 I ritdómum mínum um tvö fyrstu bindi „Gulag- eyjahafsins“ lét ég í Ijós það álit mitt, að þessi rit- verk væru meðal hinna merkustu á vorum tím- um, veigamestu bækur tuttugustu aldar. Eftir lestur þriðja bindisins er engin ástæða til að hnika þeim dómi. 1 eftirmála biður Solschenit- syn lesendur forláts vegna hinnar óhóflegu stærðar rit- verksins og vegna ýmissa tak- markana af hálfu höfundar. Þessi afsökun á þó sízt við um þriðja bindið, er óhætt að full- yrða. Því að þriðji hluti verks- ins byggist að miklu meira leyti en hin fyrri á persónulegri reynslu höfundar, sem Ijær henni fremur svip listrænna endurminninga en vísindalegra rannsókna. Sem rithöfundur nýtur Solschenitsyn sín frábær- lega, þegar hann lýsir atburð- um, sem hann sjálfur hefur orð- ið vitni að og rifjar upp. Og það gerir megin kafla þriðja bindis svo listrænan, sannfærandi og áhrifamikinn. Þó hefur viðhorfið gagnvart þessari bók jafnt í vestrænum ríkjum sem Sovétríkjunum — burtséð frá þvi að með þriðja bindinu lýkur á mjög hæfilegan og viðeigandi hátt hinu feikna- mikla verki höfundar „Gulag- eyjahafsins" — ekki breytzt neitt að marki, að því er virðist. Útkoma þriðja bindisins þótti engum stórtíðindum sæta, og i mörgum vestrænum blöðum og tímaritum var viðburðarins að- eins stuttlega getið. Enda þótt „Eyjahaf" Solschenitsyns liggi nú fyrir í heild — en ég er sannfærður um, að það muni ávallt verða talið meginverk hans sem rithöfundar — er mun minna talað, skrifað og deilt um síðasta bindið en hin fyrri. Fyrir þvi eru greinilega ýmsar ástæður. Á síðustu tveimur árum hef- ur Solschenitsyn í hinum fjöl- mörgu pólitisku blaðagreinum, á blaðamannafundum, i bréf- um, sjónvarpsviðtölum og ann- ars staðar sem og í ræðum látið í Ijós svo margar afturhalds- samar og fjarstæðukenndar hugmyndir og augljóslega frá- leitar skoðanir, sem hafa sýnt skort á þekkingu á grundvallar- atriðum bæði rússneskrar sögu sem almennrar mannkynssögu, að hann hefur fallið í áliti bæði sem stjórnmálamaður og spá- maður hjá menntamönnum og frjálslyndu fólki almennt á Vesturlöndum. En það er því miður ekki aðeins um hinar afturhalds- sömu og fjarstæðukenndu skoð- anir Solschenitsyns að ræða. Heldur og um þær aðferðir, sem hann beitir til varnar og rökstuðnings skoðunum sínum, um þann málflutning, sem hann leyfir sér í ritdeilum í baráttu sinni gegn pólitískum andstæðingum. Á sama tíma og Solschenitsyn óskapast út af bolsévikum vegna margra ótækra meðala, sem þeir hafi beitt til að ná tilgangi, sem þeir töldu góðan, skirrist hann sjálf- ur einskis, hvað meðul snertir. 1 hita bardagans á ritvellinum hefur hann allt of oft gripið til augljósra útúrsnúninga og af- bakana og lymskulegra bragða, til vísvitandi launungar að stað- reyndum sem og einnig til ill- kvittnislegs söguburðar um menn, sem eru á öndverðum meiði við hann. Með því að lítilsvirða þannig siðferðilegar grundvallarreglur grefur Solschenitsyn undan trausti verulegs hluta lesénda- hóps sfns einnig á listamannin- um Solschenitsyn. Af þessari ástæðu spyrja margir lesendur: Ýkir hann ekki einnig í „Eyjahafinu", grípur hann ekki einnig hér til rangfærslna? Augljóst er, að í þessu liggur aðalástæðan til dvfnandi vin- sælda hans og „Eyjahafsins". I þriðja bindi „Eyjahafsins" eru Skiljanlega margir óljósir og ónákvæmir hlutir — eins og til dæmis þegar því er haldið fram sepi staðreynd,' sem f rauninni var heilaspuni í búð- unum. Þannig er sú sögusögn úr lausu lofti gripin, sem Solschenitsyn segir aðeins að hafi verið orðrómur, þó að hann hafi ekki haft eina einustu sönnun við að styðjast, það er orðrómurinn um örlög þeirra, sem urðu örkumla í stríðinu, fyrir föðurlandið. „Hvar á hún heima í keðj- unni,“ skrifar hann, „til hvaða flokks bölvunar á að telja út- legð örkumlamannanna úr stríðinu fyrir föðurlandið? Við vitum að heita má ekkert um þá, og það veit varla nokkur maður neitt um þá.“ (Letur- breyting mín. R.M.) „Þeir voru sendir til ákveðinnar eyju í norðri — þeir voru sendir þang- að vegna þess, að þeir létu af- skræma sig til heiðurs ættjörð- inni, og þeir voru sendir til að koma þjóðinni f eðlilegt horf frá heilbrigðissjónarmiði, þjóð- inni, sem hafði reynst svo sigur- sæl í öllum greinum fimleika og boltaleiks. Þar, á hinni óþekktu eyju, eru hinar ógæfusömu stríðshetjur geymdar, að sjálf- sögðu án þess að vera leyft að hafa bréfasamband við um- heiminn (það er mjög sjaldan, sem bréf komast þaðan, það er vitað), og þessir menn fá naum- an matarskammt, því að vinna þeirra getur ekki réttlæft ríf- legan skammt. Að því er virðist, ala þeir manninn þarna enn.“ Já, stríðið skildi eftir sig marga örkumlamenn. Ég minn- ist þess, hve margir þessara ógæfusömu manna fóru um betlandi i löngum röðum, ná- lægt verzlunum, mörkuðum og testofum eða bara úti á götun- um, við lok fyrsta styrjaldarárs- ins. Þeir voru látnir fara úr spítölunum, en þeir vissi ekki, hvar fjölskyldur þeirra væru niður komnar. Oft vildu þeir ekki heldur snúa aftur til eigin- kvenna sinna og unnusta sem örkumlamenn. Við lok stríðsins hurfu þessir menn í rauninni nær allt í einu af götum stór- borganna. En þeir voru ekki fluttir til óþekktrar eyju, svo að þeir dæju þar, til þess áð „heil- brigði þjóðarinnar kæmist í eðlilegt horf“. Við lok stríðsins var komið á fót kerfi sérstakra sjúkrahúsa fyrir ólæknandi örkumlamenn úr stríðinu, fyrir hjálparvana öryrkja, sem áttu enga að eða fundu ekki hjá sér neina löngun til að búa hjá fjöl- skyldu sinni, og þetta kerfi eða net sjúkrahúsa náði yfir allar stórar borgir. Þegar ég stundaði nám við háskólann í Leningrad fyrstu árin eftir stríðið, hafði deild okkar vissum skyldum að gegna við eitt þessara sjúkrahúsa fyr- ir „ólæknandi sjúklinga", eins og örkumlamenn úr stríðinu voru kallaðir þar. Hlutskipti þessara manna var ekki öfunds- vert, aðeins fáir þeirra gátu unnið á verkstæðum, sem til- heyrðu sjúkrahúsunum. En enginn lét þá þó svelta, „af því að vinna þeirra réttlætti ekki ríflegan skammt". Slíkrar ónákvæmni sem þess- arar gætir þó ef til vil vill sjaldnar í þriðja bindi „Eyjahafsins“ en hinum fyrri. En samt sem áður, ef maður héldi sig við eiðstafinn í amer- ískttm ( og enskum, held ég ) rétti — Ég sver, að ég segi sannleikann, aðeins sannleik- ann og ekkert nema sannleik- ann — þá gæti hann ekki haft Frá stríðinu í Rússlandi: Óvinunum gefið vatn að drekka. „Blóðsugan þarfnast aðeins hins rússneska blóðs, líkaminn má detta dauður niður." eftir tvo seinni hluta formúl- unnar. Því að hinn skelfilegi sannleikur, sem hinn frægi listamaður opinberar heim- inum í bók sinni, er blandaður einhliða ósannindum, og þó að þau tilvik séu ekki ýkja mörg, eru þau þó áhrifamikil í eðli sínu. Og skýringuna er helzt að finna í nýjum hugmyndum og skilningi Solschenitsyns (sem kemur að minnsta kosti fram í „Eyjahafinu") og í viðleitni hans til að sveigja veruleikann í samræmi við hina nýju skoð- un. Ósjálfrátt vaknar sú spurning við lestur „Eyjahafsins", hvernig beri að skýra hina und- arlega breyttu afstöðu höfund- ar. Solschenitsyn. snýr sér á mjög einfaldan hátt út úr mál- inu. Hann skrifar: „I fyrsta hluta þesSarar bókar var les- andinn enn ekki nægilega und- ir það búinn að taka við öllum sannleikanum ... Þar sem les- andinn hafði þar ekki náð að ganga með okkur allar götur gegnum búðirnar, fékk hann aðeins ábendingu, mjög kurteislega, um að íhuga boðið. En nú eftir alla áfangana, flutningana, skógarhöggið, vinnuna við sorpgryfjur búð- anna, mun lesandinn ef til vill fremur vera á sama máli.“ Það er ekki hægt að trúa á einlægni slíkrar yfirlýsingar. Að minnsta kosti hjá meiri hluta sovézkra lesenda og meira að segja aðdáenda Solschenitsyns vekja þessi um- mæli tortryggni í garð höfund- ar. Eftir innrás Hitlers í Sovét- ríkin voru, eins og kunnugt er, meira að segja rússneskir flóttamenn úr röðum hvítliða mjög ósammála um afstöðu sina til þessa stríðs. Hluti þeirra, meðal annarra P. Miljukov, for- ingi sjóliðsforingjaefnanna, og Denikin hershöfðingi lýstu því yfir, að þeir óskuðu Sóvét- rikjunum sigurs. Annar hluti tók ekki ákveðna afstöðu og að- eins lítill hluti fylgdi fasistum að málum. Öll samúð Solschenitsyns er með hinum síðastnefndu, og hann harmar það aðeins, að þeir hafi verið of fáir og ekki notið fulls trausts hernámsliðsins. Solschenitsyn er það mætavel ljóst, að ætlun Hitlers var ekki aðeins að ganga milli bols og höfuðs á bolsévismanum, heldur og á Rússlandi sem riki, og að ekki var allt lygi, sem staðið hafði í blöðum okkar fyrir stríð. Hann skilur það fullvej, að Rússland var komumönnum enn minna virði en þeim, sem horfið höfðu úr landi. Að „blóðsugan þarfn- ast aðeins hins rússneska blóðs, en likaminn má detta dauður niður“. Engu að síður er hægt að vitna i nægilega margar síð- ur, sem hafa að geyma vörn fyrir svik, sem er furðuleg af hendi rússnesks rithöfundar. Líf þjóðar okkar var vissu- lega ekki auðvelt á þriðja og fjórða áratugnum, og hinir hræðilegu glæpir Stalíns- stjórnarinnar ullu milljónum sovézkra borgara ólæknandi sárum.En aðeíns lítill hluti þeirra, sem höfðu þjáðst á þess- um árum, hafði samstarf við óvinina. Og það var ekki hinn betri, heldur hinn versti hluti þeirra, sem þjáðst höfðu. Það er hægt að nefna nöfn eins og Framhald á bls. 41.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.