Morgunblaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 22
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30, NÖVEMBER 1976 VlfD V? MORödlvÆj KAFP/NO il j Það væri óskandi að þér batn- aði svo fljótt að þú gætar þetta. Við erum trúlofuð, en þó ekki svo alvarlega, að hann ekki bregði sér á stefnumót um helgar. Hér ríkir góður andi á vinnustaðnum, eins og þú sérð. Óþarf a hávadi Einn af borgurum Reykjavíkur kom fyr- ir nokkru að máli við Velvakanda og ræddi um göngugötuna Austurstræti og óþarfa hávaða sem henni tilheyrir. — Mér finnst það alveg óþarfi að það sé verið að leika einhverja tónlist yfir vegfarendum eins og gert er í Austurstrætinu. Það verður ekki farandi um miðbæinn fyrir hávaða sem þessum og ég geri ráð fyrir að þeir sem leika þessa tónlist, þær verzlanir, hafi leyfi fyrir þessum tónleikum. Það er ekki við því að búast að það sé mikill vinnufriður í næsta nágrenni, enda mun starfsfólk Ut- vegsbankans hafa kvartað yfir þessu, en ekki virðist það hafa borið árangur. Þeir í Utvegsbank- anum ættu að spila á móti þeim einhverja tónsmið, t.d. „trölla- sönginn" úr auglýsingunni. Við þetta má bæta að það er víðar í borginni leikin tónlist fyr- ir vegfarendur, t.d. á Laugavegin- um og ekki veit Velvakandi hvort starfsfólk þar í grennd hefur kvartað. En þetta hefur sem sagt verið á nokkrum stöðum i borg- inni að leikin er tónlist við ýmsar tegundir verzlana, tizkuverzlanir og hljómtækjaverzlanir og eru þær líklega að minna fólk á sig með þessu tiltæki. Segja má að Frægt er I sögunni, þegar Neville Chamberlain forsætis- ráðherra Breta fór á Miinchen- ráðstefnuna og samdi við Adolf Hitler um frið I Evrópu. Eftirfarandi saga er sögð frá ráðstefnunni: — Herra Chamberlain, vild- uð þér ekki vera svo vingjarn- legur að gefa mér regnhlffina yðar sem minjagrip, sagði Hitl- er. — Nei, nei, svaraði Chamberlain, það get g ekki. BRIDGE I UMSJA PÁLS BERGSSONAR Að gefa einn og taka tvo, mætti nefna spilið í dag. Gjafari suður, norður-suður á hættu. Norður S. DG975 H.G106 T. 84 L. D97 Vestur S. 843 H. 93 T. AKDG75 L. K6 Austur S. 1062 H. D82 T. 62 L.G 10842 Suður S. ÁK H. AK754 T. 1093 L. A53 Sagnir gengu þannig: Suður Vestur Norður Austur 1 hjarta 2 tíglar pass pass dobl 3tíglar 3 hjörtu pass 4 hjörtu pass pass pass Vestur spilaði þrisvar tígli, tók á ás og kóng og spilaði síðan drottningu. Blindur trompaði með hjartatfu. Austur gat nú trompað yfir með drottningu, en var rétt að gera það. Hann sá, að með því gæfi hann sagnhafa inn- komu á blindan. Einnig þótti austri ósennilegt, að vestur ætti annan ás. Hann gaf því slaginn í von um, að innkomuleysi á blind- an gerði sagnhafa erfitt um vik. Þetta reyné'Jt rétt. Sagnhafi gaf nú slagi á lauf og tromp auk tígulslaganna tveggja. Takið eftir, að yfirtrompun með hjartadrottningu eyðileggur alla möguleika varnarinnar. Sagnhafi fær þá innkomu á tromp til að taka spaðaslagi blinds. P.B. — En, herra Chamberlain, það hefur mikla þýðingu fyrir mig, sagði Hitler. Eg bið yður um að gera það. — Mér þykir það leitt, en ég get ekki orðið við þeirri bón yðar. Það fór að slga I Ilitler. — Ég krefst þess, hrópaði hann og stappaði niður fæt- inum. — Nei, sagði Chamberlain ákveðinn, það er ómögulegt. Sjáið þér til — ég á regnhlíf- ina. Jón Boli: Jæja, hvernig leizt þér á „Hamlet"? Samúel frændi: Agætlega, en þið eruð bara nokkuð á eftir tfmanum hér f Evrópu, því að ég sá þennan leik í New Vork fyrir fjórum árum. Nemandinn: Kennari, það er stór könguló að skrfða á landa- bréfinu. Kennarinn: Hvar er hún? Nemandinn: Rétt fyrir utan London. Auglýsingin er alveg aö verða tilbúin! Maigret og þrjózka stúlkan Framhaidssaga eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 22 — £g læddist út úr rúm- inu... — An þess að kveikja vænti ég. Þvf að hefðuð þér kveikt Ijós hefði Lucas veitt þvf eftir- tekt, þar sem slárnar voru ekki aiveg fyrir gluggunum... þér fóruð sem sagt fram úr rúm- inu... Vorið þér ekkert hrædd- ar... þér sem eruð svona skelfdar í þrumuveðri... Og hvað svo... Svo hafið þér farið út úr herberginu? — Ekki alveg strax... Ég lagði eyrað að hurðinni og reyndi að hlusta... Það var ein- hver í herberginu hinum meg- in við ganginn. Ég heyrði að stóll var færður til... Svo heyrði ég að bolvað var f hálfum hljóðum... Ég skildi þá að maðurinn fann ekki það sem hann ieitaði að og var að húast til brottfarar... — Voru herbergisdyrnar yðar læstar? — Já. — Og þér hafið hrundið þeim upp og þotið fram. óvopnaðar og ráðizt á glæpamanninn sem að Ifkindum hefur verið morð- ingi Jules I.apies. — Já. Hún horfir á hann full af þvermóðsku. Hann blfstrar af aðdáun. — Þér voruð sem sagt vissar um að hann myndi ekki gera yður mein...? Þér vitið auðvlt- að ekki að Petillon var þegar þetta gerðist óravegu f burtu... Hún getur ekki stillt sig um að segja snögglega: — Hvað vitið þér um það? — Látið mig heyra meira... Ilvað var klukkan? — Ég leit ekki á klukkuna fyrr en á eftir... þá var hún hálf fjögur... Hvernig vitið þér að Jacques...? — Svo að þér talið kumpán- lega um hann! — Æ, hættið þér þessu, gerið það nú... Ef þér trúið mér ekki þá skuluð þér bara fara! — Allt f lagi. Ég skal ekki taka fram f fyrir yður aftur... Þér fóruð út úr herberginu... hreystin uppmáluð og... — Og þá sló einhver mig bylmingshögg f andlitið! — Og sfðan flýði maðurinn eíns og fætur toguðu? — Já, hann fór bakdyrameg- in... Hann hafði Ifka komið inn þá leiðina. Þrátt fyrir hruflurnar á and- liti hennar langar Maigret mest til að segja við hana: — Ég trúi ekki einu einasta orði af þessu, Felicie litla... Ef einhver héldi þvf aftur á móti fram, að hún hefði sjálf hruflað sig f framan myndi hann trúa þvf. Hvers vegna? En einmitt á þessu andartaki leitar augnaráð hans að beði fyrir utan þar sem moldin er enn rök. Hún uppgötvar hvert hann hvarflar augunum, starir á fótsporin og segir með bros á vör: — Þetta er kannski eftir lappirnar á mér? Hann rfs upp. — Komið... Hann gengur inn f húsið. Það er auðvelt að sjá að það er mold á bónuðum þrepunum. Hann opnar dyrnar inn í herbergi Lapies. — Hafið þér farið hingað f morgun? — J á, en ég snerti ekkert... — Stóllinn þarna... var hann á þeim stað f gærkvöldi? — Nei... hann stóð við glugg- ann. Nú er hann aftur á móti við stóra klæðaskápinn og á set- unni eru augljós merki um óhreinindi. — Hefur Felicie sem sagt ekki verið að segja ósatt. Ein- hver hefur kannski brotizt inn I Cap Horn um nóttina og það getur ekki hafa verið Petillon blessaður, sem er sjálfsagt á skurðarborðinu á Beaujonsjúkrahúsinu þessa stundina. Ef Maigret hefur þurft frek- ari sannana við, finnur hann þær þegar hann stendur uppi á stólnum og horfir upp á skáp- inn þar sem hann sér að fíngur hafa þreifað fyrir sér f ryklag- inu og einhver fjöl hefur verið losuð. llann verður að senda eftir tæknisérfræðingum og láta taka myndir og athuga hvort fíngraför finnist. Nú er Maigret orðinn alvöru- gefnari á svip. Hann hrukkar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.