Morgunblaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1976 47 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA I0100KL. 10— 11 FRÁ MANUDEGI wujATrxK-an'uu þeim ætti aö nægja að leika sina tónlist innandyra, en þá vekur hún e.t.v. ekki athylgi vegfar- enda, en hitt er víst að ekki kunna allir vel við þessa tónleika, og finnst nóg um hávaða fyrir þó ekki sé verið að bæta ofan á, hvort sem það er tónlist eða eitt- hvað annað. % Opið bréf til S.V.R. Málefni S.V.R. hafa verið nokk- uð til umræðu að undanförnu í þessum dálkum og fyrir helgina kom 10—11 ára hnáta með eftir- farandi bréf: „Af hverju þurfa krakkar að fara niður á Hlemm eða Lækjar- torg til að kaupa farmiða með S.V.R. þegar fullorðnir geta keypt kort í vögnunum? Það eru mjög mörg börn sem þurfa að fara í strætisvögnum. Ef bílstjórarnir yrðu eftirtektarsamari og þægi- legri í viðmóti yrði miklu vinsælla að fara með „strætó“. Anna.“ Velvakandi þakkar önnu fyrir bréfið og það sakar ekki að minna á það í leiðinni að fleiri á hennar aldri ættu að senda pistla í þátt- inn, hann er ekki einungis fyrir fullorðna. % Kennum bænir. Ensk kona sendi eftirfar- andi bréf í framhaldi af slysum sem orðið hafa að undanförnu og stingur hún upp á því að fjöl- miðlar hvetji fólk til að biðja fyrir því fólki sem á í erfiðleikum eftir slys. „Það sem við þurfum mest á að halda á þessum erfiðu timum er að biðja hvert fyrir öðru. (Matt. 24:12 og Jakob 5:16.) Ég vona að þetta verði tekið upp í skólum líka því börn þurfa vissulega að kunna að biðja. Ein, sem trúir á mátt bænarinn ar.“ í»essir hringdu . . . Ein frá Hafnarfirði: 0 Dýrtíðin heldur áfram Mikið hefur verið um verð- hækkanir að undanförnu og nú liggur fyrir beiðni um rafmagns- og hitaveituhækkun. Manni finnst bráðum of langt gengið. Hvað gerist svo? Koma ekki aðrir á eftir og heimta sína hækkun lika? Öll þjónusta og allar vörur — á það ekki allt eftir að fylgja í kjölfarið? En hvað er með kaupið, hefur það hæk^að um 25%? Mér finnst þetta undarleg stefna hjá því opinbera. Ég er húsmóðir og er að velta því fyrjr mér hvernig fólk fer að þvi að láta enda ná saman. 0 Eru námsmenn að linast? Sama kona heldur áfram: Hverjum erum við að þjóna með því að halda uppi heilu fjöl- skyldunum? Ég hef verið gift í 30 ár og á fjögur börn, sem hafa ekki fengið námslán en stundað eigi að síður nám eftir skyldumámið. Námsfólk getur ekki heimtað allt af því opinbera, ég skil ekki orðið þessa kröfugerð á rikið, ríkið á að útvega allt. Námslán hafa ekki alltaf verið við lýði, en samt voru til námsmenn. Eru viðhorfin að breytast svo mjög. Við verðum að SKÁK ÍUMSJÁ MAR- GE/RS PÉTURSSONAR Eftirfarandi staða kom upp 1 5. umferð Ólympíuskákmðtsins 1 Haifa. Spánverjinn Bellon hafði hvítt og átti leik gegn Palacios frá Kólumbfu: muna lika eftir gamla fólkinu, við getum ekki endalaust gert kröfur fyrir okkur. 0 Enn um skipti- miða Farþegi S.V.R.: — Ég man ekki betur en for- ráðamenn S.V.R. hvettu til þess þegar skiptimiðakerfinu var kom- ið á að menn notfærðu sér það á þann hátt sem var verið að fjalla um í Velvakanda nú nýverið. Að menn gætu skroppið í bæinn og heim á sama miðanum, ef þeir væru ekki of lengi og miðinn væri ekki útrunninn. Einhver af forráðamönnum S.V.R. kom þá fram í sjónvarpi og raktj fyrir hlustendum kosti skiptimiðakerfisins og hann benti meðal annars á þetta, að hægt væri að ferðast að heiman og aft- ur tilbaka á sama miða. Þetta get- ur því varla talist misnotkun úr því að bent var á þetta af forráða- mönnum fyrirtækisins. Annars held ég að hér sé ekki um að ræða fjölda manna, þetta getur varla verið nema lítið brot af öllum sem ferðasl með S.V.R. HÖGNI HREKKVÍSI Ekki er hann fþróttamannslegur þessi? Blessaður! æstu þig ekki! Hverju sem pakka skal notiö tesapack

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.