Morgunblaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1976 29 Fyrstu 9 mánuði ársins: Velta SÍS 21,9 milljarðar kr. VELTA aðaldeilda Sambands is- lenskra samvinnufélaga frá sfð- astliðnum áramðtum til septem- berloka var 21.9 milljarðar króna og er það svipuð upphæð og velta þessara deilda var allt árið I fyrra. Þetta kom meðal annars fram I erindi Erlends Einarsson- ar, forstjóra SÍS, á árlegum kaup- félagsstjórafundi, sem haldinn var fyrir skemmstu I Reykjavík. Veltuaukningin nemur 38% og gat Erlendur þess sérstaklega, að aukningin f iðnaðinum væri yfir þessu meðallagi, eða45% Þó ekki liggi fyrir nákvæmar upplýsingar um afkomu Sam- bandsins á fyrrnefndu timabili bendir þó allt til, að sögn Erlends að afkoman nú sé um 16% lakari en á sama tíma í fyrra. Á kaupfélagsstjórafundinum urðu töluverðar umræður um málefni Byggðasjóðs í framhaldi af erindi Stéingríms Her- mannssonar, alþingismanns, um starfsemi sjóðsins. Af hálfu kaup- félaganna kom fram að þess var eindregið óskað að Byggðasjóður tæki upp veitingu stofnlána til verzlana í dreifbýli, sem hefur verið sáralítill þáttur i starfsemi hans til þessa. Höfn f Hornafirdi, 24. nóvember. ENDANLEGRI sauðf járslátrun hjá Kaupfélagi Austur- Skaftfellinga er nýlokið. Alls var siátrað 28.617 fjár, þar af var slátrað á Fagurhólsmýri 4577 fjár, og er heildarslátrunin 25 fjár færri en I fyrra. Meðalþungi dilka var nú 14.59 kiló, en var á s.l. ári 14.93 kíló. Mestan meðalþunga höfðu dilkar Ákveðið hefur verið að aðal- fundur Sambandsins á næsta ári verði haldinn í Reykjavík i tilefni af 75 ára afmæli SIS og verður þar sérstaklega rætt um félags- og fræðslumál samvinnuhreyfingar- innar. frá Mýrum, 15.91 kíló, og úr Öræf- um 15.31 kíló. Guðjón Jónsson bóndi í Flatey átti mestan meðal- þunga. Hann átti 180 dilka og var meðalþungi þeirra 18.41 kíló. Af einstaklingum átti Guðfinna Benediktsdóttir Volaseli mestan þunga, en hún var með 10 dilka, sem vigtuðu að meðaltali 18.58 kíló. Þungstan dilk átti Þorsteinn Sigjónsson Bjarnarnesi, 28.2 kíló. Gunnar. 28.617 fjár slátrað hjá Kaupfélagi A-Skaftfellinga JÓLAMERKI frá Akureyri EINS OG undanfarin ár, allt frá 1934, hefur kvenfé- lagið Framtíðin á Akureyri gefið út jólamerki nú. Að þessu sinni hefur Ragnar Páll, listmálari í Reykjavík, teiknað merkið. Allur ágóði af sölu jólamerkj- anna rennur til Elliheimilanna eins og undanfarin ár og kostar merkið kr. 10.00 og er selt i Frl- merkjahúsinu, Lækjargötu 6A og Frímerkjamiðstöðinni, Skóla- vörðustíg 21A Reykjavík. Nýr bíll - betri bíll Nýja Cortínan er vissulega augnayndi —- eri lögun hennar og gerð hefur mótast í ákveðn- um tilgangi; að auka öryggi og bæta aksturs- eiginleika. Útsýni ökumanns eykst um 15% bæði um fram- og afturrúðu, rúðuskolun og ljósabún- aður er endurbættur, höfuðpúðar á framsæt- um, viðbrögð stýris- og bremsubúnaðar bætt og sjálfkrafa jöfnun verður nú á fjöðrun í samræmi við hleðslu. Vegar- og vélarhljóð greinist vart lengur vegna hinnar rennilegu lögunar og aukinnar einangrunar. Og síðast en ekki síst, endurbætur á vélinni spara benzín um 10% í innanbæjarakstri. Ný Ford Cortína — bíllinn sem við ökum inn í næsta áratug. FORD UMBOÐID Sveinn Egilsson hf SKEIFUNN117 SIMI85100 Kristjana Helgadóttir (Caroline) Anna Ragnarsdóttir (Pamela) Sig- urður Hallmarsson (John Emery) ^ Ljósm. PÉTUR. Aframhaldandi gróska á Húsavík Húsavfk, 24. nóv. LEIKFÉLAG Húsavíkur frum- sýndi s.l. þriðjudagskvöld gaman- leikinn „Það þýtur í Sassafras- trjánum“ eftir René de Obaldia I þýðingu Sveins Einarssonar og leikstjórn Ingimundar Jónssonar. Leikmyndina gerði Steindór Sig- urðsson. Leiknum var mjög vel tekið af áhorfendum og leikar- arnir hylltir með áköfu lófataki og blómum. Með aðalhlutverkin fara Sigurður Hallmarsson, Kristjana Helgadóttir, Bjarni Sig- urjónsson og aórir leikendur eru Anna Ragnarsdóttir, Gúrún K. Jó- hannsdóttir, Jón Guðlaugsson, Einar Njálsson og Jón Fr. Benónýsson. Starfsemi Leikfélags Húsavík- ur hefur farið mjög vaxandi hin síðari ár og viðfangsefnin oftar valin af erfiðari endanum, en þótt um áhugaleikara hafi verið að ræða, hafa þeir valdið hlutverk- um sinum og vaxið með hverri raun. Hinir eldri og þekktari leikarar Húsvikinga laysa hlutverkin i síð- asta verkefni leikfélagsin vel af hendi og nýliðarnir lika og lofa þeir góðu um áframhaldandi grósku í húsviskri leiklist. Eftir áramótin boðar leikfélag- ið annað leikrit og mun þá fá hingað Hauk Gunnarsson, leik- stjóra frá Reykjavík. Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.