Morgunblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 13
Laugardagur 24. des. 1960 MORnVWLAÐlÐ 13 ________________________________ ---j- Saga Reykholtsmáldaga er furðu- legt ævintýr Elzte frumritað skjal á norræna tungu9 sem tiE er Samtal v!ð Stefán Pétursson þjóðskjalavörð Stefán Pétursson þjóðskjalavörður við skrifborð sitt í safn- inu. Á borðinu liggur Reykholtsmáldagi. (Ljósm. Mbl.: Ólafur K. Magnússon) HÉR sjáum við Steinku. Það er eldtraustur steinklefi, sem við geymum í forn handrit og aðra helztu dýrgripi safns ins. — Þannig komst Stefán Pét- ursson, þjóðskjalavörður, að orði, um leið og hann lauk upp járn- hurð mikilli að dýrgripasafni Þjóðskjalasafnsins. Þar getur fyrst að líta bréfabók Guðbrand- ar biskups Þorlákssonar, frum- rit ritað á pappír af honum sjálf um. Er hún skráð um og eftir 1600 og vel læsileg. Næst verður fyrir hendi skinn bók fornleg. Er það bréfabók Jóns biskups Vilhjálmssonar á Hólum. Hún er elzta biskups- bréfabók, sem varðveizt hefur á íslandi, rituð um 1430. Þá getur að líta máldagahók Ólafs biskups Rögnvaldssonar, einnig á skinni, sem rituð er á síðari hluta 15. aldar. Báðum þessum skinnbókum var skilað úr Árnasafni í Kaupmannahöfn árið 1928. Enn getur að líta Sigurðarreg- istur, skinnbók allmikla. Er það eignaskrá Hólastóls, rituð 1525, 1550 og um 1570. Er skinnbók þessi listilega skrifuð og vel læsileg. En erindi Mbl. hingað í Þióðskjalasafnið að þessu sinni var allt annað en að skoða þessar bréfa- og mál- dagabækur. Það er að skoða Reykholtsmáldaga og kynn- ast sögu elzta fornskjalsins, sem íslendingar eiga. Hand- rit Reykholtsmáldaga er auk þess eitt þeirra fáu fornu handrita, sem aldrei gekk Is- lendingum úr greipum, þrátt fyrir fjórar ferðir þess til Kaupmannahafnar. Má raun- ar segja, að saga þessa nær 800 ára gamla handrits sé furðulegt ævintýr. Elzta fmmritað skjal á nor- ræna tungu. Morgunblaðið bað Stefán Pét- ursson, þjóðskjalavörð, að segja lesendum sínum í stórum drátt- um sögu þessa þjóðardýrgrips. — Það lætur að líkum, að Reyk holtsmádagi, sem er aðeins þurr skrá um eignir og gripi Reyk- holtskirkju verði ekki borinn sam an við hin frægu skinnhandrit íslendingasagna og Eddukvæða, um bókmenntagildi, segir Stefán Pétursson. En hann er eldri en nokkurt þeirra, enda elzta frumritað skjal á norræna tungu, sem til er, og eitt af allra elztu handritum íslend- inga yfirleitt, þeim sem varð- veitzt hafa. — Hvenær var Reykholtsmál- iagi skráður? *— Það er mjög erfitt að segja upp á ár. En víst er, að hann hefur ekki verið skrifaður allur í einu; enda eru á honum að minnsta ko.sti sex, ef ekki sjö rithendur. þrjá meginkafla, auk nokkurra innskota og smáviðbóta. Komst Jón Sigurðsson, sem gaf máldag- ann út í fyrsta bindi fslenzks fornbréfasafns árið 1859, að þeirri niðurstöðu, að þessir kafl- ar myndu vera skráðir um það bil árin 1185, 1206 og 1224; ættu hinir tveir síðari þá að vera Snorri Sturluson hafði tekið við staðnum. Munu og flestir þeir, sem síðar hafa um máldagann fjallað, hafa verið svipaðrar skoð unar, þó að ekkert ártalið sé tal- ið fullkomiega öruggt, nema þá helzt hið síðasta. Samkvæmt þessari tilgátu Jóns Sigurðssonar ætti upp- haf Reykholtsmáldaga því að vera orðið 775 ára gamalt. — Máldaginn hefur verið skráður ó kálfsskinn? — Já, og er fyrir löngu farinn að láta á sjá. Skinnblaðið, sem hann er skrifaður á, er nú sterk- lega gulnað, og á stöku stað hafa fallið á það smágöt. Skriftin er einnig mjög farin at mást, eink- um á síðari köflum máldagans, og má þó vel lesa hann allan, enda mörg orðrétt og stafrétt af- rit verið gerð af honum. Fyrst gefinn út 1772. — Hvenær var Reykholtsmál- dagi gefinn út í fyrsta skipti? — Það var í hinni stóru latn- esku kirkjusögu Finns biskups Jónssonar, „Historia Ecclesiastica Iskmdiæ“, fyrsta bindi hennar, ár ið 1772; en 1. myndin af máldag anum var birt i 4. bindi ritsins 1778. Síðan hefur hann verið gefinn út margsinnis, þar á með- al af Jóni Sigurðssyni í íslenzku fornbréfasafni árið 1859 og af Árnasafni í „Palæeografisk Atl- as“, með ágætri mynd, árið 1905. Margt hefur og verið skrifað um máldagann, þar á meðal af Jóni Þorkelssyni þjóðskjalaverði, sem rakti ítarlega sögu hans í „Skýrslu frá Þjóðskjalasafninu í Reykjavík" árið 1917. Hafa ekki aðrir gert það betur. í heimildum, sem varðveitzt hafa, mun Reykholtsmáldaga ekki vera getið fyrr en í tylftar dómi á alþingi árið 1562, sem dæmdur var út af ágreiningi um lúkningu kirkjureiknings vestur á Kirkjubóli í Langadal. í þeim tylftardómi segir, að fram hafi komið fyrir dómarana „maldagi vr Reykhollte oss olesanlegur. þui kunnum vier eigi epter hon- um ad dæma“ Þótti skjalið merkilegt Eftir það er ekki sf Skálholts- máldaga minnzt í heimildum fyrr en í vísitasiu Brynjólfs biskups Sveinssonar í Reykholti sumarið 1647. Má vel ráða af henni, að honum hafi þótt skjalið merkilegt, þótt ekki virðist hann hafa getað lesið það allt, því Reykholtsprestur varð þá að lofa því, að láta gera afrit af mál- daganum, því „er læst væri“ af honum. Ekki er þó til neitt afrit af máldaganum eldra en frá 1676, og er það í skjalabók Reykholtskirkju, sem byrjað var að skrifa það ár. En talsvert vantar á máldagann þar. Mun því erfiðlega hafa gengið að lesa frumrit hans á þeim árum. Kominn austur í Skálholt Síðan finnst ekkert í heimild- um um Reykholtsmáldaga fyrr en sumarið 1703. Þá er hann kominn austur í Skálholt, og hefur Árni Magnússon, sem þá var kominn hingað til þess að taka saman jarðabók sína og Páls Vídalíns, vafalaust fengið hann lánaðan þangað, því að það sumar staðfesta þeir séra Ólafur Jónsson, þáverandi kirkjuprestur í Skálholti, en síð- ar prestur á Stað í Grunnavík, og Arngrímur staðarráðsmaður Bjarnason, þar stafrétt afrit af máldaganum, sem Jón biskup Vídalín segir, að Árni Magnús- son hafi „látið“ saman lesa við fiumrit hans. Mun Árni hafa gefið Reykholtskirkju það afrit, því að Jón biskup Vídalín getur þess og færir það inn í vísitasíu sína í Reykholti sumarið 1710, en segir frumritið þá ekki vera í kirkjunni. Hefur það þá enn verið í Skálholti, enda var nýtt stafrétt afrit gert af bví þar sumarið 1711, og staðfest meðal annars af Árna Magnússyni. Til Kaupmannahafnar — Hve lengi er svo máldag- inn í Skálholti? — Það er ókunnugt, hve lengi Reykholtsmáldagi hefur verið þar eystra. En kominn var hann aftur vestur í Reykholt sumarið 1725, er Jón biskup Árnason vísi teraði þar það ár. Er frumrits máldagans síðan getið þar í kirknaskjölum 1732, er Finnur prófe^tur Jónsson, síðar biskup Framh. á tis. 14 LJÓSMYND af hinum 775 ára gamla Reykholtsmáldaga, forsíðu skinnbiaðsins, sem hann er ritaður á. Ljósmyndin var tekin í Kaupmannahöfn í byrjun þessarar aldar og birt þar í „Pal- æeografisk Atlas“. IJpphaf máldagans er á þessa leið: „Til kirkio ligr i raukiaholte heimaland meþ ollom lands nytiom. þar fylgia kyr tottogo. griþungr tue vetr. XXX. a — oc hundraþ —“ 775 ára gamall Greina má þó í máldaganum skráðir í Reykholti eftir að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.