Morgunblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 5
Laugardagur 2?. des. 1960 MORGVNBLAÐIÐ 5 SNEMMA á öldum var styzti dagur ársins helgaður minn- ingu hinna látnu. Síðar breyttist þetta og dagurinn var haldinn hátíðlegur til þess að fagna afturkomu Ijóssins og sólarinnar eftir skammdegið. Þar sem fæð- ing Krists bar upp á þennan dag, gerði kirkjan hann á 4. öld að aðalhátíð sinni. Jólin eiga því upphaf sitt í heiðni og einnig margir siðir er voru bundnir við þau til forna. Með aukinni fræðslu almennings á öldinni sem leið, fyrndist yfir þessa heiðnu siði og nýir komu í staðinn. Einn þessara nýju siða er hið uppljómaða, skreytta jólatré, sem' er upprunníð á norðurhveli jarðar, en er nú óðum að breiðast út til suð- lægari landa. Strax á 16. öld var það siður í Svíþjóð að koma fyr- ir furu- eða grenitré fyrir utan húsið á jólunum, sem tákn ársins og lífsins, þar sem vöxtur þessara trjáa stöðvast ekki einu sinni á kaldasta tíma vetrarins. Þó er ekki hægt að telja þessi tré fyrirrennara jólatrjáa eins og þau gerast nú á dög- um, því að þau vantaði ljós — Hugmynd þessi virðist vera runnin frá Frakklandi á 12. og 13. öld. Á 16. öld er farið að tala um greni- tré með ljósum í Mið-Þýzka- landi og á 18. öld í Norður- Þýzkalandi, og þaðan mun svo þessi siður hafa breiðzt til Norðurlandanna. 1 Kaupmannahöfn var kveikt á fyrsta jólatrénu 1811 og skömmu síðar urðu jólatré algeng á flestum heimilum í Danmörku. Hingað til lands er talið að þessi siður hafi borizt um miðja 19. öld. Danskir kaup- menn, sem hér höfðu vetur- setu, prýddu heimili sín með upplýstum og skreyttum trjám yfir jólin og breiddist þetta smám saman út meðal íbúa kaupstaðanna og siðan út um sveitirnar. Flestir bjuggu trén til sjálf Ir, þar sem þeir áttu ekki kost á grenitrjám. Tekið var hrifuskaft, eða annað álíka prik og á það boruð göt. Í þessi götu var svo stungið spítum, siðan var einir vaf- inn um „stofninn" og „grein- arnar“. Á greinarnar var fest kertum og trén skreytt eftir föngum skrautið var að sjálf sögðu nær allt heimagert. — Eftir aldamótin var farið að flytja grenitré til landsins, þó var innflutningur þeirra nokkuð stopull. Nú eru jólatré orðinn fast- ur liður í jólalialdi flestra hcimila á fslandi og menn gera sér far um að skreyta þau sem fegurst og smekk- legast. Skrautið er mjög margvíslegt, bæði heimagert og aðkeypt. í búðunum hef- ur undanfarin ár fengizt mjög mikið úrval af falleg- um lilutum til þess að skreyta með jólatré. f stað kertanna með logandi ljósunum, sem af stafaði mikil cldhætta, er farið að nota „seríur“ með rafmagnsperum, eru þær gjarnan marglitar, eða í lög- un eins og kerti, jólasvein- ar, bjöllur og aðrir hlutir, sem þykja tilheyra jólunum. Á greinar trjánna eru hengdar marglitar kúlur, englar, jólasveinar, bjöllur, glitræmur, raðir af smáum flöggum, jólapokar úr papp- ír, sem gjarnan eru fylltir af sælgæti og óteljandi aðrir smáhlutir. Stundum eru epll einnig hengd á trén. Á topp- inn er oftast sett stjarna, sem tákn jólastjömunnar er vísaði vitringunum veginn til Betlehem hina fyrstu jóla- nótt. Áreiðanlegt er að fátt gleð ur augu barna og jafnvel fullorðinna eins mikið á jól- unum og jólatréð, þegar ljós þess hafa verið tendruð á aðfangadagskvöld og speglast í hinu glitrandi skrauti. AHEIT og GJAFIR Fjölskyldan sem brann hjá á Hellis- sandi, afh Mbl.: — KJ kr. 300, KS 100, RT 100, S 200. Sólheimadrengurinn, afh. Mbl. — NN kr. 100, BJ 50, JA 200, NN 40. Læknar fjarveiandi (Staðgenglar í svigum) Erlingur Þorsteinsson til áramóta — (Guðmundur Eyjólfsson, Túng. 5). Haraldur Guðjónsson óákv. tíma Karl Jónasson). Sigurður S. Magnússon óákv. tíma — (Tryggvi Þorsteinsson). Sveinn Pétursson um óákv. tíma — (Kristján Sveinsson). • Gengið • Sðlugengl 100 Svissneskir frankar — — 884,95 100 Franskir frankar ..... — 776,15 100 Gyllini .............. — 1009,95 100 Tékkneskar krónur _...._ — 528.45 100 Vestur-þýzk mðrk _..._ — 913.65 100 Pesetar .............- — 63,50 1000 Lirur ............... — 61,39 1 Sterlingspund ........ kr. 106,94 1 Bandaríkjadollar ..... — 38,10 1 Kanadadollar .......... — 38.98 Nú eru allir komnir í jóla- skap — og börnin, sem beðið hafa eftir jólunum í marga daga, sjá nú loksins ljósin tendruð og jólin ganga í garð. Þórarinn og Ragnhildur hafa verið „þægu börnin“ að und- anförnu og verið dugleg að gæta litlu systur, sem verður skírð um jólin. „Þau hafa ver- ið svo þæg“, sagði mamma, „að ég er viss um að jólakött- urinn þorir ekki að láta sjá sig hér í götunni". STÚDENTAR STÚDENTRA Jólatrésfagnaður fyrir börn stúdenta verður haldinn að Gamla-Garði á 2. jóladag kl. 3. Stúdentaráð Verzlunarmannafélag Reykjavíkur JOLATRESSKEMMTUN verður haldin í Lídó þriðjud. 3. jan. 1961 og hefst kl. 3 síðdegis. Aðgöngumiðar seldir í skrifstofu V.R., Vonar- stræti 4, föstud. 30. des. og m.áiiud. 2. jan. kl. 9—17, og þriðjud. 3. jan. frá kl. 9—12 f.h. Pantanir í síma 15293. VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVlKUR. Jólatrésfagnaður Skipstjóra og stýrimannafélagið Alda og Stýrimannafélags íslands halda jólatrésfagnað sinn í Sjálfstæðishúsinu þriðju- daginn 27. des. kl. 3 e.h. Dansleikur fyrir fullorðna hefst kl. 9 e.h. Aðigöngumiðar fást hjá eftirtöldum mönnum: Guð- jóni Péturssyni, Höfðavík, sími 15334; Jóni B. Ein,- arseyni, Laugateig 6, sími 32707; Kolbeini Finnasyni, Vesturgötu 41, sími 13940, Kristjáni Kristjánssyni Fálkagötu 23, sími 15087; Herði Þórhallssyni, Fjöln- isvegi 18, sími 12823; Jóni Strandberg, Stekkjarbr. 13, Hafnarafirði, sími 50391. Jólatrésskevnmtun K.R. verður haldin í fþróttasal félagsins við Kaplaskjóls- veg MIÐVIKUDAGINN 28. desember 1960 og hefst kl. 3 s.d. Hljómsveit Árna Elfar og Haukur Morthens spila og syngja Aðgöngumiðar verða seldir á Sameinaða og í Skó- sölunni, Laugavegi 1 á þriðjudaginn. KR Jólatrésfagnaður Breiðfirðingafélagsins verður í Breiðfirðingabúð 3. í jólum, 27. des. og hefst kl. 2, e.h. — Miðar verða til sölu kl. 10—12 í Búð- inni, sama dag. NEFNDIN Jólatrésskemmtun Sjalfstæðlskvennafélagsins Eddu í Kópavogi verður haldin í Félagsheimilinu 8. janúar 1961 kl. 2 e.h. Verð aðgöngumiða kr. 35.00. Dansleikur fyrir unglinga um kvöldið — aðg. kr. 20.— Aðgöngumiðar verða seldir á skrifstofu Sjálfstæðis- flokksins, Melgerði 1 4., 5. og 6. janúar kl. 9—11 á kvöldin. — Sími 19708. Aðalfundur Byggingarsamvinnufélags starfsmanna S.V.R. verður haldinn á skrifstofu félagsins, Austurstræti 14, fimmtudaginn 29. desember n. k. kl. 8.30 e. h. Dagskrá samkvæmt félagslögum. STJÓRNIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.