Morgunblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 10
10 MORGVNHL AÐID Laugardagur 24. des. 1960 Fiskimjðlið Nemendur hjá Loftleiðum. Baldur Bjarnason í kennslustund. ý»ð eyðileggja einn hreyfil Yfirlýsing í MORGUNBLAÐINU 22. þ. m. birtist grein undir fyrirsögninni: Perú-menn að komast í vand* ræði með fiskimjöl. Þar sem ýmsar þær upplýsingar er þarna birtust og hafðar eru eftir brezka tímaritinu Fishing News eru i verulegum atriðum rangar, þyk ir rétt að taka fram eftirfar- andi: Framleiðslugeta Perúmanna. í greininni stendur, að búizt sé við, að framleiðsla Perúmanna af fiskimjöli verði 1,250 þúsund tonn á þessu éri. Raunar stend- ur þarna talan 125 þúsund tonn, en þar er augljóslega um núll- villu að ræða. Hið rétta er að Perú-menn munu framleiða 500 til 550 þúsund tonn á árinu. — Framleiðslugeta verksmiðjanna í Perú er hins vegar 1.250 þús. tonn á ári, ef alltaf væri nægj- anlegt hráefni fyrir hendi. Fiskmjölsneysla og fiskmjölsframleiðsla. í>á stendur í greininni, að fisk mjölsneyzlan í heiminum verði varla meiri en 875 þús. tonn á ár inu. Hið rétta er, að fiskmjöls- neyzlan verður um það bil jafn mikil og framleiðslan eða 1.600 þúsund tonn og er soðkjarni þá ekkj talinn með. Af þessu magni framleiðum við íslendingar um 53 þúsund tonn en Perúmenn 500 til 550 þúsund tonn eins og áður er sagt. Ekki kemur nema um það bil helmingur af heimsframleiðsl- unni fram í milliríkjaviðskipt- Eitt >f sniildarverkum enska ieikritaská-ldsins J. B. Priest- ley „Timinn og vi«“, sem Leikfélag Reykjavíkur hefur sýnt að undanförnu við mjög göða aðsókn, verður sýnt á annan í jólum. Leiksýning þessi hlaut mjög góða dóma leiklistargagnrýn enda og þeirra, sem séð hafa sýninguna. Sigurður Gríms- son skrifaði í Mbl. . . . Leik- sýning þessi var mjög ánægju leg, enda var henni vel tekið. MeðfyIgjandi mynd er úr lokaatriði leiksins og sýnir þau: (frá v.): Póru Friðriks- dóttur, Guðrúnu Ástnuods dóttur, Sigriði Hagalín, Heiga 1 fSkúlason or Helgu Bach- , mann. Ium, enda nota öll framleiðslu- lönd hluta af fiskmjölsfram- leiðslu sinni heima fyrir og sum nota hana alla og flytja jafn- framt inn mikikið magn, en í þeim hópi eru lönd eins og Banda ríkin, Bretland og Vestur-Þýzka land. Orsakir verðfallsins. Tvær orsakir eru taldar hafa valdið verðfallinu á fiskmjölinu þ. e. offramleisðla og skipulags leysi í sölumálum. Á sl. hausti var almennt búist við að i árslok myndu hafa safnazt fyrir mjöl- birgðir er næmu 200,000 tonnum sem erfitt yrði að losna við. Fyrir um það bil tveim mán- uðum síðan var gerð á vegum Alþjóðasamtaka fiskimjölfram- leiðenda áætlun, annars vegar um innflutningsþörf þeirra landa, sem ekkj eru sjálf- um sér nóg með fiskimjöl og hins vegar um útflutn- ingsgetu landanna, ^sem fram- leiða fiskimjöl umfram eigin þarfir. í ljós kom, að á þessu ári var útflutningsgetan hæfileg til I þess að séð væri fyrir innflutn- I ingsþörfinni, og nam hvort- i tveggja um 875 þúsund tonnum. | Talið var að birgðasöfnun á ár- inu myndj engin verða. Sams- konar athugun fyrir 1961 leiddi einnig í lljós, að ekki yrðj um verulega offramleiðslu að ræða á því ári, en niðurstöðutölurnar hækkuðu upp í tæpa milljón tonna. Það er því ljóst, að það er fyrst og fremst skipulagsleysi í sölumálum, skortur á réttum markaðsupplýsingum og tiltrú hjá fóðurnotendum, sem er orsök hins lága verðlags, sem við bú- um við. Aðalmeinsemdina er að sjálf- sögðu að finna í Perú. Sagt er að jafnmargir aðilar selji fiski- mjöl þaðan og verksmiðjurnar eru margar. Perúmönnum er sjálfum Ijóst hverjir gallar eru á slíku sölufyrirkomulagi og gera nú tilraunir til þess að lagfæra þá. Er ástæða til þess að vona, að þeim muni innan skamms takast að sameinast í einu eða tiltölulega fáum sölu- samtökum. Þegar þeim áfanga er náð má ætla, að eitthvað vænkist hagur fiskmjölsframleið enda. Reykjavík, 22. des. 1960. F. h. Félags íslenzkra fisk- mjöisframleiðenda, Auðvelt f VETUR hyggjast Loftleiða- menn leggja Skymaster á hill- una fyrir fullt og allt. Frá upp hafi íslenzkra millilandaflugs- ins hafa Skymastervélarnar reynzt okkur hið bezta, þær voru um árabil í þjónustu beggja félaganna og reyndust okkur farsælir farkostir. * * * Nú kaupa Loftleiðir þriðju Sloudmaster-vélina og þar með þokar Skymaster frá. Þeg ar félagið keypti tvær fyrri Cloudmaster-vélarnar. voru hópar flugliða sendir suður til Florida til þjálfunar hjá Pan American. Þar eð Skymaster var enn í förum var ekki þörf á því að allar áhafnir félags- ins lærðu á Cloudmaster. En nú er röðin komin að þeim, sem eftir urðu í fyrra — og Loftleiðamönnum þykir það í frásögu færandi, að þessir verða ekki sendir til Florida, heldur hefur félagið sett á laggirnar eigin skóla í Reykja vík til kennslunnar. * * * Nemendurnir ei'U hins veg- ar ekki jafnglaðir. Þeir höfðu búizt við löngum og skemmti- legum sumarauka á Miami Beach. Og því fór fjarri, að Miami- veðrátta væri úti á flugvelli dag einn í vikunni, er frétta- maður Mbl. heimsótti ‘skólann sem snöggvast. Regnið buldi á rúðunum og flugliðarnir, sem eru nær 30, hafa vafalaust hugsað til blíðunnar á Florida. * * * En það var engin miskunn hjá Magnúsi. Skólastjórarnir, Halldór Sigurjónsson og Bald- ur Bjarnason voru hinir áköf- ustu, enda er námsefnið mikið. Það er ekki einungis bygging Cloudmaster-vélanna og flug- hæfni, sem tekin er til með- ferðar, heldur öll smáatriði í sambandi við vélina: Hreyfl- arnir eru „rifnir í sundur“ lið fyrir lið, öli mælitæki, stjórntæki og annað bvi um líkt, sem of langt yrði upp að telja, því allt þetta fyllir mörg hundruð blaðsíður í stórum doðröntum, sem flug- mennirnir geyma á náttborð- inu hjá sér, þegar þeir eru heima, og hafa í tösku við hlið sér, þegar þeir eru á flugi. * + * „Sérstök áherzla er auðvit- að lögð á að kenna mönnum öll viðbrögð, ef eitthvað kem- ur fyrir“, sagði Halldór. „Ef þessi mælir sýnir eitthvað ann að en hann á að sýna, þá verð- ur að gera þetta og líka hitt. Það er auðvelt að eyðileggja einn hreyfil. Það er hægt á tveimur mínútum, ef mennirn ir, sem stjórna, eru ekki alveg með á nótunum. Og hjá okkur eiga allir að vera með á nót- unum — alltaf. „Til marks um það hve miklu er kostað til þjálfunar flug- liðanna get ég sagt frá því, að eftir nýárið verður fengin hingað Cloudmastervél til þess að fljúga með nemend- urna — og hver um sig verð- ur að fá 14 stundir áður en þeir fara að fljúga í áætlunar- flugi“, sagði Halldór. * * * „Það er mikils vert fyrir okkur að geta þjálfað okkar menn hér heima. En stærsti áfanginn yrði auðvitað að geta annazt allt viðhald okkar flug véla á íslandi, því undanfarin ár hefur það farið fram í Noregi sem kunnugt er“. * * * „Til þess þyrftum við nær 100 manna starfslið, þar af 20—30 flugvirkja og aðra fag- menn. A Reykjavíkurflugvelli eru engin flugskýli, sem hægt er að koma Cloudmaster inn í. Hins vegar eru þau fyrir hendi á Keflavíkurflugvelli — og sjálfsagt væri Ákjósanlegt að bæði íslenzku flugfélögin kæmu sér saman um eitt gott verkstæði án þess að ég sé að blanda mér í þau málefni, Halldór Sigurjónsson. sem ekki eru í mínum verka- hring. Hins vegar á Flugfélag. ið nú þegar gott verkstæði og ágæta menn í sinni þjónustu — og Loftleiðir eiga líka mjög færa menn á þessu sviði. Eg er viss um að það yrði báð- um félögunum til góðs að stofna sameiginlegt .verkstæði, en það er aðeins eitt, sem er í veginum: Fjarlægðin til Kefla víkurflugvallar, því Flugfé- lagið hefur nú þegar sitt verk- stæði hér í Reykjavík“. Þórður Þorbjarnarson. <S>-------------------------------

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.