Morgunblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 3
Laugardagur 24. des. 1960 MORC.TJN H .4ÐIÐ SV. Jón Auðuns, dömprófastur: 3 __j Jól Silungapollur Jdlasveinar á Sólheima, Vöggustofuna og Silungapoll, og það eru eiri- mitt börn á síðasttalda staðn- um, sem eru að taka á móti jólasveininum á myndinni hér fyrir neðan. BOkNIN missa alveg mál- ið af aðdáun og undrun þegar til þeirra kemur „alvöru“ jólasveinn í rauðri hempu, með rauða topphúfu og hvítt skegg, og færir þeim alls kyns gjafir. Alltaf er jólasvein- inum jafn vel fagnað, hvort sem það er . . . Á Hornafirði Jólasveinninn Kertasníkir fór í heimsókn til Hornafjarð ar í boði Flugfélags Islands um daginn. Krakkamir úr kauptúninu og aðliggjandi sveitum tóku á móti honum S á hafnarbakkanum, er hann ||| steig upp úr bátnum, sem jp|g flutti hann frá flugvellinum. ^ Svo var haldið upp í barna- ' ™ skóla og er myndin hér fyrir í 1 • 'i ofan þaðan. Þessari heimsókn Kertasníkis verður útvarpað í Ósló á jólunum. -í í Washington Hún Inga litla Lou er ís-||l lenzk, eins og sést á búningn jgl|| um hennar, dóttir Stefáns Hilmarssonar, sendiráðsritara í Washington, og Sigríðar Thors. Hún hitti jólasveininn í góðgerðarveizlu, sem haldin var í Washington til ágóða fyrir félagsskap er berst gegn lömunarsjúkdóminum Mul- tiple Sclerosis. Þar voru börn frá 40 sendiráðum í þjóðbún- ingum sínum og Inga Lou vakti svo mikla athygli að myndir af henni birtust í blöðunum Evening Star og Washington Post daginn eftir. Það er ekkert undarlegt, eins og þið sjáið á myndinni hér til hliðar. mrnmmmmm ’Vashingt"- VÉR HEYRUM í nótt, hugleið- um og heyrum hið gamla guð- spjall jóla. Milljarðir hafa gieymzt og milljarðir mUnu gleymast, meðan þessi mynd verður geymd, átakanleg í sinni einföldu byggingu, litrík í öllum sínum einfaldleika: Á hljóðri nótt beygir sig móðir að barni. Af jólaguðspjallinu andar friði hinnar helgu nætur, og þó er barnið fætt til voða.egrar bar- áttu. Frá þessari kyrru nótt ligg' ur vegurinn út í fárviðri og storma, út í myrkur og kulda hins kalda hjarns. Um málefni Krists hlaut storm urinn að standa. Hvað boðaði hann, hvað birti hann oss? Hann birtir „Guð á jörð“. Vissulega. Allt það, sem tak- mörkuð mannssál getur hugsað og skynjað um ótakmarkaðan Guð, sjáum vér í Kristi, fyllingu guðdómsins, eins og mannshug- ur getur gripið hann. En hann birtir oss ekki aðeins Guð, hann birtir oss líka manninn. í barninu, sesm á dýrastall var lagt, höfum vér séð mann- inn. Ekki manninn eins og hann er nú, heldur manninn eins og hann hefir meðskapaðan mögu- leika til að verða. Kristur kenndi að svo er einstaklingurinn, hið synduga, stríðandi mannsbarn dýrmætt sjálfum Guði, að öll auðlegð heims er fánýtt endur- gjald fyrir eina mannssál. Að svo dýrmæt er hún í öllu sínu umkomuleysi eilífum Guði, að ómælisvíddir himnanna óma fagnaðarsöngva yfir sigrum hennar, en gráthljóð yfir óför- um hennar og vansæmd. Getum vér trúað þessu um manninn? í örsmæð sinni and- spænis mikilleika, sem os. er of raun að mæla, lifa þessar vesælu mannverur í einum af útgörðum tilverunnar. Og svo ættu þær að skipta eilífan Guð svo miklu! Svo veik og smá, að ein smá- vægileg hreyfing á láði, á legi eða í lofti slekkur líf vort i vet- fangi, eins og barnshönd slekk- ur jólakerti, sem er að brenna út. Og svo ættu örlög vor að skipta sjálfan skapara alheims- ins svo miklu máli, að öll dýrð jarðar sé honum hégómi hjá einni smælingjasál! Þessu kann oss að vera erfitt að trúa, en oss er knýjandi, brennandi nauðsyn, að Krists- kenningin um óendanlegt verð- mæti einstaklingssálarinnar gegn sýri viðhorf vor, hugsun og A SHungapolIi Bandaríkjamenn af flug- ▼ellinum sendu um daginn jólasvein í heimsókn í barna- heimili og elliheimili, fær- andi jólasokk með sælgæti og leikföngum i. Hann kom m. a. í Skálatúnsheimilið, á Grund í Reykjavík og Hafn- arfirði, Málleysingjaskólann, menningu. Og þetta er brenn- andi nauðsyn vorri kynslóð, sem lifir í heimi, þar sem hóf- laus ofstjórn, ofríki og skefja- laus vélvæðing þjóðfélaganna ógnay manninnum, einstaklingn um. Vér verðum að bjarga þess- ari trú, trúnni á manninn, til þess að bjarga manninum. Und- an rótum þessarar meginkenn- ingar Jesú Krists eru runnin þau verðmæti, sem eru hornsteinar hins bezta í þeirri menningu, sem vér búum við og megum ekki glata. En hvernig getum vér — með svimandi víddir alheimsins í huga og örsmæð mannsins, van sæmd hans, synd og smán —■ trúað á þetta óhemjulega gildi hans? Hvað segja þér heilög jól? Hvað sýna þau þér? Þau sýna þér hann, sem svo var dýrð eg- ur, að þeir sem sáu hann lifa og sáu hann deyja, nefndu hann „Ijóma dýrðar Guðs og ímynd veru hans“. Hver var hann? Hvernig ætt- þú að vita það? En eitt veiztu. Af jarðnesku foreldri var hann fæddur, sonur himins og samt barn sömu jarðar og þú. Bróðir þinn og bendir þó miklu hærra. Hann er vaxtarbroddur mann- kyns og bendir fram til mark miðs, sem manninum er ætlað að ná, því að einhver vísir þess, sem í honum bjó, býr einnig í þér. Allt syndahaf, öll niðurlæging mannsms getur engu um þetta breytt: Kristur birtir n.anninn eins og Guð vill að hann verði og hefir gefið honum möguleika til að verða. Og þá fær þú skilið, að hjarta Guðs slær með hjarta þínu, að tárin, sem hann fellir yfir þér, eru þung eins og út- höfin, og að gleði hans yfir þér, þegar til himináttar horfir, óm- ar um viðáttur himnanna. Hvílíkur jólaboðskapur! Svo dýrmæt er sál þín Guði, að son sinn sendir hann, til þess að lifa fyrir þig og deyja fyrir þig. Svo dýrmæt er Guði sú perla, sem í sál syndugasta barnsins er fólgin, að Guðssonur sjálfur hikar ekki við að gefa þetta gjald fyrir hana. Á þessum jólaboðskapi er þeirri kynslóð brennandi þörf, sem er að glata trúnni í Guð og mann en tekur upp trú á blessun þeirrar nútíma velvæð- ingar, sem stefnir í stóra hættu virðingunni fyrir gildi einstakl •ingsins, helgi hans og háum mark miðum. Horfðu á Krist. Hlustaðu á jólaboðskapinn um Guð og um Þig. Gleðileg jól! Hornafjörður Þingið á Eskifirði Eskifirði, 23. des. SÝSLUFUNDI S-Múlasýslu er lokið. Hinn nýi sýslumaður, Axel V. Túliníus, stjórnaði fundinum. Voru mörg mál tekin fyrir og jafnað niður fjárveitingu til vega- gerða í sýslunni, alls kr. 52.500.00. Sýslufundurinn ákvað að veita styrk til Englendingsins G. P. I. Walker háskólakennara í Lund- únum, en hann hefur stundað jarðfræðirannsóknir hér á Aust- fjörðum um sex ára skeið. Fund- urinn gerði ályktun þess efnis, að skora á þingmenn Austfirðinga að beita sér fyrir því að hraðað verði vegalagningu milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvík- ur. Samþykkt var áskorun á rík- isstjórnina þess efnis að hafa tvo ríkislögregluþjóna starfandi í sýslunni. Þá sendi fundurinn fyrrum sýslumanni, Lúðvík Ing- varssyni, beztu kveðjur og árn- aðaróskir. — Gunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.