Morgunblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 24
296. tbl. — Laugardagur 24. desember 1960 innisblað lesenda I JÓLIN eru að vísu aðallega hátíð barnanna. En kisu þykir sýnilega líka gaman að jólatrénu og ljósunum, jafnvel eða kannski eink- um, ef það eru rafmagns- ljós. Það er a. m. k. ekki eins hættulegt að reka lopp- una í þau. Þessi mynd af kisu og jólaljósunum tók Sv. Þorm. ; _ _ . _ Þjóðleikhúsið áfrýjar ÞJÓÐLEIKHÚSSTJÓRI skýrði Morgunblaðinu frá því í gær, að Þjóðleikhúsið hefði áfrýjað til Hæstaréttar dómi undirréttar, þar sem leikhúsið var dæmt til þess að greiða Þóru Borg leik- konu 71 þús. kr. skaðabætur. Af hálfu leikhússins óskast það tekið fram að þetta er grundvallaratriði, sem þarf að fást úr skorið, þar sem allir leikarar Þjóðleikhússins hafa verið ráðnir með sömu kjörum og Þóra Borg. Var sagt frá dómi undirréttar hér í blaðinu í gær. Holda jól ó hailnu eða í erlendri höfn HIÐ NÝJA skip Eimskipa- I félags íslands, Brúarfoss verð ur á Akureyri í kvöld. Detti- foss verður í Ventspils. Fjal! foss er á leið til Leningrad, Selfoss er líklega um það bil að koma til New York og í gær lagði Tröllafoss af stað heim. Hvassafell er á teið til Riga, Arnarfell í Rotterdam og Hamrafell í Batumi og Helga fell í Ventspils. Vatnajökull verður í hafi, lagði af stað í gærkvöldi frá Keflavík áleiðis til Hamborg- ar. Skipshöfnin á Langjökli heldur jólin í Leningrad. Katla verður i Malmö í Sví- þjóð. Um nónbil í gær lagði Laxá af stað héðan frá Reykjavík áleiðis til Kúbu. Verzlanir Aðfangadagur: Opnar 9—12. Mjólkurbúðir Aðfangadagur: 8—2. Jóladag- ur: lokaðar. Annar dagur jóla: 9—12. Bifreiðastöðvar verða opnar sem hér segir: BSR (Bifreiðastöð Reykjavíkur — 11720), Hreyfill (22422), Borgar- bílastöðin (22440), Bæjarleiðir (33500) verða opnar eins og venjuléga, nema þær verða lok- aðar milli kl. 10 á aðfangadags- kvöld og kl. 11 á jóladagsmorg- un Steindór (11580) hefur opið til kl. 18 á aðfangadag, opnar aftur kl. 12,30—13.00 á jóladag og hefur þá opið fram úr, og á annan dag jóla verður opið eins og venjulega. Benzínstöðvar Aðfangadagur: Opið fr» 7.30— 16.00. Jóladagur: Lokað. Annar dagur jóla: Opið 9.30—11.30 og 13.00—15. Gamlársdagur: Opið 7.30—16.00. Nýársdagur: Opið 13.00—15.00. Strætisvagnar Reykjavíkur: Aðfangadagur: Ekið verður á öllum leiðum til kl. 17.30. Þann dag verður ekið án fargjalds á þessum leiðum eftir kl. 17.30: Leið 2 — Seltjarnarnes: Kl. 18:32, 19:32, 22:32, 23:32. Leið 5 — Skerjafjörður: Kl. 18:00, 19:00, 22:00, 23:00. Leið 13 — Hraðferð Kleppur: Kl. 17:55, 18:25, 18:55, 19:25, 21:55, 22:25, 22:55, 23:2. Leið 15 — Hraðferð Vogar: Kl. 17:45, 18:15, 18:45, 19:15, 21:45, 22:15, 22:45, 23:15. Leið 17 — Hraðferð Austur- bær—Vesturbær Kl. 17:50, 18:20, 18:50, 19:20, 21:50, 22:20, 22:50, 23 20. Leið 18 — Hraðferð Bústaða- hverfi: Kl. 18:20, 18:30, 19:00, 19:30, 22:00, 22:30, 23:00, 23:30. Leið 22 — Austurhverfi: Kl. 17:45, 18:15, 18:45, 19:15, 21:45, 22:15, 22:45, 23:15. Blesugróf — Rafstöð — Selás — Smálönd: Kl. 18:30, 22:30. Jóladagur: Ekið frá kl. 14:00— 01:00. Annar jóladagur: Ekið frá kl. 09:00—24:00. Gamlársdagur: Ekið til kl. 17:00 Nýárdagur: Ekið frá kl. 14:00 —01.00. Lækjarbotnar: Upplýsingar í síma 12700. Jóladagur: Ekið frá kl. 11 um morguninn. Annar jóladagur: Ekið frá kl. 7 um morguninn. Landleiðir: Hafnarfjörður—Reykjavík A aðfangadag verður ekið til kl. 5 s.d. A jóladag frá kl. 2 til kl. 0,30. A annan jóladag frá kl. 10 til 0,30. Strætisvagnar Kópavogs Síðasti vagn fer úr Reykjavík kl. 5,30 s.d., en síðan ein hring- ferð um Kópavog á klukkustund- ar fresti til kl. 10 s.d. Jóladag frá kl. 2 til 0,30. Annan jóladag frá kl. 10 til 0,30. Reykjavík—Keflavík A aðfangadag fara síðustu vagnar frá Keflavík og Reykja- vík kl. 4 s.d. A jóladag verða engar ferðir, en á annan jóladag verður ekið frá 9,30 f.h. til 9,30 e.h. frá Reykjavík. Frá Keflavík verður fyrsta ferð kl. 9,15 og sú síðasta kl. 11,45. Reykjavík—Grindavík Aðfangadag kl. 3. Engin ferð á jóladag, en á annan jóladag kl. 7 e.h. Akraborg • Aðfangadagur: Kl. 13.00 til Akraness. Þaðan til Reykjavíkur kl. 14,15. Jóladagur: Engin sigling. Annar í jólum: Kl. 9.00 til Akraness og Borgarness. Frá Borgarnesi kl. 13.00, frá Akra- nesi kl. 14,45. Flugferðir: Á jóladag verða engar flug- ferðir, hvorki innanlands né til útlanda. Á annan jóladag verður flog- ið innanlands: Til Akureyrar, ísafjarðar og Vestmannaeyja. ■— Að kvöldi annars jóladags kem- ur Loftleiðaflugvél frá Amster- dam og Glasgow og heldur á- fram til New York. Fyrstu flugferðir til útlanda eftir jól verða: Flugfélag Is- lands til Glasgow og Kaup- mannahafnar 28. des. Heim dag- inn eftir. — Loftleiðir frá New York 28 des. Flugvélin heldur á- fram samdægurs til Stafangurs, Gautaborgar, Kaupmannahafnar og Hamborgar og kemur daginn eftir, 29. des., frá sömu borgum á leið til New York. Símabilanir á að tilkynna eins og venjulega í 05. Rafmagnsbilanir: Bilanir má tilkynna í síma 2 43 60 frá kl. 3 á daginn og fram yfir mesta álagstímann, lengst til kl. 10 á kvÖldin. Á öðrum tíma er hægt að hringja í síma 1 53 59. Hitaveitubilanir: Þær er hægt að tilkynna í síma 1 53 59. Fólk er beðið að hringja milli kl. 4 á daginn til kl. 10 að kvöldi. Læknar: Um varðtíma lækna í Reykja- vík, Hafnarfirði og Keflavík á hátíðunum má lesa í Dagbók í dag. Apótek: Sjá Dagbók í dag. Slysavarðstofan í Reykjavík: Sjá Dagbók. Messur um jólin eru tilkynntar á bls. 11. Rauð jól um vestan- vert landið ÞEGAR MBL. barst veður- kortið í gær, á bls. 2, hafði veðurfræðingurinn meir að segja sett á handritið fyrir- sögnina Rauð jól! Við grip- um símann og kröfðumst skýr ingar á þessu. Eyðileggja jóla- veðrið. Já það er öldin önnur, sagði Jón Eyþórsson, veðurfræðing ur er varð fyrir svörum. í gamla daga dreymdi menn fyr ir veðurbreytingum. Ef þá dreymdi brennivín var það fyr ir rigningu. Aðrir fengu heift arleg gigtarköst þegar veður- breyting var í nánd. En mig dreymir aldrei, og hef bless * unarlega losnað við gigt. Eg verð því einvörðungu að styðj ast við veðurkortin. Nú er ég búinn að vera það mikið á vök'oum fy’.rir jólin, að ég hefi ekki einu sinni haft tíma til að fá mér jólabrennivínið. En veðurkortin sem ég hefi verið að gera, benda til þess að rauð jól verði hér um vest anvert landið. Eftir öllum sól 4 armerkjum að dæma mun hlýr loftstraumur ná hingað í dag. En við að skoða veðurkort ið í dag og bera það saman við það sem var í blaðinu á fimmtudag kemur þetta ljós ara fyrir. (Að vanda er veð urkortið á bls. 2). Lislkynning Mbl. Sigurður Sigurðsson LISTKYNNING Morgunblaðsins opnaði í gær jólasýningu sína í sýningarglugga blaðsins. Eru það málverk eftir Sigurð Sigurðs son listmálara, sem sýnd eru að þessu sinni. Sigurður Sigurðsson er einn af þekktustu listamönnum þjóðar- innar. Hann hefur haldið margar sýningar á verkum sínum, bæði utan lands og innan og hlotið ágæta dóma fyrir list sína. Má óhikað telja hann í hópi mikil- hæfustu myndlistarmana okkar. Sigurður sýnir að þessu sinnl 5 olíumálverk á vegum listkynn ingar blaðsins. Heita þau Gróður, Vor á Heiðmörk, Stúlka í blá- um kjól, Kvöld á Heiðmörk og Tunglskin. öll þessi málverk eru til sölu hjá afgreiðslu Morgun- blaðsins eða listamannimun sjálf um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.