Morgunblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 14
14 MORGUNBL AÐIÐ Lawgardagur 24. des. 1960 — Saga Reykholts- máldaga Framh. af bls. 13. tók við staðnum; 1750, er gerð var eignaskrá Reykholtskirkju, 1751 í vísitasíu Ólafs biskups Gíslasonar, og 1759 í vísitasíu Finns biskups Jónssonar. Eftir það er Reykholtsmál- daga ekki getið í vísitasium í Beykholti í meira en 20 ár. En víst er, að einhvem tima á þeim árum hefur hann verið í Kaup- mannahöfn á vegum Hannesar, síðar biskups, Finnssonar, senni- lega árin 1770—1777; því að á þeim árum sá Hannes þar um útgáfu á kirkjusögu Finns bisk- ups, föður síns; :n þar var máldaginn prentaður í fyrsta sinn, sem áður segir, og mynd birt af honum. Hefur Hannes sjálfsagt haft máldagann með sér heim, er hann kom aftur til íslands sumarið 1777, þá nývígð ur aðstoðarbiskup föður sins; því að í vísitasíu sinni í Reyk- holti sumarið 1781 segir hann afdráttarlaust, að frumrit mál- dagans „á membrana" „liggi á k:rkjunni“, eins og það er orðað í vísitasíunni. Talinn tapaður Af Reykholtsmáldaga fara fá- ar sögur næstu hálfa öld. Vitað er þó, að hann var í höndum Isleifs assessors Einarssonar og Geirs biskups Vídalíns í Reykja- vík vorið 1809. Og árið 1824 seg- ir séra Eggert Guðmundsson í Reykholti, að frumrit máldag- ans sé ekki þar. En í vísitasíu Steingríms biskups Jónssonar í Reykholti sumarið 1827 segir, að máldaginn „á membrana“ „Iiggi á kirkjunni", eins og Hannes biskup Finnsson komst einnig að orði í vísitasíu sinni 46 árum áður. Svo virðist sem mál- JÓLATRÉSSERÍUR Jólatrésseríurnar sem fást hjá okbur eru með 17 Ijósum. Það hefír komið í Ijós að vegna misjafnrai spennu sem venjulega er um jólin, endast 17 Ijósa-seríur margfalt leng- ur en venjulegar 16 ljósa. Misiitar seríuperur kr: 5.25. Austurstræti 14 Sími 11687. 17 Ijós Bubble-Iight perur kr: 13.— Vandlát húsmóðir notar ætíð beztu fáanlegu efnin í kökur sínar og brauð. ROYAL lyftiduft er heimsþekkt gæðavara, sem reynslan hefir sýnt að ætíð má treysta. daginn hafi þá um skeið verið talirm tapaður og að Steingrim- ur biskup hafi haft hann með séi til Reykjavíkur, því að 1832 er hann í Laugarnesi, þar sem Sveinbjöm Egilsson gerði nýtt afrit af honum. Og þegar Stein- grímur biskup sendi hann árið eftir séra Þorsteini Helgasyni, sem þá var orðinn prestur í Reykholti, kvað hann máldag- ann af sér „fyrir nokkru fund- inn“. í annað sinn til Hafnar Var Reykholtsmáldagi nú í vörzlu Reykholtskirkju um 23 ára skeið. En að þeim tíma liðn- um fer hann I annað sinn til Kaupmannahafnar og er þar í þrettán ár. Var Jón Sigurðsson þá að hefja útgáfu „Islenzks fornbréfasafns“ og átti Reyk- holtsmáldagi að réttu lagi að koma í fyrsta bindi þess. Gerði hann því séra Vemharði Þor- kelssyni í Reykholti, gömlum kunningja sínum, orð vorið 1856 og bað hann að lána sér gömul Reykholtsskjöl. Varð sr. Vernh. ur við þeirri beiðni og sendi Jóni Reykholtsmáldaga þá um sum- arið, ásamt nokkrum skjölum öðrum. En áður en Jón fengi þau í hendur skrifaði hann séra Vern harði bréf, þar sem hann ítrekaði ósk sína um að fá sem mest af gömlum Reykholtsskjölum að láni frá honum. Bjó séra Vem- harður því út annan skjala- stranga þá um haustið og bað þá Pétur amtmann Havsteen og sr. Sveinbjöm Hallgrímsson, sem þá bar að garði í Reykholti, á leið til Reykjavíkur norðan úr landi, að koma honum á danskan skip- stjóra í Keflavík; og hét séra Sveinbjörn því. Varaði Pétur amtmaður, sem fékk að vita, hvað í stranganum var, prest þó Er til Reykjavíkur kom fékk Helgi biskup Thordersen hins- vegar pata af sendingunni og krafðist þess af séra Sveinbirni, að hann afhenti sér skjalastrang ann. Neitaði séra Sveinbjörn þvi, en hætti þó við að koma honum á framfæri við hinn danska skip stjóra í Keflavík og afhenti hér- aðsprófasti Borgfirðinga, séra Hennesi Stephensen á Ytra- hólmi skjölin á heimleið sinni norður í land nokkrum dögum síðar. Varð út af þessu hin mesta rekistefna; en henni lauk með því að skjölin voru afhent Helga biskup Thordersen í október 1856. Varð þetta atvik orsök þess að hann skrifaði öllum prestum landsins umburðarbréf nokkrum vikum síðar, með eindregnum til- mælum um, að þeir afhentu bisk- upsembættinu eignaskjöl allra kirkna á landinu, þótt lítinn ár- angur bæru þau tilmæli í það sinn. „Máldagi á membrana, rotinn og gallaður“ En þótt þannig færi um hina síðari skjalasendingu séra Vern- harðs í Reykholti, var Reykholts- máldagi kominn til Kaupmanna- hafnar, og var yfirvöldum hér á landi með öllu ókunnugt um það árum saman. Séra Vernharður lét af prestsskap árið 1862 og séra Jón Þorvarðsson, sem tók við Reykholti af honum, hafði ekki meiri hugmynd um þau skjöl, sem lánuð höfðu verið til Kaup- mannahafnar eða hafnað hjá biskupi, en að hann kvittaði við úttekt staðarins athugase.mda- laust fyrir viðtöku á skjölum hans. Það var ekki fyrr en árið 1867, er séra Þórarinn prófastur Kristjánsson var orðinn prestur í Reykholti að séra Jóni Þor- varðssyni látnum, að Ijóst varð, við því að senda slík skjöl úr landi, nema með biskupsleyfi. En séra Vernharður eyddi því tali. hvað horfið hafði ur skjalasafni staðarirxs, og sneri séra Þórarinn sér þá tafarlaust til Péturs bisk- ups Péturssonar með fyrirspurn um það, hvar þau skjöl, þar á meðal „gamall Reykholtskirkju- máldagi á membrana, rotinn og gallaður", gætu verið niður kom in. Hafði sóknarbóndi hans einn sagt honum, að eitthvað af þeim kynni að hafa verið lánað Jóni Sigurðssyni, og lét prófasturinn þess getið í bréfi sínu til biskups. Pétur biskup skrifar Jóni Sigurðssyni eÞtta varð til þess, að Pétur biskup skrifaði Jónj Sigurðssyni sumarið 1867, þá stöddum í Reykjavík, og spurðist fyrir um það, hvað hann hefði í vörzlum sínum af eignaskjölum Reyk- holtskirkju, „auk hins nafn- kunna Snorramáldaga"; en svo var Reykholtsmáldagi þá stund- um nefndur. Svaraði Jón Sigurðsson hon um þá um hæl, og viður- kenndi að hann hefði „hinn foma máídaga og get ég sagt að honum hafi orðið það til bjargar hingað til; því þegar ég fékk hann, leit svo út sem hlutaðeigerrdur vissu ekkx hót, hvaða skjal þetta væri, því það fannst bá af hend- ingu, laust innan í bók uppi á hillu, og mér var sent það með leyfi séra Vernharðag sáluga, af því það leit út til að vera gamalí“. Hafði Jón Þá gefið máldagann út í Fornbréfasafninu og hét að senda hann heim, þegar búið væri að nota hann. Gerði hanii það og tveimur árum seinna, haustið 1869. Enn lánaður til Kaup- mannahafnrar Síðan hefur Revkholtsmál- daga verið gætt sem eins af dvr- gripum þjóðar okkar. Með öðr- um Reyjtholtsskjölum var hann afhentur Landsskjalasafninu á sínum tíma og er nú geymdur' í eldtraustum steinklefa í Þjóð- skjalasafni. Tvisvar hefur hanrt þó fengið að bregða sér til Kaup mannahafnar á þessari öld, bæði skiptin með stjórnarvp'da- leyfi, svo að Kaupmannahafnar- ferðir hans eru nú orðnar fjór* ar. Landsskjalasafnið lánaði hann Ámasafni til ljósmyndun-1 ar árið 1901, og var þá gerð af honum hin ágæta mynd, sem síðar birtist í „Palæeografisk Atlas“ í Kaupmannah. árið 1905. Þjóðskjalasafnið lánaði hann einnig Áraasafni til Ijósmyndun ar árið 1959. En þrátt fvrir þá fullkomnu ljósmyndatæktii, serp þar er nú viðhöfð, mun sú myndataka lítinn árangur hafá borið umfram þann, sem áður var náð. '/ Og nú er Reykholtsmáldagi enn kominn heim, forframaður af fjórum utanferðum og mörg- um ljó'smyndunum, enda lö-gtl viðurkenndur sem eitt af dvr- mætustu skinnhandritum Is- lendinga, þótt hann sé ekki nema eitt lítið skinnblað. En hér heima kann hann bezt við sig, þótt honum hafi á langri ævi sjaldnast verið sýndur sá sómi. sem hann á skilinn, segip Stefán Pétursson, þjóðskjala- vörður að lokum. Frá- dögum Snorra Samtalinu við þjóðskjalavörtl er lokið. Hann leggur hið forna handrit frá dögum Snorra Sturlu sonar, varlega inn í möppu og lokar henni. •— Við göngum hljóðlega til baka til hins eld- trausta steinklefa. Járnhurðin ep opnuð og Reykholtsmáldagi er aftur á sínum stað.. Bak viS þessa hurð Iiggur elzta frumrit- að skjal á norræna tungu, sem nú er til í heiminum Hvers virði ep þessi gulnaði kálfsskinnsbleðill? Hann er virði klyfja gulls og eðal steina. Hann er sameign margra kynslóða, sem fæddust og dóu ör- snauðar — en voru þó vellríkar. f þúsundir ára munu hin fornu kálfsskinnshandrit halda áfratn að vera menningarleg kjöifesta okkar fámennu þjóðar, hvort sem þau verða geymd við Hverfisgötu í Reykjavík eða Kristjánsbryggju í kóngsina Kaupmannahöfn. — S. Bj. Bíleigendur athugið Hjólbarðaviðgerðir — Rafgeymahleðsla Opið yfir hátíðarnar Aðfangadag frá kl. 10 f.h. til 5 e.h. Annan dag í jólum frá 10 f.h. til 11 e.h. Gamlársdag frá 7 f.h. til 6 e.h. Nýársdag frá 7 f.h. til 11 e.h. H jólbarðasföðin Langholtsvegi 112 B (Beint á móti Bæjarleiðum) ÓDÝRT ÓDÝRT Greni- og jóla- skreytingar SKIPHOLT 21. Gengið inn frá Nóatúni (Brautarholti 22). Gróðrastöðin við Miklatorg. — Simar 22822 og 19775

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.