Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1984, Síða 58

Náttúrufræðingurinn - 1984, Síða 58
Bakteríur og gerlar Á undanförnum árum hefur mikið verið unnið að því að íslenska fræði- heiti og þ.á m. í örverufræði. Vel hef- ur tekist til með mörg fræðiheiti eins og t.d. örvera (microorganism), veira (virus), frumdýr (protozoa) o.m.fl. Eitt afar mikilvægt orð er þó enn eftir að mínum dómi, en það er orðið bact- erium (flt. bacteria). Nú þykist ég vita að margir hafi spreytt sig á að íslenska þetta og gengið erfiðlega. Það íslenska orð sem mest hefur verið notað, er orðið gerill, sem ég held að Dr. Sig- urður H. Pétursson sé höfundur að. Orðið gerill, í merkingunni bacterium, hefur þó ekki fest almennilega í sessi og eru margir fræðimenn og kennarar afar óánægðir með það, þ.á m. und- irritaður. Fyrir því eru nokkrar ástæð- ur: Bacteria er samheiti yfir alla dreifkjörnunga og aðeins dreifkjörn- unga en svo nákvæma merkingu hefur orðið gerlar ekki. Gerill skírskotar til lífvera sem gerja (gerjun = fermentati- on; niðurbrot lífrænna efna án þátt- töku súrefnis eða annarra ólífrænna vetnisþega). Stór hluti bacteria geta ekki gerjað og því rangnefni að kalla þær gerla. Gersveppir (yeast) geta líka gerjað en þeir eru heilkjörnungar og eiga því alls ekki heima undir bacteria. Merking orðsins gerill í daglegu máli er einnig afar ónákvæm og á reiki. Gerill er notað í mjólkuriðnaði um þá blöndu af örverum sem notaðir eru til að framleiða ákveðna mjólkurafurð, sbr. jógúrtgerill. Þar er oftast um að ræða bæði bacteria og gersveppi. Við bruggun er notaður gerill, sem er venjulega einhver stofn af gersveppn- um Saccharomyces cerevisiae, en er alls ekki bacteria. Saurgerlar aftur á móti er rétt í merkingunni bacteria. Ef til vill er ekki ástæða til að reyna að breyta almennri notkun á orðinu gerill en í fræðilegri umræðu og kennslu tel ég að ætti að leggja það niður, enda aldrei verið almennt not- að. Vænlegustu lausnina tel ég því vera þá sem flestir fræðimenn nota í reynd, þ.e. að taka upp orðið baktería (kvk. et.), flt. bakteríur. Orðið beygist eins og t.d. sía og kría og gengur því vel í íslensku. Helsti ókostur við þetta orð (fyrir utan að vera erlent að uppruna, sem mér finnst litlu máli skipta, sbr. jóg- úrt, bíll, kaffitería, terta o.fl.) er að í huga almennings táknar það oft sama og sýkill. Ég tel vonlítið að ætlast til þess að málnotkun almennings sé vís- indalega nákvæm (sbr. muninn á veirum og bakteríum), hinsvegar þarf merking orða í fræðilegri umræðu og vísindalegum ritgerðum að vera ná- kvæm og hin sama í öllum tilfellum. Það er því mjög mikilvægt að orð fyrir þetta hugtak velkist ekki lengur í óvissu og ónákvæmni. I þeim tilgangi er orðið baktería heppilegast, þó ég þykist þess fullviss að málvöndunar- mönnum líki það ekki. Jakob K. Kristjánsson Líffrœðistofnun Háskóla íslands Reykjavík. Náttúrufræðingurinn 53 (3-4), bls. 148, 1984 148
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.