Tíminn - 01.09.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 01.09.1982, Blaðsíða 20
Opiö virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 UEÞÞAi Skemmuvegi 20 - Kopavogi Simar (91)7-75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um allt land Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag V labnel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiila 24 Sími 36S10 ■ „Meðal þess sem við höfum farið fram á er aukaorlof vegna áhættu og óþæginda í starfi en þannig er að við vinnum mikið með ísótópa og geislavirk efni auk sýna með berkla - og taugaveiki bakteríum í, stundum án þess að okkur sé greint frá því hvað sé í sýnunum“ segir Guðrún Árnadóttir for- maður meinatæknafélags Islands í samtali við Tím- ann en meinatæknar standa nú í sérkjara- samningum og hafa ákveð- ið að ganga úr störfum sínum í dag hafi samningar ekki náðst. Guðrún hefur unnið sem meinatæknir í 12 ár eða frá árinu 1970 og hún hefur verið formaður félagsins undanfarin tvö ár. „f kröfum okkar viljum við að þeir meinatæknar sem vinna við rannsóknir þar sem þessi efni eru notuð fái allt að 18 daga vetrarorlof en auk ofangreindra cfna má ncfna heilaskemmandi efni eins og xylenegufur, krabbameinsvaldandi efni eins og paraffíngufur og slímhúðar- skemmandi efni eins og formalíngufur". ■ Guðrún Ámadóttir, formaður Meinatæknafélagsins, í Karphúsinu í gær, en þá stóð yfir samningafundur. Tímamynd: G.E. Meinatæknar vinna með mörg hættuleg og geislavirk efni: ANÞESSAÐ GREINT $E FRAHVAÐERISYNUNUM - segir Gudrún Arnadóttir, formaður Meinatæknafélags- ins, en meinatæknar ganga frá störfum sínum í dag hafi ekki náöst samkomulag vid þá „Okkur finnst sem hugmyndir ríkisins gangi ekki nógu langt til móts við okkar cn á þessu stigi ber ekki mikið á milli“ segir Guðrún en viðtalið var tckið í gærdag. „Við leggjum mesta áherslu á grunn- flokkahækkanir en slíkt höfum við ekki fengið frá árinu 1978 og á því ári þurftum við að fara út í svipaðar aðgerðir og nú segir Guðrún. „Raunar fengunt við ekki grunn- flokkahækkanir 1978 en í staðinn fengum við aldurshækkanir. Um ára- mótin lögðum við fram kröfur okkar og þar var farið fram á launaflokkahækkun um fjóra flokka, það fór síðan fyrir kjaranefnd sem skar kröfur okkar niður í ekki neitt. Um áramótin ræddum við um svipaðar aðgerðir og hjúkrunar- fræðingar en frá því var horfið og ákveðið að bíða eftir samningum. Yetrarfrí „í kröfum okkar er einnig að finna ákvæði um vetrarfrí fyrir að gegna útkallsvöktum þannig að fyrir hverjar 100 stundir á gæsluvakt á ári skuli koma 1 dags frí en þetta er þannig núna að fyrir hverjar 1600 stundir fáum við 12 daga frí“ segir Guðrún. Er við ræddum við Guðrúnu um síðdegisbilið höfðu meinatæknar beðið í Karphúsinu frá því um kl. 10 um morguninn án þess að rætt hefði verið við þær en þá var mesta áherslan lögð á aðalkjarasamning sem útlit var fyrir að gengi saman um kvöldið en að því loknu áttu að hefjast viðræður við meinatækna og sagði Guðrún að ef þær fengju þá fram kröfur sem þær gætu sætt sig við myndu þær mæta í vinnu í dag. - FRI dropar David og úrslitin .■ Það var vel til fundið af Ellert B. Schram, formanni KSÍ og ritstjóra DV, að fá vin sinn Davíð Oddsson, borgar- stjóra í Reykjavík, til að afhenda sigurverðlaunin í bik- arkeppni Knattspyrnusam- bandsins, en úrslitaleikurinn fór sem kunnugt er fram um sl. helgi. Strax að leik loknum gengu þeir félagarnir sköruglega inn á leikvöllinn og Davíð tók sér stöðu við hátalarann og hóf upp raust sína. í upphafi máls síns gat Davíð þess að leikur- inn hefði verið spennandi og hvorugt liðið gcfíð nokkuð eftir, en þó heföu lyktir orðið þær að Akurnesingar hefðu farið með sigur af hólmi og skorað... Þegar hér var komið sögu varð borgarstjóranum orð- fall smá stund og rýndi sem ákafast á markatöfluna sem stendur í norðurjarðri vallar- ins. Annaðhvort hefur hann ekki fylgst nægilega vel með leiknum, eða hitt að þvi hefur hreinlega verið stolið úr hon- um hve mörg mörk voru skoruð í leiknum. Að lokum upplýsti hann þó áhorfendur um hve niðurstaða leiksins var í tölum, þ.e. að Skagamenn hefðu skorað tvö mörk á móti einu marki Keflvíkinga, og afhenti sigurvegurunum þau verðlaun sem þeir höfðu unnið til. Oskar frétta- stjóri á DV ■ Óskar Magnússon, laga- nemi, fyrrverandi blaðamaður á Vísi heitnum, með meiru, tekur við starfi fréttastjóra á Dagblaöinu og Vísi um næstu mánaðamót. Verður hann hliðsettur Jónasi Haraldssyni sem nú gegnir einn starfí fréttastjóra á DV, og kemur í reyndinni fyrir Sæmund Guð- vinsson sem fulltrúi Reykjar- prents við stjórn fréttaöflunar á DV. Sjálfsagt kemur Óskar til með að styrkja DV séð frá sjónar- hóli sjálfstæðismanna, enda einn af aðal áróðursmeisturum flokksins fyrir síðustu borgar- stjórnarkosningar. Einnig tók MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1982 fréttir Bókagerðarmenn segja upp samningum „Ég vona að það þurfi ekki að koma til verkfallsboðunar, en það fer þó allt eftir viðbrögðum okkar við- semjenda. Ég treysti því að þeir kær i' sig ekkert frekar um verkfall en við og þá er bara að mætast á miðri !eið“ sagði Magnús Sigurðsson, form. Félags bókagerðarmanna, að- spurður. En á fundi í trúnaðar- mannaráði félagsins hefur ver- ið samþykkt að segja upp kaupliðum kjarasamninganna frá 1. október n.k. að telja. „Það er líka að athuga að bráðabirgðalögin voru sett vegna þrenginga í ákveðnum starfsgreinum, en það er degin- um ljósara að prentiðnaðurinn hefur gengið mjög vel undan- farin ár, þannig að það er engin ástæða til að það þurfi að bitna á okkur þó að þrengi annarsstaðar“, sagði Magnús. „Þegar við gerðum samn- inga núna í júlí s.l. vorum við og viðsemjendur okkar sam mála um það að ef stjómvöld ætluðu að rifta okkar kjara samningum þá gætum við endurskoðað kaupliði sam- komulagsins. V ið óskum því endurskoðunar kaupliða samninganna og viljum freista þess að láta þá samninga sem við undirskrifuðum í júií gilda til 31. ágúst 1983, eins og þeir áttu að gera“. - HEI Blaöburöarbörn óskast Tímann vantar fólktil blaðburðar í eftirtalin hverfi: Reykjavík: Háaleitisbraut Selvogsgrunn Jórusel Laugarásvegur Wímmn simi: 86300 hann virkan þátt í kosninga- starfi Guðlaugs Þorvaldssonar fyrir síðustu forsetakosningar. Krummi ... KRUMMI.... ...telur að Þjóðviljinn ætli snúa sér alfarið að hemaðar- umsvifum Ólafs Ragnars Grímssonar á Seltjamar- nesinu....

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.