Tíminn - 01.09.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.09.1982, Blaðsíða 2
Övenjulegt skemmtiatriði ■ l)r. Artliur Lintgen er allra nianna vinsælastur í partíunt í heimaborg sinni. Rydal í Pennsvlvania. Þar sem hannerúspar á að koma fram meö skemmliatriöi af óvenjulegra taginu. Hann er nefnilega gæddur þeini fagæta kosti. aö geta skoriö úr um hvaöa tónlist sé aö finna á hljomplótum. án þess aö þurfa aö hlusta á þær! Hann horftr bara á þær og skjátlast aldrei. þegar hann nefnir viökomandi tónverk. Nýlega lék Arthur listir sínar í sjónvarpsþætti. Þar voru bornar að honum 20 plótur meö sígildri tónlist, sem allir miöar hófðu veriö Ijarlægöiraf. svoogönnurauökenni. í hverju ergaldurinn fólginn? - Háværir kaflar þckkjast ur, vegna þess, aö þá eru rásirnar á plötunni dvpri. Þeir eru silfurlitaöir. Ef eingöngu er leikiö á píanó, er platan alsvört, segir Arthur litillátur. Nú hefur honum veriö boöiö í K\ rópuferð til að sýna listir sínar. 1972 vann hann verðlaun fyrir mest seldu plötu með suðrænum lögum fyrr og síðar, hann hefur farið tónleikaferð- ir víða um heim og á árunum 1978-’80 eignaðist hann 112 gullplötur. Útgáfa hans á gamla slagaranum „Begin the Beguine“ á spönsku sló ■ gegn í Bretlandi nú fyrir skemmstu. En þó að Julio hafi misst konuna, scm hann elskar, er langt frá því, að hann hafi þurft að vera einmana. Fagrar konur hafa jafnan verið reiðubúnar að veita honum félagsskap. í fyrra var að Priscilla Presley, ekkja Elvis, og núna er það Giannina Facio, sem til þessa hefur verið best þekkt sem vinkona Philippe Junots. Sjálfur gerir Julio sér grein fyrir því, í hverju aðdráttarafl hans er fólgið. JUUO IGLESlflS SYNGURfl MÖRGUM TUNGUMflLUM ■ Julio Iglesias stendur nú á þeim tímamótum, að hann hyggst gefa út sitt fyrsta plötualbúm á ensku í haust. Julio keypti sér hús á einkaeyju fyrir utan Miami Beach í Florida fyrir þrem árum. Hann hefur notað tímann síðan til að bæta við það, breyta og lagfæra, og er nú svo komið, að það líkist helst höll. Til að fullkomna stílinn hefur hann þjón á hverjum fingri og gott betur, þeir telja 12 alls. Og þjónustustúlkumar bera hvíta hanska, þegar þær þjóna Julio til borðs! Stöðugur straumur fagurra stúlkna af ýmsum þjóðernum leggur þangað stöðugt leið sína. Sjálfur hefur Julio ekki mikinn tíma til að njóta herlegheitanna þar sem hann vinnur 6 daga vinnuvikur 9 mánuði ársins. En hann tekur konunglega á móti bömum sínum 3, þegar þau koma í heimsókn til hans. Þau búa annars í Madrid ásamt móður sinni, sem nú er gift spönskum aðalsmanni. Kunningjar Julios segja, að skýring- in á vinnugleði Julios sé einfaldlega sú, að hann hafi átt bágt með að sætta sig við það, þegar kona hans, Isobel, fór fram á skilnað fyrir fjómm áram eftir sjö ára hjónaband. Hann, sem á aðdáun milljóna kvenna um allan heim, gat ekki haldið í þá einu konu, sem hann segist elska. Hann reyndi þá að gleyma sér í vinnunni og frá árinu 1968 hafa selst yfir 70 milljón plötur, sem hann hefur sungið inn á á mörgum tungumálum, s.s. spönsku, ítölsku, frönsku, japönsku, portúgölsku (með tilliti til markaðsins í Brasilíu) og þýsku! Og ails staðar á hann aðdáendur. Julio Iglesias er fæddur og uppalinn í efnaðri miðstéttarfjölskyldu í Madrid. Faðir hans er kvenlæknir og í nógu miklum metum til þess, að Baskar sáu ástæðu til að ræna honum í fyrra, málstað sínum til framdráttar. Lögreglunni tókst að ná honum ósködduðum úr höndum ræningjanna. Ætlunin var, að Julio gengi í utanríkisþjónustuna, en áður en að því kom, lenti hann í bflslysi. Til að hafa ofan af fyrir honum á sjúkrahúsinu, gaf faðir hans honum gítar, og Julio komst strax á bragöið. ■ Einn, en aldrei einmana. Hús Julios þykir höll líkast. ■ Þaö væsir ekki um Julio í nýja húsinu. Þar eru 3 sundlaugar, æfingasalir með nuddpottum, veggir og gólf klædd marmara og einn saiurinn af öðrum fullur af glæsilegum hús- gögnum. - Það var gaman að koma þessu upp, en nú finn ég til tómleika, segir Julio.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.