Tíminn - 01.09.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.09.1982, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1982 Wtiifmi® Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvœmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórl: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar- Tímans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrlk Indriðason, Heiður Helgadóttirjngólfur Hannes- - son (fþróttir), Jónas Guðmundsson, Kristín Leifsdóttir, Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson, Svala Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elín Ellertsdóttir. Ari Jóhannesson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð í lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 120.00. Setning: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Markmið efna- hagsaðgerðanna ■ Síðastliðinn laugardag birtist hér í blaðinu grein eftir Tómas Árnason viðskiptaráðherra, þar sem hann rakti aðdraganda og tilgang efnahagsaðgerðanna, sem felast í bráðabirgðalögunum. Tómas Árnason rakti það m.a., að strax 21. júlí hefði Framsóknarflokkurinn gengið frá efnahagstillög- um sínum og lagt þær fram í ríkisstjórninni. Meginmarkmið þeirra hefði verið að tryggja næga atvinnu, örva framleiðslu og draga úr viðskiptahalla, jafnhliða því, sem unnið yrði að hjöðnun verðbólgunn- ar. í grein Tómasar Árnasonar sagði síðan: „Það liggur fyrir, að án aðgerða myndi verðbólga í landinu verða allt að 80% innan nokkurra mánaða. Enginn ábyrgur aðili getur horft á þetta aðgerðalaus. Þetta viðurkenna allir í einrúmi, en margir foringjar hinna ýmsu þrýstihópa setja fram hin hörðustu mótmæli opinberlega. Að mati okkar framsóknarmanna voru eftirtalin atriði í aðgerðum ríkisstjórnarinnar þýðingarmest: 1) Gengislækkun til að bæta stöðu útflutningsat- vinnuvega og draga úr viðskiptahalla. 2) Skerðing verðbóta á laun til þess að draga úr víxlgangi verðlags og launa og forða allt að 80% verðbólgu og þar með algerri upplausn og atvinnuleysi. 3) Að verja lægstu laun eins og unnt er fyrir þeim samdrætti, sem orðið hefur í þjóðartekjum. 4) Að undangengnum frekari viðræðum við aðila vinnumarkaðarins, verði tekið upp nýtt viðmiðunar- kerfi fyrir laun, með hliðsjón af hugmyndum viðræðunefndar um vísitölumál, þannig að verðbætur á laun verði greiddar samkvæmt nýju viðmiðunarkerfi eftir 1. desember 1982. 5) Að hægja á fjárfestingu í landinu og auka sparnað hjá ríkinu. 6) Að halda uppi aðhaldsstefnu í peningamálum, fjármálum ríkisins og gengismálum. Ég tel raunar, að þýðingarmesta atriðið í hinu pólitíska samkomulagi felist í væntanlegum breyting- um á vísitölukerfinu. Þar er komið að kjarna málsins, þegar til lengri tíma er litið. Nýja viðmiðunarkerfið mun draga úr verðbólgunni á næsta ári og því stefnt til réttrar áttar í efnahagsmálum. Ég vona, að Alþingi samþykki þessa breytingu á vísitölukerfinu. Það er blekking, að núverandi vísitölukerfi tryggi hag launafólks. Af augljósum ástæðum bitnar það mest á launalægsta fólkinu. Það veldur verðbólgu, sem kemur harðast niður á þeim, sem búa við minnst efni. Hinir fá miklu meiri verðbætur og geta fleytt sér áfram.“ , Um þátt stjórnarandstöðunnar sagði Tómas Árnason m.a.: „Allir viðurkenna, að ríkisvaldið varð að grípa í taumána til að forða þjóðarvoða. En það er hart, þegar stjórnarandstaðan tekur undir gagnrýnissöng allra þrýstihópa, en hefur engar tillögur fram að færa. Eða hverjar eru þær?“ Grein sinni lauk Tómas Árnason með þessum orðum: „Þegar staða þjóðarinnar í heild er metin, kemur á daginn, að lífskjör á íslandi eru meðal þeirra beztu í veröldinni. Það er því mikið í húfi að missa ekki tökin á efnahags- og atvinnumálum, þótt menn þurfi að herða svolítið mittisólina um sinn.“ j>.I». á vettvangi dagsins Gísli Kristjánsson: Eftirtekja og hagfrædi Fóðurgildi og verðgildi heyjanna ■ í grein minni „Fóður til vetrarforða haustið 1981,“ sem Tíminn birti 29. maí s.l, stóð meðal annars: „íslenskum bændum er um annað sýnna en að skoða eigin búskap í ljósi hagfræðilegra staðreynda, að því er snertir samskipti innan búsins. Mildu oftar er rætt um þau atriði er varða samskipti útávið, kjötverð og mjólkur- verð og svo vissa útgjaldaliði aðfenginna rekstrarpósta.“ Þessi orð voru tengd þeim atriðum, sem til meðferðar voru viðvíkjandi eftirtekju bænda frá sumrinu 1981 og nýtingu hennar sem vetrarforða frá hausti 1981 til vors 1982. Um áraröð hefur Búreikningastofan reiknað framleiðslukostnað heys frá ári til árs og byggt á búreikningum bænda, sem þá færa. Niðurstöður frá hverju ári birtast ekki fyrr en árið eftir að heyjanna er aflað. Hins vegar hafa forstöðumenn stofunnar ályktað út frá fengnum staðreyndum hverju sinni, hver muni vera hækkun framleiðslukostnaðar frá fyrra ári og nú er það spurningin um hve mikla hækkun sé að ræða frá í fyrra sumar. Ályktanir um þetta efni geta sjálfsagt ekki verið nákvæmnisatriði, en leiðbeinandi eru þær, sérlega fyrir þá, er selja og kaupa hey að sumri eða hausti. Þegar um ræðir tölur í þessu sambandi ber að minnast þess, að til grundvaliar er lagt meðalhey, sem telst 2 kg í hverri fóðureiningu, þurrhey með 85% þurr- efni. Grundvallaratriðið hér hlýtur svo að vera raungildi samkvæmt framleiðslu- kostnaði og miðað við að heyið sé komið í hlöðu. f samanburði við annað fóður er svo gjarnan miðað við fóðurblöndur og markaðsverð þeirra á verslunarstað. í heyverslunarmálum er allt of sjaldan miðað við næringargildi umrædds fóðurs en jafnan verið talað um kílóverð. Hér er þó atriði, sem miklu máli skiptir því að næringargildi heys er afar breytilegt, menningarmái Frönsk sýning í Listasaf ni alþýðu Listasafn alþýðu Menningardeild franska sendiráðsins: Ljósmyndir: Denise Colomb. 55 myndir.- Aukinheldur grafík eftir fræga menn og franskar bækur. Opið á venjulegum tímum. Menningarviðleitni Mjög misjafnt er það, hversu mikið erlend sendiráð vinna að menningarmál- um á fslandi. Þó hefur mér ávallt fundist að Frakkar rækju hér mikið menningar- starf, bæði fyrir frönskumælandi fólk og eins fyrir aðra. Og nú löngu eftir að franskir duggarar hættu að fara með lóðir á fslandsmið, heldur franska sendiráðið áfram mikilli starfsemi á íslandi, og núna síðast er það með sýningu á ljósmyndum Denise Colomb, en hún hefur það að sérgrein að mynda frægt fólk. Ekki má þó skilja það sem svo, að önnur erlend ríki stundi ekki menningar- starf hér á vegum sendisveita sinna. Rússar hafa verið hér með fangadansa, þar sem sovétlýðveldi eins og -Eystra- saltslöndin heita nú, dansa sína þjáningu og þeir gefa út blað. Bandaríkjamenn reka hér mikla menningarmiðstöð og svo mætti lengi telja. En hvað um það. Franska menningarstarfið hefur ávallt verið án áreitni, franskt og alþjóðlegt í senn. Myndir Denise Colomb f sýningarskrá er hinum fræga ljós- myndara lýst á þessa leið: „Árið 1948 hófst ljósmyndaferill Denise Colomb. í fyrstu tók hún aðeins fjölskyldumyndir jafnframt sem hún æfði sig í myrkraherberginu. Hún reyndi fyrir sér og kynntist möguleikum tjáningarmiðilsins. Nokkru seinna sá skáldið Antonin Artaud myndir hennar og í hrifningu settist hann framart við myndavélina. Sjálf segir hún að „þjáningarfullt“ andlit hans hafi afmáð alla feimni og reynslu- leysi: Kynni hennar af skáldinu voru af drifarík því andlitsmynd af honum var í raun kveikja að umfangsmikilli leit: „Andlitsmyndum af listamönnum “. í þessum Ijósmyndum reynir Denise Colomb að höndla „falinn sannleika“ sem er í senn listamaðurinn og verk hans. En hvemig er hægt að nálgast þennan sannleika? Hvar er hann að finna? Er það í augum listamannsins, spegli sálarinnar? í alvarlegu brosi hans? Eða í viðmótinu einu? Því eins og hún segir sjálf þá er túlkun og tjáning ljósmyndarans ekki „uppfinning" í eiginlegri merkingu heldur umfram allt ákveðið val, sem getur allt eins verið leiftursýn augnabliksins. í sjálfu sér er ekkert athugavert við að finna einhvem „falinn sannleika" á myndum af fólki. Myndlistarmenn telja margir það ekki nægja, að portret sé þannig, að þekkja megi fyrirmyndina. Aðrir hafa svo áhuga á því að myndin verði málverk. Fyrst og fremst. Og svo em það hinir, sem sýna vilja innri gerð mannsins í málverkinu, eða myndinni líka Það væri naumast heiðarlegt að draga það í efa, svona í eitt skipti fyrir öll, að þetta sé hægt. En með það í huga, að oft þekkja menn sig ekki einu sinni sjálfir, væri ef til vill betra að taka röntgenmyndir af fólki, til að fara inn í það í bókstaflegum skilningi, en að reyna að ná innri gerð mannsins, eins og það birtist á einum tíundahluta, eða hundraðshluta úr sekúndu í filmu í myndavél. Nú kann að vera, að sá sem þetta ritar, sé alls ekki dómbær á þetta innra starf

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.