Tíminn - 01.09.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.09.1982, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1982 5 fréttir REKSTUR NEYÐARBILS HAFINN f SEPTEMBER — frá slysadeild Borgarspítalans, með lækni um borð, en að vísu aðeins á skrifstofutíma ■ „Það er búið að leysa úr þessu máli - við erum búnir að fá aura - og fyrirhugað er að hefja rekstur þessa neyðarbíls 10. til 13. september, þ.e. þegar búið er að ganga frá öllum málum í þvi sambandi“, sagði Hrólfur Jónsson, varaslökkviliðsstjóri í gær. Ákveðið hefur verið að reka bílinn frá slysadeild Borgarspítalans, og mun Borgarspítalinn bera kostnað af nauðsynlegri aðstöðu og læknisfræði- legri hlið málsins. Bíllinn verður mannaður einum lækni frá Borgar- spítalanum og tveim mönnum sem sendir verða frá Slökkvistöðinni. En bíllinn verður til að byrja með aðeins rekinn á tímabilinu kl. 8.00 til 17.00 virka daga. Hin sérstaka fjárveiting borgarinnar í þessu skyni nemur 60.000 krónum og gerði Hrólfur ráð fyrir að hún myndi duga til að mæta þeim kostnaði sem af rekstrinum hlýst í um þrjá mánuði, eða fram undir áramótin. Á slökkvistöðinni í Öskjuhlíð eru 4 af þeim 15 brunavörðum sem jafnaðarlega eru á vakt skráðir til sjúkraflutninga á tveim bílum. Sjúkrabflar Slökkvistöðv- arinnar hafa að undanfömu framkvæmt að meðaltali um 20 til 25 sjúkraflutninga á sólarhring, þar af hafa neyðarflutn- ingar verið um 4. -HEI ■ Þegar Hrefna Árnadóttir, Hverfisgötu 38, Hafnarfirði, ætlaði að kaupa Soda Stream vél á sýningunni „Heimilið og fjölskyldan ’82“ s.l. mánudag, kom í Ijós, að hún hreppti 100 vélina sem seld var á sýningunni. Hrefna varð því sú heppna og fékk Soda Stream vélina ókeypis, og varð þar með 1100 krónum ríkari. Áformað er að selja 150 vélina á kr. 550.00 og sá sem kaupir 200 vélina þarf ekki að taka upp veskið. Á myndinni sést hvar Ámi Ferdinandsson hjá Sól h.f. afhendir Hrefnu vélina. Rauði krossinn útdeilir fé úr sérverkefnasjóði: Fjórar sjúkrabif reiðar keyptar ■ Stjórn Rauða Kross Islands sam- þykkti á fundi sínum nýlega að veita samtals 1079,000,00 krónur úr sérverk- efnasjóði félagsins til 12 deilda RKÍ. Þrjár deildir fengu fé til kaupa á fjórum sjúkrabifreiðum og ein til þess að reisa skýli fyrir sjúkrabifreið, alls 679,000,00 krónur. Átta deildir Rauða Krossins fengu fé til þess að verja í þágu aldraðra, alls 400,000,00 krónur. Helgarskák- mót á Núpi í Dýraf irði ■ Helgarskákmót á vegum Skáksam- bands Vestfjarða, í samvinnu vi£/ Tímaritið Skák og Skáksamband ís- lands, verður haldið að Núpi í Dýrafirði um næstu helgi þ.e. dagana 3. til 5. september. Tefldar verða sex umferðir eftir svissneska kerfinu. Hver keppandi hefur 1 1/2 klukkustund á 30 leiki og síðan 1/2 klukkustund til að ljúka skákinni. Að venju verða flestir bestu skák- menn íslands meðal þátttakenda. Glæsi- leg verðlaun verða í boði. Verða þau veitt þremur efstu keppendum mótsins auk þess verða kvennaverðalun, unglingaverðlaun og öldungaverðlaun. - Sjó. Reykjavíkurdeild fékk 362,000 til kaupa á tveimur sjúkrabifreiðum. Strandasýsludeild fékk 92,000 til kaupa á sjúkrabifreið. Húsavíkurdeild fékk 175,000 til kaupa á sjúkrabifreið. Árnessýsludeild fékk 90,000 v/dag- vistunar fyrir aldraða. A-Skaftafellssýsludeild fékk 50,000 v/elliheimilisins á Höfn. Eskifjarðardeild fékk 50,000 v/elli- heimilisins á Höfn. Siglufjarðardeild fékk 50,000 v/lyftu- búnaðar í Siglufjarðarkirkju. Grundarfjarðardeild fékk 50,000 til kaupa á húsbúnaði fyrir aldraða. Ólafsfjarðardeild fékk 70,000 til þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða. Rangárvallarsýsludeild fékk 50,000 v/smíði bílskýlis fyrir sjúkrabíl. Súgandafjarðardeild fékk 20,000 til kaupa á leiktækjum fyrir börn. Rauða Kross deildir á Vestfjörðum fengu saman 20,000 v/orlofsdvalar aldraðra. Stjórn Rauða Kross íslands hafði fyrr á þessu ári samþykkt fjárframlög til deildar úr sérverkefnasjóði félagsins fyrir alls 694,000 krónur og hefur því á árinu verið veitt úr sérverkefnasjóði RKÍ fjárhæð að upphæð ein milljón og sjö hundruð sjötíu og þrjú þúsund krónur samtals. Snjóruðningstæki: Framleiðum snjóruðnings' tennur fyrir vörubíla og dráttarvélar. Pantanir þurfa að berast sem fyrst svo hægt verði að afgreiða þær fyrri part vetrar Stáliækni sf. Síðumúla 27, sími 30662 N / VAKA Á VEGI Á NÓTTU SEM DEGI SVAR: Flestir hafa gert sér hugmyndir um það, hvað verðbólga er. Allir verða varir við að vöruverð hækkar. En nú hækka sumar vörur meira og aðrar minna. Hvernig geta menn „mælt“ verð- bólguna? Það er gert með vísitölum. Vísitala framfærslukostnaðar mælir t.d., hvernig kostn- aður breytist við framfærslu hjóna með tvö börn í Reykjavík (vísitölufjölskyldu). Reiknað er, hve mikið allar þær vörur, sem þessi fjölskylda notar á mánuði, hækka og breytist framfærsluvísitalan hlutfallslega eftir því. Byggingarvísitala mælir á sama hátt, hve mikið kostnaður við að reisa nýja íbúð hækkar. Ef byggingarvísitalan tvöfaldast, þá segir það okkur, að nú getum við byggt eitt nýtt hús fyrir sömu krónutölu og við byggðum tvö áður. Verðtrygging láns þýðir að eftirstöðvar sem og allar greiðslur af láninu (vextir og afborganir) hækka hlutfallslega jafnmikið og sú vísitala, sem miðað er við, en það er oftast lánskjaravísitala. Dæmi: Lánskjaravísitalan var 172 þ. 1. ág. 1980, en er nú 1. ág. 1982 387. Hún hefur því hækkað um 125,0% á þessum tveimur árum. Eftirstöðvar allra lána, sem verðtryggð eru miðað við lánskjaravísitölu, hafa því á þessum sama tíma einnig hækkað um 125.0%. Lánskjaravísitalan er þannig uppbyggð, að 2/3 hlutar hennar eru vísitala framfærslukostnaðar og 1/3 er vísitala byggingarkostnaðar. SAMBAND ALMENNRA LÍFEYRISSJÓÐA ILANDSSAMBANDI I LÍFEYRISSJÓÐA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.