Tíminn - 01.09.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.09.1982, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1982 fréttir Ört hækkandi verðlag á fasteignamarkaðinum í Reykjavík: UTLAR iBÚÐIR NÚ HÆKK- AÐ UM100% A ÐNU ÍRI ■ Nærri lætur að litlar íbúðir í Reykjavík hafi hækkað um 100% á einu ári, þ.e. á tímabilinu apríl 1981 til apríl 1982, samkvæmt útreikningum Fast- eignamatsins úr öllum sölusamningum þessara mánaða. Auk þess hækkaði útborgunarhlutfall þessara íbúða úr 75% í 80% á tímabilinu. A sama tímabili hækkaði hyggingarvísitalan um 48,8%. Meðalverð allra seldra l-2ja her- bergja íbúða í apríl 1981 var288 þús. og útborgun á árinu 216 þús. (útb. 75%) sem FM reiknar til 254 þús. kr. staðgreiðsluverðmætis. Meðal söluverð sama íbúðaflokks í apríl s.l. var 564 þús. kr., útborgun 449 þús. (útb. 80%), sem FM reiknar sem 521 þús. kr. stað- greiðsluverð. Hækkunin milli ára miðað við skráð söluverð er því 96%, en miðað við staðgreiðsluverð (vegna hækkaðs útborgunarhlutfalls) nemur hækkunin 105% á þessu eina ári. Tekið skal fram að þær l-2ja herb. íbúðir sem seldar voru í ár voru um 4 ferm. stærri að meðaltali en í fyrra (68 fm. á móti 64 fm.), en aftur á móti eru einnig hlutfallslega fleiri af þeim eldri íbúðir. Af 3ja herbergja íbúðum er svipaða sögu að segja. Meðalverð 3ja herbergja íbúða seldra í apríl í fyrra var 367 þús. kr., útb. 271 þús. eða 74%. Meðalverð 3ja herb. íbúða í apríl í ár var 706 þús., útb. 543 þús. kr. eða 77% Marktækar upplýsingar um þróun frá apríl s.l. liggja ekki fyrir hjá Fasteigna- matinu. -HEI Efnahags- ráðstöfunum ríkisstjórnar- innar motmaett ■ MikiII fjöldi félaga hef- ur að undanförnu sam- þykkt mótmæli gegn hin- um nýju efnahagsráðstöf- unum ríkisstjórnarinnar, sérstaklega varðandi fyrir- hugaða verðbótaskerð- ingu 1. desember n.k. „Ekki fer á milli mála að við margskonar vanda er að glíma í íslenskum efnahagsmálum. Vandamál þessi má ekki undir neinum kringum- stæðum leysa á kostnað láglaunafólks", segir í ályktun stjórnar Landssambands iðnverkafólks. Jafnframt er því harðlega mótmælt að enn cinu sinni sé gripið með lagaboði inn í gerða kjarasamninga. Félag bókagerðarmanna segir m.a. að með bráöabirgðalögum ríkisstjórnar- innar séu kjarasamningar í raun ógiltir og grundvellinum undir frjálsa samninga varpað fyrir róða. Fordæmir F.B. hinar síendurteknu árásir á lífskjör fólks, og bendir á að á sama tíma sé ekkert eftirlit haft tneð gjaldeyrissóuninni í landinu.svo dæmi sé tekið að hömlulaus innflutningur eigi sér stað um leið og framleiðsla og útflutningur dregst saman. í sama streng tekur stjórn Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur, sem bendir jafnframt á að launataxtar fjölda fólks sé um 8.000 kr. á mánuöi og séu ekki orsök efnahagsvandans. í ályktun Launamálaráðs BHM segir m.a.: „Nú hefur vísitöluskerðingin sem ASÍ samdi um frá 1. sept. verið lögfest gagnvart öðrum launþegum og er ASÍ í krafti stærðar sinnar þar með fenginn í hendur samningsréttur fyrir alla aðra launþega í landinu. Ríkisstarfsmenn hafa þó ekki fengið þá launahækkun sem ASÍ samdi um en hún er talin vera um 9,5%.“ Verði ekkert að gert telur Launamálaráðið það hljóta að leiða til uppsagna. Mjög áþekk sjónarmið koma og fram hjá Sambandi ísl. bankamanna, sem fordæmir bau vinnubrögð að grípa til svo harkalegra aðgerða án nokkurs samráðs við launþega. - HEI Gunnlaugur Briem, yfir- sakadómari ■ Gunnlaugur Briem hefur verið skipaður yfirsakadómari í Reykjavík.' Hann tekur við sæti Halldórs Þorbjörns- sonar, sem hefur verið skipaður dómari við Hæstarétt. Gunnlaugur Eggert Briem er fæddur 1922 á Sauðárkróki. Hann varð stúdent frá menntaskólanum í Reykjavík árið 1943 og lauk lögfræðiprófi frá Háskólan- um vorið 1949 og þá um haustið var hann skipaður fulltrúi hjá sakadómaran- um í Reykjavík. Hann stundaði fram- haldsnám í Danmörku á árunum 1950-’51, en var skipaður sakadómari árið 1961. Hjördfs Ágústsdóttir er kona Gunn- laugs og börn þeirra eru fjögur. Rokk í Reykja- vík á myndbandi ■ Hugrenningur sf. hefur nú gefið út myndina „Rokk í Reykjavík" á mynd- band og verður henni dreift í allar helstu myndbandaleigur landsins. Myndin er óstytt eða 90. mín. að lengd og þeir sem áhuga hafa á að eignast eintak geta hringt í síma 17646 eða 13339. ■ Frá hlaðamannafundi þar sem sagt var frá „Scandinavia Today“. F.v. Skúli Möller, Kristinn Hallsson, Tómas Karlsson, Halldór Reynisson og Jónas Kristjánsson. Tímamynd Ari. mmm Hlutur íslendinga stór við hátíðarhöldin vegna „Scandinavia Today” í Bandarlkjunum: VIGDÍS HELDUR AÐAL- RÆÐUNA VIÐ OPNUNINA ■ Vigdís Finnbogadóttir, forseti Is- lands, fer til Bandaríkjanna á laugar- daginn. Þar mun forsetinn opna norrænu menningarkynninguna „Scan- dinavia Today“ (eða Norðurlönd nú- tímans) í þremur borgum, Washington, Minncapolis og New York, fyrir hönd allra Norðurlandanna. í ferðinni mun forsetinn m.a. heim- sækja Ronald Reagan, forseta Banda- ríkjanna í Hvíta húsið og verða sérstakur gestur hans í Washington. f fylgd forseta íslands verða Ólafur Egilsson, sendiherra, Halldór Reynis- son, forsetaritari og Vigdís Bjarna- dóttir, deildarstjóri á forsetaskrifstof- unni. Ennfremur verða í föruneytinu Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra og kona hans frú Auður Erlingsdóttir, Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri og kona hans frú Sigríður Thorlacius, Kristinn Hallsson, fulltrúi í mennta- málaráðuneytinu og Tómas Karlsson, sendifulltrúi. Dagskrá ferðarinnar Laugardaginn 4. september heldur forsetinn til Washington DC. Við komuna tekur Walter J. Stoessel, aðstoðarutanríkisráðherra Banda- ríkjanna á móti forsetanum. Sunnudaginn 5. september mun for- setinn ásamt fylgdarliði sitja kvöld- verðarboð sendiherra íslands í Washing- ton Hans G. Andersen og konu hans frú Ástríðar Andersen. Mánudaginn 6. sept. Móttaka fyrir íslenska þátttakendur menningar- kynningarinnar á heimili sendiherra- hjónanna. Sjöunda september hcimsækir for- setinn dótturfyrirtæki S.H., Coldwater Seafood Corp. í Maryland. Síðdegis efnir Islendingafélagið í Washington til móttöku til heiðurs forsetanum. Um kvöldið verður forsetinn við flugelda- sýningu sem forráðamenn „Scandinavia Today“ efna til. Ronald Reagan heimsótt- ur í Hvíta húsið Áttunda september heldur forseti íslands til fundar við Ronald Reagan Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu. Mun Bandaríkjaforseti halda forseta íslands hádegisverðarboð svo og öðrum þjóð- höfðingjum Norðurlanda sem staddir verða í Washington. Síðla sama dag opnar Vigdís Finboga- dóttir menningarkynninguna, „Scandi- navia Today“, við hátíðlega athöfn í Kennedy Center. Forsetinn heldur aðalræðuna og karlakórinn Fóstbræður syngur. Um kvöldið verða tónleikar í „The National Academy of Sciencis" þar sem flutt verður tónlist frá öllum Norður- löndum. Föstudaginn 10. september verður haldið til Minneapolis með sérstakri flugvél Bandaríkjaforseta. Vigdís mun flytja aðalræðuna við opnun menningarkynningarinnar í Minneapolis. Þar verður kynningin í Guthrie Theater. Laugardaginn 11. sept-hefst dagskráin með hátíðarsamkomu á Metradome leikvanginum, en hann rúmar 62 þús. manns. Þar halda fulltrúar allra Norður- landanna stutt ávörp. Síðdegis verður forseti íslands við- staddur sýninguna Icelandic Fashions, sem fram fer í einu stærsta vöruhúsi borgarinnar. Sunnudaginn 12. sept. situr forsetinn hádegisverðarboð ríkisstjórans í Minne- sota. Einnig situr hún samkvæmi sem íslendingasamtök fylkisins standa fyrir. Síðdegis verður haldið til New York Opnunarathöfn „Scandinavia Today“ íNew York verður 13. september og þar mun forseti íslands flytja aðalræðuna. Um kvöldið mun hún verða viðstödd opnun þriggja listsýninga. Þriðjudaginn 14. september verður forsetin við opnun sýningarinnar „The Scandinavian Touch“, sem utanríkisráð- herra Finnlands opnar í Fashion Technology Institute. Um kvöldið efnir American Scandi- navian Foundation til kvöldverðar. 15. september heimsækir forsetinn Pierpont Morgan bókasafnið þar sem sýning verður á íslenskum handritum. Síðdegis verður forsetinn í móttöku íslenskra útflutningsaðila á Hotel Pierre. Fimmtudaginn 16. september heldur Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra norrænum fræðimönnum íBandaríkjun- um hádegisverð. Síðdegis flytja þeir Bjarni Guðnason, prófessor og Jónas Kristjánsson, forstöðumaður Árnastofn- unar fyrirlestra um íslenskar fornbók- menntir. Síðdegis opnar forsetinn sýninguna „New Dimensions in Scandinavian Architecture". 17. september halda samtök íslend- inga í New York forsetanum samkvæmi honum til heiðurs. Laugardaginn 18. september heldur forsetinn og fylgdarlið til Seattle. Þar verður dvalið þar til haldið verður heim á leið 22. september. Sjó VIDEOSPORT s/f Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 - Sími 33460 Höfum fengið mikið af myndefni í V.H.S. með og án íslensks texta. Opið alla daga kl. 13.00-23.00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.