Fréttablaðið - 30.11.2007, Síða 93

Fréttablaðið - 30.11.2007, Síða 93
FÖSTUDAGUR 30. nóvember 2007 61 Óttar M. Norðfjörð, höfundur spennusögunnar Hnífur Abra- hams, er sem kunnugt er búsettur í Barcelona en kom heim til Íslands til þess að fagna útgáfu bókar sinnar með veislu í Máli og menningu á Laugavegi. Óttar hefur nægt tilefni til þess að fagna enda var bókin mest selda skáldsagan í Máli og menn- ingu fyrir skemmstu og situr ofarlega á öðrum metsölulistum. Auk þess hefur útgáfufyrirtæki Óttars, Sögur, gert samning við framleiðslufyrirtækið Zik Zak um kvikmyndaréttinn að bók- inni. Margt var um manninn í veislunni en sígaunadjassbandið Hrafnaspark skemmti þar gest- um og gangandi. Auk þess árit- aði Óttar bókina af miklum móð en þeir sem keyptu eintak fengu í kaupbæti teiknimyndasöguna Jón Ásgeir og afmælisveislan sem Óttar gaf út síðastliðið vor og annað bindið í ævisögu Hann- esar Hólmsteins Gissurarsonar, Hólmsteinn – Holaðu mig dropi, holaðu mig. - sók Útgáfu Hnífs Abrahams fagnað MÆTTU Á SVÆÐIÐ Vinirnir Brynjar Freyr og Kristinn Snær létu sjá sig. GLÆSILEGIR GESTIR Þær Hrafnhildur Halldórsdóttir, Anna Margrét Marinós- dóttir og Hulda Pétursdóttir mættu í veisluna til að samgleðjast Óttari. ÓTTAR KOMINN HEIM Óttar M. Norðfjörð kom heim frá Barcelona til að fagna útgáfu spennusögu sinnar, Hnífur Abrahams. Hér er skáldið ásamt Guðmundi Thoroddsen. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR Ástralir ráku upp stór augu þegar Kryddpían Victoria Beck- ham sást valsa um stræti Sydney því enginn hafði heyrt af því að hún væri væntanleg þangað, auk þess sem hún var ekki umkringd þeim herskara ljósmyndara og lífvarða sem fylgir henni alla jafna hvert fótmál. Eiginmaður hennar David Beckham og synir hennar þrír voru fjarri góðu gamni. Þetta reyndist þó allt eiga sér eðlilegar skýringar því þarna var á ferðinni tvífari stjörnunn- ar sem heitir Camilla Shadbolt. Sú var fengin til þess að koma í heimsókn þvert yfir heiminn í tilefni af opnun nýrrar slúður- síðu sem fengið hefur heitið The Fix. Eins og sjá má á meðfylgj- andi mynd er Camilla nákvæm- lega eins og Victoria Beckham enda hefur hún verið í fullu starfi við að þykjast vera Victoria í sex ár og þénar á því fúlgur fjár. Tvífari Victoriu mætti til Ástralíu HEIMA HJÁ SÉR Victoria var í Los Angeles þegar Camilla þóttist vera hún í Ástralíu. ALVEG EINS Camilla Shadbolt er alveg eins og frú Beckham. Hótelerfinginn Paris Hilton hefur látið hafa það eftir sér að sig langi í barn til þess að það geti leikið sér við væntanlegt barn vinkonu sinnar, Nicole Richie, en Nicole á von á sér í janúar. „Ég og Nicole höfum leikið okkur saman síðan við vorum tveggja ára. Ég á ekki kærasta núna en mig langar mikið til þess að stofna fjölskyldu. Ég samgleðst Nicole og Joel Madden innilega.“ Móðir rapparans Usher, Jonnetta Patton, hefur sagt að nýr sonar- sonur hennar sé gjöf Guðs til Ushers og konu hans fyrir hátíð- arnar. „Ég er ótrúlega ánægð og hamingjusöm yfir fæðingu sonarsonar míns, Usher Raymond V,“ segir Jonnetta en drengurinn fæddist á mánudag. „Hann er fallegur, ómetan- legur, heilbrigður og mikil blessun. Þetta verða ótrúleg jól hjá okkur öllum.“ Úrslitaþáttur hins vinsæla sjón- varpsþáttar Dancing with the Stars var sýndur í Bandaríkjunum á þriðjudag. Kryddpían Mel B. var komin í úrslitin en tapaði fyrir ökuþórnum Helio Castroneves og félaga hans. Margir eru ósáttir við úrslitin, meðal annars Geri Halliwell sem lýsti því yfir á heimasíðu Kryddpíanna. „Ég varð fyrir mjög miklum vonbrigð- um. Hún hefði átt að vinna. En við erum allar svo stoltar – Mel, þú ert sigurvegari í okkar augum!“ Sá orðrómur er kominn á kreik í Hollywood að Lindsay Lohan undirbúi nú útgáfu þriðju plötu sinnar. Sagan segir að platan eigi að heita „Nobody´s Angel“ og að hún sé eingöngu að fara að gefa plöt- una út vegna þess að henni beri skylda til þess samkvæmt samningi sínum við Universal. Það fyrirtæki gaf einnig út aðra plötu söng- og leikkonunnar sem hét „Another Insider Insisted“. FRÉTTIR AF FÓLKI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.