Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.11.2007, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 30.11.2007, Qupperneq 86
54 30. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is Marianne Sigurðardóttir tók þátt í sínu fyrsta móti í hreysti eða fitness í vor. Þar gerði hún sér lítið fyrir og varð Íslands- meistari í unglingaflokki. Marianne, sem er átján ára gömul, keppir næstu tvo daga á heimsmeistaramóti unglinga sem hefst í Búdapest í Ungverjalandi í dag. „Mótið hefst í dag, föstudag, og stendur fram á sunnudag,“ segir Marianne. „Undirbún- ingurinn hefur gengið ágætlega og þetta lítur bara vel út. Ég æfði tvisvar á dag í september og október þar sem ég brenndi á morgnana og fór að lyfta eftir skóla. Í nóvember minnkaði ég aðeins æfingarnar og síðustu vikuna fyrir mót æfi ég bara einu sinni á dag sex daga vikunnar.“ Hún segir erfiðast að hafa stjórn á mataræðinu. „Fólk hefur líka sérstaklega gaman af því að segja mér hvað þetta og hitt sé gott þegar ég mæti í veislur,“ segir hún og hlær. „Ég borða mest af fiski, kjúklingi, kartöflum, hrísgrjónum og grænmeti. Fjölskyldan borðar yfirleitt það sama og ég í kvöldmat og það eru allir að grennast á heimilinu. Fólk kvartar sáran yfir því að það sé aldrei neitt til þegar það kemur í heimsókn!“ Marianne segist enga hugmynd hafa um hvar hún standi í samanburði við aðra keppendur á mótinu. „Ég veit ekki neitt og renni algjörlega blint í sjóinn. Þetta verður bara spennandi.“ Eftir mótið ætlar hún að sleppa fram af sér beislinu. „Ég er búin að skrifa niður langan lista yfir allt sem mig langar að borða,“ segir hún og hlær. - sók Keppir á heimsmeistaramóti í hreysti Á LEIÐ TIL BÚDAPEST Marianne Sigurðar- dóttir er Íslandsmeistari unglinga í hreysti. Hún keppir á heimsmeistaramóti í Ung- verjalandi sem hefst í dag. Sögur um að þriðja barn föllnu poppprinsessunnar Britney Spears sé væntanlegt ganga nú fjöllum hærra, en heimildum ber ekki saman um trúverðugleika orðrómsins. The Post segir Britney hafa sent tölvupóst á vini sína fyrir tveimur vikum sem í stóð að hún væri komin mánuð á leið og faðir barns- ins væri upptökustjórinn J.R. Rotem. Nokkru seinna hafi hún sent annan tölvupóst með sónar- myndum af fóstrinu. Tímaritið In Touch Weekly segir síðan J.R. Rotem hafa staðfest fréttirnar. The Sun vitnar þó í Britney sjálfa um að ekkert sé til í orðr- ómnum og hún hafi í hyggju að kæra In Touch Weekly fyrir rang- ar staðhæfingar. Britney á einnig að hafa sent Ryan Seacrest, fyrr- verandi kynni úr American Idol, smáskilaboð um að sögurnar væru hreinn uppspuni. En Seacrest stjórnar í dag vinsælum útvarps- þætti í Bandaríkjunum. Ef marka má tímaritið Star er þungun Britney ekki ólíkleg þar sem hún sé með kynlíf á heilanum. Heimildarmaður blaðsins segir að á heimili söngkonunnar sé harð- læst herbergi, stútfullt af kynlífs- leikföngum á borð við titrara, svipur og handjárn. Þar geymi Britney einnig erótískt búninga- safn þar sem finna má meðal ann- ars einkenniskjóla þjónustustúlku og kaþólskrar skólastúlku. Vafasöm þungun Britney Spears BRITNEY SPEARS Ólétt eður ei? Þegar stórt er spurt? Hljómsveitin Sniglabandið spilar á Græna hattinum á Akureyri 6. desember ásamt sjö manna „stoð“- hljómsveit. Sveitina skipa fjórir blásarar og Ásgeir Óskarsson á ásláttarhljóðfæri, auk þess sem félagarnir Gunnar Ólason og Sigur- jón Brink verða í bakröddum. Verður tónleikunum útvarpað beint á Rás 2. „Við ætlum að spila plötuna og taka svolítið af næstu plötu,“ segir Diddi bassaleikari, en Snigla- bandið gaf nýverið út plötuna Vestur. Næsta plata er að stórum hluta tilbúin og var hún samin í sumar í þáttum Sniglabandsins á Rás 2.“ - fb Sniglar vel studdir SNIGLABANDIÐ Hljómsveitin Snigla- bandið spilar á Akureyri 6. desember. > VISSIR ÞÚ? ...að leikarinn Jamie Foxx, sem vann óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í Ray, var skírður Eric Marlon Bishop en breytti nafn- inu þegar hann hóf uppistand sitt. Stjörnurnar í Hollywood vekja ekki síður eftirtekt fyrir útlit sitt og kynþokka en hæfileika. Vinsælt þykir að titla eina þokkafyllri en aðra, en álitsgjöfum ber þó ekki alltaf saman. Karlatímaritið FHM birtir árlega lista yfir hundrað kynþokka- fyllstu konur heims og í ár trónir leikkonan Jessica Alba á toppn- um. Óskarsverðlaunahafinn Charlize Theron kemst hins vegar aðeins í 32. sæti listans en getur huggað sig við að tímaritið Esquire titlar hana kynþokka- fyllstu konu veraldar. Á lista FHM situr leikkonan Angelina Jolie í áttunda sæti en The Sun telur hana þó allra kynþokka- fyllstu mömmuna. Söngkonan Britney Spears situr í fimmta sæti listans yfir heitustu mömmurnar en hún er einmitt líka í fimmta sæti á lista tímaritsins Maxim yfir síst kyn- þokkafyllstu konurnar. Vafasam- ur sigurvegari þess hóps er stjarna Sex and the City-þátt- anna, Sarah Jessica Parker. Á listann kemst einnig Grey´s Ana- tomy-leikkonan Sandra Oh en þrátt fyrir lítinn kynþokka henn- ar þykir tímaritinu In Style Grey´s Anatomy-þættirnir skarta kynþokkafyllsta leikhópnum. Patrick Dempsey þykir auk þess kynþokkafyllsti karlleikarinn í sjónvarpi en skákar ekki Matt Damon þegar út fyrir imbakass- ann er komið þó að annað sætið verði að teljast ágætis árangur. Ekki kemur á óvart að leikara- parið Angelina Jolie og Brad Pitt þyki kynþokkafyllsta tvíeykið á lista In Style, og David Beckham kynþokkafyllsti íþróttamaður- inn. Tímaritið útnefnir Justin Timberlake kynþokkafyllsta tón- listarmanninn, en á lista People nær söngvarinn hins vegar ekki upp fyrir fjórtánda sætið. Af fyndnu strákunum þykja Ashton Kutcher og Vince Vaughn bera af í kynþokka en þeir komast hins vegar hvergi að þegar dæmt er eftir útliti. - eá Kynþokki stjarnanna ANGELINA JOLIE Flottasta mamman og tilheyrir einnig kynþokkafyllsta stjörnuparinu. PATRICK DEMPSEY Í kyn- þokkafyllsta leikhópnum og öðru sæti yfir kynþokka- fyllstu karlana. CHARLIZE THER- ON Kynþokka- fyllsta kona veraldar að mati Esquire en í 34. sæti hjá FHM. SARAH JESSICA PARKER Maxim segir hana skorta kynþokka.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.