Fréttablaðið - 30.11.2007, Page 57

Fréttablaðið - 30.11.2007, Page 57
hún þau passa vel saman. „Naut og steingeit eiga mjög vel saman. Þau eru bæði jarðarmerki og ég held að það henti þessum merkjum að hittast seinni partinn á lífsleiðinni. Þá er steingeitin farin að mildast og nautið er ekki eins þrjóskt.“ Þegar hann er spurður að því hvort hann spái í stjörnumerki neitar hann því. „Hann sá bara eina stjörnu þegar hann hitti mig,“ segir hún og þau hlæja hátt en Björn skýtur því inn í að hún hafi rétt fyrir sér því hann hafi róast mikið með aldrinum. „Ég var miklu uppstökkari,“ segir hann og hún viðurkennir að sjálf hafi hún líka mildast með árunum. „Þegar maður er að sjá um stærri og meiri hluti verður maður sigldari og finnur að ef maður æsir sig upp þá festist maður í lás. Þegar skapið fer að ná tökum á manni missir maður yfir- sýnina,“ segir hún og bætir því við að henni finnist það virðingarvert þegar fólk kunni að stilla skap sitt. Á leið í Fossvoginn Í haust fjárfestu Björn og Svava í ein- býlishúsi í Fossvogi sem verður breytt á næstunni og nýtt og glæsilegt hús mun rísa á lóðinni í staðinn. Þau fengu Pálmar Kristmundsson til að teikna húsið að innan og utan og áætla að flytja inn á næsta ári. Þegar þau eru spurð út í húsið vilja þau helst ekkert segja því þau eru sammála um að heimilið sé heilagt. Eftir smá suð nær blaðamaður því upp úr þeim að húsið verði stílhreint og svarti liturinn verði áberandi að innan en húsið verði sjálft hvítt að utan. Þegar þau eru spurð út í eigin smekk segjast þau hafa ótrúlega líkan smekk og séu bæði svolítið „svört“. „Við viljum hafa fallegt í kring- um okkur. Það er þó ekki þar með sagt að það þurfi að kosta peninga. Þetta snýst ekki um það,“ segir hann og hún bætir því við að þau séu ekki mikið fyrir að hafa drasl á heimilinu. „Bjössi er alltaf að laga til,“ segir hún og bætir við að henni finnist það mikill kostur. Annars er verkaskiptingin frekar ein- föld í eldhúsinu. „Hún eldar og ég vaska upp,“ segir hann og Svava bætir því við að heimilishaldið myndi aldrei ganga upp ef þau væru ekki með hús- hjálp. Talið berst að tískustraumum. Upp á síðkastið hefur það verið mikið í móð að konur sem eru komnar yfir fertugt fjölgi sér. Þegar Svava er spurð að því hvort hún ætli ekki að koma með eitt lítið brosir hún breitt og segir að það verði bara að koma í ljós. Hún beitir smjörklípuaðferðinni og fer að tala um fatatískuna en þar gæti hún ekki verið meira á heimavelli. „Pallíettur eru málið núna ásamt silki- satíni og leðri. Palíettu-buxur koma í Galleri 17 fyrir jólin, blúndur verða áberandi fyrir jólin ásamt gulli og silfri og beinhvíti liturinn er að detta inn. Hjá yngri stelpunum eru flottir Madonna-kjólar í blúndu og svo kvenlegir kjólar ýmist með steinum, satíni eða pallíettum, leggings í öllum litum, Alladin-buxur og bara flott Rockabilly-tíska ásamt „bling, bling“ skartgripum og túrbaninn gamli góði er búinn að slá í gegn,“ segir hún og er alveg komin á flug og bætir við að gömlu góðu dragtirnar sem hafa legið í dvala séu að koma inn aftur og þá sé jakkinn stuttur og buxurnar útvíðar með háum streng. Þegar Svava er spurð út í eigin klæðaburð grípur Bjössi fram í og segir að hún sé flott í öllu. „Margir halda að hún sé í marga klukkutíma að klæða sig á morgnana en það er alls ekki þannig,“ segir hann og hún segist vera meðvituð um eigið vaxtarlag og klæði sig samkvæmt því. Það er alltaf spurning um að búa til jafnvægi í fatavali samfara vaxtarlag- inu svo heildarútlitið verði gott,“ segir hún. Desember er annasamur mán- uður hjá kaupmanns parinu. Þau segjast bæði vera mikil jólabörn og eru nú þegar búin að skreyta heima hjá sér og farin að spila jólatónlist. Svava hefur þá reglu að vera búin að kaupa flesta pakkana fyrir 15. desem- ber en eftir þann tíma reynir hún að vera sem mest í búðunum að vinna. Þegar þau eru spurð að því hvort aðfangadagur hjá þeim sé eitthvað í átt við VR-auglýsingarnar þar sem fólkið sofnar ofan í súpuna þvertaka þau fyrir það. Björn, Svava og Ásgeir Frank, sonur hennar, verða hress í rjúpunum heima hjá Kristínu móður Svövu og systkinum hennar á aðfangadag. „Annars hefur gamlárs- dagur verið einn af mínum upp- áhaldsdögum á árinu, þá höfum við öll sex systkinin komið í mörg ár ásamt mökum og börnum heim til mömmu og pabba og átt yndislegan kvöldverð, farið á brennu horft á skaupið og sprengt flugelda. Pabbi minn lést í haust svo þetta verða fyrstu jólin án hans – það á eftir að verða skrítið. Ég á eftir að sakna hans mikið og við öll en svona er víst lífið.“ martamaria@365.is MIKIL JÓLABÖRN Svava og Bjössi eru þegar búin að skreyta heima hjá sér og farin að hlusta á jólalög. MYNDIR/VALLI 30. NÓVEMBER 2007 | SIRKUS | BLS. 9
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.