Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.11.2007, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 30.11.2007, Qupperneq 36
 30. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Alþjóðamál Mörg af átakasvæðum heims í dag – þar á meðal Afganist- an, Eþíópía, Íran, Írak, Pakistan, Sómalía og Súdan – eiga það sam- eiginlegt að átökin má rekja til sömu vandamálanna. Öll eru þau fátæk og hrjáð af völdum náttúru- hamfara – sérstaklega flóða, þurrka og jarðskjálfta – og glíma við fólksfjölgun sem ekki er víst að landsins gæði dugi til að brauð- fæða. Hlutfall ungs fólks er afar hátt, sérstaklega ungra karl- manna á herskyldualdri (15 til 24 ára). Bandaríkin þráast við Þessi vandamál verða aðeins leyst með stöðugri efnahagsþróun til langs tíma. Engu að síður þráast Bandaríkin við og vilja slá á öll sjúkdómseinkenni vandans með hervaldi í stað þess að ráðast að rótum meinsins. Bandaríkin styðja her Eþíópíumanna í Súdan; þau hafa hertekið Írak og Afganistan; þau hóta að varpa sprengjum á Íran; og þau styðja herræðið í Pak- istan. Engar þessara hernaðarlegu aðgerða taka á vandanum sem leiddi upphaflega til átaka. Þvert á móti bætir utanríkisstefna Banda- ríkjanna yfirleitt olíu á eldinn í stað þess að stilla til friðar. Bandaríkjunum hefnist líka iðu- lega fyrir hernaðarstefnuna. Bandaríkin sendu Íranskeisara ókjör af vopnum, sem féllu í hend- ur klerkastjórnarinnar eftir 1979. Bandaríkin studdu innrás Sadd- ams Hussein í Íran en réðust að lokum sjálf á Saddam. Bandaríkin studdu Osama bin Laden í barátt- unni gegn Sovétmönnum í Afgan- istan en berjast nú sjálf við bin Laden. Frá árinu 2001 hafa Banda- ríkin varið yfir 60 milljörðum króna í fjárframlög til Pervez Musharraf í Pakistan, en ríkis- stjórn hans er nú í fallvaltri stöðu og rétt svo tórir. Stríðsrekstur fram yfir efnahagsþróun Utanríkisstefna Bandaríkjanna er óskilvirk því herinn hefur tekið hana í sínar hendur. Uppbyggingar- starf í Írak að loknu stríði – sem hernámsstjórnin undir forystu Bandaríkjanna stýrði – var í höndum bandaríska varnarmála- ráðuneytisins í stað borgarlegra stofnana. Útgjöld Bandaríkjahers ráða öllu um utanríkisstefnuna. Leggi maður saman útgjöld varnarmála- og heimavarnaráðuneyt- isins, stríðanna í Írak og Afganistan, kjarn- orkuvopnaáætlana og utanríkisráðuneytisins vegna ýmiss konar hernaðaraðstoðar, kemur í ljós að Banda- ríkin eyða rúmum fimmtíu billjónum króna (fimmtíu þúsund milljörðum!) í varnar- mál á þessu ári, saman- borið við 1,2 billjónir króna sem þeir verja í efnahagsþróun. Craig Cohen og Derek Chollet sýndu fram á eyðileggjandi áhrif hernaðarstefnunnar í sláandi grein um efnahagsaðstoð Bush- stjórnarinnar til Pakistan – og það var fyrir nýjustu brestina í í brot- hættri ríkisstjórn Musharraf. Þar kemur fram að af milljörðunum 60 sem Bandaríkin hafa látið renna til Pakistan fóru 75 prósent til hersins, undir því yfirskyni að það væri endurgreiðsla fyrir framlag Pakistan í „stríðinu gegn hryðjuverkum“ og til að hjálpa þeim að kaupa herþotur og styrkja vopnabúr sitt. Sextán prósent runnu beint í ríkissjóð Pakistan án nokkurra kvaða. Eftir stóðu innan við tíu prósent fyrir þróunar- og mannúð- araðstoð. Árleg aðstoð Bandaríkj- anna til menntamála í Pakistan hljóðar upp á aðeins fjóra millj- arða króna, eða rúmar sjötíu krón- ur á hvert barn á skólaaldri. Höfundar greinarinnar taka fram að „fámennur hópur í innsta valdakjarna Bush-stjórnarinnar ákvað stefnuna í Pakistan og ein- blínir á stríðsrekstur en ekki ástandið innanlands“. Greinarhöf- undar leggja líka áherslu á að „samband Bandaríkjanna við Pakistan er hernaðar- legt og miðstýrt, og snertir almenning í Pakistan lítt“. Þeir vitna í George Bush sem sagði: „Þegar [Musharraf] horfir í augu mín og segir… það verða hvorki talí- banar né Al-kaída, trúi ég honum, skilurðu?“ Vandinn snýst um fólk Hernaðarstefnan er að draga heiminn inn í hringiðu ofbeldis og átaka. Hvert nýtt vopnakerfi sem Bandaríkin „selja“ eða gefa til umræddra svæða, eykur líkurnar á að skærurnar breiðist út, fleiri valdaránum og að vopnunum verði beint gegn Bandaríkjunum. Hún spornar ekki við undirliggj- andi vandamálum eins og fátækt, ungbarnadauða, vatnsskorti og bágum lífskjörum á stöðum á borð við norðvesturhéruð Pakistans, Darfur-hérað í Súdan og Sómalíu. Íbúar þessara staða eru í heljar- greipum lítillar úrkomu og söln- aðs ræktarlands. Eðlilega snúast margir á sveif með öfgamönnum. Bush-stjórnin áttar sig ekki á að höfuðvandinn snýr að fólki og umhverfi. Fyrir fimmtíu billjónir króna sem renna til varnarmála verða ekki reistar áveitur í Afgan- istan, Pakistan, Súdan og Sómalíu og þar af leiðandi kemst friður ekki á. Í stað þess að sjá fólk í neyð sér Bush-stjórnin skrípa- myndir, hryðjuverkamenn á hverju horni. Friðar er ekki að vænta fyrr en Bandaríkjamenn og aðrir byrja að líta heiminn með augum meintra óvina sinna og gera sér grein fyrir að átök dagsins í dag – sem eru afleiðing eymdar og örvæntingar – má leysa með efna- hagsþróun frekar en stríðsbrölti. Friður er ekki í sjónmáli fyrr en við höfum í huga orð Johns F. Kennedy Bandaríkjaforseta, sem hann lét falla nokkrum mánuðum fyrir andlát sitt: „Þegar öllu er á botninn hvolft er staðreyndin sú að við búum saman á þessari litlu plánetu. Við öndum að okkur sama loftinu. Við hlúum að framtíð barna okkar. Og öll erum við dauð- leg.“ Höfundur er hagfræðiprófessor og stjórnandi Earth Institute við Columbia-háskóla í Banda- ríkjunum. ©Project Syndicate. Misheppnuð hernaðar- stefna Bandaríkjanna JEFFREY SACHS Bandaríkjunum hefnist líka iðulega fyrir hernaðarstefnuna. Bandaríkin sendu Íranskeisara ókjör af vopnum, sem féllu í hendur klerkastjórnarinnar eftir 1979. Bandaríkin studdu innrás Saddams Hussein í Íran en réðust að lokum sjálf á Sadd- am. Bandaríkin studdu Osama bin Laden í baráttunni gegn Sovétmönnum í Afganistan en berjast nú sjálf við bin Laden. UMRÆÐAN Kjör kennara Kennarastarfið er og verður alltaf van-metið. Þetta segir reynslan okkur. Að mennta sig til kennara hefur hingað til ekki borgað sig peningalega, a.m.k. ekki ef farið er út í kennslu á grunnskólastigi. Og það gerir það heldur ekki heilsufars- lega. Áreitið og álagið er slíkt, að margir reyndir kennarar eru að sligast undan starfinu. Það er ekki nóg að þeim nemendum fari fjölgandi sem eru með alls konar geðraskanir og ofbeldishneigð, heldur þurfa kennararnir jafn- framt að sinna fötluðum börnum sem þurfa mikla umönnun. Þá eru oft á tíðum útlendingar í bekk, sinn frá hverju landi og í mörgum tilfellum eiga þeir enga möguleika á að tjá sig á öðru en sínu eigin máli. Þar að auki er ekki nægilegt námsefni til fyrir hina erlendu nemendur og þurfa því kenn- arar að útbúa ýmiss konar námsefni handa þeim og tekur það óhemju tíma. Foreldrasamskipti eru oft á tíðum erfið og hefur það komið fyrir að ekki aðeins foreldrar barns (barna) eiga í vanda vegna vímugjafa, heldur eru stundum afar og ömmur sama marki brennd. Í slíkri stöðu er bæði slæmt að vera barn (börn) og kennari. Eru dæmi um að fulltrúi frá opinberum aðila hafi þurft að koma á for- eldrafund í stað aðstandenda barnsins (barnanna). Ofan á allt þetta bætist oft aukin vinna á kennarana, vinna sem silki- húfur fræðsluyfirvalda eru mjög dugleg- ar að búa til, og sem margar hverjar þjóna engum kennslufræðilegum til- gangi. Þeim tíma sem í slíka vinnu fer væri betur varið í undirbúning kennar- ans. Þá má geta símenntunar sem kenn- urum er skylt að rækja, námskeið sem því miður eru oft þannig valin, að þau gagnast lítið sem ekkert í starfi margra kennara. Þar væri betra að hver kennari hefði val um námskeið, sem gæfi þá þekkingu sem best reynd- ist hverjum og einum. Um launamálin og lengingu kennaranámsins mætti mikið segja. En reyndin er sú, að margir kennarar, sem starfað hafa í kennslu í tíu ár eða lengur eru komnir með annað eins við- bótarnám, ef ekki meira, og hefur það litlu sem engu skilað í launaumslög kennara til þessa. Ég legg því lítið upp úr þeim fögru orðum, sem heyr- ast núna í sambandi við lengingu kennaranáms- ins, að aukin menntun skili sér í betri launum. Lái mér hver sem vill! Höfundur er fyrrverandi kennari og skólastjóri. Kennarastarfið verður alltaf vanmetið MATTHÍAS KRISTINSSON Loksins á íslensku! Sjónvarpsmyndin Skólasöngleikurinn - High School Musical - hefur slegið í gegn um allan heim og nú geta íslenskir aðdáendur loks lesið um ævintýri Troys, Gabriellu og hinna krakkanna í East High skólanum. Galdrastelpur í vanda Grænir töfrar er fjórða bókin í bókaflokknum eftir Lene Kaaberbøl um Galdrastelpurnar. Þessi bók fjallar um Cornelíu og dularfullar aðstæður sem hún lendir í. Er hún búin að missa tökin á sambandi sínu við jörðina? Hvaða hræðslulega rödd berg- málar í höfði hennar? Þrettán nýjar jólasögur! Spennandi textabók um galdrastelpur! Jack Sparrow og félagar enn á ferð! Byggð á sjón- varpsmyndinni vinsælu! Syrpa í innbundinni hátíðarútgáfu! Nýjar, spennandi og bráðfyndnar myndasögur sem koma öllum í gott jólaskap. Vinir okkar í Andabæ undirbúa jólin af kappi og lenda í ýmsum óvæntum og skemmti- legum ævintýrum. Ævintýrið heldur áfram Á hjara veraldar segir frá nýjustu ævintýrum sjóræningja Karíbahafsins. Óborganleg saga þar sem sjóræningjar, skrímsli, hetjur og óþokkar leika lausum hala og spenna, grín og gaman skapar kostulega atburðarás!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.