Fréttablaðið - 30.11.2007, Síða 4

Fréttablaðið - 30.11.2007, Síða 4
4 30. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR RÚSSLAND, AP Garrí Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák, var í gær látinn laus úr fangelsi í Moskvu, þar sem hann var látinn dúsa í fimm daga fyrir að hafa farið fyrir mótmælagöngu gegn stjórn Vladimírs Pútín í borginni um síðustu helgi. Tilgangur stjórnvalda með því að loka hann í fangelsi var að sögn Kasparovs að „senda skilaboð“. „Meðferð Pútín- stjórnarinnar á eigin þjóð er að komast á nýtt stig,“ sagði hann er hann sté út úr lögreglubílnum sem ók honum heim úr fangels- inu. „Hún er að breytast í einræðisstjórn.“ - aa Kasparov laus úr fangelsi: Sakar Pútín um einræðisstjórn FRJÁLS Kasparov spáir því að hann verði fljótlega dæmdur aftur í fangelsi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FISKELDI „Íslendingum er mjög mikilvægt að glata ekki sinni góðu stöðu á alþjóðamörkuðum fyrir þorsk. Sú hætta kann að skapast ef við drögumst aftur úr öðrum þjóð- um á sviði þorskeldis,“ sagði Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráð- herra við upphaf ráðstefnu um stöðu þorskeldis á Íslandi sem hófst í gær. Sérfræðingur Haf- rannsóknastofnunar segir langt þangað til veiðar á villtum þorski aukist á ný. Norðmenn hafa for- skot í þorskeldi sem gæti skilað þeim yfirburðastöðu á mörkuðum. Sjávarútvegsráðherra minnti á það í ræðu sinni að aðrar þjóðir settu mikla fjármuni í að byggja upp eldi og nauðsynlega þekkingu. „Ef við sitjum hjá kunnum við að lenda í þeirri stöðu að glata því forystuhlutverki sem við höfum náð á mörkuðum erlendis.“ Mjög er horft til Norðmanna þegar þorskeldi er annars vegar. Þeir eru lengst komnir allra þjóða og forskotið gæti skilað þeim yfir- burðastöðu á mörkuðum með eldis- þorsk á næstu árum. Guðbergur Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, fjallaði um stöðu þorskeldis á Íslandi og bar saman við þorskeldi í Noregi. Í máli hans kom fram að vandamálin og mark- miðin væru skýr. „Takmörkuð geta til seiðaframleiðslu á Íslandi er flöskuháls sem brýnt er að bæta úr ef þorskeldi á að taka flugið hér á landi.“ Í nýrri skýrslu til sjávar- útvegsráðherra er lagt til að mark- miðið skuli verða að framleiða 30 þúsund tonn af eldisþorski árið 2015. Byggð verði seiðastöð sem geti framleitt allt að tíu milljónir seiða árið 2013. Aðeins ein seiða- eldisstöð er starfrækt á Íslandi sem framleiðir 500 þúsund seiði árlega. Sjávarútvegsráðherra sagði að samstaða þyrfti að nást um að reisa slíka seiðaeldisstöð. Björn Ævarr Steinarsson, sviðs- stjóri veiðiráðgjafarsviðs Haf- rannsóknastofnunar, sagði að upp- bygging þorskeldis væri brýnt verkefni. Ekki væri neinnar aukn- ingar að vænta í þorskveiðum á næstu fimm árum. „Raunar verður engin aukning nema við fáum inn sterka nýliðun á næstu tíu til fimmtán árum. Þess misskilnings virðist gæta í þjóð félaginu að þetta muni gerast á mun skemmri tíma.“ svavar@frettabladid.is Þorskeldi mikilvægt til að verja markaði Sjávarútvegsráðherra segir hættu á að forskot á mörkuðum tapist ef Íslendingar dragist aftur úr í þorskeldi. Aukinn áhugi á þorskeldi er hjá stjórnvöldum og fyrir- tækjum. Markmiðið er að framleiða 30 þúsund tonn af eldisþorski árið 2013. ÞORSKUR FÓÐRAÐUR Margir fiskeldismenn telja að stjórnvöld eigi að styðja við þorskeldi með opinberum styrkjum, til dæmis með niðurgreiðslu á fóðri. MYND/KARL MÁR EINARSSON - Þorskveiði í Atlantshafi hefur minnkað úr fjórum milljónum tonna í 890 þúsund tonn á nokkrum áratugum. - Aflamark í þorski á þessu fisk- veiðiári er 130 þúsund tonn. - Norðmenn framleiða 15 þúsund tonn af eldisþorski árið 2007. - Íslendingar framleiða 1.500 til 2.000 tonn af eldisþorski árið 2007. - Norðmenn ætla sér að framleiða 215 þúsund tonn árið 2013. - Íslendingar stefna á að framleiða 30 þúsund tonn árið 2013. STAÐREYNDIR UM ÞORSK OG ÞORSKELDI Musharraf sver eið Pervez Musharraf hóf í gær formlega nýtt fimm ára kjörtímabil sem forseti Pakistans, daginn eftir að hann sagði af sér sem yfirmaður heraflans, en sú staða var grundvöllur valda hans síðastliðin átta ár. PAKISTAN Stal þremur tonnum af vatni Héraðsdómur Norðurlands eystra frestaði í gær ákvörðun um refsingu manns sem ákærður var fyrir að stela heitu vatni. Maðurinn mun hafa sett segul ofan á rennslismæli í hitaveitu- grind í húsi fyrirtækis á Akureyri. DÓMSMÁL STJÓRNSÝSLA Umboðsmaður Alþing- is hefur sent stjórn Ríkisútvarps- ins bréf til að minna á að upplýs- ingalögin skuli virt. Kveikjan að bréfinu var ummæli formanns stjórnar RÚV, sem lét hafa eftir sér að hann myndi ekki hver laun útvarppsstjóra væru, en að þau yrðu gefin upp á næsta aðalfundi félagsins. Þá sagðist Páll Magnús- son útvarpsstjóri ekki heldur muna upphæð eigin launa, eða hversu lengi hann hefði fengið bíl á rekstrarleigu. Umboðsmaður greip því til þess að eigin frumkvæði að kanna hvernig RÚV fylgdi reglum upp- lýsingalaga við að veita aðgang að gögnum um laun starfsmanna. Eftir að upplýsingar um laun Páls höfðu fengist og verið birtar á fréttavefnum visir.is ákvað umboðsmaður að hætta skoðun- inni, en sá samt ástæðu til að koma ábendingum á framfæri við stjórn RÚV. Afrit var sent til mennta- málaráðherra, sem fer með eignar- hlut ríkisins í RÚV. Páll Magnússon útvarpsstjóri segist ekki hafa skoðun á bréfinu. „Mér hefur ekki gefist tóm til að lesa þetta bréf, enda var það ekki sent mér. Þetta bréf var sent til stjórnar Ríkisútvarpsins og afrit til menntamálaráðherra, þannig að ég hef í raun enga skoðun á því.“ - sh Útvarpsstjóri hefur ekki lesið bréf umboðsmanns Alþingis til stjórnar RÚV: RÚV minnt á upplýsingalögin MÁLEFNI RÚV Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra og Páll Magnússon útvarpsstjóri á kynningar- fundi um hlutverk og skyldur Ríkis- útvarpsins. DÓMSMÁL Tveir fyrrverandi rit- stjórar DV hafa verið sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu manns um að ummæli í fréttum blaðsins um kynferðis- brotamál yrðu dæmd dauð og ómerk. Jafnframt var miskabóta krafist. Héraðsdómur Reykja- víkur taldi að notkun DV á orðinu nauðgun hefði verið réttlætanleg. Málið á rætur að rekja til dóms héraðsdóms frá því á síðasta ári. Þar var karlmaður dæmdur í árs fangelsi fyrir kynferðis- brot önnur en samræði með því að notfæra sér ölvun og svefn- drunga konu. Hann var ósáttur við að DV notaði nauðgun en ekki misneytingu í umfjöllun um dóm- inn. - jss Máttu nota orðið nauðgun: Fyrrum ritstjór- ar DV sýknaðir SVÍÞJÓÐ Ráðist var á rektor grunn- skóla í Stokkhólmi í Svíþjóð og hann stunginn átta sinnum. Rann- sókn lögreglunnar hefur leitt í ljós að árásarmaðurinn er 22 ára, bróðir fyrrverandi nem- anda í skólanum. Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn, að sögn Expressen. Hótanir og ofbeldi gagnvart kennurum hefur tvöfaldast á þremur árum í Svíþjóð. Í fyrra bárust 176 tilkynningar um slíkt. Nýlega voru nokkrir unglingar handteknir fyrir morðhótanir í garð kennara í Malmö. - ghs Kennarar í Svíþjóð: Morðhótanir hafa tvöfaldast DÓMSMÁL Pylsa kostaði tíu þúsund Maður var í gær dæmdur í Héraðs- dómi í tíu þúsund króna sekt fyrir að henda pylsu og pylsubréfi út um bílglugga á Selfossi. Með þessu braut hann lögreglusamþykkt fyrir sveitar- félagið Árborg. SVEITARSTJÓRNIR Bjarni Jónsson, fulltrúi Vinstri grænna í sveitar- stjórn Skagafjarðar, segir hægt að fá næga orku frá Blönduvirkj- un fyrir netþjónabú í Skagafirði. „Því þyrfti ekki að fórna skagfirsku jökulánum vegna slíks verkefnis. Slíkt voðaverk, sem eyðilegging þeirra væri, yrði því aldrei réttlætt með uppsetn- ingu netþjónabús, ef af yrði,“ segir Bjarni í bókun á síðasta fundi sveitarstjórnarinnar. Þar var rætt boð Fjárfestingarstofu um Skagafjörður sé með í athugun á aðstæðum fyrir netþjónabú í völdum sveitar- félögum. - gar Netþjónabú í Skagafirði: Blönduvirkjun annar orkuþörf GENGIÐ 29.11.2007 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 119,2659 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 61,2 61,5 126,12 126,74 90,18 90,68 12,09 12,16 11,149 11,215 9,622 9,678 0,5551 0,5583 97,22 97,8 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.