Tíminn - 25.07.1978, Blaðsíða 24

Tíminn - 25.07.1978, Blaðsíða 24
Sýrð eik er sígild eign TRÉSMIDJAN MEIDUR SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822 Gagnkvæmt tryggingafélag ÍfojíJUtJ. Þriðjudagur 25. júli 1978 - 158. tölublað - 62. árgangur simi 29800, (5'linur) Verzlið í sérverzlun með litasjónvörp og hljómtæki Útflutningsbanniö: Engin áhrif á freðfisk- framleiðsluna i Bandaríkjunum MóL — „Útflutningsbannið hefur ekki haft áhrif á fram- leiðslu verksmiðju okkar fs- lendinga I Bandarikjunum, alla vega ekki ennþá, þótt það gæti gert þaö i komandi fram- tið”, sagði Sigurður Markús- son, framkvæmdastjóri sjávarafurðadeildar S.f.S. er Timinn ræddi við hann i gær um áhrif útflutningsbannsins á freöfiskframleiðsluna i Bandarikjunum. „Eins og menn hafa ef til vill tekið eftir, þá hafa skip okkar siglt nokkuð reglulega vestur um haf, þannig aö þeir fá nægilegt hráefni. Þetta er mögulegt vegna þess að út- flutningsbannið nær ekki til allra hafna á landinu og þar sem framleiöslan hefur aukist mikiö, þá geta þessir staðir sem banniö nær ekki til, séð verksmiðjunum fyrir hráefni. Bannið bitnar þannig ekki á okkur enn sem komið er”,sagði Sigurður. Samkvæmt heimildum, sem Timinn hefur aflað sér, þá mun það ekki vera rétt, að verksmiðjurnar hafi fariö út i að kaupa hráefni frá öðrum löndum i meira mæli en áöur. Hráefnið frá tslandi nægir verksmiðjunum þrátt fyrir út- flutningsbannið, eins og fram kemur i viðtalinu við Sigurð Markússon. Hins vegar hafa verksmiöjurnar alltaf keypt eitthvaö af fiski frá öðrum þjóðum, en hann mun vera greiddur lægra verði en fyrir islenska fiskinn auk þess sem hann er ekki framleiddur undir sama vörumerki. Albert Guömundsson: Tek ekkert mark á Morgunblaðinu Sjá. bls. 3 Það var tignarleg sjón að sjá, þegar Hilmanninn hans Þorvaldar Karlssonar tókst á loft, valt heil- hring og lenti siðan á hjólin aftur. Þetta skeði I fyrsta „rally crossinu”, sem haldið var um helgina. Nánar verður sagt frá keppninni á morgun. Myndina tók Ftagnar J. Ragnarsson. Vinna, vinna, vinna: Neyðarkall frá Utgerð- arfélagi Akureyrar GEK „Vegna sumarleyfa hefur okkur vantað tilfinnanlega fólk til að vinna úr þessum mikla afla, en úr þessu virðist ætla aö rætast eitthvað eftir aö viö sendum frá okkur neyðarkalliö,” sagði Gisli Konráösson, fram- kvæmdastjóri Útgeröarfélags Akureyrar i samtali viö Tlmann i gær, en um helgina auglýsti Ct- gerðarfélagið mjög eindregið eftir fólki til að bjarga verömæt- an of GEK ..Það hefur alltaf veriö min skoöun, aö, .svarta skýrslan” svonefnda hafi verið allt of svört og ég er að vona að það sé aö koma i ljós núna að þorskstofninn sé ekki eins illa farinn og fiski- fræöingarnir héldu,” sagöi Gisli Konráðsson frkvstj. Útgerðarfé- lags Akureyringa i samtali við um fiski frá skemmdum. Að sögn Gisla voru I gær til alls um 1000 tonn af þorski i togurum útgerðarinnar sem ýmsir voru enn á veiðum, á leið til hafnar eða sem verið var að landa úr. Þaö kom fram hjá Gísla að sú ákvörð- un verkalýðsfélagsins Einingar að banna alla helgarvinnu yfir sumarmánuðina hefur komið sér illa fyrir Útgerðarfélag Akur- eyrar eins og nú er ástatt. Timann i gær. Sagði Gisli það vera almenna skoðun manna, að sú friöun sem fólst i brotthvarfi erlendra fiski- skipa úr landhelginni, eigi mjög stóran þátt i þeirri aflahrotusem gætt hefur upp á siðkastið hjá þorskveiðiflotanum. „Það hlýtur aö hafa veriö stór- „Við erum sifellt að sækja um undanþágur, en án árangurs. Við erum þó að vona að þeir sjái að næsti 'augardagur er okkur afar nauðsynlegur,” sagði hann. Aðspurður um rými i frysti- geymslum félagsins, sagöi Gisli að það væri fyrir löngu á þrotum. „Það sem heldur okkur gangandi eru frystigeymslur sem við tókum á leigu hjá Kristjáni Jónssyni og Co. en þær eru ekki alveg fullar ennþá.” kostlegfriðun fólgin iþviaðlosna við erlendu togarana og maður skyldi ætla að þaö ætti að duga okkur og óþarfi sé þvi að stöðva þorskveiðarnar eins og nú hefur verið ákveðið,” sagði Gisli enn- fremur. Stórinn- brot á ísafirði 2 millj. stolið GEK —-Stórinnbrot var framiö á lsafirði aðfaranótt sunnudagsins. Þar var brotist inn i fjárhirslur Kaupfélags Isfirðinga og stoliö um 2 miiljónum króna i ávisunum og reiðufé. Talið er að innbrotsþjófurinn eöa þjófarnir hafi komist inn i húsið með þvi að brjóta glugga i útidyrahurð og opna þannig hurð- ina. Eftir aö innbrotsþjófurinn (þjófarnir?) voru komnir inn I húsið munu þeir hafa farið i skáp sem tæknideild Isafjaröarkaup- staðar hefur til umráða og tekið þaðan slaghamar sem þeir siöan notuðu til aö brjóta upp skrif- borðsskúffu gjaldkera kaup- félagsins, en þar mun lykill að fjárhirslu kaupfélagsins hafa leg- ið. Sem fyrr segir var stoliö um 2 milljónum króna úr fjárhirslu kaupfélagsins, en auk þess mun hafa verið farið inn á skrifstofur Rikisskips og bæjarins sem eru i sama húsi, en ekki mun hafa ver- ið stolið frá þessum aöilum og engar skemmdir unnar. Innbrotafaraldur um helgina GEK —Talsvert var um innbrot i Reykjavik um siöustu helgi. A laugardaginn var brotist inn I ör-tækni I Sigtúni en ekki virðist neinu hafa verið stolið þaöan. Þá var brotist inn i erlenda bifreið sem stóð á gatnamótum Garöa- strætis og Ránargötu. Úr henni var stolið Bell and Howell súper 8 kvikmyndatökuvél. Ennfremur var brotist inn i Hraðfrystistööina við Mýragötu. Þar varð verk- stjórinn var við tvo pilta. Piltarn- ir sluppu eftir að annar þeirra haföi bitið verkstjórann I hand- legginn og hinn ógnað honum með spýtu. Ekki var i gær vitað-með vissu hvort þeir náöu að stela ein- hverju. A sunnudag var brotist inn I Blaðsöluna I Austurstræti 18, þar var stolið einhverju af peningum, en ekki þó miklu. A Lindargötu 61, var brotist inn á sunnudag og stoliö þaðan sjónvarpstæki af Nordmende gerð, með 12 tommu skermi, svart hvitt. A Leifsgötu 6, var brotist inn og stolið segul- bandstæki og á Smáragötu 3, var stoliö tveimur feröaútvarpstækj- um af Philips og Grundig gerð. Ekki er upptalningunni enn lok- ið, þvi úr herbergi á Hótel Esju var stolið kventösku með 10 ferðatékkum útgefnum af Euro- bank auk 130 þýskra marka og 12 þúsund islenskra króna. 1 gærdag var siöan tilkynnt um innbrot i Kjöris sem er i Miðbæ við Háa- leitisbraut, en þaöan var stoliö um 150 þúsund krónum i pening- um. Var svarta skýrsl- svört? Aflahrotan breytir ekki hugmyndum okkar um stofnstærð þorsksins Segir Jón Jónsson forstöðumaður Hafrannsóknarstofnunar GEK— „Ég hef ekki enn fengið aldursgreiningu á þessum þorski, en ég hygg að þetta muni aö miklu leyti vera árgangurinn frá 1973, sem við vissum fyrir að er sterkur. Svo viröist sem hann hafi þjappaö sér óvenju mikið saman núna.” Svo fórust Jóni Jónssyni forstöðumanni Haf- rannsóknastofnunar orð i sam- tali við Timann i gær um hina miklu þorskveiði sem verið hefur við landiö siöustu daga. Er Jón var inntur eftir þvi hvort þessi mikla þorskgengd benti ef til vill til þess að svarta skýrslan svonefnda hafi verið of svört, taldi hann svo ekki vera. ,,Ég held, sagði Jón”, að það sé varla hægt að segja að þessi aflahrota breyti hugmyndum okkar um stærö þorskstofnsins. A þessu stigi get ég ekki séð að neitt bendi til þess að við höfum vanmetið stofnstæröina, þvi miöur. Eins og ég sagði, þá tel ég langliklegast að hér sé um árganginn frá ’73 að ræða, sem við höfum verið að reyna að verja undanfarin ár. Til allrar hamingju er talsvert eftir af honum ennþá, en framtiö hans er náttúrulega óráðin og greini- lega ekki mjög björt ef haldið er áfram aö veiða hann jafnungan og hann nú er.” .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.