Tíminn - 25.07.1978, Blaðsíða 16

Tíminn - 25.07.1978, Blaðsíða 16
16 Þriðjudagur 25. júli 1978 16. Landsmót UMFÍ á Selfossi 20 ára stúlka úr Þingeyjarsýslu.... 20 ára stúlka frá Þing- eyjarsýslu, Bergþóra Benónýsdóttir, var drottn- ing fr jálsíþróttanna á Landsmótinu. Þessi skemmtilega frjálsíþrótta- stúlka varð þrefaldur sigurvegari, — i lang- stökki, 100 m hlaupi og 100 m grindahlaupi, og þá fékk hún sinn f jórða gullpening, er hún keppti í sigursveit HSÞ í 4x100 m boðhiaupi. Bergþóra vann besta afrek mótsins, er hún hljóp lOOm á 11.6 sek., sem var 2/10 úr sekúndu betri timi en Islandsmet Ingunn- ar Einarsdóttur. Of mikill með- vindur mældist, þegar hlaupið fór fram — og þvi var hlaupið ekki gilt. Bergþóra fékk 957 stig fyrir þetta hlaup. Þá var Berg- þóra stigahæst kvenna á mótinu — hlaut 18 stig. Bergþóra stökk 5.30 m I lang- stökki og hljóp 100 m grindahlaup á 15.4 sek, sem er nýtt landsmóts- met. Bergþóra Benónýsdóttir fékk fjóra gullpeninga BERGÞÓRA... var mjög mikið I sviðsljósinu. Guðrún Ingólfsdðttir rauf 13 m múrínn I kúluvarpi Glæsilegt met Guðrúnar Guðrún Ingólfsdóttir (OSÚ) varö tvöfaldur sigurvegari á Landsmótinu — hún setti glæsi- legt Islandsmet I kúluvarpi, er hún kastaði 13 m slétta. Þá varð hún öruggur sigurvegari i kringlukasti — kastaði 39.96 m, BAKKAGERÐINGAR SIGURSÆLIR.... Þrír keppendur frá þessu 270 manna þorpi, fengu 5 verðlaunapeninga á Selfossi Frjálsíþróttafólk frá Bakkagerði við Borgar- fjörð eystri var heldur betur í sviðsljósinu á Landsmótinu. Þrir keppendur frá Bakka- gerði, þar sem aðeins 270 íbúar búa, tryggðu sér fimm verðlaunapen- inga — þar af þrjá gull- peninga. Guðrún Sveinsdóttir, hin skemmtilega hlaupakona, varð sigurvegari i 800 m og 1500 m hlaupi — hljóp á nýjum landsmótsmetum og Björn Skúlason varð óvæntur sigur- vegari i 1500 m hlaupi karla. Þá var 14 ára stúlka frá Bakkagerði i sviðsljósinu — Anna Hannesdóttir, sem varð önnur i 800 m hlaupi og þriðja i 400 m hlaupi. Vi GUÐRÚN INGÓLFSDÓTTIR... setti glæsilegt met I kúlu- varpi. sem er nýtt landsmótsmet. Hin unga og efnilega hástökk- stúlka úr Kópavogi — Iris Jóns- dóttir, setti nýtt landsmótsmet i hástökki — stökk 1.67 m. Maria Guðnadóttir (HSH) setti nýtt landsmótsmet i spjótkasti — 37.28 m. Oddný Arnadóttir (UNÞ) setti nýtt landsmótsmet i 400 m hlaupi — 62.0 sek. Konur: Kringlukast Guðrún Ingólfsd., USU......39.96 Þuriður Einarsd., HSK......31.78 Sigurlina Hreiðarsd., UMSE 31.02 Elin Gunnarsd., HSK........30.58 1500 m hlaup Guðrún Sveinsd., UÍA......5:06.1 Aðalbjörg Hafsteins., HSK .5.06.8 Sigurbjörg Karlsd.,UMSE .5:08,8 Hástökk Iris Jónsdóttir, UMSK ......1.67 Maria Guðnadóttir, HSH......1.64 Kristjana Hrafnkelsd., HSH .. 1.55 400 m hlaup Oddný Arnadóttir, UNÞ.......62.0 Halldóra Jónsdóttir, UIA....62.7 Anna Hannesdóttir, UIA......63.0 Spjótkast Maria Guðnadóttir, HSH . 37.28 m Iris Grönfeldt, UMSB....34.82 m Alda Helgadóttir, UMSK . 32.44 m Langstökk Bergþóra Benónýsd., HSÞ . 5.30 m Laufey Skúladóttir, HSÞ... 5.22 m Hólmfriður Erlingsd., UMSE 5.21 m íris Grönfeld, UMSB.......5.20 m Kúluvarp Guðrún Ingólfsd., USÚ.......13,00 Sigurlina Hreiðarsd., UMSB 10,98 Katrin Vilhjálmsd., HSK.... 10,74 Halldóra Ingólfsd., USU ....10,42 100 m hlaup Bergþóra Benónýsd., HSÞ ...11,6 Hólmfriður Erlingsd., UMSE 11,9 Oddný Arnadóttir, UNÞ........12,1 100 m grindahlaup Bergþóra Benónýsd., HSÞ ... 15.4 Laufey Skúladóttir, HSÞ......16.3 Iris Jónsdóttir, UMSK........16.4 Ingibjörg Ivarsdóttir, HSK ... 16.5 Hólmfriður Erlingsd., UMSE 16.6 800 m hlaup Guðrún Sveinsd., ÚIA.......2:20.6 Anna Hannesd., UIA.........2:21.9 Sigurbjörg Karlsd., UMSE . 2:25.4 Það var mjög hvasst á meðan hástökkskeppnin fór fram og þurfti aö halda við rána Aðalbjörg ' og Thelma... Fengu skell — þegar 200 m voru eftir I mark og misstu af verðlaunum Það óhapp varð I 800 m hlaupi kvenna, að tvær af þeim stúlk- um, sem voru liklegartil að veita Guðrúnu Sveinsdóttur (ÚÍA) keppni, þær Thelma Björns- dóttir (UMSK) og Aöalbjörg llafsteinsdóttir (HSK) duttu, þegar 200 m voru eftir af hlaup- inu — og var Aðalbjörg þá önnur, en Thelma þriðja. Thelma féll fram yfir sig, og I fallinu datt hún á Aðalbjörgu, sem féll einnig. Þær risu strax upp og luku hlaupinu, en urðu að sætta sig við 5. og 6. sæti. v J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.