Tíminn - 25.07.1978, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.07.1978, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 25. júli 1978 utan ur heimi Höfum fyrirliggjondi Farangursgrindur og bindingar ó allar stœrðir fólksbíla, Bronco og fleiri bíla. Einnig skíðaboga Bíiavörubúðin Fjöðrin h.f. Skeifan 2, simi 82944. Útflutningur íra Reuter/London. Verð á kaffi er nú mjög lágt á heimsmarkaðin- um vegna offramleiðslu i Brasiliu. Stafar hún af frost- leysi, en gert var ráð fyrir minni framleiðslu vegna þess aö menn gerðu ráð fyrir kaldari veðráttu á kaffiökrunum. Offramboð er einnig á sykri vegna offramleiðslu, en sykur- birgðir hafa sjaldan eða aldrei verið nieiri en nú. Begin hélt velli Reuter/Jerúsalem. Van- trauststillaga á stjórn Beg- ins var felld í Knesset, þingi þeirra ísraelsmanna í gær. Atkvæði féllu þann- ig, að 37 greiddu atkvæði gegn stjórninni, en 68 með. Er þetta um leið stuðnings- yfirlýsing við stefnu Beg- ins í f riðarviðræðunum. 1 ræðu að atkvæðagreiðslu lok- inni, hvatti Begin til samstöðu og sagði að tsraelsmenn mundu ekki ganga að neinum afarkostum i samningaviðræðunum, vegna utanaðkomandi þrýstings. Þessi úrslit eru persónulegur sigur fyrir Begin, en eins og kunnugt er hafa leiðtogar Verka- mannaflokksins haldið þvi fram að hann væri ekki sjálfráður gerða sinna i samningaumleitun- um við Egypta. Bylting í Bólivíu Banzer tókst að vera við völd I sjö ár Hugo Banzer Suares, fyrrum forseti Bólivfu. steypti af stóli, var þá I útlegð i Argentinu. í Boliviu var i árs- byrjun mikið um verkföll og ólgu. Banzer sagði að um sam- særi væri aö ræöa og ætti aö steypa sér af stóli og stæði Torr- es að baki atburöana. 1 júni var Torres myrtur i Buenos Aires. Þrátt fyrir aö Banzer væri nú laus við sinn versta óvin, for- dæmdi hann morðiö og bar það upp á stuöningsmenn Che Guevara. Þeir höfðu skömmu áöur skotið til bana sendiherra Bóliviu i Frakklandi, en hann var maðurinn sem stjórnaði sveitinni sem tók Guevara af lifi árið 1967. En enginn vildi gang- ast við morðinu á Torres og þær raddir sem sögöu að Banzer stæði að baki morðsins fengu byr undir báöa vængi. Hann reyndi að bæta stöðuna með þvi að bjóða ekkjunni upp á útför á kostnað rikisins með öllum til- heyrandi heiðri. Hún sam- þykkti, en vildi að útförin færi fram i höfuöstöðvum verkalýðs- samtakanna. A það gat Banzer ekki fallist, þar sem ljóst var að vinstri menn myndu nú fá sam- einingartákn. Torres var jarðaður I Mexikó og Banzer var álitinn morðingi hans. En nú er valdatima Banzers lokið og nýr hershafðingi kom- inn I hans stað. Sennilega verða ekki miklar breytingar viö þessa skiptingu, en þó er viðbúið að Pereda reynist kommúnist- um öllu erfiöari i viöskiptum en Banzer var. MÓL Hermenn á veröi við forsetahöllina I La Paz s.l.föstudag. Frá þvi að Bólivia fékk sjálf- stæði fyrir 153 árum, hafa meir en 180 rikisstjórnir.setiðvið völd i landinu. Það hlýtur þvi að telj- ast tíl meiriháttar tiðinda, þeg- ar einn maður hefur setið i for- setastólnum samfleytt i 7 ár, eins og Hugo Banzer Suares hefur gert. En s.l. föstudag lauk valdatimabili hans, er herinn i landinu gerði uppreisn, lét Banzer segja af sér og setja Juan Pereda Asbun, yfirmann flughersins, i sinn stað. Pereda hershöfðingi hafði reyndar verið frambjóðandi rikisstjórnarinnar i kosning- unum 9. júli sl. sem voru fyrstu frjálsu kosningarnar i Bóliviu i 12ár. Pereda vann mikinn sigur i kosningunum og fékk meir en 50% greiddra atkvæða, en kosn- ingin var hins vegar dæmd ógild, þegar Iljóskom, að greidd atkvæði voru mun fleiri en sá fjöldi sem var á kjörskrá. Pereda sjálfur sagði strax, að hann myndi fara fram á aðrar kosningar og þvi kom byltingin s.l. föstudag nokkuð á óvart. Það eina sem Pereda vildi láta hafa eftir sér, var að hann sagði að þetta væri vilji þjóðarinnar. Svo framarlega sem vitað er, kostaði byltingin aöeins eitt mannslif. Bylting, sem er svo til blóðsút- hellingalaus, hlýtur að teljast með merkilegri byltingum i þessulandibyltinganna. Bólivia er, eins og alþjóð veit, skírö i höfuðið á hershöfðingjanum fræga og frelsishetjunni Simon Bólivar, sem hjálpaði mörgum löndum S-Ameriku aö losna undan oki Spánar á þriðja tug siðustu aldar. Landið er þab fimmta stærsta I S-Ameriku og eitt það auðugasta hvað náttúruauðlindir varðar, þrátt fyrir að landið sé annað af tveim sem ekki hafa aðgang að sjó. Á árunum milli 1935 og 1952 var mikiö um byltingar, en eftir byltinguna 1952 tók við maður, sem stjórnaði i heil 12 ár. Það var hagfræðingurinn Victor Paz Estenssoro. Hann lét þjóðnýta námurnar, skipta stór- jörðunum á milli Indiánanna, byggja vegi, orkuver o.s.frv. Honum var þó komið frá 1964 og 1966 voruhaldnar fyrstu frjálsu kosningarnar i landinu i marga áratugi. Rene Barrientos, fyrrum byltíngar- leiðtogi, tókvið völdum.enhann lést i flugslysi þrem árum siðar. Þá tók viö varaforsetinn og i 2 ár voru stjórnarskipti alltiö eöa þangað til Hugo Banzer Suares og tveir aðrir hershöfðingjar steyptu Torres forseta af stóli. Nokkrum dögum siðar losaði Banzer sig viö félaga sina. Banzer hefur að mörgu leyti þótt ágætis forseti, þ.e. miðað við marga fyrirrennara hans. Efnahagur almennings hefur stórbatnaö og hagkerfiö virkar, sem er meira en hægt er aö segja um mörg önnur riki i S.-Ameriku. T.d. var verðbólg- an I Bóliviu aðeins um 12% árið 1976, mun lægri en I mörgum löndum Evrópu, svo ekki sé minnst á S-Ameriku. En valdaferill hans hefur alls ekki verið vandalaus. Meðal óþægilegri mála er sennilega Torres-málið. Vinstri maöurinn Juan Jose Torres, sem Banzer Menachem Begin, forsætisráðherra Israels, vann mikinn persónu- legan sigur i gær, þegar samþingmenn hans gáfu honum stuðnings- yfirlýsingu. Þetta þótti mikill heiður fyrir Begin. Hann hefur þó áð- ur verið heiöraður. Myndin sýnir hann taka á móti heiöursgráöu við háskóla i tsrael. jókst um 35% Reuter/Dublin. Útflutningur Ira jókst um 35% á s.l. ári að þvi er fréttir frá Dublin herma. Aukningin i ár er áætluð 27% og sýnir þetta vel hina hröðu þróun á írlandi frá akuryrkjuþjóðfélagi til iðnaðarþjóðfélags. Astæðan fyrir þessari miklu aukningu á útflutningi er að sögn tra, stöðugt vaxandi framleiösla Fljótandi Reuter/Ostend. Franskir og bel- giskir tollverðir stöðvuðu i gær jómfrúarferð fljótandi stór- markaðar á Ermasundi. Um 5Ö0 farþegar frá megin- landinu höfðu stigið um borð i þeim tilgangi að kaupa tollfrjáls- an varning ættaðan frá Bretlandi. Þegar ferðinni átti að ljúka i frönsku borginni Dunkirk, voru farþegarnir stöðvaðir og þeim þeirra nýju iðngreina sem þar hefur verið komið á laggirnar á siðustu árum, fyrir erlent fé. Langmest hefur aukningin orð- ið á útflutningi til landa I Efna- hagsbandalaginu — eða 45% á siðasta ári. A siðustu tiu árum hefur útflutningur Ira sjöfaldast og ellefufaldast, sé miðað við iðnaðarvöru eingöngu. fríhöfn synjaö um leyfi til aö fara á land. Þeir urðu þvi að sigla á hinum fljótandi stórmarkaði sinum til Ostend i Belgiu, en þar biðu þeirra belgiskir tollverðir, ólmir að rifa allt góssið upp úr töskum þeirra. Aðgerðir þessar hafa vakið upp miklar deilur innan Efnahags- bandalagsins, og sýnist þar sitt hverjum. Vantrauststillaga á ísraelsþingi Offramboð á kaffi og sykri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.