Tíminn - 25.07.1978, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.07.1978, Blaðsíða 1
Slðumúla 15 • Pósthólf 370 ■ Reykjavik • Ritstjórn 86300 • Auglysingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 Utflutningsbanninu aflétt trúum þvi að bráðabirgðalögin verði afnumin sagði Guðmundur J HEI — Verkamannasambandið hefur nú ákveðið að falla frá lit- flutningsbanninu, en eftir þvi sem blaðið hefur fregnað mun for- sætisráðherra hafa gert það að skilyrði fyrir aðgerðum af hálfu rikisstjórnarinnar til að koma i veg fyrir stöðvun frystihúsanna. 1 fréttatilkynningu frá Verka- mannasambandinu segir m.a. að þar sem rikisstjórnin hafi nii sagt af sér, eftir þann harða dóm sem stefna hennar i launa og kjara- málum hafi hlotið og I landinu sé enn sem komið er engin ábyrg rikisstjórn, þá samþykki fram- kvæmdastjórn Verkamannasam- bandsins að beina þvi til aðildar- félaga sinna, að þau fresti fram- kvæmd Utflutningsbannsins fyrst um sinn. Enda sé þess vænst að mjög bráðlega fáist full viður- kenning á þvi, að gengið verði til samninga við Verkamannasam- bandið á grundvelli tilboðs þess, sem sambandið lagði fram á fundi með sáttasemjara og fól i sér fulla og óskerta visitölu á allt kaup, sem i dag sé allt að 169.000 kr. i dagvinnu og óskert álag á alla yfirvinnu. Þá segir einnig að fáist slik viðurkenning ekki, muni Verka- mannasambandið gripa til þeirra ráða sem það telji duga til að tryggja verkafólki þau laun, sem felast i áðurgreindu tilboði. Blaðið spurði Guðmund J. Guð- mundsson, hvað fælist bak við orðin „enda sé þess vænst aö mjög bráðlega fáist full viður- kenning á að gengið verði til samninga við Verkamannasam- bandið”. Guðmundur sagöi það fyrstog fremst vera ástæöuna, að tveir af næststærstu stjórnmála- flokkunum heföu lýst sig þessu fylgjandi og Framsóknarflokkur- inn gefið i skyn að hann væri þvi hlynntur, að fyrst og fremst væri hugsað um láglaunafólk varðandi kjarabætur. Svo við viljum trúa þvi sagi Guðmundur, að ef þessir flokkar verða stjórnaraðilar, þá afnemi þeir bráöabirgðalögin og samningar þessa fólks taki gildi. En viö erum ekkert aö draga endanlega linu fyrir alla, heldur aðeins þennan hóp sem fellur undir samningstilboð okkar og það er mikill meirihluti af félög- um A.S.l. Guðmundur sagði að þvi væri heldur ekki að leyna að stór hópur launþega væri ekki hrifinn af til- boði Verkamannasambandsins, þvi það teldi það allt of lágt. M.a. heföu hærra launaöir félagar inn- anA.S.Í. gagnrýnt Verkamanna- sambandið harðlega fyrir þessa afstöðu. Loðnu- veiðarnar stöðvast Kás — „Við höfum Ut af fyrir sig ekki vaíd til þess að stoppa loðnu- veiðarnar, en við erum búnir að senda bátunum aðvörun um að okkur hafi ekki tekist að fá neinar verksmiðjur á landinu til þess aö lofa þvf að taka á móti loðnu á næstunni”, sagði Þórður Asgeirs- son, formaöur loðnunefndar, i samtali við Timann i gærkveldi. Þessar aðgerðir loðnuverk- smiðjanna eru i beinu framhaldi af hinni miklu átu, sem fundist hefur í loðnunni undanfarið, og sem gerir hana að mjög óhentugu hráefni til bræðslu. Að visu sagði Þórður, að Sfldar- verksmiðja rikisins á Siglufirði hefði ákveðið að taka á móti ein- hverju óverulegu magni, en það myndi ekki einu sinni duga þeim bátum sem enn væru á miðunum, ef þeir fengju afla fljótlega. „Ég veit að bæði þeir hjá verk- smiðjunum og LIÚ eruá fundum, en hvað þeir gera, það veit ég ekki. Hins vegar væri það ansi röklegt ef LtC skoraði á sfna menn aö halda ekki áfram veiöunum, þvi það sýnist ekki mikið vit I þvi aö halda þeim áfram, ef enginn vill taka á móti aflanum.” iþróttasiöum bls. 16-19 er sagt frá Landsmótinu á Sel- fossi. Velheppnað Landsmót á Selfossi 16. Landsmót UMFt, sem r fram á Selfossi var mjög lheppnað —og mótið bauð ip á mjög spennandi og skemmtilega keppni. Tryggvi, ljósmyndari Tim- ans, tók myndina hér fyrir ofan I 110 m grindahlaupi karla, og eins og sést á myndinni, þá keyrðu kepp- endur á fullu og gáfu ekkert eftir. i opnu blaðsins og á Stjórnarmyndunarviðræðurnar: Samkomulag verði reynt til þrautar Enn er mikið eftir i viðræðunum, ekki sist varðandi fyrstu aðgerðir i efnahagsmálum Á sameiginlegum fundi þingflokks og framkvæmdastjórnar Framsóknarflokksins i gærdag var samþykkt að áfram skyldi haldið viðræðum um stjórnar- myndun með Alþýðu- flokknum og Alþýðu- bandalaginu og kannað til þrautar hvort grund- völlur er fyrir samstarfi þessara flokka um lausn þeirra vandamála sem við er að glima i efna- hagsmálum þjóðarinn- ar. Verður i dag, þriðjudag, unnið áfram að könnun ýmissa atriða sem til ákvörðunar koma i við- ræðunum. Samkvæmt heimildum sem blaöið telur áreiðanlegar fela drög þau aö stjórnarsáttmála, sem Benedikt Gröndal hefur lagt fram, fyrst og fremst I sér al- menn ákvæði en minna af beinum framkvæmdaatriðum. Svo viröist, að mati þingmanna Framsóknarflokksins sem blaöiö hafði samband við, sem töluverð alvara sé hjá viðræðunefndar- mönnum Alþýöuflokks og Al- þýðubandalags að gera jákvæða tilraun til að ná samkomulagi. Þannig sé það ljóst að fulltrúar „sigurflokkanna” eru óðum að „komast niður á jörðina” i efna- hags- og kjaramálum, og enn fremur eru taldar horfur á þvi að hreyfing sé komin á það innan Al- þýðubandalagsins að slaka mjög til f varnarmálum, en Alþýöu- flokkurinn hefur sem kunnugt er lýstyfir þvi að hann er ekkireiðu- búinn að standa að neinum veru- legum breytingum I þeim efnum. Eftir þvi sem blaðiö hefur komist næst hafa enn ekki komið upp nein alger árekstrar- eða ágreiningsefni I viöræðunum sem hindrað geta frekari umleitanir um stjórnarsamstarf. Hins vegar er talið að þess gæti enn nokkuð innan Alþýöuflokks og Alþýðubandalags að menn eigi erfitt með aö sætta sig við að staðreyndir efnahagslifsins séu ekki með þeim hætti sem þeir höfðu haldið fram fyrir kosn- ingar, og að af þessu hljóti aö leiða miklu minna svigrúm til að- gerða en þeir höfðu boðað. islendingar taka við þessu sjálfir og þarf enga stefnu til „íslendingar taka við þessu sjálfir og þarf enga stefnu til" Eiríkur Briem fram- kvæmdastjóri Lands- virkjunar segir álit sitt á erlendri ráðgjafar- þjónustu á Islandi á bls. 7. Fróðlegt að fá hans álit/ því að við erum vist ekki búin að virkja nema 8%-l3% af heildarvatnsaf linu í landinu. Eftir þvisem blaðið hefur sann- frétt er afskaplega mikið eftir i viðræðunum, ekki að því er varðar fyrstu aðgeröir gegn þeim vanda sem nú blasir við. Verður þvl ekki séð á þessu stigi hvort raunverulegur grundvöllur er fyrir samstöðu um aðgerðir i efnahagsmálum. Má ætla að þau mál verði tekin til rækilegrar ihugunar á næstu dögum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.