NT - 26.06.1984, Blaðsíða 15

NT - 26.06.1984, Blaðsíða 15
T B IX/llfnd; Þriðjudagur 26. júní 1984 15 ■ Annar hluti landsliðskeppn- innar var spilaður um helgina og lauk honum með öruggum sigri Arnar Arnþórssonar og Guðlaugs R. Jóhannssonar. I öðru sæti voru Guðmundur Sveinsson og Jón Baldursson og Björn Eysteinsson og Guð- mundur Hermannsson urðu í þriðja sæti. Alls spila 8 pör í iandsliðskeppninni en það par sem nær bestum árangri í öllunr hlutum hennar í sumar kemst sjálfkrafa í landslið. Pörin 8 spiluðu eins konar tvímenning nreð sveitakeppnis- útreikningi: Spiluð voru 16 spil í umferð og síðan báru pörin sem sátu í NS skor sína sanran við hin pörin þrjú sem sátu í AV og öfugt. Þannig fékkst þreföld skor fyrir hvert spil. Þetta fyrir- komulag er ekki verra en hvað annað þegar til lengdar lætur en í stuttum móturn getur það oft verið ósanngjarnt. Þetta má sjá af mesta sveifluspili mótsins: Norður ♦ D105 VAKG9 ♦ AD86 4K6 Vestur Austur 4863 ♦G4 VD843 ¥1072 ♦ KG104 ♦9752 4105 Suöur ♦AK972 ¥65 ♦3 4AG832 4D974 Við þrjú af borðunum fjórunr voru spilaðir 6 spaðar í suður, senr í sjálfu sér er alveg nógu mikið lagt á spilið. 13 slagir fengust við eitt borð og 12 slagir við tvö. En við það fjórða komust NS alla leið í 7 grönd! Vestur spilaði út tígli og suður varð að svína drottningunni sem heppnaðist. Síðan tók hann laufakóng og spilaði laufi á gosann og það gekk líka. En í laufaásinn henti vestur tígli svo ekki gekk það alveg upp. Lesendur sjá auðvit- að að með því að svína hjarta- gosa eru 13 slagir í húsi. En suður valdi í stað þess að spila upp á að þvinga austur með hjartadrottninguna og laufa- drottninguna. Eftir að hafá tek- ið hjartaás, tígulás og spaða- slagina spilaði suður hjarta á kónginn þar sem hann vissi að austur átti aðeins 1 hjarta eftir. 7 grönd fóru því niður og úrslit þessa spils höfðu óncitan- lega talsverð áhrif á skorið. Þetta þýddi að pörin þrjú sem höfðu sagt og unnið 6 spaða græddu 17 impa á móti parinu senr sat í vörninni gegn 3 gröndum, en það l'ékk alls 31 impa fyrir spilið (3x17). Og þau pör sem voru í vörn gegn 6 spöðum töpuðu auðvitað hvort fyrir sig 17 inrpunr á móti 7 granda parinu. En ef suður hel'ði svínað hjartagosanum hefði dæmið snúist við. Þá hefði það grætt 13 impa gegn öllum pörunum sem voru í 6 spöðum, og parið í vörninni tapað öðru eins. Þarna rnunaði ein svíning því tæplega 100 impum. Krossgáta 4371 Lárétt 1) Helmingur. 6) Fugl. 8) Hundrað ár. 10) Svik. 12) Dul. 13) Tónn. 14) Stór- veldi. 16) Op. 17)Sáðkorn. 19) Skíma. Lóðrétt 2) Bál. 3) Ull. 4) Flík. 5) Haus. 7) Komst undan. 9) Læsing. 11) Fiska. 15) Orka. 16) Liðinn tími. 18) Friður. Ráðning á gátu No. 4370 Lárétt 1) Glápa. 6) Úra. 8) Los. 10) Rós. 12) Dr. 13) Ró. 14) Uml. 16) Kam. 17) Áka. 19) Öskra. Lóðrétt 2) Lús. 3) Ár. 4) Par. 5) Eldur. 7) Ósómi. 9) Orm. 11) Óra. 15) Lás. 16) Kar. 18) KK. - Snúðu þér rólega við Sigurður - Nú verður aldeilis fjör hjá sportveiðimönnunum í höfn- inni.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.