NT - 26.06.1984, Blaðsíða 11

NT - 26.06.1984, Blaðsíða 11
■ „Að mínu mati þyrfti að leggja kapp á að eyða umframbirgðum með út- flutningi fyrir næstu slát- urtíð svo eðlilegt jafnvægi skapist á markaðinum og neytendur þurfi ekki að kaupa gamalt kjöt á hverju hausti, þó á útsölu sé.“ byggja yfir og sjá þeim fyrir atvinnu. ef þeir yrðu vegna opinberra aðgerða flæmdir frá eignum sínum og heimilum. Hræddur er ég um að þá kæmu upp fleiri risavaxin vandamál, en nú er við að glíma, jafnvcl þó ýmsum þyki þau nógu mikil nú í dag. Þá má minna á þá sjálfræðis- sviptingu sem í slíkum aðgerð- um felst. En mér er spurn, eru engar atvinnustéttir aðrar sem eru baggi á þjóðfélaginu? Hvað um alla heildsalana? Er nauðsynlegt að binda eins mik- ið fjármagn og mannafla við innflutning á vörum til landsins og nú er? Hvað segja Neyt- endasamtökin með Jón Magn- ússon í fararbroddi um það? Væri ekki verðugt verkefni fyrir hann að athuga þá hluti fordómalaust í stað þess að rægja landbúnaðinn og bændur? Eða skiptir það kannski engu máli þó innflutt- ar vörur kosti miklu nreira en nauðsynlegt er? Getur ekki verið að þar væri hægt að spara mikið, jafnvel meira en í land- búnaði? Er þjóðhagslega rétt að binda það feikna fjármagn í bankabyggingum sem gert hefur verið á undanförnum árum? Væri ekki hægt að fækka bankastarfsmönnum talsvert? Það er svo sér kapituli með Seðlabankabygginguna og það fjárbruðl sem þar viðgengst. Það er reginhneyksli. Seðla- bankastjóri predikarsýnkt og heilagt sparnað hjá alrrienningi en stendur sjálfur fyrir meira fjárbruðli en þekkst hefur í sögunni. Hvaðan er það fé komið sem lagt hefur verið í Seðlabankabygginguna? Er það kannski uppskera af vaxta- okri síðustu ára? Vaxtafrelsi fráleitt Ég álít það fráleitt að gefa Þriðjudagur 25. júní 1984 11 ■ „Það myndi kosta þjóðarbúið mikið fé ef kaupa ætti til landsins alla þá matvöru sem bændur leggja til.“ bönkunum frelsi til að ákveða sjálfir vexti. Enda hefur það leitt til mikillar hækkunar á vöxtum á nokkrum mánuð- um, án þess að skila sér að nokkru verulegu leyti í auknu sparifé eins og fólki var talin trú um. Það var búið að segja fólki að vextir yrðu lækkaðir í takt við verðbólgustigið, en það hefur verið svikið og síðan hefur verðbólgan hætt að lækka, enda voru háir vextir snar þáttur í verðbólgunni. Hér þarf að mínu áliti að grípa rösklega í taumana ef verð- bólgan á ekki að aukast aftur. Hvernig stendur á því að það erekki hægt að lækka vöruverð á innfluttri vöru og flutninga- gjöld til landsins þrátt fyrir svo mikla vaxtalækkun sem varð á síðari hluta ársins 1983? Nefna ■ „Er nuuösynlegt að binda eins mikiö fjármagn og mannafla við innllutn- ing á vörum til landsins og nú er?“ mætti fleiri atvinnugreinarsem ekki eru líklegar til að auka hagvöxtinn, þótt hér skuli numið staðar að sinni. Þær árásir sem að undan- förnu hafa verið gerðar á vinnslustöðvar og sölukerfi landbúnaðarins eru að veru- legum hluta byggðar á van- þekkingu og ósanngirni. Þær eru fyrst og fremst ætlaðar til að vekja tortryggni. Það fer ekki á milli mála að þeim er stjórnað af fégráðugum eigin- hagsmunamönnum sem sjálfir vilja kornast í þá aðstöðu að geta ráðið sem mestu um milli- liðakostnaðinn. Eða halda menn kannski að það sé gert af umhyggju fyrir neytendanum? Það er ekki þar með sagt að engu megi breyta og ekkert megi endurskoða í sölumálum landbúnaðarins. Þau eru eins og önnur mannanna verk ekki gallalaus eða óumbreytanleg. En ég er sannfærður um að það er bæði neytendum og bændum fyrir bestu að sölu- málin séu áfranr í höndunr bænda og samtaka þeirra. Fyrst og fremst af því að það eru hagsmunir bænda að geta boðið neytendum sem bestar vörur fyrir sem hagkvæmast verð. Með því tryggja þeirsölu afurða sinna. En það eru vissir þættir sem bændur ráða ekki yfir. í sambandi við kjötið eru það til dæmis vinnutaxtar í sláturhúsi, frystigjöldin, fiutn- ingskostnaður og álagning verslana. Þetta eru allt stórir, liðir í verði vörunnar. Loks vil ég skora á bændur að minnka mjólkurframleiðsl- una svo hún sé ekki langt umfram þarfir neytendanna. Með því myndi þörfin fyrir útflutningsbætur stórminnka og ríkissjóður spara fé. Ég vil einnig skora á þá senr hafa staðið fyrir áðurnefndri rógs- herferð gegn sauðfjárfram- leiðslu að slíðra sverðin. Ver- um öll þess minnug að það er framar öðru sauðfjárfram- leiðslan sem heldur uppi at- vinnu jafnt í þéttbýli sem strjálbýli. Verið einnig minnug þess að dilkakjötið okkar er ómengað og hollari fæða en svína- og alifuglakjöt sem er framleitt að mestu á erléndu kjarnfóðri sem blandað er alls konar fúkkalyfjum og litarefn- um Gilsá 16. júní 1984 ■ „Seölabankastjúri predíkar sýnkt og heilagt sparnað hjá almenningi en stendur sjálfur fyrir meira fjárbruðli en þckkst hefur í sögunni." ■ Greinarhöfundur skorar á mjólkurframleiðendur að draga úr framleiðslunni, það myndi spara ríkissjóði fé. Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þórarinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 686387 og 686306. Verð í lausasölu 25 kr og 30 kr. um helgar. Áskrift 275 kr. Setning og umbrot: Tæknídeild NT. Prentun: Blaðaprent hf. Heimurinn gegn Sovét á íslandi? ■ Þessa dagana fer fram í London skákkeppni milli Sovétrtíkjanna og heimsliðsins svonefnda eins og NT hefur greint frá. Skákáhugamenn á Islandi sem annars staðar hafa beðið eftir þessari keppni með mikilli eftirvæntingu, því þarna keppa flestir frægustu og bestu skákmenn verald- ar í dag. Þar eru auðvitað þeir heimsmeistarinn Karpov og áskorandinn Kasparov fremstir í flokki. Mönnum er enn í fersku minni fyrri keppni liðanna fyrir 14 árum þegar Sovétmenn sigruðu naumlega í hörkuspennandi keppni. Þá var reyndar einn íslendingur, Friðrik Ólafsson, meðal keppenda heimsliðsins en enginn að sinni. Keppni sem þessi er nauðsynlegur þáttur í alþjóða samskiptum, því öll samskipti milli ólíkra þjóða og landa, sem eru á öndverðum meiði í stjórnmálaskoðunum, eru af hinu góða. Því miður hefur of oft viljaðbrenna við,að slíkar keppnir hafi snúist upp í pólitískar leiksýningar, þótt það sé ekki tilfellið að þessu sinni. Á síðustu tveimur áratugum hefur ísland reglulega verið vettvangur fyrir alþjóðlegar skákkeppnir, enda er frjór jarðvegur fyrir slíkt hér á landi. Óhætt er að fullyrða að á fáum stöðum í heiminum fyrirfinnst jafn mikill áhugi á skák og einmitt hér. Þess vegna hefur hinum ötulu aðstandendum alþjóðlegra skákmóta á íslandi reynst kleift að halda slík mót hér á landi í fámenninu. En ísland hefur fleiri sérstöður en geysilegan skákáhuga. Þetta land er byggt af fámennri þjóð og hér er ekkert eigið hervald. Þrátt fyrir veru okkar í NATO ættum við að geta gegnt lykilhlut- verki í samskiptum ólíkra þjóða og þá með það fyrir augum að bæta þau. Margir hafa reyndar orðið til að hvetja stjórnvöld til að standa að einhvers konar starfsemi, sem gæti hugsanlega leitt til bættrar sambúðar í heiminum. Er þá skemmst að minnast þingsályktunartillögu Guðmundar G. Þórarinssonar fyrir nokkrum árum, þar sem hvatt var til alþjóðlegrar ráðstefnu um kjarn- orkuvopn í höfunum kringum ísland, sem gæti leitt til friðlýsingar hafanna hvað kjarnorku- vopnum viðvíkur. Skákmótið í London og hugmyndin um ísland sem lykilland í bættum alþjóðasamskiptum leiðir hugann að þeirri hugmynd, að ísland gæti vel staðið að slíku móti með reglulegu millibili. Öruggt má telja að áhorfendur myndu ekki láta sig vanta og að hæfileikaríka skipuleggjendur með reynslu á skáksviðinu vantar ekki. Þegar bætt er við að auglýsingin samfara slíku móti er gífurleg, virðist kominn grundvöllur til að gefa þessari hugmynd gaum. Og við myndum þá gera okkar til að vera vettvangur fyrir friðsamleg samskipti ólíkra þjóða.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.