NT - 26.06.1984, Blaðsíða 2

NT - 26.06.1984, Blaðsíða 2
■ í sumar og haust fer fram tilraunaakstur á ísafírði með strætisvagn, til að séð verði hvernig rekstur af þessu tagi kemur út þar vestra. Hér má sjá Ikarus-vagninn á götu á Isafirði. NT-mynd: Finnbogi ísf irðingum er boðið frítt í strætó í dag Vestfirðir: ■ Fyrsti strætisvagninn á ísa- firði hefur reglubundinn akstur með pompi og prakt kl. 15. á morgun. I tilefni af því er öllum ísfirðingum boðið frítt í strætó fyrsta daginn - til að kynna sér leiðakerfið og stoppistöðvar, eins og þeir segja á Isafirði. „Upphaflega hugmyndin að rekstri strætisvagna hér er sú að auðvelda fólki að notfæra sér þá þjónustu sem hér er í hverj- um hinna þriggja byggðakjarna, í Holtahverfinu, á Eyrinni og út í Hnífsdal, þ.e. að tengja þetta saman. Milli þessara kjarna eru einir 3-4 kílömetrar. í Holta- hverfinu er t.d. íþróttavöllur sem þjónar öllum yngstu aldurs- flokkunum og þeir eiga oft í erfiðleikum með að komast á milli,“ sagði Reynir Adólfsson, einn þeirra þriggja sem skipaður var í nefnd tij undirbúnings þessu nýmæli á ísafirði. Reynir sagði hugmyndina að rekstri strætisvagna hafa komið mjög sterkt upp við fjárhags- áætlunargerð bæjarins fyrir 1984 - og hafi þá verið ákveðið að veita fé til tilraunaaksturs og sjá hvernig þetta kæmi út. Sú tilraun muni standa í sumar og út september, en áður en sá tími er liðinn verði væntanlega ákveðið um framhaldið. - Viðínefndinniurðumsam- mála um að það mundi borga sig að hafa tilraunina í því formi að um eiginlegan strætisvagn væri að ræða, en ekki bara hópferðabifreið. Við höfðum síðan samband við þá aðila sem reka strætisvagna, þ.e. í Reykjavík og Kópavogi, sem höfðu vagna, en því miður náð- ist ekki samkomulag við þá. Við komumst síðan að því að í Mosfellssveit er maður sem á tvo vagna sem hann hefur notað til skólaaksturs og hafði því lausa vagna í sumar, og við gátum leigt vagn af honum, sagði Reynir. Hann sagði áætlað að vagninn aki frá kl. 6.45 á morgnana til kl. 18.30 á kvöldin. Ferðir verði frá Eyrinni-á klukkutíma fresti á hvorn hinna staðanna. Hvað væntanlega farþega varðar kvað Þriðjudagur 26. júní 1984 2 Slátturinn ekki ist fyrr í hálfa haf- öld ■ „í þauársemégerbúinnað búa og vera við búskap man ég aldrei eftir - utan einu sinni - að byrjað hafi verið í heyskap um eða fyrir Jónsmessu," sagði Hjörtur Sturlaugsson. bóndi í Fagradal í Norður-ísafjarðar- sýslu, en hann hóf nú slátt á Jónsmessu. Eins skiptið sem liann mundi eftir slætti svo snemma áður var 1933 er faðir hans, sem þá bjó á Ströndum, hóf slátt nokkru fyrir Jóns- messu. í sæmilegum árum kvaðst Hjörtur yfirleitt aldrei hafa byrjað heyskap fyrr um mánaðamót júní/júlí og í köldu vori eins og í fyrra ekki fyrr en undir miðjan júlí. Hjörtur sem á nú aðeins orðið nokkra mánuði í áttrætt treystir hér ekki einungis á minnið því hann hefur haldið dagbók allar götur síðan árið 1923 og lúrir því á miklum heimildum og fróðleik um síðustu 60 árin. Bústofninn sagði Hjörtur fyrst og fremst sauðfé, sem hann væri nú að vísu farinn að fækka nokkuð eftir að aldurinn færðist yfir. Féð kvaðst hann eingöngu fóðra á votheyi, sem gefist hafi sér ákaflega vel síðan hann fór að dreifa svolitlu salti í heyið og jafnframt sjá til þess að féð hafi ávallt aðgang að salti í fjárhúsunum. Síðan kvaðst hann aldrei hafa misst kind vegna votheysveiki. Og ekki vantar á góðan fall- þunga og frjósemi hjá Hirti. Eftir rigningarnar og kuldana í fyrrasumar fékk hann 17 kílóa meðalfallþunga af dilkum sín- um og að meðaltali um 29 kíló af kjöti eftir hverja á. Nýjasta áhugamál Hjartar á landbúnaðarsviðinu er að bænd- ur þar vestra hefji kanínurækt. Kvaðst hann hafa trú á að enn mætti bæta íslensku ullina með því að blanda hana með kanínu- ull. Verðmæti eigin ullar kvaðst Fótabað á rakarastofu „Það eru engar skemmdir“, sagði Sigurður Runólfsson rak- ari NT í gærkvöld. Seint í gærkvöld bilaði tenging á hita- veituröri í rakarastofu Sigurðar, að Hafnarstræti 8. Þegar lög- reglumenn komu að var ökla- djúpt sjóðandi heitt vatn og mikil gufa. Lögreglan gekk rösklega fram og lokaði fyrir vatnsrennslið. Aðsögn Sigurðar eru skemmdir mun minni en á horfðist og mun hann reyna að hafa opið nú í morgun. hann hins vegar auka að mun með vetrarrúningi, nú s.l. 5 vetur. Með því fengist miklu betri og verðmætari ull heldur en hjá þeim sem ekki rýja fyrr en kemur fram á sumar, að ekki sé nú talað um þá sem láta ærnar ganga í reifinu allt sumar- ið og taka ekki af þeim fyrr en um réttir á haustin. Auk þess_________________________________________________________________________ sem ullin sé þá orðin eitt flóka- ■ Hjörtur Sturlaugsson bóndi í Fagradal hóf nú slátt á Jónsmessu berði fari það illa með féð. 0g hefur annað eins ekki gerst í rúma hálfa öld. NT-mynd: Finnhogi Framleidslueftirlit Sjávarafurða: Kaupir bíla fyrir yfirfiskmatsmenn - enda kostnaður af bílaleigubílum gífurlegur ■ „Þettaertil aðtaka sterk- asta broddinn af kostnaði af ferðalögum matsmannanna sem er mjög mikill á erfiðustu svæð- unum“, sagði Jónas Bjarnason forstjóri Framleiðslueftirlits sjávarafurða þegar NT hringdi í hann í gær vegna frétta um bílakaup stofnunarinnar. Ný- lega keypti Framleiðslureftirlit- ið 6 Datsun skúffubíla fyrir yfirfiskmatsmenn á Norður-, Austurlandi og Vestfjörðum, en eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er bílaleigukostnað- ur þessara starfsmanna gífur- legur til þessa. Astæður hinnar miklu bflaleigu- viðskipta fiskmatsmanna sagði Jónas vera að í þessum lands- hlutum þyrftu þeir að ferðast mjög mikið um og gætu yfir \/ptrurmámiíMníi plrlri lpiot Qtnfn- uninni eigin farartæki til þess, vegna snjóþyngsla og ófærðar. Bílarnir 6 eru sumir þegar komnir í notkun og með þeim hefur öllum yfirfiskmats- mönnum verið fengin bifreið í hendur. Aðspurður um verð bílanna sagði Jónas þá hafa kostað um 450 þúsund. Þeir hafa drif á öllum hjólum en eru mun ódýrari en jeppar. hann búast við að fólk geti notað sér vagnana úr og í vinnu á morgnana, í hádeginu og á kvöldin. Yfir miðjan daginn verði það svo frekar krakkarnir, t.d. þeir sem stunda íþrótta- námskeið sem haldin eru í Holtahverfinu. ■ Hér eftir þurfa fiskmatsmenn ekki að sitja undir ámæli fyrir ofnotkun á bílaleigubílum. Framleiðslueftirlitið hefur leyst málið með kaupum á þessum rennilegu skúffubílum af Datsun gerð með drifi á öllum hjólum. í það heila taldi ilotinn raunar 6 stykki en einhverjir eru komnir í notkun nú þegar. NT-mynd Árni Bjama Prestastef nan sett í Skálholti í dag - 100 prestar væntanlegir ■ Prestástefna 1984 hefst í Skálholti með guðsþjónustu klukkan hálf ellefu í dag en verður síðan formlega sett með ræðu biskups á Laugar- vatni klukkan tvö síðdegis. Búist er við 100 prestum til stefnunnar auk gesta. Aðal- efni Prestastefnunnar í ár eru ArBiblíunnarsemstend- ur nú yfir og starfsmannafrum- varp kirkjunnar sem nú er í vinnslu. Að vanda verður ræðu biskups útvarpað beint frá stefnunni.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.